Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NÓG er af ævintýrum og spennu í
myndinni Flight of the Phoenix.
Myndin er endurgerð af samnefndri
mynd með Jimmy Stewart í aðal-
hlutverki en er nú sett í nútímalegri
búning með Dennis Quaid í aðal-
hlutverki. Hann leikur flugmann,
sem er í hefðbundinni ferð til þess að
kanna olíuborsvæði í Gobi-
eyðimörkinni, og neyðist til þess að
nauðlenda í einskismannslandi. Allt
bendir til þess að hægur dauðdagi í
eyðimörkinni bíði flugmannsins og
allra sem lifðu slysið af. Eina von
þeirra er að flugvirkjanum í áhöfn-
inni (Giovanni Ribisi) takist að
byggja glænýja vel úr flakinu.
Líkt og í upphaflegu myndinni
snýst myndin að mestu um karl-
mannlegt ævintýri um það að lifa af
og verkfræðileg undur. Í þetta sinn-
ið er þó kona að nafni Kelly (Mir-
anda Otto) um borð og fær róm-
antíkin einhvern sess í myndinni.
Leikarar á borð við Tyrese Gibson,
Sticky Fingaz, Bob Brown og Kirk
Jones leika aðra í áhöfninni.
Leikstjóri er John Moore en fram-
leiðandi er William Aldrich en Ro-
bert, faðir hans, leikstýrði Stewart í
upprunalegu myndinni.
Frumsýning | Flight of the Phoenix
Hættuför
í eyði-
mörkinni
ANNETTE Bening leikur aðal-
hlutverkið í Being Julia, á móti
Jeremy Irons. Hún þykir njóta sín
mjög í þessu hlutverki og hefur
myndin fengið ágæta dóma. Bening
leikur leikkonuna Juliu Lambert en
sögusviðið er London árið 1938.
Myndin er byggð á bókinni Theatre
eftir W. Somerset Maugham.
Julia er falleg og heillandi, á toppi
ferils síns. Hún hefur notið vel-
gengni á sviði en hjónaband hennar
og umboðsmansinss myndarlega
Michael Gossely (Irons) er orðið
staðnað og ófullnægjandi. Hún þráir
eitthvað nýtt, spennu og blossa. Þá
kemur Tom Fennell (Shaun Evans) í
líf hennar. Hann er ungur maður
sem heldur því fram að hann sé
stærsti aðdáandi Juliu. Leikkonan á
erfitt með að standast hann og
ákveður að smá rómantík sé besta
meðalið gegn gráa fiðringnum og fer
á kaf í ástríðufullt ástarsamband.
Lífið verður sannarlega meira
spennandi í kjölfarið, þangað til ung-
ur ástmögur Juliu vill koma henni úr
aðalhlutverki í aukahlutverk. Það á
ekki við Júlíu og hún tekur til sinna
ráða. Hefndin er takmark hennar,
snilldarlega útfærð og sýnir hvar
hún á heima, í sviðsljósinu.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 65/100
Roger Ebert 1/2
Hollywood Reporter 70/100
New York Times 60/100
Variety 60/100 (metacritic)
Frumsýning | Being Julia
Hefndin er sæt
MANNKYNIÐ hefur löngum verið heillað af þeirri hug-
mynd að eiga samskipti við ástvini sem farið hafa yfir
móðuna miklu. White Noise fjallar einmitt um slíka til-
burði, með aðferð sem heitir „rafrænt raddarfyrirbæri“
(RRF, „Electronic Voice Phenomenon“, EVP, á eng-
ilsaxneskri tungu). Með RRF tjá hinir látnu sig við hina
lifandi í gegnum upptökutæki á heimilinu. Víðs vegar um
veröld gerir fólk magnaðar upptökur með myndbands-
tækjum sínum. Þessar upptökur virðast staðfesta það
sem okkur hafði grunað; að hægt sé að eiga samskipti við
hina framliðnu. Einungis þarf að leggja við hlustir.
Michael Keaton leikur Jonathan Rivers, farsælan
arkitekt, sem lendir í hringiðu atburðanna þegar kona
hans, Anna (Chandra West), hverfur og deyr á óút-
skýrðan hátt. Ókunnugur maður (Ian McNeice) hefur
samband við Jonathan og segir honum að hann hafi feng-
ið skilaboð frá Önnu í gegnum RRF. Jonathan er skilj-
anlega efins í fyrstu, en verður brátt heltekinn af því að
reyna sjálfur að hafa samband við hana. Með viðleitni
sinni opnar arkitektinn dyr að öðrum heimi og veitir
óboðnum gesti aðgang að lífi sínu.
Frumsýning | White Noise
Skilaboð að
handan
Michael Keaton reynir að ná sambandi við látna
eiginkonu sína í White Noise.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 30/100
Hollywood Reporter 60/100
New York Times 30/100
Variety 40/100 (metacritic)
BANGSÍMON og Fríllinn kemur í kjölfar tveggja
mynda um Bangsímon og félaga sem notið hafa mikilla
vinsælda, Tumi tígur (The Tigger Movie) og Grislingur
- Stórmynd (Piglet’s Big Movie). Í þetta sinnið standa
Bangsímon og félagar – þau Gúri, Kanínka, Grislingur
og Eyrnaslapi – frammi fyrir því að kvikindi, sem
minnir einna helst á fíl en kallast hér fríll ógnar frið-
inum og jafnvæginu sem verið hefur á heimaslóðum
þeirra.
Bangsímon og kátir kappar hans ákveða að láta til
skarar skríða gegn þessum ófögnuði – sem enginn hef-
ur reyndar barið augum. Kengúran litla Rúgi má hins
vegar ekki koma með enda allt of lítill fyrir svona
svaðilfarir. Við þetta uppveðrast hann og heitir því að
finna skrímslið sjálfur til að sanna sig fyrir vinum sín-
um.
Málin æxlast svo þannig að Rúgi hittir fyrir Lumpa,
sem er ungur fríll og alls ekki eins ógnvekjandi og
sögur segja til um. Rúgi og Lumpi taka því höndum
saman og sannfæra vini og kunningja úr báðum áttum
að ótti sá og fordómar sem alið hefur verið á eigi sér
enga stoð í raunveruleikanum.
Bangsímon og fríllinn er með íslensku tali.
Frumsýning | Bangsímon og fríllinn
Vinskapur og
væntumþykja
Bangsímon og félagar, felmtri slegnir, enda ógnar
fríllinn ófrýnilegi lífi þeirra.
Kvikmyndir.is
H.B. Kvikmyndir.com
DV
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.30.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
H.J. Mbl.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
Sýnd kl. 8.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
OCEAN´S TWELVE
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Sýnd kl. 5.30 og 10.05.
Sýnd kl. 6 og 9.10.
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
VINSÆLUSTU MYNDIRNAR
Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI
SÝNDAR ÁFRAM
V.G. DV.
Langa trúlofunin
- Un Long dimanche.
Sýnd kl. 5.30
og 10.15.
Grjóthaltu kjafti
- Tais toi.
Sýnd kl. 8.30.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
LEONARDO DiCAPRIO
H.L. Mbl. Kvikmyndir.is
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð.
Hefur vakið gríðarleg viðbrögð og sló í gegn í
USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
Ó.S.V. Mbl.
Ó.S.V. Mbl.
FRUMSÝND Í DAG