Morgunblaðið - 31.05.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.05.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 17 ERLENT Stokkhólmi. AFP. | Fimmtán ára drengur er laus úr haldi föður síns sem hafði haldið honum í gíslingu á Blekinge-sjúkrahúsinu í Karlsk- rona í Svíþjóð frá því á sunnudag. Piltinum var sleppt um klukkan ell- efu að staðartíma í gærmorgun eft- ir langar samningaviðræður milli föðurins og lögreglu með aðstoð túlks. Faðirinn gafst svo upp klukkutíma síðar en hann hafði áð- ur hótað að kveikja í sér og syni sínum. Drengurinn er ómeiddur en fað- irinn var handtekinn vegna mann- ráns og færður á lögreglustöðina í Karlskrona til frekari yfirheyrslu og gæsluvarðhalds. Maðurinn, sem er frá Aser- baídsjan, kom ásamt konu sinni og þremur börnum til Svíþjóðar fyrir rúmu ári síðan. Umsókn þeirra um hæli var þó hafnað af yfirvöldum og fjölskyldunni tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að henni yrði vísað úr landi á mánudag. Maðurinn greip því til örþrifaráða til að vekja at- hygli á erindi sínu og læsti sig inni á barnageðdeild sjúkrahússins í Karlskrona, þar sem sonur hans hefur legið inni vegna geðrænna vandamála. Þar hélt maðurinn pilt- inum í gíslingu í rúman sólarhring. Maðurinn segist hafa verið virk- ur í einum af stjórnarandstöðu- flokkunum í Aserbaídsjan og að hann sé ofsóttur af yfirvöldum í heimalandi sínu, hann hafi jafnvel setið í fangelsi vegna skoðana sinna. Sleppti syninum og gafst upp Bagdad. AP, AFP. | Tvöföld sjálfs- morðsárás varð 27 manns að bana í bænum Hillah, sem liggur suður af Bagdad í gær. Fyrri sprengingin varð í miðri mótmælagöngu lögreglumanna sem voru að andmæla þeirri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að leysa upp sérsveit lögreglunnar. Seinni sprengingin varð innan við mínútu síðar um 100 metra frá þeim stað þar sem fyrri sprengjan sprakk. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst tilræðinu á hendur sér með tilkynningu á íraskri vefsíðu þar sem segir að meðlimur samtakanna hafi gert árás á „hóp af íröskum sér- sveitarmönnum, gyðingum og krossförum þar sem þeir mótmæltu fyrir utan lögreglustöð“. Hinn 28. febrúar síðastliðinn var Hillah vettvangur mannskæðustu árásar sem orðið hefur í Írak síðan Saddam Hussein var handtekinn, en þá létu 125 manns lífið. Í gær réðust bandarískir her- menn einnig inn á heimili súnnítans Mohsen Abdul-Hamids og hand- tóku hann og þrjá syni hans. Abdul- Hamid er leiðandi stjórnmálamaður í Írak og forystumaður íslamska flokksins. Eftir kröftug mótmæli súnníta var honum sleppt úr haldi og yfirlýsing gefin út að handtaka hans hafi verið mistök. Handtaka Abdul-Hamids vakti hörð viðbrögð forseta landsins, Jal- al Talabani, og reiði ríkisstjórnar- innar því hún hefur unnið að því upp á síðkastið að virkja súnníta til þátt- töku í stjórnmálum landsins. Ríkis- stjórnin segist fordæma hvern þann sem reyni að sundra írösku þjóðinni og útiloka súnníta frá pólitískri þátttöku. 27 drepnir í Írak Angela Merkel, leiðtogi flokks Kristilegra demókrata í Þýska- landi (CDU), var í gær útnefnd kanslaraefni flokksins í þingkosn- ingunum sem eiga að fara fram í landinu 18. september næst kom- andi. Hún mun því fara fram gegn sitjandi kanslara, Gerhard Schröd- er. Beri Merkel sigur úr býtum í kosningunum verður hún fyrsti kvenkyns leiðtogi landsins og fyrsti kanslarinn frá Austur- Þýskalandi. Hún segist ætla að setja barátt- una við atvinnuleysið á oddinn nái hún kjöri, en atvinnuleysi er nú um 12% í landinu og fer vaxandi. AP Merkel útnefnd kanslaraefni Bangkok. AP. | Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur beðið þegna ríkisins að slökkva öll ljós í fimm mínútur á morgun, miðvikudag. Þetta er hluti af orku- sparnaðaráætlun ríkisstjórnarinn- ar. „Hinn 1. júní næstkomandi vil ég biðja alla Taílendinga að standa saman og spara orku,“ sagði for- sætisráðherrann er hann ávarpaði þjóð sína í gær. Sagðist hann munu, í beinni sjónvarpsútsend- ingu, telja niður þar til öll ljós skyldu slökkt klukkan 20.45 að staðartíma. Auk þess að slökkva óþörf ljós hvetur ríkis- stjórnin Taí- lendinga til að slökkva á loft- ræstingum klukkustund hvern dag og aka ekki hrað- ar en 90 km/ klst. Ráðherra orkumála Viset Choopiban, segir Taílendinga geta sparað tæpa tvo milljarða króna slökkvi þeir öll ljós í híbýlum sínum í klukkustund á dag. Myrkur í Taílandi Thaksin Shinawatra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.