Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 22
Íslenskt lamb í indverskum blómagarði.Linda Mjöll Leifsdóttir við einn gluggann. Linda Mjöll Leifsdóttir hefur búið íÞýskalandi undanfarin tíu ár enhún hefur stundað nám í glerlistvið State Academy of Art í Stutt- gart síðustu sex árin. Linda Mjöll segir það hafa orðið sér til happs að hún vissi ekki hversu erfitt væri að komast inn í skólann. „Ég rölti með möppuna mína í þennan skóla til að prófa hvort ég hefði eitthvað upp úr krafsinu og ég var alveg sallaróleg og kannski barnslega frökk þegar ég mætti í klukkutíma viðtal. Ég spjallaði um hval- veiðar og Geysi og annað sem þeir voru for- vitnir um og hef eflaust virkað mjög sjálfs- örugg. Síðan svaraði ég öðrum og alvarlegri spurningum eftir bestu getu og kom sjálfri mér nokkuð á óvart þegar ég fékk að vita að ég hefði komist inn.“ Vann samkeppni um kirkjuglugga Í nóvember síðastliðnum lenti Linda Mjöll í fyrsta sæti í samkeppni sem kirkja nokkur í Neugereut í Stuttgart efndi til. „Þessi kirkja var svo hugrökk að bjóða unga gler- list velkomna með því að efna til samkeppni meðal glerlistarnema um gerð sextán glugga í kirkjunni. Þessir gluggar eru um sautján fermetrar samtals og ég er búin að vera al- veg á haus við að klára þetta verk frá því úrslitin voru kunngerð í nóvember.“ Glerlistaverk Lindu Mjallar eru frekar óhefðbundin að því leyti að hún vinnur þau í venjulegt gler. Hún segist hafa verið svo heilluð af því að í þessari kirkju starfa tveir söfnuðir saman, kaþólskur og lúterskur og því vann hún glerið út frá hugmyndinni um frið og umburðarlyndi. Öll undir himnatjaldi „Við erum öll undir einu þaki eða himna- tjaldi sem ég kalla eilífðarteppi. Í glugg- unum líki ég tilverunni við klæði Guðs sem er eins og endalaus ofin ábreiða þar sem hver lykkja tengir og heldur þeirri næstu. Öll eigum við okkar þátt í munsturgerðinni. Menn, dýr og plöntur eru í samfylgd, snert- ast, móta og forma hvert annað. Í glerinu sýni ég samhengi hinna ýmsu munstra og þar með hinna margvíslegustu siðmenninga sem eiga sinn sess í verkinu. Með því að færa einstök mynstur og teygja í annað um- hverfi öðlast þau annan karakter og þýð- ingu. Svona eins og þegar íslenskt lamb stendur í indverskum blómagarði. Ég er þeirrar skoðunar að lykillinn að friði sé um- burðarlyndi og meðvitund um að við erum öll fræ Guðs eða fræ einnar og sömu jarð- ar.“ „Mér finnst mjög góð tilfinning að vita af verkum mínum í þessari kirkju og það er skemmtileg tilviljun að á borði fyrir framan gluggana mína stendur saltsteinn frá Ís- landi. Söfnuður í Hveragerði færði kirkjunni þennan stein að gjöf, með vísun í orð Krists í Mattheusarguðspjalli þar sem hann segir við lærisveina sína að þeir séu salt jarðar.“ Glaðlegir litir í Kabúl Linda Mjöll hefur einnig gert glugga í Barnaspítala í Kabúl í Afganistan. „Við vor- um tuttugu glerlistamenn sem vorum valin til að gera jafnmarga glugga á þessum spít- ala. Og hvert okkar gerði einn glugga. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og ég ákvað að leyfa fjögurra ára dóttur minni að taka þátt í þessu með mér og hún valdi með mér litina í gluggann sem eru mjög glaðlegir.“ Linda Mjöll lýkur námi í sumar og segir ekkert ólíklegt að hún flytjist fljótlega heim til Íslands, enda áratugar fjarvera í útland- inu alveg nóg í bili. „Ég kem alla vega heim í apríl því þá er alþjóðleg glerlistaráðstefna á Íslandi og þar verð ég með kynningu á verkum mínum.“  HÖNNUN | Íslensk glerlistakona með spennandi verkefni bæði í Stuttgart og í Kabúl Íslenskt lamb í indverskum blómagarði Fljúgandi friðardúfa. Hluti af kirkjugluggum Lindu Mjallar sem prýða kirkjuna í Neugereut í Stuttgart. Í kirkju einni í Stuttgart eru sextán gluggar gerðir af ungri íslenskri glerlistakonu. Kristín Heiða Kristinsdóttir sló á þráðinn til Lindu Mjallar Leifsdóttur sem afhjúpaði gluggana við hátíðlega athöfn nýliðinn sunnudag. khk@mbl.is 22 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÍReykjavík slasast að meðaltali þrír tilfjórir einstaklingar í um 22 bíla-ákeyrslum á degi hverjum. Að öllu jöfnu er tíðni árekstra hærri yfir vetrarmánuðina, sérstaklega í febrúar. Gott veðurfar und- anfarna vetur veldur því að áreksturstíðni á milli mánaða hefur jafnast nokkuð út. Í rúm- lega helmingi slysatilfella er um aftanákeyrslur að ræða, en þær eru lang- algengastar á Miklubraut- inni þar sem nærri lætur að um sex hundruð bíla- árekstrar hafi orðið árlega nokkur undanfarin ár. Um 67% bílaárekstra á Miklubrautinni reynast vera aftanákeyrslur, sam- kvæmt upplýsingum frá Einari Guðmundssyni, for- varnarfulltrúa hjá Sjóvá- Almennum, en helstu ástæðurnar fyrir tíðum árekstrum á Miklubrautinni má meðal annars rekja til mikils umferðarþunga á álagstímum og margra umferðarljósa. Margir aðrir sam- verkandi þættir valda innanbæjarákeyrslum. Mannlegi þátturinn skiptir þar miklu máli enda skortir töluvert á að íslenskir ökumenn sýni öðrum vegfarendum næga tillitssemi auk þess sem athyglin vill oft hvarfla annað þegar ökumenn taka upp á þeim slæmu ósiðum að tala í síma, lesa blöðin og jafnvel borða undir stýri. Slæmt veðurfar skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en í snjó og hálku snarhækk- ar tjóna- og slysatíðnin í borginni. Heildarkostnaður tryggingafélaganna vegna innanbæjarákeyrslna í Reykjavík hefur numið um fimm milljörðum króna á ári und- anfarin níu ár. Þá er ótalinn kostnaður ein- staklinga vegna tjóna og slysa auk samfélags- kostnaðar vegna meiðsla og vinnutaps. Erfitt að hjálpa 30% Í ljósi þessara staðreynda er til mikils að vinna að fækka innanbæjarárekstrum og nauðsyn- legt er að veita þeim tjónþolum, sem eru með viðvarandi líkamseinkenni, árangursríkari greiningar- og meðferðarúrræði en gert er í dag, segir dr. Eyþór Kristjánsson sjúkraþjálf- ari sem daglega fær á stofuna til sín fólk með misalvarlega áverka eftir aftanákeyrslur. „Rannsóknir sýna að um þriðjungur þeirra sem lenda í bílaárekstrum fá líkamseinkenni frá hryggjarsúlu og aðlægum svæðum. Flest- ir, eða um 70% þeirra sem fá líkamseinkenni, ná sér innan þriggja mánaða en um 30% þróa viðvarandi einkenni. Það hefur reynst sér- staklega erfitt að hjálpa þeim hópi fólks,“ en í haust áformar Eyþór að setja á laggirnar rannsóknastofu í Reykjavík þar sem nýjar greininga- og meðferðaraðferðir fyrir þennan hóp sjúklinga verða þróaðar í samstarfi við er- lenda vísindamenn. Alveg upp að hvirfli Aftanákeyrslur eru algengasta orsök háls- hnykkja, að sögn Eyþórs. „Ástæða þess er sú að strax sekúndubroti eftir að bílar lenda sam- an, verður augnabliks bylgjuhreyfing á háls- hryggnum, sem ekki er hannaður fyrir þessa snöggu bylgjuhreyfingu þar sem hálshrygg- urinn myndar S-kúrfu í stað eðlilegrar C- kúrfu. Hætta er á að mestur skaði verði þar sem bylgjuhreyfingin brotnar í hálshryggnum sem er samdóma álit rannsóknateyma víðs- vegar úti í heimi sem rannsakað hafa hvað ger- ist í hálshryggnum í áreksturs-augnablikinu. Fyrir vegfarendur er mikilvægt að vita að líkaminn lyftist upp í sætinu um nokkra senti- metra við bílaákeyrslu. Það skiptir því sköpum að staðsetja höfuðpúðann rétt. Hann verður að vera það hátt stilltur að hann nái upp að hvirfli. Einnig er mikilvægt að höfuðpúðinn sé ekki meira en 1–2 cm frá bakhöfðinu og að þeir, sem kunna að sjá árekstur fyrir, pressi bak- höfuðið á móti púðanum. Rannsóknir sýna að einungis 10–15% eru með höfuðpúðann rétt stilltan. Hálshryggurinn er mjög viðkvæmt líf- færi vegna taugatengsla við önnur líffæri í höfðinu, eins og jafnvægiskerfið í innra eyra, sjónkerfið og beinna tengsla við kjarna fimmtu heilataugar. Fólk getur því upplifað mörg og fjölskrúðug einkenni vegna hálshnykks, sem eru ekki til staðar þegar aðrir líkamshlutar skaddast,“ segir Eyþór Kristjánsson.  HEILSA | Talið er að aftanákeyrslur séu algengasta orsök hálshnykkja Aðeins 10–15% stilla höfuðpúðann rétt Höfuðpúðinn má ekki vera lægri en hér sést. Dr. Eyþór Kristjánsson sjúkraþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.