Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005
Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði
...ódýrasta
300 kr.
birtist í 7 daga
mbl.is
smáauglýsingin
Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr.
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
mbl.isá
Orkurebbi er ekkert lamb að leika við.
Vegna virkjana-og álversfram-kvæmda hefurerlendu vinnu-
afli fjölgað hér á landi og
viðbúið að sama þróun
haldi áfram. Þörfin er mis-
mikil eftir starfsgreinum
og eðlilega er hún mest í
byggingariðnaði um þess-
ar mundir. Hlutfallslega
hafa flest ný atvinnuleyfi,
fyrir fólk utan evrópska
efnahagssvæðisins, verið
gefin út vegna fiskvinnslu
en samkvæmt tölum frá
Vinnumálastofnun er þörf-
in þar ekki eins mikil og áð-
ur. Fyrir nokkrum árum
voru um 30% nýrra at-
vinnuleyfa vegna fiskvinnslu en
hlutfallið á síðasta ári var 16%.
Hefur verktakageirinn náð þar yf-
irhöndinni um sinn.
Útgerðarmenn og fiskverkend-
ur hafa margir hverjir kvartað
undan því hve seint og illa gangi að
fá atvinnuleyfi frá Vinnumálastofn-
un fyrir erlent fiskverkafólk. Haft
hefur verið eftir þeim í sjávarút-
vegsblaði Morgunblaðsins, Úr
verinu, að leyfisferlið hafi tekið allt
upp undir þrjá mánuði og eftir
þann tíma jafnvel komið neitun.
Hefur því verið haldið fram að at-
vinnugreinum sé mismunað hvað
þetta varðar.
Getur verið „þung í drætti“
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, vísar þessu á
bug og segir öll fyrirtæki sitja við
sama borð lagalega séð, sama úr
hvaða atvinnugrein þau koma.
Hins vegar geti framboð og eftir-
spurn eftir erlendu vinnuafli verið
mismikil eftir atvinnugreinum og
landshlutum. Vinnumálastofnun
meti stöðuna hverju sinni og taki
fyrst og fremst mið af fjölda fólks á
atvinnuleysisskrá. Ef margir séu
atvinnulausir á tilteknu svæði geti
stofnunin verið „þung í drætti“.
Útgáfa atvinnuleyfa miðist við
framboð á þeim störfum sem í boði
eru hverju sinni. Sökum þess hve
margir séu atvinnulausir á höfuð-
borgarsvæðinu og Suðurnesjum
geti útgáfa atvinnuleyfa tekið
lengri tíma. Útgáfan gangi hraðar
fyrir sig þar sem færri séu atvinnu-
lausir, t.d. á Vestfjörðum þar sem
mikil eftirspurn sé eftir vinnuafli.
Gissur segir Vinnumálastofnun
ganga hart eftir því að fullreynt sé
að fólk fáist ekki til starfa hjá þeim
fyrirtækjum sem sækja um at-
vinnuleyfi. Hann segir þann vanda
hafa skapast að vegna fjölgunar á
erlendu vinnuafli undanfarin ár
hafi þrýstingur á Vinnumálastofn-
un aukist frá ættingjum og kunn-
ingjum þeirra útlendinga sem ósk-
að er eftir atvinnuleyfi fyrir.
Þrýstingurinn sé jafnvel orðinn
meiri en frá fyrirtækjunum sjálf-
um. Gissur segir þetta valda tor-
tryggni hjá stofnuninni. Markmið
með útgáfu atvinnuleyfa sé að
jafna raunverulega eftirspurn eftir
vinnuafli, ekki að standa fyrir „ætt-
ingjainnflutningi“. Ekki megi held-
ur gera það of auðvelt fyrir ís-
lenska atvinnurekendur að fá
erlent vinnuafl, vernda þurfi inn-
lendan vinnumarkað og halda at-
vinnuleysinu niðri. Fyrirtækin
verði að reikna með að leyfisferlið
taki sinn tíma, víða erlendis geti
það tekið marga mánuði að fá at-
vinnuleyfi, t.d. í Bandaríkjunum.
Samkvæmt lögum um atvinnu-
réttindi útlendinga er m.a. sett það
skilyrði fyrir útgáfu tímabundins
atvinnuleyfis að kunnáttumenn
verði ekki fengnir innanlands og
atvinnuvegi landsins skorti vinnu-
afl. Áður en leyfið er veitt ber at-
vinnurekanda að hafa leitað til
svæðisvinnumiðlunar eftir vinnu-
afli, nema slík leit verði fyrirsjáan-
lega árangurslaus að mati Vinnu-
málastofnunar. Einnig þarf að
liggja fyrir umsögn frá verkalýðs-
félagi, ráðningarsamningur,
sjúkratrygging, heilbrigðisvottorð
o.fl. Fyrirtækjum ber einnig að
auglýsa störfin í allt að fjórar vikur
hjá svæðisvinnumiðlunum.
Hvort fjórar vikur séu ekki of
langur tími segir Gissur Pétursson
að það geti verið í sumum tilvikum.
Stofnunin verði þó að hafa svigrúm
til að ganga á fólk á atvinnuleys-
isskrá. Matsatriði sé hvenær fyr-
irtækjum beri að auglýsa en hvað
fiskvinnslu varðar sé eðilegt að
auglýsa þar, ekki síst á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem margir gangi
atvinnulausir.
Tjón af óþarfa auglýsingum
Forsenda atvinnuleyfis er að við-
komandi hafi einnig fengið dvalar-
leyfi frá Útlendingastofnun. Þar
hefur orðið breyting á verklagi allra
síðustu mánuði í þá veru að sam-
ræma útgáfu dvalarleyfa betur með
útgáfu atvinnuleyfa. Hefur þetta
stytt afgreiðslutímann frá því sem
áður var. Ragnar Árnason á vinnu-
markaðssviði Samtaka atvinnulífs-
ins segir að þessari þróun beri að
fagna. Hann segir kvartanir ekki
hafa borist samtökunum um að
starfsgreinum sé mismunað við út-
gáfu atvinnuleyfa. Hins vegar sé
mikilvægt að fyrirtækjum sé ekki að
óþörfu gert að auglýsa eftir störfum
sem vitað sé fyrirfram að enginn
hafi áhuga á eða getu. Tíminn geti
skipt miklu fyrir atvinnurekendur
og þótt einhver sparnaður geti orðið
fyrir kerfið með því að koma fólki af
atvinnuleysisbótum þá geti fyrir-
tækið orðið fyrir tjóni þegar þau fá
ekki nægan mannskap tímanlega.
Fréttaskýring | Útgáfa atvinnuleyfa
fyrir útlendinga
Mismikil þörf
eftir greinum
Þrýstingur á Vinnumálastofnun jafnvel
meiri frá ættingjum en fyrirtækjum
Erlendu starfsfólki fjölgar hér á landi.
Meira en tvöföldun á út-
gáfu nýrra atvinnuleyfa
Árið 2004 voru gefin út alls
3.750 atvinnuleyfi fyrir útlend-
inga, samanborið við 3.304 árið
2003 og 3.637 árið 2002. Mest
fjölgaði nýjum tímabundnum at-
vinnuleyfum á síðasta ári. Voru
þau 563 árið 2003 en fjölgaði í
1.374 í fyrra. Þetta er þó ekki
jafnmikil útgáfa og árið 2001
þegar ný leyfi voru 1.401, þar af
468 vegna fiskvinnslu. Hins veg-
ar fækkaði framlengdum at-
vinnuleyfum í 1.135 á síðasta ári.
bjb@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fréttir á SMS