Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilhjálmur Sig-urðsson Heiðdal fæddist á Vopnafirði 4. ágúst 1912. Hann lést á Droplaugar- stöðum 3. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jó- hanna Sigríður Jörg- ensdóttir, f. 2.6. 1890, d. 27.9. 1965, húsfreyja frá Krossavík í Vopna- firði og Sigurður Þorláksson Heiðdal, f. 16.7. 1884, d. 17.2. 1972, skólasjóri Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og forstöðumaður vinnuhælisins að Litla-Hrauni. Systkini Vilhjálms sem upp komust eru: Ingibjörg, f. 10.6. 1915, Margrét, f. 16.10. 1917, Gunnar, f. 16.2. 1926, Anna, f. 25.9. 1930, Kristjana Ingibjörg, f. 22.7. 1933. Vilhjálmur kvæntist 30.5. 1936 Maríu Gyðu Hjálmtýsdóttur, f. 29.9. 1913, d. 1.2. 1991. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálmtýr Sig- urðsson, lengst af kaupmaður í Reykjavík og Lucinde Hansen Sig- hjálmur Kári, hann á tvo syni. c) Björn Þór. 4) Anna verðbréfasali, f. 14.5. 1944. Maður hennar var Guðlaugur Bergmann kaupmaður, sem er látinn. Þau skildu. Synir þeirra eru tveir, Ólafur Gunnar, hann á tvo syni og Daníel Magnús, hann á tvo syni. Seinni maður Önnu er Þorsteinn Björnsson prentari. 5) Hjálmtýr kvikmynda- gerðarmaður, f. 14.12. 1945. Maki Anna Kristjánsdóttir sjúkraþjálf- ari. Dætur þeirra eru tvær, María, hún á tvö börn og Lóa. Vilhjálmur lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1932 og fór í náms- ferð til Norðurlandanna 1935 til að kynna sér skipulag fólksflutninga. Hann var bifreiðastjóri 1932–1935 og deildarstjóri umferðardeildar Pósts og síma, sem sá um skipulag fólksflutninga og póstdreifingu um landið frá 1935–1979. Þá var hann framkvæmdastjóri við vist- heimilið í Víðinesi 1979–1990. Vil- hjálmur sat í stjórn Áfengisvarna- félagsins Bláa bandsins, í stjórn vistheimilis Bláa bandsins í Víð- inesi, í stjórn Stokkseyringa- félagsins í Reykjavík, starfaði í Landsmálafélaginu Verði og í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í stjórn Sjálfstæðis- félags Nes- og Melahverfis og var formaður þess um árabil. Hann hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1934. Útför Vilhjálms verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. urðsson húsfreyja. Vilhjálmur og María áttu fimm börn. Þau eru: 1) Jóhanna Lucinde húsmóðir, f. 26.8. 1936. Maður hennar var Walter Gunn- laugsson sjómaður, þau skildu. Börn þeirra eru fjögur: a) María Guðrún, hún á tvö börn og tvö barna- börn. b) Erla, hún á þrjú börn og tvö barnabörn. c) Vil- hjálmur Heiðdal, hann á þrjú börn og tvö barnabörn. d) Hildur, hún á tvær dætur. Seinni maður Jóhönnu var Jóhannes Jensson bankastarfsmaður og er hann látinn. 2) María hjúkrunar- fræðingur, f. 13.6. 1939 . Maki Þór Magnússon, f. v. þjóðminjavörður. Börn þeirra eru þrjú: Jóhann, Þórður og Auður Harpa og á hún tvær dætur. 3) Hilmar forstjóri, f. 2.3. 1941, d. 7.4. 2001. Maki Hrefna Smith forstjóri. Þeirra börn eru þrjú: a) Dagný, hún á tvö börn. b) Vil- „Vopnafirði 4. ágúst 1912. Voða- legir kuldar þessa viku. Hefir snjóað dag eftir dag á láglendi en leyst aft- ur óðar, en á fjöllum er mikill snjór. Jóhanna átti dreng kl. 12 (rúml.) í nótt. Gekk mjög vel. Illar gæftir. Lítill heyskapur. 25. ágúst. Hafís kom að vestur- og norðurlandi. Jóhanna orðin frísk. Rigningar og nokkuð kalt. Allt er í báli á Balkanskaganum. Stórorrusta við Adrianopel, 400,000 manns á víg- vellinum. Ófriðarhorfur þykja á milli Frakka og Þjóðverja“. Svo skrifaði afi minn Sigurður Þ. Heiðdal í dagbók sína árið 1912. Frumburður hans og Jóhönnu Sig- ríðar Jörgensdóttur ömmu minnar, Vilhjálmur, hefur litið dagsins ljós í „voðalegum kulda“ og stríðsátökum. Æviskeið pabba, Vilhjáms S Heið- dal, geymir tvær heimsstyrjaldir, kuldaveturinn 1918, kreppuna miklu, kalda stríðið, endurtekið „bál á Balkanskaga“, og nú síðast Íraks- stríðið. Pabbi upplifði jafnframt fram- farastökk þjóðarinnar; sjálfstæðið 1918, lýðveldisstofnun 1944, at- vinnuvegabyltinguna eftir stríð og framgöngu þjóðarinnar sem nú er komin í flokk ríkustu þjóða heims. Frá pabba sínum erfði pabbi fróð- leiksþorsta og framfaratrú. Hann gekk í fjölda félaga, í fórum hans finn ég skírteini frá AA-samtökun- um. Stokkseyringafélaginu, Skóg- ræktarfélaginu, Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda, Oddfellowum, Sjálfstæðisflokknum og Samtökum aldraðra. Pabbi las mikið og því fróður um marga hluti, á hverju ári las hann mannkynssögubækur, Íslendinga- sögurnar og bókina um Góða dátann Svejk. Hann hló alltaf upphátt af Svejk þótt hann hefði lesið ritið oft- ar en tölu verður á komið. Eitt versta áfallið í ellinni var þegar sjónin gaf sig og hann gat ekki lesið fram á nætur. Við systkinin reynd- um að hjálpa honum með því að út- vega hljóðbækur en það gekk frem- ur illa þar sem pabbi átti við langvarandi heyrnarvandamál að stríða. Eitt af einkennum pabba var það sem kalla má tækjadellu. Hann var alltaf að kaupa tæki. Ég minnist furðuverka eins og transistorút- varpsins, Polaroid-ljósmyndavélar, rakvéla af flottustu gerð, sígarettu- kveikjara, kvikmyndatökuvél. Þessu fylgdu fínustu klippigræjur og sýn- ingarvélar. Kvikmyndasafn pabba er nú ómetanlegur fjársjóður fyrir afkomendur mömmu og pabba. Þeg- ar Keflavíkursjónvarpið náðist í Reykjavík þá var komið heim með sjónvarpstæki með innbyggðum magnara. Og svo kom íslenska sjón- varpið og pabbi keypti flottara sjón- varp. Þegar mamma gerði athuga- semdir við tækjakaupin þá kom alltaf í ljós að hann hafði fengið þau á sérkjörum sem ekki var hægt að slá hendinni á móti. Eitt af einkennum pabba var gjaf- mildin. Hann gaf margar af þessum græjum til vina og ættingja, stund- um bara vegna þess að þeim varð á að dást að tækinu sem hann sýndi þeim. Bílar og samgöngur settu svip á ævi pabba. Hann eignaðist snemma eigin bíl, það var Ford vörubíll sem jafnframt var atvinnutæki hans. Pabbi átti sinn þátt í uppbyggingu vegakerfisins, hann vann við bygg- ingu brúarinnar yfir Markarfljót 1933. Starf hans fólst í því að flytja á Fordinum góða grjót sem sprengt var úr Stóra Dímon og sturta því í varnargarðana sem byggðir voru við brúna. Hann var bílstjóri hjá Stein- dóri og minntist oft á flotta Buick- bíla sem hann ók á stöðinni. Einnig var hann bílstjóri hjá Guðmundi Hlíðdal póst- og símamálastjóra. Alltaf var hann að kaupa og selja bíla, nokkrar tegundir sitja í minni mínu; Ford Prefect, Mercury, Tatra, Willys, De Soto, Dodge, Hun- ter, Hornet, Eagle, Toyota, Fiat, Mitsubishi og Pointiac sem varð síð- asti bíllinn hans. Vilhjálmur Heiðdal var skipaður yfirdeildarstjóri umferðardeildar Pósts og síma. Í því starfi fólst að hafa umsjón með öllum póstsend- ingum og fólksflutningum innan- lands. Hann var örugglega einn ör- fárra Íslendinga sem heimsóttu alla sveitabæi sem voru í vegasambandi. Starf hans fólst m.a. í því að semja um póstflutninga við mjólkur- og rútubílstjóra. Hann fór margar ferð- irnar til að lengdarmæla leiðir sem pósturinn var fluttur og út frá því var samið um kílómetragjald. Hann gjörþekkti Ísland, nöfn bæja og býla, fjöll, dali og vötn. Og fólkið, hann þekkti ótrúlegan fjölda fólks um allt land. Þessi óendanlegi vilji til að ferðast um landið þvert og endilangt sýndi sig eftir að hring- vegurinn kom 1974. Þá fóru hann og mamma a.m.k. eina hringferð á ári, síðast árið 1990, síðasta sumarið sem mamma lifði. Pabbi var frænd- rækinn, í marga áratugi ók hann á hverju sumri til Vopnafjarðar á fund frændfólksins í Krossavík. Eins og fyrr segir var pabbi í AA-samtök- unum. Lengi glímdi hann við drykkjuvandamál sem settu svip á fjölskyldulíf okkar og ég á margar minningar frá þeim tíma sem ekki geta flokkast undir bjartari hliðar lífsins. Árið 1955 gekk hann í AA- samtökin ásamt öðrum sem glímdu við sama vandamál. AA-samtökin voru þá ársgömul og enn í mótun. Pabbi var kosinn í stofnráð samtak- anna og sat þar í mörg ár og átti mikinn þátt í stofnun Bláa bandsins og Víðinesheimilisins. Með þessum hætti nýtti pabbi reynslu sína og kraft til þess að segja drykkjunni stríð á hendur og um leið hjálpaði hann fjölda fólks á leið sinni út úr þeim ógöngum sem stjórnlaus áfengisneysla hafði leitt það út í. Hann hafði lengi það starf að sinna flutningum ofdrykkjumanna til og frá Gunnarsholti. Ég fór ótelj- andi ferðir austur með pabba. Eftir að ég fékk bílpróf ók ég oft bílnum en hann sinnti þá farþegunum sem stundum voru ekki alveg orðnir edrú þegar lagt var af stað austur. Margir minnisstæðir menn voru far- þegar, þ.á m. ýmsir þekktir drykkjumenn sem settu svip sinn á bæjarlífið þegar sk. rónar áttu at- hvarf sitt í miðbænum. Ég skynjaði að þessir ólánsmenn báru mikla virðingu fyrir pabba og því starfi sem hann og félagar hans leystu af hendi í þessari óvægnu baráttu. Nú þegar ég sit við tölvuna og rifja upp lífshlaup pabba finn ég fyr- ir söknuði og tár læðast út á kinn. En samt er ég glaður – því pabbi átti langa ævi, hann kom mörgu í verk og afkomendur hans og mömmu eru orðnir 43 talsins. Nú er pabbi dáinn og úti í löndum geisar enn stríð. Hjálmtýr V. Heiðdal. Tengdafaðir minn, Vilhjálmur Heiðdal, hafði lifað langa ævi og andaðist saddur lífdaga og farinn að heilsu. Hann var af góðu bergi brot- inn. Móðurættin var frá Krossavík í Vopnafirði og þar höfðu forfeður hans búið í marga ættliði og sjálfur minntist hann oft á ættföðurinn Skíða-Gunnar, þekktan dugnaðar- kappa þar um slóðir. Í föðurætt var hann náskyldur Jóni Sigurðssyni; var afi hans Þorlákur Johnsen og mátti glögglega sjá svipmót með Vil- hjálmi og ýmsum þeim frændum hans. En nafnið hafði hann frá Vil- helmínu konu Eyjólfs í Saurbæ á Kjalarnesi, sem fóstruðu Sigurð föð- ur hans og þakkaði hann þannig gott atlæti í umkomuleysi bernskuár- anna. Vilhjálmur átti í reynd ekki fjöl- breytta starfsævi. Mestallan starfs- daginn vann hann hjá sömu stofnun, Pósti og síma, enda greru menn af hans kynslóð fastar við vinnustaði en síðar varð, tóku tryggð við vinnu- veitendur og lögðu metnað í starf sitt. Verksvið hans var lengst af skipulag og umsjón með póstflutn- ingum og póstdreifingu á lands- byggðinni og umsjón með leyfisveit- ingum til sérleyfishafa fólksflutninga. Hann varð starfs síns vegna að fara mikið um landið til samninga við póstflutningamenn, og þá þurfti hann að mæla vegalengdir, oft til afskekktustu sveitabæja, þar sem greiðsla fór meðal annars eftir fjarlægðum. Hann kynntist því landinu vel og nauðþekkti flestar sveitir og þekkti fjölmarga búendur, enda var hann mannblendinn og hafði gaman af kynnum við fólk. Ekki fékk Vilhjálmur notið lang- skólamenntunar, settist þó í Menntaskólann í Reykjavík en varð að hætta námi vegna veikinda. Síðar var hann í Samvinnuskólanum, nem- andi Jónasar frá Hriflu, og tók það- an próf. Þá varð hann góður og gegn framsóknarmaður svo sem faðir hans hafði verið, en síðar er Jónas stjakaði Sigurði úr forstöðumanns- sæti Vinnuhælisins á Litla-Hrauni, því að koma þurfti vænni framsókn- armanni að, varð hann fráhverfur Framsóknarflokknum og gerðist sjálfstæðismaður og var það alla tíð síðan. Hann vann þeim flokki eftir mætti, sat í fulltrúaráði um hríð og var formaður hverfisfélags í Vest- urbænum. Vilhjálmur tók bílpróf er hann hafði aldur til og eignaðist þá vöru- bíl, vann fyrst að efnisflutningum við byggingu Markarfljótsbúarinnar gömlu. Síðar ók hann um hríð hjá Steindóri, einkum rútur á Stokks- eyrarleiðinni en eins leigubíl á stöð- inni. Hann þótti góður bílstjóri og átti nánast alla tíð bíl sjálfur og ók bíl langt fram eftir 9. áratugnum. Hann átti fjölda bíla um ævina, þó aðeins einn í einu, og kvaðst einu sinni hafa reynt að telja þá saman en gefizt upp er hann var kominn upp í 50, og voru þá einhverjir eftir. – Vilhjálmur var nokkuð nýunga- gjarn en vildi þó aldrei eiga sama hlutinn lengi, og margan ágætan grip úr sinni eigu gaf hann þeim sem honum fannst að hann gæti komið vel – sumir sögðu að þá hefði hann átyllu til að fá annan nýrri. Margt kunni Vilhjálmur að segja frá ferðum sínum, bæði erfiðum vetrarferðum á rútunum yfir Hellis- heiði og á illfærum fjallvegum, og eins af kynnum við fólk.Hann var umtalsfrómur og fjarri var það hon- um að níðast á neinu, sem honum var til trúað. Hann var oft gaman- samur, kunni ýmis gamanmál, vísur og kviðlinga, var þó ekki hagmæltur sjálfur. Eftir lát Maríu konu sinnar bjó hann um árabil útaf fyrir sig undir þaki okkar Maríu dóttur sinnar. Við missi Maríu breyttist hagur hans allur. Starfsævinni var þá lokið og hann hélt sig mest heima við, fór minna meðal fólks, sat mest og las en þótti vænt um heimsóknir kunn- ingja, en þeir hurfu smám saman með árunum. Hann las mikið sögurit og rit um lönd og lýði, sumar bæk- urnar aftur og aftur, og ég held að hann hafi kunnað Veraldarsögu Grimbergs nánast utan að, en hana las hann á dönsku víst árlega og vitnaði oft til. Síðustu árin dvaldist Vilhjálmur á Droplaugarstöðum og hlaut þar góða umönnun, en smám saman fjarlægðist heimurinn honum og hann heiminum. Þó fór hann árlega og samfellt yfir 50 ár í ferðir til frændfólks síns í Krossavík, stanz- aði þó ekki lengi; honum var nóg að koma á bernskustöðvar og halda kynnum við frændfólkið þar. Síð- ustu ferðina fór hann fyrir tveimur árum. Vilhjálmur varð að takast á við ýmsa erfiðleika lífsins en hlaut sigur og hjálpaði síðan mörgum öðrum í þeirra basli. Hann gekk snemma í AA-samtökin, en hann og félagar hans þar fundu að möguleikar á hjálp fyrir áfengissjúklinga voru mjög takmarkaðir. Þá stofnuðu þeir Bláa bandið, keyptu hús og ráku af miklum dug og framsýni. Það heim- ili varð undanfari Víðinessheimilis- ins, og sat Vilhjálmur lengi í stjórn þess, en húsin á Flókagötu afhentu þeir Kleppsspítalanum fyrir sjúk- linga þaðan. Um langt árabil hafði hann einnig hönd í bagga með rekstri hælisins í Gunnarsholti og fór reglulega með áfengissjúklinga austur þangað. Það mátti heyra að margir skjól- stæðingar Vilhjálms voru honum þakklátir og fylgja honum nú góðar kveðjur að leiðarlokum. Þór Magnússon. Minningar okkar um afa eru frið- sælar. Við komum í heiminn þegar hann var kominn á sjötugsaldurinn og kynntumst honum sem góðleg- um, vinalegum og mjög afalegum afa sem hafði einstaklega góða nær- veru. Hann átti alltaf nýjustu andrés- blöðin og teiknimyndasögurnar og oftar en ekki fengum við blöðin heim með okkur eftir að hafa verið í pöss- un hjá hláturmildu hjónunum á Birkimel, enda var hann gjafmildur mjög. Við eyddum ótal stundum við að fylgjast með honum og læra að leggja kapla við borðstofuborðið þar sem hann sat oftar en ekki við þá iðju, og sú list hefur fylgt okkur æ síðan. Stundum bauð hann okkur í nefið og hló svo dátt þegar við hnerruðum og snýttum okkur út í eitt eftir uppátækið. Okkur þótti líka alltaf gaman að fá að fylgjast með því þegar Gunni frændi kom í heimsókn, en þá var stóll dreginn út á mitt stofugólf þar sem Gunni sat á meðan afi dundaði sér við að snyrta hárin á eyrunum á honum. Þeir sem eru okkur eldri eiga mun fleiri sögur að segja af þessum stóra manni, en þær stundir sem við fengum að njóta samvista við hann eru okkur dýrmætar og við erum þakklátar fyrir þær minningar sem við eigum um afa á Birkó. Eins og okkur þykir sárt að missa hann, þá er gott til þess að vita að hann hafi fengið verðskuldaða hvíld eftir langt og viðburðaríkt líf. Hon- um hefur líka eflaust þótt gott að finna aftur hana ömmu sem lést árið 1991 og hann saknaði mikið. Takk fyrir allt og allt. Lóa og María Hjálmtýsdætur. Okkur langar til að minnast afa okkar, Vilhjálms S. Heiðdal sem lést 3. febrúar sl., með nokkrum orðum. Við vissum að hverju dró því enginn flýr sitt skapadægur, en samt eru andlátsfréttir alltaf óvæntar. Á slík- um stundum koma upp í hugann minningar um mann sem var með eindæmum gjafmildur og ástríkur, hafði gaman af að segja sögur af sjálfum sér og lífi sínu og naut þess að ferðast, kynnast nýju fólki og VILHJÁLMUR SIGURÐSSON HEIÐDAL Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAKEL STEINVÖR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hléskógum 8, Egilsstöðum, sem lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Egils- staðakirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Erla Sigurðardóttir, Jakob Þórarinsson, Anna Sigurðardóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Páll Sigurðsson, Sumarrós Árnadóttir, ömmubörn og langömmubörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.