Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 35
UMRÆÐAN
LÍTIÐ hefur farið fyrir umræðu í
hinum vestræna heimi um viðbrögð
Asíubúa í kjölfar jarð-
skjálfta og flóðbylgju
um jólin. Flestir muna
fréttaviðtölin þar sem
vestrænir ferðamenn
lýstu grátklökkir hvern-
ig heimamenn fórnuðu
öllu til að hjálpa þeim,
fólki af öðrum þjóð-
ernum. Við Íslendingar
sátum í stofusófunum og
hlustuðum á Svía og
Dani segja sögur af
heimafólki sem bauð all-
ar eigur sínar í fórnfúsu
hjálparstarfi. Heyrðum
af bláfátæku fólki sem vann baki
brotnu sólarhringum saman við að
aðstoða náungann. Náunga af ólíkum
kynþætti. Vellríka ferðamenn sem
áttu það eitt sameiginlegt með As-
íufólkinu að vera menn.
Við Íslendingar stóðum fyrir fjár-
söfnun vegna hamfaranna sem var
hið besta mál og er þá málið ekki ein-
faldlega úr sögunni? Kannski.
Kannski ekki. Áleitin er sú spurning
hvort við myndum bregðast við af
sömu fórnfýsi og örlæti og Asíubú-
arnir ef aðstæðurnar snerust við. Ef
við stæðum frammi
fyrir mannskæðum
hamförum á okkar eig-
in landi á háannatíma í
ferðaþjónustu. Værum
við jafn reiðubúin að
veita ólíku fólki af öðr-
um kynþáttum alla að-
stoð? Skyldum við
hjúkra þeim í híbýlum
okkar, gefa þeim fæði
okkar og klæði og
fórna öllu, þeim til
bjargar? Myndum við
létta þeim missi og
söknuð með grundvall-
argildum tilverunnar. Mennsku, sam-
hjálp og bræðralagi.
Spurt er og kannski er fátt um
svör. Við Íslendingar stöndum sem
skjólveggur þegar áföll snerta okkur
beint en vísbendingar eru um að við
einblínum um of á velferð okkar
sjálfra. Eins og umheimurinn komi
okkur ekki við.
Þannig hefur umræðan um Íraks-
stríðið mengast af kapítalískum hags-
munum þjóðarbúsins gagnvart veru
Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli.
Og vangaveltur um áhrif loftslags-
breytinganna snúast nær einungis
um örlög Íslands. Eins og umheim-
urinn komi okkur ekki við.
Þegar flóðbylgjueyðileggingin stóð
sem hæst bar Asíufólkið boðskap inn
í hjörtu okkur vesturlandabúa.
Manngildisboðskapinn sem nær út
fyrir öll landamæri.
Það væri synd að líta framhjá því.
Og við getum margt lært af þessu
fólki.
Boðskapur úr austri
Björn Þorláksson fjallar
um Ísland og umheiminn ’Áleitin er sú spurninghvort við myndum
bregðast við af sömu
fórnfýsi og örlæti og As-
íubúarnir ef aðstæð-
urnar snerust við. ‘
Björn Þorláksson
Höfundur er rithöfundur
og fréttamaður.
Í FRÉTTUM heyrði ég að nú væri
verið að skoða nýtt fyrirbæri í
ferðaþjónustu, Skagafjörður nefnd-
ur þar: Það er að gefa út leyfi til
manna, sem geta komið norður og
skotið tófu sér til skemmtunar.
Hvers á útlaginn að gjalda, dýrið
sem var hér á eyjunni okkar, þegar
Ingólfur kom í árdaga siglandi frá
Noregi með fólkið sitt?
Tófan skynjaði seinna að í mann-
skepnunni er engu að treysta, enda
forðast tófan manninn eins og heit-
an eld.
Við Hrauneyjafossvirkjun, um
harðan vetur, snjóþungt, skafrenn-
ingur, veður vond, gerði Mikki sig
heimakominn við mötuneytishús
virkjunarinnar, kom í birtunni,
dagurinn stuttur, sást liggja í skafli
við glugga, gátum nánast horfst í
augu við hann. Smátt og smátt
byggðist upp traust, var Mikki að
skondrast um svæðið og virtist
þekkja bíla og starfsmenn virkj-
unarinnar.
Svo kom svartur dagur. Stór
jeppi kom að sunnan, ók inn á
svæðið, Mikki ekki langt frá veg-
brún. Út úr jeppanum stígur
mannapi með byssu og drepur
varnarlaust dýrið og setur í svart-
an poka. Ekki náðum við í hnakka-
drambið á þessum afreksmanni,
þeir óku burt. Mikið vorum við reið
og sár.
Við skotmanninn vil ég segja
þetta: Mikið var afrek þitt að drepa
varnarlaust dýrið, sem farið var að
treysta manninum.
AXEL B. EGGERTSSON,
Flyðrugranda 4,
Reykjavík.
Mikki refur
in memoriam
Frá Axel B. Eggertssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is