Morgunblaðið - 11.02.2005, Page 24

Morgunblaðið - 11.02.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Gissur Guðmundsson matreiðslumeistariflaug með hálft tonn af skötusel tilFrakklands í hina virtu matreiðslu-keppni Bocuse d’Or. Ætli Gissur Guðmundsson hafi ekki matreiðsl- una í blóðinu? Frá blautu barnsbeini kom að minnsta kosti aldrei neitt annað til greina en að verða kokkur. Líklega hefði hann aldrei grunað þegar hann var í læri á Gullna hananum að starf- inu ættu eftir að fylgja ferðalög um öll heimsins lönd, ævintýralegt líf sem bragð yrði að. Gissur Guðmundsson er forseti klúbbs matreiðslumanna á Íslandi og á Norðurlöndum auk þess að vera í stjórn heimssamtaka matreiðslumanna. Maðurinn ferðast heimshorna á milli og notar hvert tækifæri til að kynna íslenska matargerð, íslenskt hráefni og landið. Kokkurinn knái rekur einnig sjávar- réttaveitingastaðinn Tvo fiska, Geirsgötu við Reykjavíkurhöfn. Með sjómannsblóð í æðum Áhugi Gissurar á íslenskum fiski er eðlislægur, þótt ekki sé maðurinn með kalt blóð í æðum eins og vinir okkar, fiskarnir. „Kannski hef ég áhugann frá pabba, Guðmundi Gissurarsyni. Hann var sjó- maður og brá sér oft í eldhúsið þegar þess þurfti með.“ Sjómannsblóðið rennur um æðar mat- reiðslumannsins sem elskar fisk og er auk þess Vestfirðingur í húð og hár, nánar tiltekið frá Súg- andafirði. Gissur hlær er hann er spurður hvort Vestfirðingar séu ekki allir rammgöldróttir, kunni að töfra fram ótrúlegustu rétti í eldhúsinu. Ekki orð um það meir og við höldum áfram með spjallið. Matreiðslukeppnin Við erum stödd í Lyon í Frakklandi. Hér fer fram Bocuse d’Or-keppnin, einhver frægasta og virt- asta matreiðslukeppni heims. Keppnin er haldin annað hvert ár og klúbbur matreiðslumanna á Ís- landi átti að þessu sinni fulltrúa í keppninni í fjórða sinn. Fulltrúinn var Ragnar Ómarsson og skipaði hann sér í hóp keppenda frá 24 heims- löndum. Ragnar lenti í fimmta sæti í keppninni en Frakkarnir báru sigur úr býtum. Gissur segir að hefð sé fyrir því að sigurvegari keppninnar hljóti mikla athygli og öðlist allt að því heimsfrægð á svipstundu. En skyldu íslenskir matreiðslumenn komast með tærnar þar sem Frakkarnir hafa hæl- ana? „Já, við eigum matreiðslumenn á heims- mælikvarða,“ segir Gissur sem hefur á ferðalög- um sínum um heimsins lönd smakkað á réttum ólíkra þjóða. „Eini gallinn er hvað markaðurinn á Íslandi er lítill en því fá hæfileikar íslenskra mat- reiðslumanna ekki alltaf að njóta sín til fullnustu. Við stöndum þó Frökkunum jafnfætis og förum fram úr þeim þegar vel liggur á okkur. Frakkar eru snillingar í klassískri matargerðarlist á meðan Íslendingar eru nýjungagjarnari, það er okkar helsti kostur.“ Fær sér oftast fisk á veitingahúsi Á matseðlinum á Bocuse d’Or í ár var íslenskur skötuselur. Undirbúningurinn tók um fjögur ár og Gissur er sæll með árangurinn. Meginbakhjarlar klúbbs matreiðslumanna í keppninni voru sjávar- útvegsráðuneytið, Útflutningsráð Íslands, SÍF, SH, Tros og Flugleiðir. Eins hefur sendiráð Ís- lands í París verið matreiðslumönnunum innan handar. Fiskurinn sem Íslendingar grettu sig jafnan við og var ekki alltaf aufúsugestur í netum sjómanna hefur slegið rækilega í gegn hin síðustu ár. Skötuselurinn er algert lostæti að sögn mat- reiðslumeistarans og þykir til dæmis herramanns- matur í Frakklandi. Athyglin sem Ísland hefur fengið út á fiskinn er um leið ómetanleg landkynn- ing. Gissur naut dyggrar aðstoðar bakhjarla sinna við að fljúga hvorki meira né minna en hálfu tonni af farminum dýra yfir hafið. Fréttin spurðist mjög hratt út. Ein stærsta sjónvarpsstöðin í Frakklandi þefaði Gissur uppi og spurði hvort það væri rétt að hann hefði málað mynd af skötusel á Flugleiðavél- ina! „Ég varð að hryggja fréttakonuna og svara þessu neitandi,“ segir hann hlæjandi. Feginn vildi Gissur þó taka sér pensil í hönd og mála mynd af þorski eða skötusel á einhverjar Flugleiðavélar. Markaðssetningin yrði án efa hverrar krónu virði. Í þau skipti sem Gissur fer sjálfur á veitinga- staði verður fiskur oftast fyrir valinu, enda léttur og hollur matur. Sjálfsagt mætti kalla Gissur sjálfskipaðan sendiherra íslenskrar matargerðar- menningar, ástríðu sem hann deilir með þeim þjóðum sem hann heimsækir og eldar fyrir. Og eins og allir vita liggur leiðin að hjarta mannsins alltaf í gegnum magann. Skötuselur með sítrónuolíu á grænum ertum Uppskrift fyrir 2 2 msk. sítrónuolía 425 g ferskur skötuselur 4 skalotlaukar, saxaðir 9 einiber, möluð 10 g þurrkaðar grænar ertur 1 msk. hvítlauksolía Hitið ofninn í 180 gráður. Hellið sítrónuolíu í skál ásamt skalotlauk og einiberjum. Skötusel- urinn er látinn marinerast í 10–15 mínútur í þessu. Loks er fiskurinn veiddur upp úr marineringunni en allt annað skilið eftir. Þerrið fiskinn með eld- húspappír. Hitið pönnu þar til hún er vel heit, steikið skötu- selinn þar til hann er vel brúnaður á öllum hliðum. Leggið fiskinn í ofnskúffu og bakið í um 5–6 mín- útur. Á meðan fiskurinn er í ofninum er restin af marineringunni elduð þar til hún verður mjúk og ljósbrún. Hitið hvítlauksolíu á pönnu og steikið grænu erturnar vel í olíunni. Berið skötuselinn fram á beði af grænum ertum og skalotlauk, einnig má hafa kartöflur með þessu.  MATARKISTAN Skötuselurinn er algert lostæti Frakkar eru snillingar í klass- ískri matargerðarlist en Íslend- ingar eru nýjungagjarnari, það er okkar helsti kostur, sagði Gissur Guðmundsson þegar Guð- rún Gunnarsdóttir hitti hann á matreiðslukeppni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi. Ljósmynd/Jón Svavarsson Gissur Guðmundsson fór með hálft tonn af skötu- sel frá Íslandi í keppnina í Lyon í Frakklandi. GETUR þjóðarsálin búið í klaka- boxi, á snaga eða í gallabuxum? Spurningin virðist ófyrirleitin, en ef við stöldrum aðeins við stinga aðrar spurningar upp kollinum. Hvað er þjóðarsál? Hver eru sameining- artákn þjóðar? Hvernig birtist arf- leifðin? Þessum spurningum og fleirum er velt upp á sýningu Þjóð- minjasafnsins, Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun, sem frú Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands sl. föstudag. Sýnd eru verk 42 hönnuða, sem sýningarhöfundarnir Páll Hjaltason arkitekt og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hafa valið eftir sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjór- inn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýningunni spanna allt frá arkitektúr til skartgripa og er leitast við að sýna hvernig íslensk hönnun byggir á grunni arfleifðar og lands en er útfærð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum og þörfum samtímans. Íslensk hönnun er ung iðngrein ungrar þjóðar með ríka sögu. Því má bæta við að landslag er sérstætt, veðurfar dyntótt og auðlindir lengst af einhæfar. Þróunin úr landbúnaði í iðnvæðingu, úr sveit og sjáv- arplássum í borg var svo ör að fólk sem elst nú upp á tölvuöld og í al- þjóðlegu net- og neyslumynstri man á einhvern óljósan hátt eftir skaut- búningum, fiskihjöllum og fjár- mörkum. Tilfinningin fyrir efninu er enn fyrir hendi: útskorið silfur, þæfð ull, íshröngl, mjúkt þang, úfið hraun, segir m.a. í sýningaskrá. Og áfram segir: „Íslenskir hönn- uðir í dag eru virkir íbúar heims- þorpsins og um leið er ómurinn af arfleifðinni fyrir hendi í verkum margra þeirra. Hann laumast inn í hátæknileg efni, birtist í staðbundn- um viðfangsefnum og formum eða í hefðbundnum efniviði. Meira að segja þjóðartákn eins og fáninn eða krónan hasla sér nýjan völl á ólíkleg- ust stöðum. Þessi þróun virðist hafa færst í vöxt undanfarin ár. Kannski er þörfin fyrir skilning á eigin fortíð, sérkennum og sögu einmitt brýnni á tímum vaxandi hnattvæðingar. Þar að auki á iðnhönnun hér á landi sér hvorki hefð né skráða sögu. Það fell- ur því í hlut listamannanna að skapa þessa hefð. Hlutirnir á sýningunni byggjast á grunni arfleifðar og lands. Sá grunn- ur eða ómur er síðan endurnýjaður, útfærður og aðlagaður nýjum þörf- um og aðstæðum. Þannig verður nýtni að leikfangi, nauðsyn að mun- aðarvöru og hið heilaga öðlast líf. Hér á síðunni má sjá brot af þeim verkum, sem til sýnis eru.  HÖNNUN | Landið og þjóðin í íslenskri hönnun Krónan og skatan á ólík- legustu stöðum Morgunblaðið/Jim Smart Stóllinn Fuzzy eftir Sigurð Má Helgason hefur fjóra ávala og sterka við- arfætur og er setan bólstruð með íslenskri gæru. Sýningin í Þjóðminjasafninu stendur til 1. maí næstkomandi. Gallabuxur með krónuvasa eftir Sæunni Huld Þórðardóttur. Lágur strengur og síðar skálmar.Skata eftir Halldór Hjálmarsson. Skatan er tilraun til framþróunar á hinum formbeygða stól. Lögun stól- baksins gerir hann mun sterkari án þess að auka við þyngdina. Fréttasíminn 904 1100                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.