Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 33 UMRÆÐAN Indversk-breska hljómsveitin DCS Safnanótt í Reykjavik Þjóðahátíð Álfar og huldufólk GrímudansleikurHeimsdagur barnanna Danshátíð Vesturfarasetrið Kvikmyndatónleikar og margt fleiraLjósatónleikar z e t o r VOLVO XC 90 T6 TURBO AWD 272 hö Sem nýr, skráður 04/04. Ekinn 5.500 km. Innispegill með sjálfv. dimmingu, hraðanæmt vökvastýri, Subwoofer m/innb. magnara, leðurgírstöng, regnskynjari, gaslugtir Xenon, bakkskynjari. Þvottakerfi á aðalljós, Designline II, málmlitur, Mobilityline, innbyggður GSM-sími. Viður í stýri, stokk og hurðum. Premium hljómtæki, 12 hátalarar, 6 diska geislaspilari. Álfelgur 18“ og vetrardekk. Leður á sætum. Verð kr. 6.400 þús. Tilboð 5.790 þús. anir á því, hvað verða má íslenskri tungu til eflingar og langlífis sem lifandi þjóðtunga. Hvernig á málið að þróast? Hvað má ráða þeirri þróun? Slíkra spurninga verður spurt. Áhugi á framþróun íslenskrar tungu er hugsjónamál, brýnt póli- tískt (félagslegt) viðfangsefni, sem stjórnmálamönnum ber að sinna í samstarfi við málvísindamenn, orðlistamenn, fagstéttir ýmiss konar og áhugamenn um mál og menningu yfirleitt. (Í mínum munni eru konur menn.) Íslendingar mega ekki láta það henda sig að leggja niður alda- langa málræktarstefnu sína án þess að móta aðra jafngilda, ef slíkt er gerlegt á annað borð. En er ekki gamla „hreintungu- stefnan“ „det bedste man har“? ’Íslenska er ekki einsog útjöskuð húðar- bikkja, sem strákar stel- ast til að ríða berbakt. Hún er taminn gæð- ingur, sem þarfnast virktar og virðingar.‘ Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. ATVINNA mbl.is VEGABÆTUR á Suðurlandsvegi eru stórmál sem mikilvægt er að ná víðtækri sam- stöðu um að verði for- gangsverkefni. Fjög- urra akreina upplýstur vegur milli Reykjavíkur og Selfoss er stórhuga verkefni til að koma til móts við mikla og ört vaxandi almenna um- ferð og stórflutninga sem eru á þessari leið. Þeir sem þurfa að sam- einast í þessu átaki eru þingmenn Suðurkjördæmis, Reykja- víkur og Kragans ásamt sveitar- stjórnum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Góðar samgöngur eru mikilvægar allri uppbyggingu, um það eru allir sammála. Suðurlands- vegur er ein af mikilvægustu lífæðum höfuðborgarinnar og tengir hana við Suðurland og Austurland. Umferðin um Suðurlandsveg fer stöðugt vaxandi og er í takt við þá miklu fólksfjölgun sem á sér stað í neðanverðri Árnessýslu og hina stöð- ugt vaxandi sumarhúsabyggð í upp- sveitunum. Hún er lýsandi dæmi um þá vaxandi tengingu sem er milli þessara svæða og höfuðborgarsvæð- isins en þau eru í vaxandi mæli að verða eitt atvinnusvæði. Þetta er stórt verkefni sem mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu austan Hellis- heiðar og atvinnusókn fólks á öllu svæðinu. Lýsingin gegnir stóru hlut- verki í að auðvelda fólki för á þessari leið yfir vetrartímann og það gengur ekki að henni sé ýtt út af borðinu. Mikilvægt er að horft sé frá upp- hafi til fjögurra akreina upplýsts veg- ar til að öll skref í þá átt verði markviss. Fram- undan eru fyrstu skref- in með framkvæmdum við nýjan þriggja ak- reina veg yfir Svína- hraun en um leið þarf að hefja framkvæmdir við fjögurra akreina veg frá Reykjavík og stækka þannig trektina inn á höfuðborgarsvæðið. Þannig má taka skrefin í rétta átt. Orkuveita Reykjavíkur er í stór- framkvæmdum á Hellisheiði og hefur boðist til að lána Vegagerðinni fé til að koma upp lýs- ingu á leiðinni. Þessu tilboði Orkuveit- unnar um samstarf á hiklaust að taka og koma lýsingunni þannig fyrir að hún geti nýst fjögurra akreina vegi. Lýsingin er mikilvægt skref sem auð- velt er að taka strax en breikkunin er stóra málið og þarf að fara inn á vega- áætlun næstu ára. Horfum fram á veginn, byggjum upp til framtíðar. Fjögurra akreina upplýstan veg milli Reykjavíkur og Selfoss Sigurður Jónsson fjallar um samgöngumál ’Lýsingin er mikilvægtskref sem auðvelt er að taka strax en breikk- unin er stóra málið og þarf að fara inn á vega- áætlun næstu ára.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er búsettur á Selfossi og er einn talsmanna Vina Hellisheiðar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.