Morgunblaðið - 31.05.2005, Page 45

Morgunblaðið - 31.05.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 45 ALDARMINNING þó að enginn í prestastétt hafi til þessa dags lagt baráttunni fyrir bætt- um slysavörnum landsmanna meira liðsinni en sr. Jón M. Guðjónsson, ef undan er skilinn sr. Oddur V. Gísla- son á Stað í Grindavík. Báðir voru þeir brautryðjendur á því sviði, þótt á milli starfa þeirra bæri hálfrar aldar bil. Á æskuheimili Jóns lifðu bjartar minningar um sr. Odd í frásögnum Margrétar móður hans af þessum hugsjónaríka sóknarpresti Grindvík- inga. Í bernsku hennar var sr. Oddur þjóðkunnur fyrir skelegga forgöngu sína um bættan aðbúnað sjómanna. Frá ársbyrjun 1888 og um næstu fimm ár ferðaðist hann um land allt og flutti fyrirlestra í verstöðvunum um „bjargráð í sjávarháska“ og gekkst fyrir stofnun „bjargráða- nefnda“. Þær voru með vissum hætti undanfari slysavarnadeildanna, sem sr. Jón gekk ákafast fram í að stofna í hinum dreifðu byggðum hálfri öld síð- ar. Allt frá bernskudögum var sr. Jón meðvitaður um þær slysahættur sem stöðugt vofðu yfir sjómönnum og ógn- uðu um leið lífshamingju fjölskyldn- anna í landi. Uppvöxtur við brima- sama strönd og vá hafsins mótaði æ síðan hug hans og umhyggju fyrir sjó- mannastéttinni. Sjálfur mátti hann þola þá raun að náfrændi hans og æskuvinur, Pétur Guðjón Andrésson frá Nýjabæ, féll útbyrðis og drukkn- aði af opnum vélbáti úr Vogum í apríl 1928. Árið 1935 kvaddi sr. Jón sér hljóðs á vettvangi slysavarnamála, þá þjón- andi í Holti. Þá var ennþá alltítt að sveitamenn færu til sjós í verstöðv- unum og bændur sóttu enn sjó úr Holtsvörum og víðar sunnanlands á opnum árabátum. Slysavarnadeildir voru hins vegar óþekktar til sveita fyrr en sr. Jón hafði forgöngu um það árið 1935 að stofnaðar voru deildirnar Bróðurhöndin og Unnur í Eyjafjalla- hreppunum. Á næstu árum fékk hann til liðs við sig nokkra harðsnúna sjálf- boðaliða, ferðaðist víða um land, hélt erindi um slysavarnamál og beitti sér fyrir stofnun fjölmargra nýrra fé- lagsdeilda eða fleiri en nokkur annar í sögu Slysavarnafélags Íslands. Slíka leiðangra fór hann einnig eftir að hann fluttist á Akranes a.m.k. fram um 1950 til að glæða áhuga fólks og stofna nýjar deildir. Hinn 25. apríl 1968 var sr. Jón gerður að heiðurs- félaga Slysavarnafélags Íslands og Akurnesingar hafa heiðrað starf hans í þágu slysavarnamála með því að nefna félagsheimili slysavarna- og björgunardeildanna Jónsbúð. Um miðbik síðustu aldar hófst víða hreyfing í dreifðum byggðum lands- ins um að safna minjum úr hvers- dagslífi alþýðu og efna til byggða- og minjasafna. Flest rekja þau söfn upp- haf sitt til frumkvæðis einstaklinga, sem af sögulegum áhuga og ræktar- semi við heimabyggð sína hófu sjálfir söfnun. Brautryðjendastarf þeirra naut þó sjaldnast í fyrstu mikils skiln- ings meðal almennings og stjórn- valda. Einn þessara vökulu ármanna var sr. Jón M. Guðjónsson, sem í þessum efnum þekkti sinn vitjunar- tíma meðan aðrir sváfu á verðinum. Um nærri þrjátíu ára skeið varði hann hverri tómstund sem gafst frá annasömu prestsstarfi til að bjarga frá glötun þeim menningarverðmæt- um sem á mótum nýrra tíma var vikið til hliðar vegna breyttra þarfa og lífs- hátta. Fyrir honum vakti björgun og varðveisla svo að komandi kynslóðir mættu fræðast og njóta. Árið 1949 hreyfði sr. Jón fyrst með formlegum hætti hugmynd sinni um stofnun minjasafns fyrir byggðirnar sunnan Skarðsheiðar, – samtímis á fundi í Stúdentafélagi Akraness og með bréfi til nýstofnaðs Menningar- ráðs Akraness. Málinu var vel tekið, en enginn varð þó til að taka af skarið og hefjast handa. Á næstu árum nýtti sr. Jón sérhvert tækifæri til að brýna sveitunga sína og bæjaryfirvöld til dáða, – bæði í ræðu og riti. Hann hafði fengið augastað á gamla prestsbú- staðnum í Görðum sem samastað fyr- ir minjasafnið. Húsið var sjálft gagn- merkur safngripur sem fyrsta íbúðarhús á Íslandi sem byggt var úr steinsteypu á árunum 1876–1882. Eft- ir að heimild fékkst vorið 1956 til að nýta það sem safnhús og gera á því nauðsynlegar endurbætur beið sr. Jón ekki boðanna og hóf söfnun muna af fullum krafti á Akranesi og í ná- grannasveitum. Viðbrögð almennings voru misgóð, en með elju og þraut- seigju rann um síðir upp sú stund sunnudaginn 13. des. 1959 að Byggða- safnið í Görðum var opnað við hátíð- lega athöfn, þar sem hverjum grip var búinn staður af smekkvísi og hug- kvæmni. Við formlega stofnun byggðasafns- ins afhenti sr. Jón sveitarstjórnunum sunnan Skarðsheiðar að gjöf sitt ára- tugar langa eljustarf. Með þeirri gjörð hugðist hann draga sig í hlé af þessum vettvangi og eftirláta öðrum kyndilinn. Taldi hann brautryðjanda- hlutverki sínu lokið og að nú væri annarra skylda að taka við. Því hóg- væra tilboði var hins vegar ekki tekið og um næstu 20 ár sáu ráðamenn sér ekki fært að fela byggðasafnið í hend- ur fastráðnum starfsmanni. Upp- bygging og umsjón þess varð því eftir sem áður hlutskipti sr. Jóns sem ótil- kvaddur helgaði því krafta sína á meðan heilsan leyfði. Stöðugt hélt hann úti spurnum um minjar og muni sem þarflegt væri að geymdust til frambúðar. Tómstundum sínum varði hann í safninu við að þrífa, skrásetja, merkja og hagræða gripum þess. Að meðhöndlun þeirra vann hann af sömu natni og umhyggju og hann auðsýndi eigendum þeirra, lífs og liðnum. Barómet sjómannsins, spengd grautarskál þurfalingsins og herðasjal þurrabúðarkonunnar voru dýrgripir í huga Jóns. Þeir voru vitn- isburður um horfinn menningarheim, brauðstrit og nægjusemi fátækrar al- þýðu sem umgangast bæri af auð- mýkt og lotningu. Heima á Kirkjuhvoli varði sr. Jón næðisstundum sínum um kvöld og helgar til frágangs sýningartexta, innrömmunar mynda, gerðar líkana, teiknunar torfbæja og fjöldamargs annars sem laut að þörfum safnsins. Um verkalaun var ekki spurt og vökulögin í engu virt. Ætíð naut hann aðstoðar barna sinna sem hvergi spöruðu við sig þá eða síðar að hlaupa undir bagga með honum. Vænst þótti honum þó um stuðning og hvatningu Lilju, sem alla tíð var þolinmóður liðs- maður hugðarefna hans og hugsjóna. Sr. Jón var ötull og hugmyndaríkur safnamaður sem jafnan verður minnst fyrir framsýni og stórhug. Ungur stóð hann á fjörukambinum undan Brunnastöðum og hreifst af hinum hljóðlátu og hraðskreiðu segl- skútum sem með barkarlituðum segl- um ristu sjávarflötinn við sjónarrönd. Þetta var í upphafi 20. aldar og á loka- skeiði skútutímabilsins, þegar kútter- ar mynduðu aðalstofn fiskiflotans. Áratugum síðar eða um 1970 kvaddi hann sér hljóðs á opinberum vett- vangi um þennan forna skipastól, sem þá var fyrir löngu aflagður eða seldur úr landi. Lagði hann til að íslenska þjóðin sameinaðist um að endur- heimta einn hinna gömlu kúttera sem enn væru ofansjávar í Færeyjum til að endurbyggja og varðveita í minn- ingu hins stórbrotna byltingarskeiðs í íslenskri útgerðarsögu. Þessi hug- mynd sr. Jóns hlaut þjóðarathygli. Var hún ýmist forsmáð af úrtölu- mönnum eða lofuð af hinum fram- sýnu. Leiðtogar lands og sjávarút- vegs daufheyrðust hins vegar við þessu ákalli. Við slíku tómlæti átti sr. Jón eins og oftar aðeins eitt svar: að róa einn á miðin í þeirri von og vissu, að síðar legðust aðrir með honum á árar. Þann liðstyrk fann hann í Kiw- anisklúbbnum Þyrli á Akranesi með því að félagsmenn afréðu að gangast fyrir kaupum og heimflutningi á kútt- er Sigurfara frá Klakksvík sumarið 1974. Þótt með því væri aðeins hálfur sigur unninn munu Íslendingar standa í ævarandi þakkarskuld við þá og sr. Jón fyrir áræðið. Snemma kom í ljós listræn hneigð og hagleikur sr. Jóns. Í barna- og gagnfræðaskóla bar hann af öðrum nemendum í teikningu og hafði jafn- framt fagra og stílhreina rithönd. Lengi framan af ævi stóð hugur hans til þess að læra myndlist eða húsa- gerðarlist, en aðstæður og efnaleysi komu í veg fyrir að slíkir draumar rættust. Er þó ekki að efa að á þeim sviðum hefði hann unnið sér álit og frama. Engar teikningar eða skissur frá æsku- og þroskaárum hans hafa varðveist og flest af því sem síðar var dregið upp í dagsins önn er glatað og gleymt. Ástríða hans við að halda til haga fornum minjum og handverki fólks náði ekki að sama skapi til varð- veislu eigin hagleiksverka. Sr. Jón var þó síteiknandi og á árunum í Holti urðu m.a. til á skrifborði hans upp- drættir af mannvirkjum sem fæst komust á byggingarstig. Eftir teikn- ingu hans var þó árið 1944 steyptur grunnur að nýrri sóknarkirkju á Ásólfsskála, veglegu og fögru guðs- húsi með tveimur turnum sem leysa átti af hólmi hina gömlu kirkju. Efna- leysi safnaðarins réð því hins vegar m.a. að síðar var ákveðið að byggja eftir annarri teikningu. Dráttlist sr. Jóns og myndsköpun var samofin áhuga hans á íslenskri menningarsögu. Varðveitt listaverk hans eru því einkum af tvennum toga: minnismerki og minningarmörk, teikningar og líkön af fornum híbýl- um og atvinnuháttum. Hvorttveggja eru þó greinar á sama meiði. Með hinu fyrrnefnda vildi hann halda á loft minningu um gengna merkismenn og helga staði í þjóðarsögunni. Hið síð- arnefnda var órjúfanlegur hluti af þeirri ástríðu hans að forða frá glötun fornum menningararfi Akurnesinga með uppbyggingu Byggðasafnsins í Görðum. Fyrsta minningarmarkið sem sr. Jón teiknaði og lét reisa í altarisstað Holtskirkju til minningar um fornt helgihald var vígt haustið 1939. Tæp- um 20 árum síðar var vígður klukku- og minningarturn, sem byggður var skv. teikningum og fyrirsögn sr. Jóns í kórstæði kirkjunnar í Görðum á Akranesi. Á eftir fylgdu fleiri minn- ismerki að hans frumkvæði, þ.á m. styttan af sr. Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu í Reykjavík (1956), krossmark í Biskupsbrekku við Hall- bjarnarvörður til minningar um and- lát Jóns Vídalín biskups (1963), minn- ismerki drukknaðra sjómanna á Akranesi (1967) og minnisvarði í Görðum um írskt landnám á Akranesi (1974). Einn þátturinn í söfnunar- starfi sr. Jóns var að bjarga frá gleymsku heimildum um húsakynni fólks á Akranesi og í sveitunum sunn- an Skarðsheiðar. Árið 1959 og um næstu ár teiknaði hann útlitsmyndir af síðustu torfbæjunum eftir lýsing- um kunnugra, varðveittum fyrir- myndum og jafnvel bæjarústum. Myndirnar teiknaði hann margsinnis og lagfærði uns ekki var nær komist með þeim ráðum sem tiltæk voru. Frá hans hendi eru varðveittar um 80 blý- antsteikningar af torfbæjum og öðr- um bæjarhúsum. Þær bera glöggt vitni um brennandi áhuga hans á við- fangsefninu, þar sem saman fór list- fengi, næmt auga og óþrjótandi elja við björgun heimilda um menningar- verðmæti. Myndirnar sýna húsa- kynni alþýðufólks á Akranesi og í ná- grannasveitum á fyrstu áratugum 20. aldar. Mun líklegast einsdæmi að geymst hafi með þessum hætti vitn- eskja um fyrri tíðar húsakost úr einu og sama héraði á Íslandi. Akurnesingar sýndu áþreifanlega þann góða hug sem þeir báru til sr. Jóns fyrir farsæl störf í þeirra þágu. Á 70. afmælisdegi hans, hinn 31. maí 1975, var hann af bæjarstjórn kjörinn heiðursborgari Akraness „í þakklæt- is- og virðingarskyni fyrir langt og farsælt starf á Akranesi og fórnfýsi og framtak við uppbyggingu Byggða- safnsins í Görðum“. Í líkan mund var þeim hjónum, sr. Jóni og Lilju, afhent einbýlishús að Bjarkargrund 31 til ævilangrar íbúðar. Þar stóð heimili þeirra uns Lilja lést 5. september 1980. Sr. Jón flutti nokkrum árum síð- ar (1984) á Dvalarheimilið Höfða, en síðustu tvö árin var hann rúmfastur á Sjúkrahúsi Akraness. Þar andaðist hann á 89. aldursári að kvöldi hins 18. febrúar 1994 og var jarðsettur við hlið konu sinnar í kirkjugarðinum í Görð- um. Ljósið sem tendrað var á Vatns- leysuströnd í aldarbyrjun lýsti ekki lengur og hljóðnaður var sá mildi rómur sem svo margan hafði huggað og styrkt. Meðal okkar sem eftir stöndum lifir hins vegar björt minn- ing um einlægan mannvin sem skáld- ið Kristinn Reyr minntist svo fagur- lega í því ljóði sem í upphafi er til vitnað: Af bænum hinna minnstu sem biðu þín við veginn slær bjarma á Skaga og Strönd. Gunnlaugur Haraldsson. DAGUR Arngrímsson (2.350) úr Taflfélagi Reykjavíkur varð hlutskarpastur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk um helgina. Fyrirfram mátti búast við að hann og Guðmundur Kjartans- son (2190) myndu hafa mikla yfir- burði á mótinu en þeir voru einu keppendurnir sem höfðu yfir 2000 stig. Í fyrstu þrem umferðunum voru tefldar atskákir og voru þeir þá jafnir og efstir með fullt hús vinninga. Þeir gerðu svo jafntefli innbyrðis og áður en lokadagur mótsins rann upp voru þeir enn efstir með fjóran og hálfan vinn- ing af fimm mögulegum. Í sjöttu og næstsíðustu umferð missteig Guðmundur sig þegar hann glutr- aði vænlegu tafli gegn Hjörvari Stein Grétarssyni niður í jafntefli á meðan Dagur gerði sig ekki sek- an um nein mistök. Dagur lagði Hjörvar að velli í síðustu umferð og vann mótið með 6½ vinning af sjö mögulegum. Gylfi Davíðsson skaust upp í þriðja sætið með sigri á Arnari Sigurðssyni í lokaum- ferðinni en Gylfi var taplaus á mótinu, vann þrjár skákir og gerði fjögur jafntefli. Alls tóku 31 nem- andi skólans þátt í mótinu en loka- staða efstu manna varð þessi: 1. Dagur Arngrímsson 6½ v. 2. Guðmundur Kjartansson 6 v. 3. Gylfi Davíðsson 5 v. 4.-8. Hjörvar Steinn Grétars- son, Helgi Brynjarsson, Aron Ingi Óskarsson, Sverrir Þorgeirsson og Ingvar Ásbjörnsson 4½ v. 9.-15. Atli Freyr Kristjánsson, Daði Ómarsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Arnar Sigurðsson, Matthías Pétursson, Ólafur Evert Úlfsson og Elsa María Þorfinns- dóttir 4 v. Verðlaun voru veitt í einstökum flokkum á mótinu. Jóhanna Björg varð hlutskörpust í stúlknaflokki, Sverrir Þorgeirsson í flokki 14 ára og yngri, Hjörvar Steinn í flokki 12 ára og yngri en Hrund Ósk- arsdóttir varð efst þeirra sem voru 10 ára og yngri. Skólastjóri Skákskólans, Helgi Ólafsson, hafði veg og vanda af mótshald- inu. Guðfríður Lilja endurkjörin forseti SÍ Á aðalfundi Skáksambands Ís- lands sem haldinn var laugardag- inn 28. maí sl. var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir endurkjörin forseti sambandsins. Nokkrar breyting- ar urðu á stjórninni en sjálfkjörið var í hana. Í aðalstjórn sitja nú Björn Þorfinnsson, Bragi Krist- jánsson, Gunnar Björnsson, Helgi Árnason, Ólafur Kjartansson og Óttar Felix Hauksson. Vara- stjórnina skipa Helgi Ólafsson, Páll Sigurðsson, Hjördís Birgis- dóttir og Smári Rafn Teitsson. Af þeim sem fóru út úr stjórn vekur athygli að Haraldur Baldursson, fráfarandi varaforseti og lands- kjördæmisstjóri skólaskákar, lét af báðum þessum störfum. Har- aldur hefur starfað um langa hríð innan skákhreyfingarinnar en tekur sér nú sjálfsagt langþráða hvíld frá vettvangi félagsmálanna. Ný í stjórninni eru Bragi Krist- jánsson, sem tekur aftur sæti í henni eftir eins árs fjarveru, Óttar Felix, formaður TR, Hjördís Birgisdóttir og Smári Rafn Teits- son. Gagnlega umræður fóru fram á fundinum og var þar m.a. bent á að allir í stjórninni væru félagar í taflfélögum á höfuðborgarsvæð- inu eða búsettir þar. Voru menn á eitt sáttir um að það mætti ekki girða fyrir að samstarf væri haft við skákforkólfa utan að landi. Einnig komu fram áhyggjur af fjárhag sambandsins en um tveggja milljóna króna halli varð á rekstrinum. Meginorsök þessa var sú að ofurmótið Reykjavik Rapid og Reykjavíkurskákmótið sem fram fóru vorið 2004 voru rekin með miklum halla. Á fund- inum var tekið fram að stjórnin sem hefði nú skilað af sér hefði ekki haft þessi mótahöld á sinni könnu heldur hefði þeim verið lok- ið þegar hún tók við. Hvað svo sem þessum fortíðardraugum líð- ur þá má draga þá ályktun af fjár- hagsáætlun sambandsins fyrir næsta starfsár að það hyggst hefja gagnsókn, auka útbreiðslu skáklistarinnar og halda fjárhag sambandsins réttum megin við núllið. Ingvar Ásmundsson og Ósk- ar Bjarnason tefldu í Salou Um helgina lauk alþjóðlegu móti sem haldið var í baðstrand- arbænum Salou á Spáni. Ingvar Ásmundsson (2.288) og Óskar Bjarnason (2.256) tóku þátt í mótinu og luku báðir keppni með 5 vinninga af 9 mögulegum. Ingv- ar byrjaði mótið með miklum lát- um, lagði rússneska stórmeistar- ann Karpachev (2.472) og gerði jafntefli við BúlgarannVasili Spasov (2.543). Í framhaldinu mætti hann hverjum stórmeistar- anum á fætur öðrum og gerði m.a. jafntefli við Íslandsvininn Mikhail Ivanov (2.418). Hinir fjórir stór- meistarnir sem hann tefldi við báru hann ofurliði en þrátt fyrir það græddi hann 7 stig á frammi- stöðu sinni. Óskar hóf keppni illa en gekk betur eftir því sem á leið. Hann tapaði 4 stigum en lenti eins og Ingvar í 27.–37 sæti af 80 kepp- endum. Stórmeistararnir Sergey Fedorchuk (2.577) og Athanas Kolev (2.524) urðu efstir og jafnir með 7 vinninga. Hægt er að nálg- ast heimasíðu mótsins af vefsíð- unni www.skak.is. Dagur Arngrímsson, t.h., og Guðmundur Kjartansson, fjær t.h., börð- ustu um sigurinn á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Dagur meistari Skákskólans HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is SKÁK Reykjavík MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLA ÍSLANDS 2005 27.-29. maí 2005

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.