Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KEAHÓTEL ehf. hafa tekið Hótel Borg á leigu til 15 ára og gengið til samstarfs við veitingastaðinn Einar Ben. um veitinga- þátt hótelsins. Ólafur Þorgeirsson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótels Borgar. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela ehf., segir að fyrirtækið sé að fjölga hótelum í keðjunni og að færa út kvíarnar á höfuðborgarsvæðinu, með leig- unni á Hótel Borg. Keahótel komu inn á Reykjavíkurmarkaðinn 2002 með Hótel Björk. Keahótelin eru með sameiginlega bókunarmiðstöð, en að sögn Páls verður lögð áhersla á að Hótel Borg haldi sér- stöðu sinni, enda hótelið með sterka ímynd og markaðsstöðu. „Bókunarstaða hótelsins er mjög góð og hefur verið það undanfarin ár. Nýting Hótels Borgar hefur verið langt yfir með- altali fjögurra stjörnu hótela í Reykjavík. Staðsetningin og orðsporið hjálpa þar til, þetta er elsta og rótgrónasta hótelið. Eins konar flaggskip í hótelgeiranum,“ sagði Páll. „Okkur finnst mikill heiður að fá að reka Hótel Borg. Það eru spennandi tímar framundan hvað varðar breytingar á hót- elinu.“ Hótel Borg stækkar Efstu hæð Hótels Borgar verður breytt og hefjast framkvæmdir í nóvember næst- komandi. Svítum og herbergjum verður fjölgað þannig að eftir breytingarnar verða hótelherbergin 56, þar af tíu svítur. Svíturnar verða með glæsibrag og sú stærsta getur verið allt að 150 m2 og með setustofu í turni hótelsins. Einnig er verið að kanna möguleika á stækkun Hótels Borgar inn á baklóð. Með því mun her- bergjum fjölga um rúman helming. Sú stækkun er til skoðunar hjá borgaryfir- völdum. Hótel Borg er nú í meirihlutaeigu Aðal- steins Karlssonar, Guðmundar Birgissonar og Lárusar Blöndal. Keahótel ehf. er í eigu Greifans eignarhaldsfélags ehf. á Ak- ureyri. Það á einnig Veitingahúsið Greif- ann ehf., Endurhæfingarstöðina ehf. og Fasteignafélag Greifans ehf. Keahótel reka nú sex hótel. Auk Hótels Borgar eru það Hótel Kea, Hótel Harpa og Hótel Norðurland, sem öll eru á Akureyri, Hótel Björk í Reykjavík og Hótel Gígur í Mý- vatnssveit. Keahótel leigja Hótel Borg til 15 ára Hótel Borg, fyrir og eftir breytingu. Minni myndin sýnir þakhæðina fyrir breytingu en á þeirri stærri má sjá hvernig búið er að stækka rishæðina við kvistina. Páll Hjaltason arkitekt hjá + arkitektum hannaði breytinguna. Tölvumynd/+ arkitektar „MEÐ þessu sýnum við landsmönnum öllum að ofbeldi er eitthvað sem við viljum ekki láta bjóða okkur,“ sagði Valdís Anna Jóns- dóttir, einn Birtingarfélaga, en Birting, hóp- ur ungs fólks á Akureyri, stóð síðdegis í gær fyrir mótmælastöðu á Ráðhústorgi. Þessi næstsíðasti dagur aprílmánaðar var í kald- ara lagi, en Akureyringar létu það ekki á sig fá, þeir fjölmenntu á torgið og tóku við rauð- um spjöldum sem dreift var á svæðinu. Tón- listarmaðurinn KK lék nokkur lög en síðan sameinuðust þátttakendur í þriggja mínútna þögn, með rauð spjöld á lofti. Með mótmælastöðunni vildi unga fólkið senda stjórnvöldum og almenningi skýr skilaboð og vekja menn til umhugsunar um hversu víðtækur vímuefnavandinn er. Mikil umræða hefur verið á Akureyri und- anfarna daga í kjölfar frétta um hrotta- fengnar líkamsárásir þar sem fíkniefni koma við sögu. Nú hefur áhugahópur um forvarnir boðað til borgarafundar í Ketilhúsinu á þriðjudag, þar sem ræða á með hvað hætti hægt er að draga úr eða stöðva ofbeldi og vímuefnavandann. Morgunblaðið/Kristján Yfir eitt þúsund Akureyringar, sem mættu á Ráðhústorg í gær, voru sammála um að gefa ofbeldinu rauða spjaldið. Ofbeldið fékk rauða spjaldið FORSVARSMENN Straums Fjárfestingar- banka hf. hafa sent Fjármálaeftirlitinu er- indi þar sem óskað er eftir því að Fjármála- eftirlitið taki til skoðunar þá atburðarás sem átti sér stað er stjórn Íslandsbanka seldi ein- um stjórnarmanna bankans stóran hlut í Sjóvá. Sem kunnugt er hafði Straumur áður lýst áhuga bæði skriflega og munnlega við for- svarsmenn Íslandsbanka á því að fá að bjóða í eignarhlut bankans í Sjóvá. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sendir Straumur sem hluthafi í Íslandsbanka þetta erindi til Fjármálaeftirlitsins með það fyrir augum að fá úr því skorið hvort eðli- lega og réttlátlega hafi verið að sölunni stað- ið og að hún sé í samræmi við lög sem varða málið. Óska úr- skurðar um sölu Sjóvár KOSTNAÐUR við rekstur Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) á föstu verðlagi hefur stað- ið í stað frá sameiningu sjúkra- húsanna árið 2000, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upp- lýsinga á LSH, en hún skýrði frá ársreikningi spítalans fyrir árið 2004 á ársfundi í gær. Voru gjöld spítalans 23.870 milljónir árið 2000 og 24.028 milljónir á síðasta ári. Er þá frádreginn kostnaður vegna S-merktra lyfja sem færð- ist til LSH frá Tryggingastofnun ríkisins árið 2001 og kostnaður við byggingu Barnaspítala Hrings- ins. Þetta gerist, að sögn Önnu Lilju, þrátt fyrir fjölgun aðgerða, fækkun á flestum biðlistum, fjölg- un aldraðra um 6,5% á tímabilinu og þjóðarinnar almennt um 3,6%. Hlutfall LSH af heildar- útgjöldum ríkisins lækkað Þá sagði Anna Lilja hlutfall heildarútgjalda ríkisins sem LSH væri ætlað á hverju ári hafa lækk- að síðustu fimm árin. Árið 2004 var 9,06% af heildarfjárlögum rík- isins varið til reksturs spítalans en 9,32% á árinu 2000. „Stjórnendum og starfsmönn- um Landspítala – háskólasjúkra- húss hefur því tekist að ná árangri í að auka framleiðslu spítalans á mjög hagkvæman hátt,“ sagði Anna Lilja. Í ársreikningi LSH kemur fram að uppsafnaður rekstrar- halli samkvæmt efnahagsreikn- ingi var 1.032 m.kr. um áramótin. „Greiðslustaða spítalans er því af- ar erfið sem gerir það að verkum að spítalinn þarf að greiða umtals- verða fjármuni í dráttarvexti vegna vanskila við birgja,“ sagði Anna Lilja. Ársfundur LSH var haldinn í Salnum í Kópavogi í gær en nú eru liðin fimm ár frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og voru þau tímamót, auk hugmynda um framtíðarsjúkrahúsið, þema ársfundarins. Rekstrarkostnaður LSH sá sami í fimm ár Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Ársfundur LSH/14–15 Uppsafnaður halli spítalans rúmlega milljarður um áramótin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.