Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AFNOTAGJÖLDIN BURT
Frumvarp til laga um Rík-
isútvarpið verður lagt fram á vor-
þingi og verður þar að finna breyt-
ingar á núverandi afnotagjöldum í
þá veru að fella þau niður, að því er
fram kemur í viðtali við Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra í Morgunblaðinu í
dag.
Hafa birt 100 greinar
Vísindamenn sem starfa hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu hafa frá því
fyrirtækið hóf starfsemi, fyrir um
átta og hálfu ári, gert grein fyrir
rannsóknum sínum í um 100 grein-
um, sem birtar hafa verið í ritrýnd-
um vísindatímaritum.
Kynbundin kortanotkun
Verulegur munur er á því hvernig
kynin nota greiðslukort við kaup á
vöru og þjónustu hér innanlands,
samkvæmt upplýsingum frá Kred-
itkortum hf. Konur kaupa frekar föt
og matvörur, en karlar áfengi og
bíla. Þó eru svo til jafnmörg kort í
notkun hjá báðum kynjum og úttekt-
ir þeirra í fjárhæðum svo til jafnar.
Mannskæð sprengjuárás
Að minnsta kosti sautján manns
biðu bana í sprengjuárás í bæ ná-
lægt Bagdad, höfuðborg Íraks, í
gær. Árásin var gerð nálægt sjúkra-
húsi og stjórnsýslubyggingu á jaðri
svæðis sem kallað hefur verið „þrí-
hyrningur dauðans“. Íraskur dómari
var einnig skotinn til bana í borginni
Basra í sunnanverðu landinu í gær-
morgun.
Velji á milli konu og krúnu
Komið hefur upp ágreiningur inn-
an ensku biskupakirkjunnar vegna
þeirrar ákvörðunar Karls Breta-
prins að kvænast Camillu Parker
Bowles í apríl. Nokkrir áhrifamiklir
menn í kirkjunni hafa hvatt prinsinn
til að afsala sér ríkisarfatign. Talið
er að rúmur fjórðungur fulltrúa á
kirkjuþingi, sem kemur saman síðar
í vikunni, hafi miklar áhyggjur af því
að Karl prins verði næsti konungur
Breta og þar með yfirmaður kirkj-
unnar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 46
Ummæli 15 Víkverji 46
Forystugrein 32 Dagbók 46/49
Reykjavíkurbréf 30 Menning 50/57
Umræðan 32/35 Leikhús 50
Bréf 34/35 Bíó 54/57
Hugvekja 38 Sjónvarp 58
Minningar 38/42 Veður 59
Auðlesið 43 Staksteinar 59
* * *
Kynning – Morgunblaðinu fylgir bæk-
lingurinn Sumar 2005 frá Terra Nova.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fallist á kröfur Gunnlaugs
Briem, tónlistarmanns, og dæmt
Skífuna til þess að greiða honum
fyrir hljóðfæraleik á endurútgefn-
um hljómdiski, alls tæplega 100
þúsund kr. með dráttarvöxtum frá
15. apríl 2004, auk málskostnaðar.
Gunnlaugur leikur á slagverk í 13
lögum af 41 á endurútgefnum
geisladiski sem heitir Eurovision
1986–2003. Telur hann að hann hafi
einungis fengið greitt fyrir hljóð-
færaleik í þessum 13 lögum, en
stefndi, Skífan, hafi hvorki leitað
eftir samþykki hans til að gefa lögin
út á þessum safndiski né boðið hon-
um greiðslu vegna útgáfu á tónlist-
arflutningi hans á nýjum hljóm-
diski. Tónlistarflytjendur líti
almennt svo á að þegar þeir séu
ráðnir í hljóðver séu þeir eingöngu
ráðnir til þess að spila á viðkomandi
útgáfu, enda taki gjaldskrá þeirra
mið af því.
Stefndi, Skífan, segir hins vegar
að stefnandi hafi ávallt fengið
greidda eina ákveðna upphæð fyrir
leik sinn á plötur án tillits til hugs-
anlegrar endurútgáfu eða útgáfu til-
tekinna laga á safnplötum. Stefn-
anda sé því fullljóst hvernig við-
skiptunum sé háttað.
Í dómnum segir að viðskipti aðila
hafi staðið í áravís. „Ekki hefur ver-
ið gerður sérstakur samningur milli
aðila um þessa vinnu, hvorki í upp-
hafi viðskipta þeirra eða síðar. Hafa
greiðslur og verið með þeim hætti
að stefnandi fær svokallaða ein-
greiðslu fyrir tónlistarflutning sinn
inná hljómdiska fyrir stefnda. Hins
vegar liggur ekki fyrir að með því
hafi stefnandi gefið stefnda heimild
til þess að nota umræddan tónlist-
arflutning stefnanda að eigin vild.
Verður að telja að stefnda beri að
sýna fram á að notkunarheimild
hans sé svo víðtæk, sem hann held-
ur fram. Þegar það er virt og þar
sem ekki liggur fyrir samningur
þessa efnis ber að fallast á kröfu
stefnanda í máli þessu,“ segir meðal
annars í dómnum.
Gert að greiða endur-
útgáfu hljóðfæraleiks „ÞETTA er próf-mál og hefur al-
gjört fordæm-
isgildi. Það er
búið að bíða svo-
lítið eftir þessu
og ríkjandi mikil
gleði í herbúðum
þeirra lista-
manna sem hafa
leikið og sungið á
hljómplötum í gegnum tíðina,“
sagði Gunnlaugur Briem.
Hann sagði að þetta væri ástand
sem væri búið að viðgangast alltof
lengi. Það væri kominn tími til að fá
þessi mál á hreint og draga skýrar
línur um útgáfur á hljómdiskum og
endurútgáfur á safnplötum og slíkt,
því það væri stór hópur fólks sem
ynni við þetta.
Hefur for-
dæmisgildi
Gunnlaugur Briem
ÞAÐ getur aldrei verið hagkvæmt
að leggja tvö ljósleiðarakerfi hlið við
hlið þegar neytandinn nýtir aldrei
nema annað þeirra, segir Eva Magn-
úsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Sú aðferð sem Orkuveita Reykjavík-
ur noti við lagningu eigin ljósleiðara
sé óhagkvæmari en aðferð Símans.
Ljósleiðari Símans nái nú þegar til
helmings allra heimila á höfuðborg-
arsvæðinu.
Nær til 40 þúsund heimila
Borgarráð hefur samþykkt að
ganga til samninga við Orkuveitu
Reykjavíkur um að flýta lagningu
ljósleiðara inn á hvert heimili í
Reykjavík. Stefnt er að því að þeirri
vinnu ljúki á árunum 2008–2009.
Eva segir álitamál hvort eðlilegt
sé að Orkuveitan fari út fyrir hefð-
bundið verksvið sitt og inn á fjar-
skiptamarkaðinn með þessum hætti.
Fyrirtækið hafi einokun á sölu raf-
magns og vatns á athafnasvæði sínu.
Það sé í hæsta máta óeðlilegt að fyr-
irtækið nýti hagnað sinn á því vernd-
aða sviði til þess að greiða niður
framkvæmdir á óskyldu sviði þar
sem hörð samkeppni ríki. Eva bend-
ir á að Landssími Íslands hafi sl. tíu
ár lagt ljósleiðara að 40 þúsund
heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Í
öðrum tilvikum hafi verið best að
nýta fyrirliggjandi tengingar enda
anni þær þörfum nútímans og muni
gera í talsvert langan tíma til við-
bótar. Tækniþróun undanfarinna
ára hafi dregið verulega úr þörfinni
fyrir ljósleiðara. Engin þörf sé á því
að grafa upp heilu hverfin eða bæj-
arfélögin til þess eins að leggja ljós-
leiðara. Jarðvinna sé yfir 75% af
kostnaðinum og Síminn hafi dregið
verulega úr kostnaði við ljósleiðara-
væðingu með því að nýta sér jarð-
vinnu og skurði sem grafnir séu upp
vegna annarra ástæðna.
Á meðan núverandi tengingar
dugi verður tíminn notaður til að
byggja upp fullkomið ljósleiðaranet
á hagkvæman hátt og spara þannig
milljarða króna að sögn Evu. Slík
ráðdeild spari neytendum verulegar
upphæðir, því það séu þeir sem
ávallt borgi framkvæmdirnar; hvort
sem þeir geri það beint í fjarskipta-
þjónustunni eða með öðrum hætti.
Jarðvinna yfir 75% af kostnaði Símans við lagningu ljósleiðara
Tvö kerfi ekki hagkvæm
Neytendur munu borga, segir
upplýsingafulltrúi Símans
SÉ NJÁLS sögu flett upp í netversluninni Amazon
koma tólf bækur upp sem til boða stendur að kaupa.
Það merkilega við eina þeirra, þá sem gefin er út hjá
hinu stóra bókaforlagi Penguin, er að þar er höfund-
arins getið. Hann er sagður vera Leifur Eiríksson.
Sé aftur farið í að fletta upp þessum mikla rithöfundi
á síðunni kemur í ljós að hann er ekki einungis höfund-
ur Njálu. Hann virðist einnig nánast vera höfundur Ís-
lendingasagnanna eins og þær leggja sig, sem höf-
undur bókanna The Sagas of the Icelanders og Sagas
of Warrior-poets.
Yfir 100.000 eintök seld
Líkleg skýring á þessum augljósu mistökum er ef-
laust sú að íslenska bókaforlagið sem hefur haft um-
sjón með útgáfu bókanna er kennt við kappann – sem
Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar. Jóhann Sigurðsson hjá
forlaginu segist hafa tekið eftir mistökum Amazon
nokkru fyrir jól og umsvifalaust beðið um leiðréttingu.
„Þeir lofuðu okkur að þeir myndu bæta umbúnað og
kynningu í staðinn, en sögðu að það myndi taka tíma,“
segir hann. „Við ákváðum að fyrirgefa þeim það í bili,
en sá tími leið og við erum því búnir að ítreka beiðnina
um leiðréttingu.“
Jóhann segir ýmis mistök gerð hjá Amazon. „Þeir
eru ótrúlega fornir og gamaldags og virðast til dæmis
ekki hafa tileinkað sér nýjungar í samskiptum,“ segir
hann.
Alls koma tíu íslensk rit út hjá Penguin í samstarfi
við Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar og segir Jóhann þau
hafa selst vel erlendis, í yfir 100.000 eintökum, og það
sé ekki síst fyrir tilstilli Amazon-netverslunarinnar.
Hann segist telja að þær laði þónokkra ferðamenn
hingað til lands. „Okkur reiknast til að við trekkjum
hingað um 10 ferðamenn á dag. Þannig að þetta stúss
er í þágu lands og þjóðar,“ segir Jóhann.
Á heimasíðu bókaforlagsins Penguin, www.penguin-
putnam.com, er að finna sömu upplýsingar; að Leifur
sé höfundur Njálu og annarra Íslendingasagna, en
raunar er hægt að ímynda sér að hann sé af ensku
bergi brotinn fremur en íslensku af stafsetningunni þar
að dæma: Leifur Eiricksson!
Höfundur
Njálu fundinn? Morgunblaðið/SverrirEr þetta höfundur Njálu?
SVONEFNDUM mjaltaþjónum, eða
róbótum, hefur fjölgað ört á íslensk-
um kúabúum síðustu fjögur árin.
Samkvæmt upplýsingum frá Lána-
sjóði landbúnaðarins hefur þessi nýja
tækni verið tekin í notkun á 25 bæjum
og á tveimur bæjum til viðbótar eru
slíkir þjónar að komast í gagnið þessa
dagana. Á sumum bæjum eru komnir
fleiri en einn þjónn. Hver mjaltaþjónn
annar 60–70 kúm og kostar á bilinu
12–14 milljónir króna.
Á vef lánasjóðsins er greint frá því
að mjaltaþjónum hafi fjölgað um 13 á
síðasta ári en sá fyrsti nam hér land
árið 2001. Flestir eru þeir á Norður-
landi, eða 11, tíu eru á Suðurlandi,
þrír á Vestfjörðum, tveir á Vestur-
landi og einn á Austurlandi. Meðal-
stærð greiðslumarks þeirra kúabúa
sem fest hafa kaup á mjaltaþjóni er
um 250 þúsund lítrar. Meðalaldur
bænda á þessum búum er tæp 45 ár.
Hentar ákveðinni bústærð
Formaður Landssambands kúa-
bænda, Þórólfur Sveinsson, segist
ekki vilja taka svo djúpt í árinni að
mjaltaþjónar séu framtíðarlausn ís-
lenskrar mjólkurframleiðslu. Þeir
geti hins vegar hentað vel ákveðinni
bústærð og prýðileg reynsla sé komin
af þeirra verkum. Þjónarnir fari
ágætlega með gripina en skiptar
skoðanir séu uppi um vinnusparnað-
inn þótt mannshöndin komi lítið
nærri. Þetta snúist meira orðið um
eftirlit þar sem bændur þurfi að vera
á stöðugri bakvakt, í stað vinnu
kvölds og morgna við mjaltir.
Mjaltaþjón-
ar komnir
á 27 kúabú
um allt land