Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 18
Verið umhverfisvæn og finnið 3 svansmerki umhverfismerki Norð- urlanda sem leynast í Morgunblaðinu og á mbl.is dagana 23. maí-3. júní. Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is ásamt nafni og símanúmeri á netfangið broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is. 1. __________________ 2. __________________ 3. __________________ Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend- ur geta unnið USB minnislykil. Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend- um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival. Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um- hverfið á hreinu. Hvalfjörður | Gömlu ryðguðu olíutankarnir við Olíu0stöðina í Hvalfirði eru að hverfa einn af öðr- um. Hlutverki þeirra lauk fyrir allmörgum árum. Hringrás tók að sér að rífa tankana fyrir Olíu- dreifingu ehf. Um er að ræða ofanjarðartankana en þeir eru alls átta. Áfram standa niðurgrafnir tankar varnarliðsins. Verkið er komið vel á veg og hlíðin tekur stakkaskiptum við hvern tank sem hverfur í klær stóru járnaklippunnar og síðan í kjaft þjapparans. Járnaruslið, samtals um eitt þús- und tonn, verður síðan flutt til Spánar, samkvæmt upplýsingum frá Hringrás. Olíutankarnir týna tölunni Umhverfi Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það leikur enginn vafi á því að vorið er komið, já ef ekki bara sumarið. Veður- blíðan hefur verið með eindæmum góð, sól upp á dag hvern og grasið grænkar fyrir framan augun á manni. Fuglarnir skríkja liðlangan daginn og reyndar á næturnar líka. Maður er næstum því búinn að gleyma vetrarhörkunni og skammdeg- isþunglyndinu. Ennfremur virðist allt vera á uppleið í Borgarbyggð; jákvæð af- koma bæjarsjóðs, allar lóðir að seljast upp, lítið atvinnuleysi og síðast en ekki síst erum við komin með nýja og stærri Bónusverslun við Brúartorg. Og þeir sem voru svo heppnir að fara í gömlu Bónusverslunina áður en dagar hennar voru taldir gátu gert kjarakaup, því allar vörur voru seldar með 25% af- slætti. Sumir sáu sér leik á borði og héldu innkaupunum jafnharðan áfram eftir að hafa hlaupið út í bíl með útsöluvarninginn úr fyrstu lotu. Ekki er oft sem hleypur svona á snærið dagsdaglega, en hamstur skyldi þó varast.    Samkaup-Úrval yfirtók rekstur KB verslunar í Hyrnutorgi um síðustu áramót og eflaust harðnar nú samkeppnin mjög. Víst eru jú margir fastir viðskiptavinir sem þar versla af tryggð og gömlum vana. Kostirnir þar eru persónulegri þjónusta, ferskt kjötborð, sértækara vöruúrval, ým- is sérvara og fatnaður og lengri opn- unartími. Aukin samkeppni skilar sér væntanlega til neytenda, sem geta vel við unað í Borgarnesi.    Grunnskólarnir allt um kring eru að slíta starfinu þessa dagana. Grunnskólinn hér á þó eftir nokkra daga enn og mun eins og í fyrra ljúka skólaárinu með ,,öðru- vísi“ skólaslitum þann 3. júní. Nemendur 1. til 9. bekkjar fara í skrúðgöngu í Skalla- grímsgarð og halda útihátíð. Pylsur verða grillaðar fyrir alla, farið í leiki, sungið og dansað. Um hádegið fara nemendur inn í skólann og sækja vitnisburð til umsjón- arkennara. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA mynda fuglinn en hann stökk þá til mín svo ég lenti í vandræðum með mynda- tökur,“ segir Jón. Hann tók fuglinn upp og geymdi yfir nóttina. Jón athugaði vængina og fann ekki neitt að og sleppti fuglinum í fyrradag. „Hann kom strax aftur, það er greinilegt að hann á eitthvað erfitt með flug,“ segir Jón. Hann tók smyrilinn því aftur í umsjá sína og hyggst fara með hann til fuglafræðings eða Náttúrufræðistofn- unar til að láta líta betur á hann. Smyrill leitaði sér aðstoðar hjástarfsmanni við Búrfellsstöð umhelgina. Þótt ekkert athugavert sæist við fuglinn vildi hann ekki yfirgefa staðinn og verða fuglafræðingar því beðnir um að líta betur á hann. Þegar Jón Lúðvíksson vélstjóri var að fara úr Búrfellsstöð á laugardag heyrði hann hávær hljóð í maríuerlum og sá síðan smyril sitja á blómakeri við stöð- ina. „Ég var svo heppinn að vera með myndavélina meðferðis og ætlaði að Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ráðvilltur ránfugl Kristján BersiÓlafsson, fyrrver-andi skólameist- ari í Hafnarfirði, yrkir vísu: Allt það verður einskis vert sem ort ég hefi, þenkt og gert, þegar loks mitt hrjáða hold hefur breyst í gróðurmold. Séra Hjálmar Jónsson í Dómkirkjunni í Reykja- vík segir ekkert liggja á og orðar það þannig: Þegar hættir Bersi að baksa berst til himna sálin fróm. Upp af honum einnig vaxa ótrúlega falleg blóm. Jónas Jónsson frá Grjót- heimi var fljúgandi hag- mæltur: Oft að kveða um atvik smá er mitt bezta gaman, hef þó enga hirðu á að halda þessu saman. Besta skemmtun Jónasar, að eigin sögn: Eyða raupi í oflátum, eiga kaup með góðvinum, láta hlaupa í hendingum og hafa staup á boðstólum. Gróður jarðar pebl@mbl.is Selfoss | Sveitarfélagið Árborg hefur sett sér það markmið að allar stofnanir og öll fyrirtæki á vegum sveitarfélagsins muni standast Umhverfisvottun Beluga. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir þessa vottun síðastliðið eitt og hálft ár og verður farið af stað við að koma nýrri og endurskoðaðri umhverfisstefnu Árborgar í framkvæmd innan allra fyrirtækja og stofnana. Fulltrúar Árborgar og Beluga undirrituðu nýlega samkomulag um vott- unina og var myndin tekin við það tæki- færi, f.v. Benedikt Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Einar Njálsson bæjarstjóri, Úlfur Björnsson frá Beluga, Siggeir Ingólfsson umhverfisstjóri og Björn B. Jónsson formaður umhverfis- nefndar. Stefnt er að því að allar stofnanir og að öll fyrirtæki á vegum sveitarfélagsins standist úttekt fyrir árslok 2005 og að sveitarfélagið muni vera fremst í flokki í þessum málaflokk. Samhliða þessari út- tekt verða allir einstaklingar í sveitarfé- laginu og öll fyrirtæki hvött til að taka á þessum málaflokk af mikilli festu þannig að almenn virkni og vakning náist í sveitarfélaginu. Umhverfisvottun Beluga byggist á skil- virkri umhverfisstefnu og virkri þátttöku allra starfsmanna. Hver og ein stofnun þarf að setja sér árlega markmið til að fylgja stefnunni eftir. Makmið þessi skulu miða að úrbótum varðandi þá þætti sem valda hvað mestum umhverfisáhrifum en þeir þættir eru æði mismunandi allt eftir eðli og umfangi viðkomandi stofnunar. Þegar hver og ein stofnun hefur staðist úttekt fær hún leyfi til að nota Umhverf- isvottunarmerki Beluga og eins fær hún vottunarskírteini afhent. Sveitarfélagið fær svo leyfi til að nota merkið að vild þegar allar stofnanir Árborgar hafa náð vottun. Árborg vill vera í farar- broddi í um- hverfismálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.