Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ CLOSER Frumsýnd 17. feb. Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Kl. 2 og 4. Tilboð 400 kr VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I  Óskarsverðlauna Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 ára. Frá fram leiða nda Tra ining day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir!    Yfir 30.000 mannsfir .  Ó.Ö.H. DV  11 Sýnd kl. 10.20. Sýnd kl. 2 og 4. ÍSL TAL. LEONARDO DiCAPRIO Sýnd kl. 3, 5.45 og 8. ATH! VERÐ KR. 500 Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.    Ó.S.V. Mbl.   Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Æðisleg ævintýramynd! Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Vinsælasta myndin á Íslandi tilnefningar til skarsver launa .Æ.m. Besta mynd, besti leikstjri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. CLOSER Frumsýnd 17. feb. CLOSER Frumsýnd 17. feb. ATRIÐI úr myndinni Ghost, þar sem elskend- urnir Demi Moore og Patrick Swayze sitja saman og móta leirpott, löðrandi í leirleðju á höndunum, þykir það rómantískasta sem sést hefur í kvikmyndunum, ef marka má nið- urstöður könnunar sem gerð var meðal við- skiptavina Blockbuster leigumyndakeðjunnar. Næstrómantískasta atriðið (eða vemmileg- asta – eftir því hversu kaldranalegur viðkom- andi er) þykir vera þegar Leonardo DiCaprio lyftir Kate Winslet upp í stafni Titanic og hún lætur sem hún fljúgi. Drottning rómantísku gamanmyndanna, Meg Ryan, var áberandi á listanum og kom við sögu í atriðunum sem höfnuðu í þriðja og fjórða sæti. Í þriðja sæti varð atriðið þegar þau Tom Hanks hittast í fyrsta sinn eftir að hafa fallið fyrir hvort öðru á Netinu í You’ve Got Mail og í fjórða sæti hafnaði nýárskoss- inn hennar og Billy Crystal í When Harry Met Sally. Saman í fimmta sæti lentu atriði úr Sweet Home Alabama – með Reese Witherspoon og Josh Lucas á ströndinni – og The Wedding Singer þegar Adam Sandler syngur með að- stoð Billy Idol til Drew Barrymore í loka- atriðinu í flugvélinni. Lítið bar á atriðum úr gömlum sígildum myndum á borð við Gone With The Wind og Casablanca, sem þykir benda til lágs aldurs þeirra sem þátt tóku í könnuninni. Nú er bara að fara út á leigu og finna sér leðjuslaginn hjá Moore og Swayze fyrir Val- entínusardaginn sem er á morgun. Kvikmyndir | Rómantískustu atriði kvikmyndanna Draugarómantíkin Ghost naut mikilla vinsælda um gervalla heimsbyggðina 1990. Ást er … að drullumalla saman Í MINNINGUNNI er talsverð reisn yfir Árás á stöð 13, B-myndinni sem John Carpenter gerði árið 1976. Hún minnti meira en lítið á Rio Bravo, gamlan og góðan vestra eftir John Ford og vestratilfinningin er rík í þessari endurgerð Árásarinnar á stöð 13. Hún stendur að flestu ef ekki öllu leyti að baki frummyndinni (sem gaman væri að kíkja á aftur við tækifæri.) Að þessu sinni fer Hawke með hlutverk Jakes Roenick, stjórans á lögreglustöðinni í hverfi 13. Hann er í niðurníðslu, líkt og bæði stöðin og hverfið. Það er gamlárskvöld, síðasti dagur lögreglustöðvarinnar sem verður lokað á miðnætti og vaktin býr sig undir að detta í það og hafa það notalegt síðustu samverustund- irnar. Þær áætlanir verða að engu þegar veðrið versnar og stjórnendur fangaflutningabíls leitar afdreps fyr- ir þá og farþega sína á stöðinni. Á meðal þeirra er Bishop (Fishburne), svæsinn glæpaforingi og löggubani. Meginmunurinn á mynd Carpent- ers og Richets er einkum sá að nú eru þeir sem ráðast á stöðina spilltir lögreglumenn sem vilja ekki aðeins loka túlanum á Bishop heldur verða þeir að þagga niður í starfsbræðrum sínum áður en borgin vaknar. Bish- op er miskunnarlaus níðingur og tækifærissinni sem hætt hefur sam- vinnu við glæpagengið innan lög- reglunnar en leggur löggunum á stöðinni lið til að bjarga eigin skinni. Ofbeldið minnir á sláturhús í gor- mánuði, blóðið flýtur viðstöðulaust og erfitt að greina í sundur löggur og bófa. Myndin fer bærilega af stað uns gamalkunnugir byssuhvellir og ófrumlegt blóðbaðið tekur gjör- samlega yfirhöndina. Hawke er einn vonlausasti leikari kvikmyndaborgarinnar og rann- sóknarefni hvernig stendur á að hon- um er falið burðarhlutverk í spennu- mynd. Fishburne er lítið skárri en þeim til málsbótar skal þess getið að línurnar sem þeir fá eru ekki minn- isstæðar. Aukahlutverkin eru betur mönnuð, Bello og Leguizamo eru kraftmikil að venju og gaman að sjá þá Byrne og Dennehy, sem báðir komu við sögu myndar Carpenters fyrir hartnær 30 árum. Þrátt fyrir subbuskapinn er myndin þolanleg afþreying en til- gangurinn óljós. Ethan Hawke og Laurence Fish- burne í Árásinni á stöð 13 sem minn- ir um margt á vestrann Rio Bravo. Löggur, bófar og löggubófar KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Jean-François Richet. Aðal- leikendur: Ethan Hawke, Laurence Fish- burne, John Leguizamo, Maria Bello, Drea de Matteo, Brian Dennehy, Gabriel Byrne. 110 mín. Bandaríkin. 2005. Árás á stöð 13 (Assault on Precinct 13)  Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.