Morgunblaðið - 02.02.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 13
ÚR VERINU
Eldaskálinn
Brautarholti 3
105 Reykjavík
Sími: 562 1420
www.invita.com
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Prag
15. mars
Kr.19.990
Flugsæti m.v. 2 fyrir 1.
Netverð.
Róm
12. maí
Kr. 39.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Dubrovnik
12. maí
Kr. 39.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Búdapest
25. apríl
Kr. 28.890
Flugsæti með sköttum.
mánud. til fimmtud.
Netverð.
Sorrento
19. maí
Kr. 39.710
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Barcelona
17. apríl
Kr. 36.910
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
BENEDIKT Sveinsson hefur látið
af störfum sem forstjóri Iceland Sea-
food Corporation, dótturfélags SÍF
hf. í Bandaríkjunum. Hættir Bene-
dikt að eigin ósk.
„Ég hætti hér í góðri sátt við alla
hlutaðeigandi. Ég er búinn að vera í
sölu sjávarafurða í tæp 30 ár og var
farinn að hugsa til hreyfings. Á þeim
tímamótum að
fyrirtækið er selt
með góðum hagn-
aði til nýrra
manna finnst mér
rétt að nota tæki-
færið til að skipta
um kallinn í
brúnni,“ segir
Benedikt.
„Það spillir
heldur ekki að
fyrirtækið stendur nú mun betur en
fyrir 6 árum, þegar ég kom hingað.
Það tókst með góða manna hjálp að
bæta hag þess verulega. Ég hætti
því hér sáttur við allt og óska nýjum
eigendum velfarnaðar í starfi. Fjöl-
skyldan hlakkar til að koma heim
aftur eftir 6 viðburðarík ár í Amer-
íku,“ segir Benedikt Sveinsson.
Benedikt á að baki nærri 30 ára
starfsferil tengdan sölu og vinnslu
sjávarafurða en hann hefur verið
forstjóri Iceland Seafood Corpor-
ation frá ársbyrjun 1999. Benedikt
hóf störf hjá Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins árið 1976, varð fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood Lim-
ited í Bretlandi 1981–1986, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambandsins 1997–1990,
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambandsins í sex mánuði
1990 og forstjóri Íslenskra sjávaraf-
urða hf. (arftaka Sjávarafurðadeild-
arinnar) frá 1990–1998.
Nú hafa verið staðfestir samning-
ar um sölu á Iceland Seafood Corp-
oration, dótturfélagi SÍF hf. í Banda-
ríkjunum. Kaupandi er Sjóvík ehf.
Söluverð félagsins er 26,5 milljónir
evra en að auki tekur kaupandi yfir
vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 22
milljónir evra. Áður var tilkynnt um
sölu félagsins til Sjóvíkur ehf. í til-
kynningu SÍF hf. þann 27. október
sl. Bókfærður söluhagnaður SÍF hf.
vegna viðskiptanna nemur um 18
milljónum evra og færist á reikn-
ingsárið 2004.
Áður hafði verið áætlað að sölu-
hagnaður myndi nema 21 milljón
evra. Frávik frá áður áætluðum sölu-
hagnaði skýrast aðallega af afkomu
félagsins á 4. ársfjórðungi síðasta
árs og lægra gengi Bandaríkjadals
gagnvart evru. SÍF hf. fjárfestir á
móti í Sjóvík ehf. fyrir jafnvirði 6,1
milljónar evra og verður við það eig-
andi tæplega 13% hlutafjár í félag-
inu.
Ég hætti hér í góðri sátt
við alla hlutaðeigandi
Benedikt Sveinsson snýr heim eftir 6 góð ár hjá Iceland Seafood Corp.
Fiskvinnsla Starfsemi Iceland Seafood, dótturfyrirtækis SÍF í Bandaríkjunum, hefur gengið vel undanfarin ár og
skilað hagnaði. Nú hefur verið gengið frá sölu þess til Sjóvíkur. Söluhagnaður nemur um 18 milljónum evra.
Benedikt Sveinsson
TBEN efh. í Hafnarfirði hefur
tekið við söludeild Hampiðj-
unnar innanlands, það er að
segja sölu á trollneti, garni og
köðlum. Tben, sem er dóttur-
fyrirtæki Hampiðjunnar, verð-
ur áfram í Hafnarfirði í núver-
andi húsnæði með
höfuðstöðvar að Hvaleyrar-
braut 41, í allt um 1.800 fer-
metrum.
Gylfi Hallgrímsson, sölu-
maður Hampiðjunnar til
margra ára, Gestur Rúnars-
son, sem áður starfaði hjá
Strendu ehf., og Ólafur Benón-
ýsson netagerðarmeistari, áður
verkstjóri á netaverkstæði
Hampiðjunnar, hófu allir störf
hjá Tben um áramótin. Gylfi er
sölumaður, Gestur sölustjóri
og Ólafur er sölumaður ásamt
því að sjá um skipaþjónustu.
Samhliða þessum breytingum
tók Magnús Sigurðsson við lag-
er og afgreiðslustjórn, Jón Pét-
ur Guðjónsson annast innkaup
og sölu og Sigurjón Karlsson
víraþjónustu. Þorsteinn Bene-
diktsson er framkvæmdastjóri
Tben.
Tben mun nú leggja meiri
áherzlu á vöru tengda þorsk-
netaveiðum, en býður auk þess
upp á breiða línu af útgerðar-
vörum. Ennfremur býður það
víraþjónustu og setur upp nýj-
ar steinastiklur (rockhopper-
lengjur) og gerir við gamlar.
Tben tekur
við sölu-
deild Hamp-
iðjunnar