Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Calcium Citrat
Veldu kalk sem gerir gagn.
Einnig hægt að fá með D vítamíni
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
!"#$$ %
&
'
( ) * + &(
,%&
-)
+ ( ( ( %
.
(
) /)
&
( 0 (
) + ( . ( )
0 . ( '
)
0 & 0
(%
+ &
) 1 %
' /
( ) /
''
+ 2 %
$+ # +
' !
33+ / / %
/
' 1 %
& )
4
' 4
5
' %
0
#633 /
' $ 33
'
7 ( ' '
+ 2 %
$+ !
, &
'
%
/ ( /
## (0 33+
-
(
0
AKUREYRI
AÐ UNDANFÖRNU hefur hópur
erlendra kvenna sótt sérstakt
kvennanámskeið hjá Alþjóðastof-
unni á Akureyri. Meirihluti þessa
kvennahóps rekur uppruna sinn til
Taílands, en hafa allar verið bú-
settar á Íslandi um allnokkurt
skeið.
Þessar konur hafa nú, ásamt
fleiri taílenskum konum, búsettum
á svæðinu, tekið höndum saman
og ákveðið að efna til söfnunar til
styrktar fórnarlömbum flóðbylgj-
unnar í Asíu.
Hefur hópurinn unnið við gerð
listmuna, en söfnunin felst í sölu
þessara muna. Söluverð munanna
rennur óskert til styrktar fórn-
arlömbum flóðbylgjunnar í Asíu.
Konurnar bjóða listmunina til
sölu á Glerártorgi föstudaginn 11.
febrúar kl. 13–18.
Safna með sölu
listmuna
Gönguferð | Ferðafélag Ak-
ureyrar býður upp á gönguferð
um bakka Eyjafjarðarár á morg-
un, laugardaginn 12. febrúar.
Mæting er við skrifstofu Ferða-
félagsins á Strandgötu 23 kl. 10.
Þaðan verður ekið á einkabílum að
bílastæðinu við gömlu brýrnar yfir
Eyjafjarðará og síðan gengið með-
fram ánni í átt að Hrafnagili.
Skráning í ferðina er frá kl. 17 til
19 í dag, föstudag á skrifstofu fé-
lagsins.
Þátttaka er við allra hæfi og er
ókeypis.
Námstefna | Námstefna leik- og
grunnskóla á Akureyri undir heit-
inu Þróun skólastarfs verður á
laugardag, 12. febrúar, í Brekku-
skóla kl. 9. Tilgangur námstefn-
unnar er að kynna fjölbreytt
skólaþróunarstarf í leik- og grunn-
skólum á Akureyri og miðla á milli
skóla.
Dagskrá hefst með ávarpi Jóns
Kr. Sólnes formanns skólanefndar
Akureyrar en að því loknu flytja
Gunnar Gíslason deildarstjóri
skóladeildar og Birna Svanbjörns-
dóttir sérfræðingur í kennaradeild
HA erindi.
Þá verða kynnt alls 13 þróun-
arverkefni.
Söngkeppni | Sameiginleg söng-
keppni allra félagsmiðstöðva á
Norðurlandi verður haldin í kvöld og
er þetta í fyrsta skipti sem efnt er til
slíkrar keppni.
Sigurvegarar úr henni fá svo þátt-
tökurétt í söngkeppni Samfés í
Reykjavík í mars. Mikill áhugi er
fyrir keppninni en alls taka kepp-
endur frá 14 félagsmiðstöðvum frá
Þórshöfn og allt vestur á Hvamms-
tanga og er búist við allt að 600 gest-
um.
Í dómnefnd verða Pálmi Gunn-
arsson, Þórhildur Örvarsdóttir og
Baldvin Ringsted.
Í lokin ætlar svo hljómsveitin Sent
að spila fyrir dansi.
STÓRMEISTARINN Jóhann Hjart-
arson og alþjóðlegu meistararnir
Jón Viktor Gunnarsson og Sævar
Bjarnason, ásamt fleiri sterkum
skákmönnum, eru á meðal kepp-
enda á minningarmótinu um Jón
Björgvinsson, sem fram fer í KEA
salnum í Sunnuhlíð á Akureyri um
helgina. Það eru Skákfélag Ak-
ureyrar og Taflfélag Dalvíkur sem
standa fyrir mótinu, sem hefst kl.
19.30 í kvöld með fjórum atskákum.
Síðustu þrjár umferðirnar eru
kappskákir, 90 mínútur á 30 leiki
og 30 mínútur til að ljúka skákinni.
Fimmta umferðin hefst kl. 11 á
morgun, laugardag, og sjötta um-
ferðin kl. 17 sama dag. Sjöunda og
síðasta umferðin hefst svo kl. 11 á
sunnudag og eru áhorfendur vel-
komnir alla dagana. Heild-
arverðlaun eru 95.000 krónur en
þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir full-
orðna en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Hægt er að skrá sig á heimasíðu
S.A. skakfelag.is eða hjá Gylfa í
síma 862-3820 eða Smára í síma
897-7874.
Minningarmót í skák
Morgunblaðið/Ómar
Jóhann Hjartarson stórmeistari
verður einn keppenda.
Reykjavík | Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri segir það
hafa legið fyrir í alllangan tíma,
samkvæmt aðalskipulagi borgar-
innar, að samgöngumiðstöð myndi
rísa á þeim slóðum sem rætt sé
um.
Viðræður hafa staðið yfir í
starfshópi milli borgaryfirvalda og
samgönguráðuneytisins um nokk-
urt skeið um samgöngumiðsöð,
sem tæki við af BSÍ, þangað myndi
starfsemi Flugrútunnar færast,
strætisvagnasamgöngur færu þar
um, o.s.frv.
Að sögn borgarstjóra er einkum
horft til þess að samgöngumiðstöð-
in verði við Hlíðarfót/Hótel Loft-
leiðir.
Samgöngumiðstöð og íbúða-
byggð geta farið saman
„Ég vil bara undirstrika að það
er engin breyting að verða. Það
hefur legið fyrir í mörg ár að þarna
myndi rísa samgöngumiðstöð, þá
erum við að tala um allsherjar
samgöngumiðstöð,“ segir borgar-
stjóri, sem segir að vel geti farið
saman samgöngumiðstöð og upp-
bygging í Vatnsmýrinni. „Við erum
að fara af stað með skipulagsvinnu
af svæðinu sem miðar að því að
þetta verði tekið í áföngum undir
íbúðabyggð og atvinnustarfsemi,“
segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Þær upplýsingar fengust í sam-
gönguráðuneytinu að nefnd sem
fjallað hefur um væntanlega sam-
göngumiðstöð muni líklega skila af
sér tillögum í næstu viku en í henni
sitja fulltrúar ráðuneytisins og
borgaryfirvalda.
Legið fyrir í mörg ár að
samgöngumiðstöð risi
Morgunblaðið/Jim Smart
Örn Sigurðsson frá Höfuðborgarsamtökunum afhendir Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur borgarstjóra áskorun samtakanna.
Reykjavík | Í yfirlýsingu Höfuðborg-
arsamtakanna sem afhent var borg-
arráðsmönnum fyrir upphaf fundar
borgarráðs í gær, vara samtökin
borgaryfirvöld við því að ganga til
samninga við ríkið um samgöngu-
miðstöð fyrir innanlandsflug á
Reykjavíkurflugvelli. Samgöngu-
miðstöðin muni ekki gagnast borg-
arbúum og sé til þess fallin að festa
flugstarfsemi í sessi í Vatnsmýri.
„Höfuðborgarsamtökin krefjast
þess að borgaryfirvöld sjái til þess
að fallið verði nú þegar frá öllum
skipulags- og framkvæmdaáætl-
unum í og við Vatnsmýri uns gert
hefur verið heildarskipulag af
svæðinu í fullri sátt við borgarbúa.“
Tjón sem hlotist hafi af flug-
starfsemi í Vatnsmýri sl. 60 ár sé
ólýsanlegt. Gamli miðbærinn í
Reykjavík sé kominn að fótum fram,
nærþjónusta í borginni hruninn og
rekstrargrunnur almennings-
samgangna brostinn. Byggð á höf-
uðborgarsvæðinu hafi splundrast
sökum flugvallarins og borgin þeki
ámóta landflæmi og evrópsk stór-
borg. Með skilvirkara borg-
arskipulagi án flugvallar megi ná
miklum ábata á öllum sviðum sam-
félagsins.
Vilja ekki miðstöðina
Reykjavík | Stefnt er að því að víkka
út gatnamót Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar í sumar með
því að fjölga akreinum og beygju-
ljósum fyrir allar vinstri beygjur á
gatnamótunum.
Framkvæmdaráð og borgarráð
eiga þó eftir að staðfesta útfærslu
gatnamótanna áður en til fram-
kvæmda kemur, en almennt hefur
tilhögunin fengið mjög góðar undir-
tektir, að sögn Ólafs Bjarnasonar,
forstöðumanns verkfræðisviðs fram-
kvæmdasviðs borgarinnar.
Undirbúningi hefur verið hagað á
þann veg að verkið verði klárað í
haust. Verkið er fjármagnað með fé
úr samgönguáætlun og unnið í sam-
vinnu við Vegagerðina.
Þrjár akreinar í hvora átt
Gert er ráð fyrir að eftir breyting-
arnar muni bæði Kringlumýrarbraut
og Miklabraut vera með þremur ak-
reinum í hvora akstursstefnu, auk
þess sem tvær beygjuakreinar verða
með beygjuljósum fyrir allar vinstri
beygjur.
Þá verður einnig sérstök akrein
fyrir strætisvagna í vesturátt á
Miklubrautinni.
Stefnt að því að ljúka
breikkun í haust
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Fréttir á SMS
112 dagurinn | Svonefndur 112
dagur er í dag, en af því tilefni verð-
ur starfsemi Neyðarlínunnar og
samstarfsaðila hennar kynnt. Opið
hús verður hjá útibúi 112 á Akureyri
á lögreglustöðinni og einnig hjá
Slökkviliði
Akureyrar við Árstíg frá kl. 14–
18. Gestum verður boðið að skoða
tæki og tól og ræða við starfsmenn.
Námskynning | Kynning á námi
við Háskólann á Akureyri verður á
morgun, laugardaginn 12. febrúar,
frá kl. 13 til 17 í rannsóknar- og ný-
sköpunarhúsinu Borgum og gefst
gestum því kjörið tækifæri til að
skoða húsakynni sem þar eru. Dag-
skráin er hefðbundin þar sem nem-
endur og kennarar kynna náms-
framboð, en að auki verður boðið
upp á kaffiveitingar og kl. 15.30 mun
Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópr-
an syngja við undirleik Helgu Bryn-
dísar Magnúsdóttur.