Morgunblaðið - 02.02.2005, Page 26

Morgunblaðið - 02.02.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Stærsta knattspyrnuhátíðveraldar, Heimsmeistara-keppnin, er haldin á fjög-urra ára fresti. Næsta keppni fer fram í Þýskalandi sum- arið 2006. Og þótt ýmsum þyki langt þangað til þurfa knattspyrnuáhuga- menn engu að síður að fara að huga að sínum málum, því miðasalan hófst á Netinu á mánudag, 1. febrúar. Slóðin er www.fifaworldcup.com. Þar er einnig hægt að fá allar upp- lýsingar um keppnina. Eflaust finnst mörgum það ein- kennileg ráðstöfun hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, að hefja miðasöluna svona snemma. Undankeppnin er í fullum gangi og því er ekki ennþá vitað hvaða þjóðir munu keppa á HM og því muni fólk í raun ekki vita á hvaða leik það er að kaupa miða. Það getur valið ákveð- inn leik á ákveðnum leikdegi í ákveð- inni borg í Þýskalandi. Annar mögu- leiki er að festa sér miða á leiki hjá ákveðinni þjóð sem líkleg er til að komast í úrslitin og fylgja henni alla leið í úrslitaleikinn. Svör FIFA eru þau að um sé að ræða einn mesta íþróttaviðburð ver- aldar sem veki gríðarlegan áhuga. Ekki sé eftir neinu að bíða. Gífurleg spurn eftir miðum Netið er auðvitað kjörinn vett- vangur fyrir miðasöluna. Í boði verða 2 milljónir og 930 þúsund mið- ar á leikina 64. Miðarnir verða seldir á fimm tímabilum. Hið fyrsta hófst 1. febrúarog stendur til 31. mars nk. Í fyrstu umferð verða í boði 812 þús- und miðar í nokkrum verðflokkum. Hægt verður að panta mest fjóra miða á nafn og á sjö leiki mest. FIFA reiknar með gífurlegri eftirspurn, allt að tífaldri, og því verður nokkurs konar happdrætti haldið 15. apríl. Þar verða þeir dregnir út sem hljóta miðana eftirsóttu. Miðaverð er í fjórum flokkum og miðast verðið við staðsetningu áhorfenda á vellinum. Ódýrustu mið- arnir munu kosta 35 evrur, eða rúm- lega 2.800 krónur. Miði á úrslitaleik- inn í þessum flokki kostar tæpar 10 þúsund krónur. Í dýrasta flokknum kostar ódýrasti miðinn um 8.200 krónur en miðinn á úrslitaleikinn mun kosta tæpar 50 þúsund krónur. Áhorfandi sem kaupir slíkan miða mun upplifa mikinn lúxus nærri má geta. Miðarnir verða gefnir út að koma í veg fyrir brask tækni verður notuð á völ þess að koma í veg fyrir að komist inn fölsuðum miðu hefur sérstaklega varað við um aðilum sem bjóða miða þeir sem kaupi slíka mið hættu að tapa stórfé. Opnunarleikur Heims keppninnar 2006 fer fram leikvangi í Munchen föstu júní og úrslitaleikurinn fer kvæmlega mánuði síðar, s Miðasala á Heimsmeistarakeppnina í kn Stóra stundin: Eftir mánaðar langa keppni sumarið 2002 var það Þjóðverjar bjó 64 landsleikir fara fram á einum mánuði Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er við- burður sem allir áhuga- menn um þessa göfugu íþrótt fylgjast með. Þótt enn sé eitt og hálft ár þangað til keppnin í Þýskalandi hefst þurfa þeir sem vilja komast á leiki þar að fara að huga að sínum málum. ÁSGEIR Sigurvinsson landsliðsþjálfari þekkir betur til þýskrar knatt- spyrnu en nokkur annar Íslendingur. Hann lék um árabil með Stuttgart og varð þýskur meistari 1984. Sama ár var hann kjörinn knattspyrnu- maður ársins þar í landi. Ásgeir fór til Þýska- lands sl. haust til að kynna sér undirbúning Þjóðverja fyrir keppnina 2006. Þegar hann kom til Stuttgart var honum tekið með kostum og kynjum og það duldist engum sem var með í för að hann er þar í miklum metum. „Það var mjög ánægjulegt að koma aftur til Stuttgart, það var eins og að koma heim,“ segir Ásgeir. „Það var sérstaklega gaman sjá hve leik- vangurinn í Stuttgart er orðinn glæsilegur og umgjörðin framúrskarandi flott.“ Ásgeir er þess fullviss að framkvæmd keppninnar verði fyrsta flokks hjá Þjóð- verjum. Það hafi þeir sýnt þegar þeir hafa haldið stórkeppnir. „Það gerir þetta enginn betur en þýska stálið.“ Ásgeir bjó í Þýskalandi í 16 ár og ber Þjóð- verjum mjög vel söguna. „Það var frábært að búa í Þýskalandi. Þjóðverjar taka mjög vel á móti ferðamönnum og vilja allt fyrir þá gera,“ segir Ásgeir. Hann segir að margir hafi ranghugmyndir um Þjóðverja. Þetta sé líklega fólk sem hafi hitt Þjóðverja á Mall- orca eða einhverri annarri sólarströnd, þar sem þeir hafi staðið fast á sínu. „Þeir sem leggja leið sína til Þýskalands fara gjarnan þangað aftur.“ Aðspurður segist Ásgeir ráðleggja þeim sem hyggist fara á HM að snúa sér til ís- lenskra eða þýskra ferðaskrifstofa og leita tilboða í ferðir og gistingu. Eins sé hægt að hafa samband við flugfélög sem fljúgi til Þýskalands. Verðlag sé mjög hagstætt og góður möguleiki að fá hótel á góðu verði, sér- staklega fyrir utan stórborgirnar. Hann segir að milli leikja geti fólk gert alveg ótalmargt. Skoðað söfn, farið í skoðunarferðir og báts- ferðir svo dæmi sé tekið. Þá sé að sjálfsögðu hægt að fara á góða veitingastaði, fara í vín- smakkanir og þeir sem hafi áhuga á að versla geti gert mjög góð kaup. Því miður eru litlar líkur á að Ísland kom- ist í lokakeppnina og Ásgeir fari þangað sem þjálfari liðsins. En ætlar hann að fara út og fylgjast með keppninni? „Alveg örugglega. Þetta verður meiri háttar viðburður. Keppn- in gæti ekki verið á betri stað að mínu mati.“ Þjóðverjar góðir heim að sækja Ásgeir Sigurvinsson SJÓNV Sýn á s leikjum arakep á landi Björns stjóra irnir 6 útsend Þega ingarr meista sem fr frá því til að s Að s irbúnin inn. Lj fangsm Sýnar öðrum sýndir verða þ anda k efni te nefna a tökulið verður keppnu Al HUGREKKI ÍRAKA Íraskir kjósendur sýndu mikið hug-rekki þegar þeir gengu að kjör-borðinu á sunnudag. Hryðjuverka- menn höfðu haft í miklum hótunum í aðdraganda kosninganna og sagt að þeir myndu hvorki þyrma lífi kjósenda né kosningastarfsmanna. Kosningaþátt- takan í Írak var ekki minni en í mörgum vestrænum lýðræðisríkjum þar sem það eina, sem kjósendur þurfa að leggja á sig, er að mæta á kjörstað. Á sunnudag var hver einasti íraski kjósandi skot- mark. Undanfarna mánuði hafa hryðjuverk og árásir uppreisnarmanna verið dag- legt brauð. Á kjördag voru gerðar um 100 árásir á eða við kjörstaði og létu um 40 manns lífið. Þó var minna um árásir en margir höfðu óttast og var það meðal annars rakið til mikilla öryggisráðstaf- ana, þar á meðal þess að í Bagdad og víðar var umferð einkabíla bönnuð. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um kosningaþátttöku, en yfirkjör- stjórn Íraks sagði að hún hefði verið á bilinu 60% til 75%, mest á svæðum Kúrda og sjíta. Hermt var að kjörsókn á svæðum súnní-araba hefði verið meiri en búist hefði verið við, en samt hefði hún verið lítil. Súnní-arabar eru 20% af íbúum Íraks og ástæða er til að óttast að dræm kjörsókn muni leiða til pólitískrar ein- angrunar þeirra, en þeir nutu forrétt- inda í valdatíð Saddams Hussein. Stjórnarmyndun í landinu mun ekki hefjast fyrr en úrslit kosninganna liggja fyrir. Nýrrar stjórnar bíður það verk- efni að móta stjórnarskrá og gangi allt eftir er gert ráð fyrir því að gengið verði til kosninga að nýju í árslok. Til að koma í veg fyrir útilokun einstakra trúar- eða þjóðernishópa er kveðið á um það að til stjórnarmyndunar þurfi stuðning tveggja þriðju hluta þingsins. Margir höfðu lýst yfir mikilli svart- sýni fyrir kosningarnar og mælst til þess að þeim yrði frestað. Bandaríkja- stjórn hélt hins vegar sínu striki og það er því George W. Bush Bandaríkjafor- seta til hróss hversu vel tókst til. Þar með er þó ekki hægt að fullyrða að góð kosningaþátttaka jafngildi stuðningi við hernámsliðið. Hún ber því hins vegar vitni að Írakar eru tilbúnir til þess að láta framtíð sína ráðast við kjörkassann, þótt þeir gætu þurft að gjalda fyrir með lífi sínu. Ekki má heldur gleyma því að fyrir utan kosningar í Ísrael og til heima- stjórnar Palestínumanna eru þetta einu kosningarnar, sem haldnar hafa verið í þessum heimshluta um áratugaskeið. Almenningur í nærliggjandi ríkjum fylgdist um helgina með því þegar írask- ir kjósendur nýttu sér þann rétt, sem þeim hefur verið neitað um. Þróunin í Írak mun skapa þrýsting á leiðtoga arabaríkjanna um aukið lýðræði og sá þrýstingur mun ekki síst koma innan frá. Þessar kosningar eru ekki nema eitt skref í áttina að því að byggja upp nýtt þjóðfélag í Írak. Það hefur gengið hægt, ekki síst vegna ástandsins í landinu. Til vitnis um það er að Bandaríkjamenn hafa ekki varið nema 2,5 milljörðum dollara af 18,4 milljörðum, sem þeir hafa ráðgert að verja til uppbyggingar í land- inu. Sömuleiðis hefur lítið skilað sér af nokkrum milljörðum dollara, sem Evr- ópuríki hafa lofað til uppbyggingar, meðal annars vegna öryggisástandsins. Þessar kosningar skapa hins vegar von- andi tækifæri til að snúa við blaðinu í Írak og skapa það mótvægi, sem nauð- synlegt er gegn niðurrifsöflunum í land- inu. Nauðsynlegt er að vestræn ríki leggi sitt af mörkum til þess að aðstoða við að koma á lýðræði í Írak og gagnrýn- endur Bandaríkjamanna átti sig á því að gera verður greinarmun á andstöðunni við aðferðir Bandaríkjastjórnar og upp- byggingu landsins. ÖRYGGI Á SJÓ Lega landsins og atvinnuvegir tengd-ir útgerð og sjóflutningum gera það að verkum að þjóðin á augljóslega mikið undir því að vel sé hugað að öllum öryggisþáttum og gæslu á hafi úti. Þetta vita menn og hafa um áratugaskeið haft sem grundvallarsjónarmið við uppbygg- ingu björgunarsveita, hafnarmann- virkja og tilkynningaskyldu, svo eitt- hvað sé nefnt, auk starfsemi Landhelgisgæslunnar. Það er því umhugsunarvert þegar forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, segir aðspurður í samtali sem birtist í Morgunblaðinu á mánudag er varðskipin Týr og Ægir höfðu loks kom- ið Dettifossi til hafnar á Eskifirði, að ef „þessi sterki vindur og þungi sjór hefði verið í hina áttina [þ.e. að landi] er ég í miklum vafa að við hefðum náð að halda skipinu frá landi, þá hefði það bara farið upp í fjöru“. Georg segir þetta sýna okk- ur „skýrt að það er algjörlega bráðnauð- synlegt að við höfum yfir að ráða skipi sem getur ráðið við svona aðstæður“, og bendir á að hér á landi séu nefnilega engin stór dráttarbátafyrirtæki sem hægt sé að leita til í erfiðum aðstæðum sem þessum. Eins og fram hefur komið eru varð- skipin Týr og Ægir aðeins um einn tí- undi hluti af þyngd Dettifoss. Stærðin er þó að mati Georgs ekki það eina sem skiptir máli heldur einnig fyrirkomulag á spil- og dráttarbúnaði. Í tilfelli sem þessu, er Dettifoss varð stýrisvana nú um helgina, ráða spilin ekki almennilega við að draga jafnstórt skip, því rykkur komi á taugina vegna staðsetningar dráttarbúnaðarins, svo hún slitni. Jafnvel þótt Georg bendi á að báðum varðskipunum verði breytt á næstunni og komið verði upp haganlegri spilbún- aði „verður lögun skipanna ekki breytt þannig að þetta verður alltaf aftur úr skipunum“. Vandinn er því ekki leystur til fullnustu með þeim breytingum. For- stjórinn segir jafnframt að verið sé að kanna möguleika á að leigja skip í stað þess að kaupa skip fyrir gæsluna. Orð Georgs Lárussonar eru í raun viðvörunarorð við þær aðstæður sem hér ríkja, bæði vegna vályndra veðra og tíðra siglinga. Mörgum er enn í fersku minni er Vikartindur strandaði árið 1997 í veðurofsa í Háfsfjöru, með hörmulegum afleiðingum við björgunar- tilraun varðskipsins Ægis. Þótt vel hafi farið að þessu sinni og tekist að koma Dettifossi til hafnar er ekki nóg að spyrja hvort ætla megi að slík tilfelli komi upp á nýjan leik og þá hugsanlega við verri aðstæður, svo sem vind er blæs að landi, eins og forstjóri Landhelgis- gæslunnar bendir á. Spyrja verður hve- nær það gerist og hvort Landhelgis- gæslan sé í stakk búin til að takast á við það þannig að vandkvæði séu sem allra minnst. Á meðan hér á landi eru ekki stór dráttarbátafyrirtæki eins og Georg bendir á verður að hlúa þannig að Land- helgisgæslunni að hún geti sinnt hlut- verki sínu sem best. Hvort heldur reyn- ist hagstæðara, að leigja skip eða kaupa, verður að tryggja öryggi sjófarenda eins og kostur er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.