Morgunblaðið - 02.02.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 02.02.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR 50% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? S K Ó L I N N Skeifan 3b, Reykjavík Skráning í símum 544 5560 og 862 5563, eða á www.jogaskolinn.is Jógaskólinn hefst að nýju í febrúar, en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er eftirfarandi helgar: 18.-20. febrúar, 11.-12. mars, 1.-3. apríl, 22.-24. apríl, 6.-8. maí og 27.-29. maí (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). Þjálfunin er viðurkennd af International Yoga Federation. Allar nánari upplýsingar á www.jogaskolinn.is . Ásmundur heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugardaginn 12. febrúar kl. 17.00 í húsakynnum Jógaskólans. Fjögurra daga ofurnámskeið með hvatningarþjálfaranum og metsöluhöfundinum Anthony Robbins í London 6.-9. maí 2005. Nánari upplýsingar og skráning á www.changeyourlife.is eða í síma 699-6617 & 517-5171. UNLEASH T H EPOWER WITHIN! A nt ho ny R ob b in s Laugavegi 53 sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 Útsala Síðustu dagar Buxur kr. 1.000 Peysur kr. 1.000-1.500 Bolir 500 Erum með alla línuna í Art to heart og Benartex. Alla línuna í Jinny Beyer Thimbleberries, Lynette Jensen og Moda efni. Eyravegi 15, 800 Selfoss S: 4822930 Skólabraut 37, Akranesi Erum að fá ný efni í barnateppi o.fl. Bækur og snið í úrvali. Gott verð Verðhrun 50 - 70% afsláttur Fermingarmyndartökur Óhefðbundnar myndatökur Fjölskyldumyndatökur Pantið tímanlega Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljósmynd.is „KYNFERÐISLEGT ofbeldi er al- gengara en flesta grunar. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að 23% stelpna og 8% drengja eru beitt kyn- ferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem heldur námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla Ís- lands dagana 18. og 19. febrúar nk. Námskeiðið ber yfirskriftina „Úr viðjum vanans – námsefni um jafn- rétti, kynmótun og kynferðislegt of- beldi“. Námskeiðið er einkum ætlað grunn- og framhaldsskólakennurum en á jafnframt erindi við allt fagfólk sem starfar með börnum og ungling- um. Halla segir námskeiðið fara yfir eðli og umfang kynferðislegs ofbeld- is auk þess sem tengslin milli kyn- mótunar og kynferðislegs ofbeldis verða skoðuð. „Sú litla fræðsla sem verið hefur hingað til um kynferðis- ofbeldi hefur verið í beinu framhaldi af umfjöllun um kynlíf,“ segir Halla og bætir því við að það verði að gera skýran greinarmun á kynlífi og kyn- ferðislegu ofbeldi, því um tvo mjög ólíka hluti sé að ræða. Hún bendir á að fólk verði að horfa á þessa hluti af raunsæi og raunveruleikinn sé sá að a.m.k. tvö af hverjum tíu börnum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, auk þess sem nauðganir séu mun al- gengari en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Skilin milli ofbeldis og kynlífs hafa því miður ekki verið skýr og klámvæðingin hefur gert þau enn óskýrari en ella,“ segir Halla. Hún telur skólann gegna veiga- miklu fræðslu- hlutverki og sé eina stofnunin sem geti náð til heilu kynslóð- anna. „Ég trúi því að besta vopnið í þessari baráttu sé fræðsla,“ segir Halla. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að kenna nem- endum um kynferðislegt ofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef kenn- ara grunar að nemandi sé eða hafi verið beittur slíku ofbeldi. „Ég er m.a. með verkefni sem ég legg fram sem kennarar geta notað í kennslu til þess að fá upp umræðu um þessi mál í skólastofunni,“ segir Halla. Hún segir auk þess að aukin meðvit- und um kynferðislegt ofbeldi geri það að verkum að þolendur, og ekki síst börn, segi frekar frá ofbeldinu. Einnig sé hugsanlegt að ofbeld- ismönnum fækki. „Sá eða sú sem ekki veit að um ofbeldi er að ræða segir aldrei frá,“ segir Halla. Kennsla fer fram með fyr- irlestrum, umræðum og verkefna- vinnu. Í lok skólaársins hittist hóp- urinn að nýju og ræðir reynslu af vinnu með námsefnið. Fræðsla er besta vopnið Halla Gunnarsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykja- vík vilja að Reykjavíkurborg hefji samningaviðræður við fulltrúa einkaskóla um hlutverk þeirra í reykvísku samfélagi og fjárhags- legan stuðning. Héldu þeir fund í Valhöll við Háaleitisbraut í gær þar sem Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi ræddi stöðu einka- rekinna leik- og grunnskóla og tónlistarskóla. Kom fram að mark- mið samningaviðræðna, sem lagt væri til að farið yrði í, ætti að vera að finna framtíðarlausn fyrir sjálf- stæðu skólana þannig að raunveru- legt valfrelsi ríkti í skólamálum fyrir foreldra og nemendur. Það næðist meðal annars með því að tryggja að allir nemendur í leik- og grunnskólum nytu sama stuðnings til náms frá borginni óháð rekstr- arformi einstakra skóla. Á fundinum lýstu Margrét Theo- dórsdóttir, skólastjóri Tjarnar- skóla, og Sigursveinn Magnússon, skólastjóri Tónskóla Sigursveins, því hvernig rekstri sjálfstæðra skóla væri háttað og stöðu þeirra með hliðsjón af öðrum skólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn segja að nem- endum sé mismunað í borginni og ekkert tillit tekið til þess að rekstrarþarfir skólanna séu mis- munandi. Vandi einkarekinna grunnskóla og tónlistarskóla sé mikill og þeir hafi átt undir högg að sækja sökum stefnu R-listans í menntamálum. Rekstrarstyrkir til þeirra séu mun lægri en til op- inberra skóla og samkeppnisstaðan því mjög erfið. Tónlistarskólar í vanda Þá segja sjálfstæðismenn að framlag Reykjavíkurborgar til tón- listarskólanna hafi dregist saman á undanförnum árum. Samdráttur- inn á framlögum til Tónlistarskól- ans í Reykjavík nemi t.d. 42% á að- eins þremur árum. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hafi lýst yfir þungum áhyggjum vegna þess að framlög hafi farið lækkandi jafnvel þótt skólum hafi fjölgað. Raunframlög til tónlistarfræðslu hafi sáralítið breyst í meira en ára- tug. Fram kom á fundinum að mik- ilvægt væri að tryggja fjölbreytni og stuðla að framþróun í skóla- starfi. Allt tal um sjálfstæði skóla hefði enga merkingu ef allir væru bundnir á sama klafa. Að sama skapi væri ekki hægt að tala um raunverulegt valfrelsi á milli skóla ef nemendum væri mismunað fjár- hagslega af borgaryfirvöldum. Sjálfstæðismenn funda um skólamál Allir nemendur fái notið sama fjárstuðnings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.