Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 33

Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 33 Á ÞRIÐJUDAG í síðustu viku urðu snarpar umræður á Alþingi um þingsályktun- artillögu, sem felur það í sér að fjárhagslegur að- skilnaður verði milli útgerðar og fisk- vinnslu og að allur fiskur verði að fara á markað. Flutn- ingsmenn eru Guð- jón A. Kristjánsson og Jóhann Ársæls- son fyrir hönd flokka sinna, en fram kom hjá Merði Árnasyni að hann myndi ekki betur en hér væri Jóhann Ár- sælsson að fylgja eftir landsfund- arsamþykkt flokks síns, Samfylking- arinnar. Það er fróðlegt í ljósi þess, hvernig menn eins og Kristján L. Möll- er og Einar Már Sigurðarson hafa talað í kjördæmum sínum. Með þessari til- lögugerð er vegið að undirstöðum sjáv- arútvegsins eins og hann hefur verið rekinn frá öndverðu hér á landi. Fisk- verkendur stórir og smáir hafa ávallt sóst eftir því að tryggja sér hráefni, annaðhvort með eigin útgerð eða samningum um að bátar leggi upp hjá sér. Þetta er auðskilið. Ekki er hægt að standa und- ir því til lengdar að hafa fjölda manns í vinnu aðgerðarlausan. Og sá tími er liðinn, að fisk- verkafólk uni því að vera sent heim ef það gerir brælu eða fisk vantar á fiskmarkaðnum. Á síðustu árum hafa erlendir markaðir tekið miklum breyt- ingum. Þannig var sóst eftir fiski frá frystitogurunum á 9. áratugnum og allra síðustu ár hafur eftirspurn eftir ferskum fiski vaxið jafnt og þétt eins og eftir öðrum ferskum matvörum. Við þessu hafa sjávarútvegsfyr- irtækin brugðist. Hingað til hefur mest verið flutt út flug- leiðis, en verið er að þreifa fyr- ir sér um útflutning á ferskum, unnum sjávarafurðum í gám- um. Markaðsmálin eru snar þátt- ur í rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja og skiptir sköpum um afkomuna. Þess vegna er t.d. veiðunum á skipum Samherja stjórnað úr landi frá frystihús- inu á Dalvík. Áhersla er lögð á gæði fisksins en ekki magn og að aflinn sé í samræmi við þarf- ir markaðarins hverju sinni. Kaupendur fá upplýsingar um, hvar fiskurinn er veiddur, á hvaða dýpi og hver sjávarhit- inn er. Fiskverkandinn verður að vera við því búinn, að fulltrúar kaupanda komi fyrirvaralaust í heimsókn til að ganga úr skugga um, að rétt sé að vinnslunni staðið og að heil- brigðis- og hollustukröfum sé fullnægt. Hæsta verð á markaðnum næst ekki nema samið sé til langs tíma um magn og reglu- legar afskipanir á fyrirfram ákveðnum dögum ár fram í tímann. Með fullum aðskilnaði veiða og vinnslu versnaði samnings- staða sjávarútvegsins, þetta væri ekki hægt, verð lækkaði og við því að búast, að útflutn- ingur á óunnum fiski færi vax- andi. Við færum inn á leið sem hefur gefist öðr- um illa. Þannig stendur fisk- vinnslan höllum fæti í Noregi og þess vegna er verið að tala um það þar að tengja betur veiðar og vinnslu, sem auðvitað hefur þann kost að þá dreifist hráefnið til fleiri staða. Sömu sögu er að segja frá Alaska. Þá er þess að geta, að fisk- vinnslan hefur getað sótt fram á erlendum mörk- uðum og staðist samkeppni við ódýrt erlent vinnuafl með því að leggja í mikla fjárfestingu og ná þannig fram nauðsynlegri framleiðni. En það getur auðvit- að ekki orðið nema hráefnið sé tryggt, þannig að kostnaðurinn verði minni á hverja einingu. Þetta sjáum við m.a. í þeim frystihúsum, sem fullkomnust eru eins og hjá Samherja á Dalvík, Brim á Akureyri og hjá HB Granda á Akranesi og í Reykjavík. Sömuleiðis af frysti- húsi Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, sem frystir allt að 350 tonn af loðnu á sólarhring. Öll þessi uppbygging yrði óhugsandi með aðskilnaði veiða og vinnslu. Ef horft er til hinna smærri fiskvinnslufyrirtækja í litlum sjávarplássum úti á landi blasir hið sama við. Þau geta ekki sótt allan vinnslufiskinn á markað, heldur hljóta að keppa að því að fá honum landað hjá sér. Hátt gengi krónunnar kemur illa við fyrirtæki í sjávarútvegi og hafa sum þeirra ekki staðist áraunina og lokað. Það kemur hins vegar ekki á óvart, að þau fyrirtæki, sem standa sig best, eru fjárhags- lega sterk og öflug, þau eru í margvíslegum rekstri og áhættan þess vegna dreifð, svo að þau standa vel að vígi. Samt sem áður hafa þau orðið að grípa til varnaraðgerða. Þær hafa m.a. falist í því að skera niður ákveðna starfsemi og færa framleiðsluna á færri staði. Þannig hefur veltuhraðinn orðið meiri og kostnaður á hverja einingu minni. Ógjörningur var að fá til- lögumenn þess að aðskilja veið- ar og vinnslu til að ræða þá stöðu sem upp kæmi, ef allur fiskur yrði settur á markað. Jó- hann Ársælsson sagði þó, að hann væri sannfærður um, „að það yrði gríðarleg sprenging í sjávarútveginum ef allur fiskur færi um markaði“. En lengra náði sú hugsun ekki, sem varla var von. Það yrði gríð- arleg spreng- ing í sjávarút- veginum… Halldór Blöndal fjallar um aðskilnað milli útgerðar og fiskvinnslu Halldór Blöndal ’Ógjörningurvar að fá til- lögumenn þess að aðskilja veið- ar og vinnslu til að ræða þá stöðu sem upp kæmi, ef allur fiskur yrði sett- ur á markað. ‘ Höfundur er 2. þingmaður Norðausturkjördæmis. umsmíð. Það hvers vegna m Toscu upp farík saga um g rakið tæki- dramatíska agískan dauð- daga fyrir ástina, en í þeirri list stóð enginn Verdi á sporði – nema kannski Puccini. Í ársbyrjun 1898 var óperutextinn tilbúinn og Puccini hófst handa. Í júní lagði hann leið sína til Parísar til að heimsækja höfund sögunnar, Sardou. Skáldið lagði blessun sína yfir óperu- textann, – þeir Puccini urðu mestu mátar og þáði tónskáldið mörg góð ráð um uppfærslu á Toscu frá Sardou. Puccini taldi reyndar að óperutextinn væri betri en leikrit Sardous, en þá skoðun hefur hann tæpast kunnað við að viðra við skáldið. Hver syngur á barmi örvæntingar? Puccini lauk við tónsmíðarnar í október árið 1899, en endaspretturinn var langt frá því að vera átakalaus. Á tveimur stöðum í verkinu vildi hann breyta texta þeirra Giacosa og Illica og allt fór í bál og brand. Á endanum hafði Puccini þó betur. Verri var þó rimman milli hans og útgefandans, Ricordis, sem vildi fyrir allan mun hafa ástardúett í lokaþætti óperunn- ar. Puccini hafði ekki gert ráð fyrir slíku atriði og stóð fast á þeirri skoð- un sinni, að kona sem í örvæntingu væri að leita allra ráða og hlaupa milli manna til að freista þess að bjarga lífi elskhuga síns, hefði engan tíma til að staldra við og sóa dýrmætum augna- blikum í hangs við ástarhjal. Líf Cav- aradossis lá við, og hún ein gat komið honum til bjargar. Ricordi var ákveð- inn í því að fá sínu framgengt og taldi það óperunni til framdráttar að hafa ástardúett í lokaþættinum, auk þess sem hann myndi verða dramatískur hápunktur verksins. Á endanum var það enn Puccini sem fékk sínum vilja framgengt og hans dramatíska innsæi reyndist rétt og eðlilegt fyrir framvinduna undir lok verksins. Sagan af Toscu gerist í Róm, og því fannst Ricordi viðeigandi að frum- flutningurinn yrði þar. Adolfo Hohen- stein, leikmyndasmiður Scala- óperunnar í Mílanó, var fenginn til að hanna sviðsmynd, og sonur Ricordis, Tito Ricordi, var leikstjóri. Hljóm- sveitarstjóri var Leopoldo Mugnone. Í titilhlutverkinu var Hariclea Darcl- ée. Hún var rúmensk að uppruna, en naut mikilla vinsælda á Ítalíu, þar sem hún starfaði bróðurpart ævinnar. Hún var draumasöngkona Puccinis í hlutverk Toscu, og ástkona hans þess utan, en fleiri tónskáld ásældust hana í frumuppfærslur verka sinna. Catal- ani samdi hlutverk La Wally fyrir hana í samnefndri óperu sinni, og sömu sögu er að segja um Mascagni og óperu hans, Írisi. Það var enginn annar en Enrico Caruso sem upphaf- lega átti að syngja hlutverk Cavara- dossis, en svo fór að Emilio De Marchi hreppti það, – vegna þess að hann var einnig elskhugi Haricleu Darclée og hún mun hafa fengið því framgengt að Caruso viki fyrir hon- um. Það var talsverður óróleiki í Cost- anze-leikhúsinu í Róm, frumsýning- arkvöldið 14. janúar árið 1900, því sögusagnir voru á kreiki um að reyna ætti að ráða Margréti drottingu af dögum í sprengjuárás, og óperuhús- inu hafði borist sprengjuhótun. Fjöldi manns komst ekk inn úr forsal leik- hússins – sýningin var hafin, en vegna látanna sló stjórnandinn Mugnone tónlistina af, og beið þar til ró komst á og byrjaði þá upp á nýtt á Toscu. Ótt- inn við sprengjuáras á frumsýning- unni á Toscu virðist hafa verið raun- verulegur, og fólki var enn í fersku minni er sprengju var varpað inn í óp- eruhúsið í Pisa nokkrum misserum áður í miðjum flutningi á Ótelló – en þar var að verki söngvari sem hafði ekki hlotið náð fyrir augum stjórn- andans þar, Arturos Toscanini, sem var þá að stíga sín fyrstu spor á stjórnandapallinum. Var Puccini að eggja til uppreisnar? Gagnrýnendur tóku Toscu misvel. Krassandi söguþráður óperunnar, pólitísk uppreisn, ástir, svik og morð þótti vissulega brútal, og andstæðing- ar Puccinis létu í það skína að með verkinu væri hann að eggja landa sína til uppreisnar gegn yfirvöldum. Tosca var sýnd 20 sinnum í Róm í kjölfar frumsýningarinnar. Almenningur var hins vegar hrifinn, og tveimur mán- uðum síðar var Tosca komin á fjalir Scalaóperunnar í Mílanó undir stjórn Toscaninis, með þau Haricleu Darcl- ée og Emilio De Marchi enn í aðal- hlutverkum. Hróður verksins fór víða og Toscu-æði greip um sig. Fyrsta frumsýning erlendis var í Buenos Air- es í júní sama ár, og Konunglega óperan í Covent Garden fylgdi í kjöl- farið. Tosca var fyrst sýnd í Metropol- itanóperunni í New York ári síðar, og vinsældir verksins hafa verið ómæld- ar í þá rúmu öld sem liðið hafa frá frumsýningunni í Róm. Margar frábærar söngkonur hafa spreytt sig á hlutverki Toscu, og margar skarað framúr – meðal ann- arra Geraldine Farrar, Maria Can- iglia og Maria Jeritza sem söng ar- íuna frægu Vissi d’arte liggjandi endilöng á sviðinu – sem þótti talsvert afrek. Ekkert nafn hefur þó tengst hlutverki Toscu jafn sterkum bönd- um og nafn Mariu Callas, sem þótti bera af öðrum í hlutverkinu og hafa allt til að bera til að gæða hlutverkið bæði dramatískri dýpt og ljóðrænni fegurð. Þegar Callas hafði Tito Gobbi með sér á sviði í hlutverki ómennisins Scarpia, þótti gneista af samleik þeirra og samsöng – þau þóttu stór- kostlegt dúó í þessum hlutverkum. Callas og Gobbi sungu oft saman í Toscu á árunum upp úr 1960, meðal annars í frægri uppfærslu Francos Zeffirellis sem fór víða. Zeffirelli var enn leikstjóri þegar haldið var upp á aldarafmæli Toscu í Róm árið 2000. Þar var venesúelska söngkonan Ines Salazar í titilhlutverkinu, en sýningin var jafnframt stórviðburður fyrir það að hljómsveitarstjórinn, sem var Placido Domingo, stjórnaði þá í fyrsta sinn sýningu þar sem kollegi hans og söngfélagi Luciano Pavarotti söng, – og auðvitað í hlutverki Cavaradossis, en í hlutverki Scarpia var hinn marg- reyndi stórsöngvari Juan Pons. Með- al gesta í salnum voru barnabarn tón- skáldsins, Simonetta Puccini, og Maria Antonelli, langafabarn librett- istans Giacosa. ugga sprengjuhótunar gri uppfærslu Zeffirellis á Toscu í Covent Garden 1963. ir tveir flýta kórdrengj- verið sigr- upp veislu í ögn slær á ur að leita ta elskhuga amerki At- apellunni. því að hefna til Angelott- . ákafri löng- arinn Spol- ur í hans stað með Cavaradossi sem er yfirheyrður. Tosca kemur inn rétt í þann mund sem elskhugi hennar er færður inn í næsta herbergi þar sem á að pynta hann til sagna. Hún bugast við yfirheyslur Scarpias og sársaukaópin í Mario og kemur upp um felustað Angelottis. Mario er borinn inn, gerir sér grein fyrir hvað hefur gerst og áfellist Toscu. Cavaradossi er færður í fangelsi. Scarpia býður Toscu að gefa sig honum á vald í skiptum fyrir líf elskhugans. Hún reynir í mikilli örvvæntingu að komast undan faðmlögum hans og atlotum. Scarpia gerist enn ágengari en Spoletta truflar þau og skýrir frá því að Angelotti hafi svipt sig lífi þegar hann sá fram á að nást. Tosca fellst á tilboð Scarpias til þess eins að bjarga elskhuga sínum. Scarpia þykist skipa fyrir um sýndaraftöku Cavaradossis sem eigi síðan að láta lausan. Scarpia er ekki fyrr búinn að skrifa lausn- arskjal fyrir elskendurna en Tosca grípur hníf af borðinu, drepur hann, og laumast svo út. Þriðji þáttur Mario Cavaradossi bíður aftöku. Hann mútar fanga- verði til að koma kveðjubréfi til Toscu. Minningin um ást þeirra streymir fram meðan hann skrifar og hann fyllist örvæntingu. Tosca kemur þjótandi inn og Mario gælir við hendurnar sem myrtu hans vegna. Þau fagna framtíðinni saman. Þegar aftökusveitin kemur á vettvang leiðbeinir Tosca honum hvernig hann geti leikið dauða sinn á sann- færandi hátt. Hermennirnir hleypa af skotum. Tosca hvet- ur Mario til að flýta sér en þegar hann bærir ekki á sér átt- ar hún sig á svikum Scarpias sem náð hafa út yfir gröf og dauða. Þegar Spoletta kemur til að handtaka Toscu fyrir morðið á Scarpia, hrópar hún á Scarpia að mæta sér frammi fyrir Guði og varpar sér síðan í opinn dauðann. begga@mbl.is tvær eigum því margt sameiginlegt. Hún nýtur s að vera til og vera innan um fólk, og hún vill öll- vel. En þegar á hana er ráðist rís hún upp. Þegar rpia ætlar að faðma hana er hún búin að uppgötva finn sem hún grípur til og notar til að drepa hann. g hef ekki séð margar Toscur á sviði, en mínar áhalds Toscur eru Renata Tebaldi og Raina Kab- anska sem var afskaplega falleg Tosca. Maria Call- r svo alveg sér á báti. Litrófið í rödd hennar hefur af heillað mig. Ég hef gaman af því þegar hægt er grípa utan um tónanana án þess að það sé alltaf fallegt. Það gefur söngnum karakter. Það þarf i allt að vera slétt og fellt. Það er þetta sem Callas fræg fyrir – rosalegt skap og allt litrófið í rödd- , brjósttónana og hörkuna og svo þessa fínu eig- ika sem hún tefldi fram á móti. Hún hefur verið stök Tosca og ég hefði gefið mikið fyrir að fá að hana á sviði,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir. ljón eftir Giacomo Puccini Libretto: Giacosa og Illica Tosca: Elín Ósk Óskarsdóttir Cavaradossi: Jóhann Friðgeir Valdimarsson Scarpia: Ólafur Kjartan Sig- urðarson Angelotti: Bergþór Pálsson, Spoletta: Snorri Wium Kirkjuvörður: Davíð Ólafsson. Kór Íslensku óperunnar Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Leikmynd: Will Bowen Búningar: Þórunn María Jóns- dóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Leikstjóri: Jamie Hayes Tosca

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.