Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 47 MINNINGAR ✝ Hörður Runólfs-son fæddist á Hálsum í Skorradal í Borgarfirði 7. apríl 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 5. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Arason, f. 1863, d. 1940 og Ingibjörg Pétursdóttir, d. 1950, bændur á Háls- um. Systkini Harðar voru: Pétur, Ari, Þórður, Ingólfur, Engilbert, Laufey, Lára, Haraldur og Viktoría, nú öll látin. Hörður kvæntist 31. desember 1941 Sigrúnu Steinsdóttur, f. að Spena í Miðfirði 1. maí 1916, d. 13. desember 1988. Börn þeirra eru: 1) Auður, f. 1943, gift Eðvarði, f. Benedikts- syni. Dætur þeirra eru Ragnheið- ur, f. 1968, gift Jóhanni H. Jóhann- essyni, f. 1968, synir þeirra eru Róbert Eðvarð og Ríkarður Leó og Sigrún, f. 1974, gift Halldóri V. Sveinssyni, f. 1978, börn þeirra eru Auður Mist og Hrafnkell Goði. 2) rún Sif, f. 1989 og Ívar, f. 1993. Sonur Harðar og Ingunnar Hjartardóttur, f. 1909, d. 1980, er Hilmar, f. 1938, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 1935. Börn þeirra eru: 1) Ingunn María, f. 1961, gift Ágústi Gunnarssyni, f. 1956, þau eiga börnin Sindra Má og Silju Mist. 2) Þórey Ása, f. 1964, gift Jóhannesi Jóhannessyni, f. 1961, börn þeirra eru Jóhannes, Guðrún Inga og Katrín Ósk. 3) Gunnhildur, f. 1968, gift Ahmed Kellel, f. 1959. 4) Guðmundur Pét- ur, f. 1972, sonur hans er Gabríel Bergmann. Fyrir átti Sigrún tvö börn, þau eru: 1) Ingólfur, f. 1933, börn hans eru Sigrún, f. 1954, Inga Kolfinna, f. 1960, Haukur, f. 1965, Rósa Helga, f. 1969 og Sigurður, f. 1981. 2) Valgerður, f. 1937, d. 1969, dótt- ir hennar er Kolbrún Hildur Gunn- arsdóttir, f. 1963. Hörður stundaði búskap að Hálsum og fór í nám á Laugarvatn í tvo vetur. Á stríðsárunum var hann sjómaður á togara sem sigldi til Bretlands með aflann. Eftir stríð gerðist hann verktaki og tók að sér að smíða og reisa hús og skemmur á Keflavíkurvelli og í Reykjavík. Hann annaðist einnig húsflutninga fyrir Reykjavíkur- borg og fleiri aðila. Útför Harðar fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Bergljót, f. 1945, gift Halldóri Guðmunds- syni, f. 1942. Börn þeirra eru: Hulda, f. 1964, gift Sigfúsi Guðnasyni, f. 1963, börn þeirra eru Hall- dór Berg, Eva Sóley, Guðni Brynjar, Tómas Örn, Jóhann Ari og Ástrós; Guðmundur, f. 1966 og Þröstur; f. 1974, í sambúð með Steinunni Guðjóns- dóttur, f. 1974, sonur þeirra er Aðalbjörn Ægir. 3) Úlfar Örn, f. 1947, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, f. 1945. Synir þeirra eru Hörður, f. 1966, dóttir hans er Pálína Guðrún, f. 1985 og Vilberg, f. 1971, d. 2001. 4) Ingibjörg Lára, f. 1953. Maður hennar er Jóhann Hauksson, f. 1953. Börn þeirra eru: Vilhjálmur, f. 1983, unnusta Sigríður Svala Bergmann, f. 1982, dóttir þeirra er Hanna Lára; Hrafnkell, f. 1985; Ólafur, f. 1989 og Guðný, f. 1991. 5) Hörður Þór, f. 1958, kvæntur Guð- rúnu Hrönn Smáradóttur, f. 1961. Börn þeirra eru Andri, f. 1985, Sig- Elskulegur faðir minn Hörður Runólfsson er látinn tæplega 94 ára. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði þar sem hann var búinn að búa í nokkur ár. Hann fæddist inn í stóra fjölskyldu 1911 á Hálsum í Skorradal í Borgarfirði. Hann var yngstur 10 systkina sem nú eru öll látin. Bræður pabba voru flestir mjög langlífir. Pabbi kynntist í æsku mikilli vinnusemi þar sem ekki þótti gott að sitja með hendur tómar. Vinnan var dyggð og það entist pabba alla tíð. Hann hafði mesta óbeit á fólki sem ekki nennti að vinna og bjarga sér. Pabbi stundaði búskap að Hálsum fyrir utan tvo vetur sem hann var við nám á Laugarvatni. Þar naut hann sín vel, stundaði íþróttir og var góður sundmaður. Hann var mikill hestamaður og átti marga gæð- inga. Sérstaklega þótti honum vænt um Kolbak sem hann ætlaði að fara með á Alþingishátíðina 1930 til keppni og sýningar en hesturinn drukknaði veturinn áð- ur. Pabbi kynntist móður minni Sig- rúnu Steinsdóttur kringum 1940. Hún bjó þá á Horni ekki langt frá Hálsum og bjó þar með Hauki Eyjólfssyni og átti með honum tvö börn, Ingólf og Valgerði. Einhvern tímann var sagt að pabbi hefði rænt mömmu. Þegar ég var barn sá ég fyrir mér pabba koma á þeysireið á Kolbak hrifsa mömmu um hábjartan daginn af enginu og ríða með hana beint til Reykjavík- ur. Seinna fékk ég að vita að þetta var ekki alveg svona einfalt. Þau féllu einfaldlega hugi saman og byrjuðu búskap í Reykjavík. Þau byggðu sér stórt og myndarlegt hús að Hólsvegi 16 í Kleppsholtinu þar sem þau bjuggu í tæpa hálfa öld. Þau eignuðust fimm börn, Auði, Bergljótu, Úlfar Örn, Ingi- björgu Láru og Hörð Þór. Fyrir átti pabbi soninn Hilmar. Þau ólu líka upp Kolbrúnu dóttur Valgerð- ar sem lést ung. Fyrstu búskaparár foreldra minna var pabbi sjómaður á tog- ara sem sigldi til Bretlands með aflann. Það var hættulegt og sagði hann okkur margar sögur af ýmsu sem þeir lentu í á leiðinni er þeir sigldu í skipalestum langar leiðir um hættuleg svæði. Einu sinni var pabbi búinn að ráða sig á togara en hann kom aðeins af seint niður á bryggju og sá ljós togarans líða út úr hafnarmynninu. Honum þótti slæmt að missa af túrnum en þakkaði Guði er togarinn fórst með manni og mús og ekkert frétt- ist af honum meir. Þetta voru erf- iðir tímar, pabbi úti á sjó við hættuleg skilyrði og mamma ein heima með barnahópinn löngum stundum. En þessi ár liðu eins og öll önnur og áður en þau vissu var pabbi kominn í land fyrir fullt og allt. Eftir stríðið er pabbi var kom- inn í land gerðist hann verktaki. Hann réði til sín hóp af góðum mönnum og tók að sér að reisa skemmur á Keflavíkurvelli og víð- ar. Sumir mannanna sem pabbi réði til sín unnu hjá honum alla tíð og hættu ekki hjá honum fyrr en þeir komust á eftirlaun. Pabbi hafði alltaf nóg að gera. Hann hafði góð sambönd og var dugleg- ur að útvega sér verkefni. Hann vann mikið fyrir Reykjavíkurborg bæði við niðurrif á ónýtum húsum og flutninga á húsum t.d. upp í Ár- bæjarsafn. Hann vann líka fyrir marga aðra t.d. við sumarbústaða- byggingar og flutninga. Pabbi elskaði að hafa nóg að gera og leið best er mikið stóð til t.d. flutn- ingur á stóru húsi. Hann hafði líka góða aðstöðu í stórri skemmu við Rauðavatn þar sem hann hafði ým- islegt að selja úr húsunum sem hann reif. Pabbi vann einn fyrir stórri fjölskyldu. Þar var mynd- arlega séð fyrir öllu en samt aldrei neitt bruðl. Allt var greitt á rétt- um tíma og staðið í skilum við alla. Hann notaði aldrei ávísanahefti né plastkort heldur greiddi allt í pen- ingum „kontakt“ takk fyrir. Ég á margar góðar minningar um pabba. Ég man þegar hann lék á orgelið sálma og söng stundum með. Hann lék „Hærra minn Guð til þín“ aftur og aftur því ég bað hann um það. Hann lék vel með stórum vinnulúnum höndum sín- um. Ég man líka þegar allir í fjöl- skyldunni lágu í flensu nema við tvö og hann eldaði fullan pott af hrossabjúgum sem við borðuðum og töluðum um hvað við værum hraust og heilbrigð. Pabbi var ein- staklega hraustur alla ævi. Hafði aldrei farið í neina aðgerð eða leg- ið á sjúkrahúsi. Bar bara á sig „kogara“ ef eitthvað var að kvelja hann. Þegar pabbi og mamma fóru að eldast og það fór að verða rólegra í vinnunni hjá pabba fóru þau í margar skemmtilegar siglingar og utanlandsferðir. Þau áttu mörg góð ár saman þar til mamma lést 1988. Þegar pabbi var orðinn einn flutti hann í þjónustuíbúð í Hraun- bænum. Þar bjó hann vel í fallegri og vel búinni íbúð. Honum leið þar mjög vel, ern, skýr og fylgdist vel með öllu. Þegar heilsunni fór að hraka fluttist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar naut hann góðrar umönnunar. Ég kveð elsku pabba minn og þakka honum fyrir allt og allt. Guð geymir hann. Ingibjörg Lára. Það var um jólin 1981 sem kon- an mín, þá tilvonandi, Ingibjörg Harðardóttir kynnti mig fyrir föð- ur sínum. Það tók mig ekki langan tíma til að sjá að þar fór maður sem hafði unnið mikið um ævina og var ekki á því að fara að setjast í helgan stein, þá kominn á áttræð- isaldur. Á þessum tíma var hann með menn í vinnu og var að flytja eða rífa hús fyrir Reykjavíkurborg sem voru orðin fyrir í skipulaginu. Mörg húsanna enduðu ferðalagið í Árbæjarsafni en önnur sem efni- viður sem Hörður seldi í skúrum uppi við Rauðavatn. Það var með ólíkindum hvað hann gat selt af því sem honum áskotnaðist með þessu móti og má það örugglega þakka góðum kynn- um sem fólk hafði af því að versla við Hörð þessi ár sem hann stund- aði þessa starfsemi. Þau stórvirki sem hann vann á þessum árum voru til dæmis kaup á kolakranan- um og vöruskemmum við gömlu höfnina í Reykjavík. Á gömlum myndum frá miðbæ Reykjavíkur má sjá kolakranann gnæfa yfir öll önnur mannvirki enda ekkert smásmíði þar sem hann varð að gnæfa vel yfir þau flutningaskip sem komu með kolin til landsins. Þennan krana tók hann í sundur og seldi til Færeyja og vöruskemmurnar seldi hann síðan sem efnivið og seldist allt og nýttist trúlega til bygginga úti á landi en þangað fór mikið af efni- viðnum, einnig fjarlægði hann sænska frystihúsið, en svo nefnd- ist stórt og mikið frystihús sem stóð þar sem núna er Seðlabank- inn og var það litlu minni bygging. Það var gaman að hlusta á Hörð lýsa atburðum frá þeim árum sem hann stundaði sjóinn. Ég sé hann fyrir mér er hann kemur ungur maður í bæinn úr sveitinni og ræð- ur sig sem kolamokara á gamla Gullfoss, þá tíðkaðist það að ungir menn væru vatnsgreiddir með briljantínmakað í hárið og var Hörður einn af þeim. Eitthvað hef- ur briljantínið að viðbættu sóti og hita við katlana farið illa með hár- rótina því að fljótlega fór hann að fá skalla og kenndi briljantíninu um og mælti ekki með því við þessar aðstæður. Hörður sigldi stríðsárin með fisk til Bretlands þá háseti á togara. Í einni slíkri ferð veikist hann af heiftarlegri lungna- bólgu og er lagður inn á spítala í Bretlandi, er þar í einhvern tíma og kynnist þar mörgu góðu hjúkr- unarfólki. Einn daginn hættir ein hjúkrunarkonan að koma í vinnuna og þegar Hörður er orðinn rólfær fer hann heim til hjúkrunarkon- unnar en í stað þess að sjá stórt og reisulegt hús blasti við honum sprengigígur frá einum af heim- sóknum Þjóðverja og lýsir þetta meðal annars einni mynd af hryll- ingi stríðsins eins og það birtist honum. Það hefði verið hægt að skrifa góða bók um ævi Harðar Runólfssonar en það verður ekki gert héðan af og verða þessar minningargreinar því aðeins fá- tækleg lýsing á ævi merkilegs at- hafnamanns. Við hjónin vorum svo lánsöm að geta farið suður og kvatt Hörð á Hrafnistu nokkrum dögum áður en hann dó. Það er erfitt að kveðja mann eins og Hörð því hans líkar eru ekki margir og verðum við því að hugga okkur við vonina um endurfund. Jóhann Hauksson. Hörður afi er dáinn. Þegar við systkinin vorum lítil og komum til Reykjavíkur var það alltaf fastur liður að koma til afa í stóru blokk- inni. Hann bjó þá í Hraunbænum uppi á áttundu hæð. Þegar við komum upp í lyftunni stóð hann alltaf í dyrunum og fagnaði okkur innilega, aðeins eldri en síðast en alltaf hress, skýr og glaðlegur. Það var svo gaman að ganga um íbúð- ina því þar voru nefnilega þykk teppi á gólfunum. Útsýnið úr eldhúsglugganum var stórkostlegt, yfir Reykjavík og út í Viðey. Afi sat í stóra leðursóf- anum í stofunni þar sem allt var svo virðulegt innan um fallega hluti og málverk á veggjum. Mamma fór inn í eldhús og hitaði kaffi og við fengum öll góðar veit- ingar. Afi átti líka skúffu í eldhús- inu sem var full af sælgæti og við máttum fá okkur eins og við vild- um. Afi var búinn að lifa langa ævi og hann vissi líka margt og var bú- inn að sjá margt og reyna margt. Hann sagði okkur sögur frá því í gamla daga úr sveitinni, um drauga og fleira og þegar hann sigldi til Englands innan um tund- urdufl og fleiri hættur. Við bárum alltaf mikla virðingu fyrir honum. Hann var alveg einstök persóna. Hann var líka búinn að lifa tvær heimstyrjaldir og þegar við litlir guttar uppgötvuðum að hann var eins árs þegar Títanik sökk óx virðingin fyrir honum enn meir. Það var alltaf einstakt að koma til afa, eins og þáttur í uppeldinu sem var svo mikils virði. Guð blessi minninguna um Hörð afa. Vilhjálmur, Hrafnkell, Ólafur og Guðný Jóhannsbörn. Nú er hann afi farinn. Þá eru þau bæði horfin úr þessum heimi, afi og amma. Við systurnar eigum margar góðar minningar frá upp- vaxtarárum okkar sem tengjast Herði afa og Sigrúnu ömmu á Hólsveginum. Lengi bjuggum við í stóra húsinu hjá ömmu og afa og fengum við tækifæri til að kynnast þeim báðum vel. Það eru dýrmæt- ar minningar sem við eigum sem tengjast þessum árum. Elsku afi okkar, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Við vitum að nú ert þú kominn til ömmu og það eru fagnaðarfund- ir. Hvíl í friði, elsku afi, og kysstu ömmu frá okkur. Þínar Ragnheiður og Sigrún. HÖRÐUR RUNÓLFSSON ✝ Gíslína LáraKristjánsdóttir fæddist á Akureyri 15. nóvember 1916. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gests Sig- urðar Kristjáns Kristjánssonar, f. á Ísafirði 1883, d. 1952, og Ólafar Sig- urrósar Björnsdótt- ur, f. á Fellsströnd 1888, d. 1940. Al- systkini Gíslínu eru Björn Sigurður Halldór Gestsson, f. 1907, d. 1924, Agnes Hólmfríður Krist- jánsdóttir Poulsen, f. 1911, d.1982, Kristján Páll Kristjáns- son, f. 1914, d. 1989, Herbert Kristjánsson, f. 1919, d. 1939, Matthías Ólafur Kristjánsson, f. 1922, d. 1988, Gestur Marínó Kristjánsson, f. 1925, d. 1983, Birna Soffía Sigurrós Kristjáns- dóttir, f. 1927, d. 1951 og Sig- urrós Anna Kristjánsdóttir, f. 1930. Gíslína ólst upp í faðmi fjölskyldunn- ar á Ísafirði. Hún giftist 1955 Þór- halli Jónssyni, d. 1975. Hann starfaði hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Lína starfaði við ýmis þjónustustörf, mest hjá Loftleiðum, síð- ar Flugleiðum, og lauk starfsferli sín- um í Golfskálanum í Hafnarfirði. Hún eignaðist einn son, Ólaf Herbert Skag- vík f. 1942, en hann var alinn upp hjá fósturforeldr- um, Guðmundu Ísleifsdóttur og Ragnari Veturliðasyni á Ísafirði, síðar Reykjavík, þar sem Lína átti í mörg ár í baráttu við berkla, eins og svo margir Ís- lendingar á þeim árum. Ólafur á tvo syni, Sölva Pál og Gísla Þór Ólafssyni, og býr ásamt þeim í Seattle í Bandaríkjunum. Gíslína verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Lína mín, nú er komið að kveðjustundinni þinni, eftir langa dvöl á Sólvangi þar sem aldurinn færðist yfir þig og minnið gaf sig smám saman. Hafi starfsfólkið á Sólvangi sérstakar þakkir fyrir góða umönnun þína. Ég man eftir þér, Lína, strax sem smástelpa, þú varst mér alltaf góð, enda var sterkt samband á milli þín og pabba. Ég man að ansi oft voru jólagjafirnar sem ég fékk frá þér af óskalistanum mínum hverju sinni. Ekki má gleyma hon- um Þórhalli þínum, þið komuð oft á Grænásinn eða á Þingvöll. Eins man ég eftir að þú hafðir sérstakt yndi af að fara í Bingó. Ég hafði strax sem krakki áhuga á handa- vinnu, og þar áttum við sameig- inlegt áhugamál, því þú varst lista- kona og vannst ýmsa muni í prjónaskap, leðri og ekki síst lista- verk úr mannshárum, og liggja verk eftir þig víða, en það hefði verið gaman að halda skrá yfir þessi verk því þau eru hluti af listasögu þessarar fjölskyldu, og jafnvel þjóðarinnar. Seinna áttum við samleið sem starfsfélagar í eld- húsinu hjá Loftleiðum uppúr 1973, og man ég eftir að þú varst að kynna mig fyrir ættingjum og vin- um sem áttu leið um Flugstöðina gömlu. Einnig fórum við saman, þú, Þórhallur, pabbi og mamma, og við Hjalti, á árshátíð þotufólks í Stapa, a.m.k. tvisvar og var það gaman. Eftir að Hebbi sonur þinn og hans synir flytja til Ameríku, og Þórhallur og pabbi látast varð samband okkar frænknanna sterk- ara og við urðum meiri vinkonur. Elsku Lína mín, ég og mín fjöl- skylda trúum því að Þórhallur og pabbi taki á móti þér í himnaríki, og við sendum Hebba og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Þín frænka, Ólöf Sigurrós Gestsdóttir. GÍSLÍNA LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.