Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða til skíðaveislu í einum vinsælasta skíðabæ Austurrísku alpanna, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg og aðeins um klst. akstur til Zell. Þú kaupir 2 flugsæti og greiðir að- eins fyrir 1 og getur síðan valið gistingu í Zell. Frábær aðstaða fyr- ir skíðamenn. 56 lyftur og allar tegundir af brekkum, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla í Austurríki 2 fyrir 1 frá aðeins kr. 19.960 19. febrúar Verð kr. 19.960 Flugsæti til Salzburg, m.v. 2 fyrir 1, 19. febrúar. 31.900 / 2 = 15.950 + skattar 4.010. Netverð. Gisting frá kr. 3.990 á mann pr. nótt. Aðeins 30 sæti í boði Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin LOKADAGUR ÚTSÖLUNNI LÝKUR KL. 17 Í DAG Ron Thompson Outback. Vatnsheldur jakki með útöndun. Fullt verð 12.800. Nú á vetrarútsölu aðeins 8.995. Allar útsöluvörur Veiðihornsins eru líka í veiðibúðinni þinni á netinu - veidihornid.is OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 12 TIL 17 Ron Thompson Dakota vöðlur. Fullt verð 16.995. Nú á vetrarútsölu aðeins 10.995. ATH.: Margar stærðir að seljast upp! Ron Thompson Lagoon neopren vöðlur. Fullt verð 10.995. Nú aðeins 8.995. Ron Thompson Classic Pro vöðlur ásamt vöðlutösku. Fullt verð kr. 12.995. Nú aðeins 9.995. Scierra Aquatex öndunarvöðlur og jakki. Fullt verð 28.900. Nú á vetrarútsölu aðeins 19.900. ATH.: Margar stærðir að seljast upp! Ron Thompson fluguveiðisett. Grafitstöng, diskabremsuhjól, uppsett Scierra XDA skotlína með baklínu og taumatengi. Magnað vetrartilboðsverð aðeins 11.495 fyrir allt þetta. Sjá nánar í veiðibúðinni á netinu. Veidihornid.is Scierra tvíhendusett. 4ra hluta stöng, large arbour hjól, skotlína, runninglína, baklína, kastkennsla á dvd. Verð aðeins 29.900 fyrir allan pakkann. Norinco QJ12 pumpa. 28" hlaup. Ólarfestingar og 3 þrengingar fylgja. Fullt verð 28.900. Nú á vetrarútsöluverði aðeins 23.920. Aðeins örfá stykki til á lager. Stoeger pumpa. 26" hlaup. Ólarfestngar og 5 þrengingar fylgja. Byssan er með stillanlegu sigti. Fullt verð 32.500. Nú á vetrarútsöluverði aðeins 26.800. Aðeins örfá stykki til á lager. Scierra Norðurá veiðijakki. Vatnsheldur 3ja laga jakki með útöndun. Fullt verð 29.900 Nú á vetrarútsölu aðeins 15.900. Simms Freestone jakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð kr. 26.800. Nú aðeins 18.895. Einmitt – jæja – þá það,“ sagðiég og fór af brettinu dálítið ergileg. „Alltaf þarf þetta að vera svona,“ hugsaði ég. „Ef það eru laus göngubretti þá virka þau ekki, ef stæði eru laus niðri í miðbæ þá eru þau svo þröng að það er ekki hægt að leggja í þau nema að skrapa bæði sinn bíl og næstu bíla …“ á þennan veg hugs- aði ég og rölti í fremur þungu skapi að einu hjólanna og klöngr- aðist upp á það, til að æfa mig þó eitthvað meðan ég biði eftir að konurnar á brettunum lykju sínum daglegu gönguferðum. – Þá gerist það að inn í salinn gengur vörpulegur maður með íhyglissvip á andlitinu. Hann gekk, að ég hélt, í gildruna mína – sá auða brettið og stökk umsvifalaust upp á það. „Það virkar ekki,“ heyrði ég að konan sagði, sem áður hafði upp- lýst mig og kannski einhverja fleiri um sama atriði. „Nú, það er skrítið,“ sagði mað- urinn og stökk niður af brettinu, snarborulegur mjög. Án þess að hika gekk hann fram fyrir göngu- brettið og beygði sig niður til að lagfæra eitthvað. Svo steig hann aftur upp á brett- ið – og viti menn, það fór af stað. „Það var bara ekki í sambandi,“ sagði hann við undrandi konuna á næsta bretti, svo sem til skýringar. Mér beinlínis sortnaði fyrir aug- um. Mikið skelfilegt fífl gat ég ver- ið að athuga þetta ekki. Hvers vegna í ósköpunum gáði ég ekki hvort tækið væri í sambandi? Í enn þyngra skapi hjólaði ég þrjóskulega áfram um stund og hugsaði um hvers vegna mér hefði ekki dottið það sama í hug og manninum. Loks komst ég að nið- urstöðu – ég vantreysti mér ein- faldlega svo mikið hvað tæki snerti að það lamaði allt hugmyndaflug í sambandi við þau. Mér hefur lengi fundist hvers kyns tæki vera mér heldur óvin- samleg, svo ekki sé meira sagt. Tölvur frjósa undir fingrum mér af minnsta tilefni, síminn minn setur óbeðinn símtöl mín á bið og meira að segja ljósastaurarnir slökkva stundum á sér þegar ég geng framhjá. Það er engu líkara en ég fari í taugarnar á tækjum! Eða er það kannski öfugt – er ég hrædd við þau? Ég hugsaði aftur í tímann til þess að reyna að finna skýringu. Oft má finna rætur vandræða í bernskunni, svo sem kunnugt er. Alvarleg andlit ýmissa karlkyns ættingja og samferðamanna stigu upp úr djúpum minninganna. „Láttu þetta bara vera – þú bara eyðileggur það annars,“ hefur gjarnan verið sagt við mig ef ég ætlaði að reyna að gera við eitt- hvað sem bilaði. Endurtekin slík ummæli hafa án vafa lætt inn hjá mér vantrú á getu mína hvað snertir tæki. Mér var meira að segja tekinn vari fyrir að reyna að skipta um öryggi meðan gamla rafmagnstafl- an var í húsinu mínu – á þeirri for- sendu að ég myndi kannski kveikja í. Ég er ábyggilega ekki eina kon- an sem hef fengið svona innræt- ingu, þótt ýmsar hafi eflaust slopp- ið við hana eða hrist hana af sér. Gott væri fyrir konur sem enn sitja í viðjum vantrúar á sjálfa sig hvað tæki snertir að eiga kost á námskeiðum þar sem innviðir al- gengra tækja væru kynntir, sem og mögulegar viðgerðir, – kennt t.d. að skipta um klær á rafmagns- tækjum og fleira í þeim dúr. Ég yrði ekki hissa þótt slík námskeið yrðu fjölsótt. Það mætti líka alveg koma inn í námskrá hagnýtri fræðslu um tæki og viðgerðir, þetta er jú hluti af veruleika lang- flestra og því gott að kunna á slíku skil. Það virkar ekki! Guðrún Guðlaugsdóttir EINN morguninn sem oftar fór ég í heilsuræktina. Þegar ég kom þar að sem göngubrettin eru, sá ég að misstórar og misfeitar konur voru arkandi á þeim öllum – nema einu. Ég snaraðist upp á hið auða bretti og ýtti á start-takkann. Ekkert gerðist. Ég ýtti þá á alla takkana en það gerðist ekkert heldur. „Það virkar ekki,“ sagði konan á næsta göngubretti. Þjóðlífsþankar/Er ástæða til að vantreysta sér svona? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.