Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 19. desember 2005 — 343. tölublað — 5. árgangur 5 DAGAR TIL JÓLA S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD VEÐRIÐ Í DAG Huggulegi diskóboltinn Plötusnúðurinn Margeir verður með sitt síðasta diskókvöld annan í jól- um. Hann velur diskó fram yfir brenni- vínsslagara. FÓLK 52 EINAR BÁRÐARSON Fer með Nylon til Bretlands 22. janúar Verða þær næstu Spice Girls? FÓLK 66 GRÉTAR JÚLÍUSSON Með nýja seríu á hverju ári fasteignir hús Í MIÐJU BLAÐSINS TÓNLEIKAR Hátíðartónleikum í Hall- grímskirkju var útvarpað víða um Evrópu í gær. Yfir daginn var útvarpað frá jólatónleikum sjö annarra evr- ópskra útvarpsstöðva, frá klukkan tvö og fram til miðnættis, meðal annars frá Slóveníu, Finnlandi, Eistlandi, Danmörku, Svíþjóð og Póllandi. Útsendingin hófst á tón- leikunum í Hallgrímskirkju sem var útvarpað samtímis til fjöl- margra landa Evrópu. Á efnisskránni voru lög eftir innlend og erlend tónskáld í flutn- ingi Mótettukórs Hallgrímskirkju, Ísaks Ríkharðssonar drengja- sóprans, Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Björns Steinars Sólbergssonar orgelleikara, undir stjórn Harðar Áskelssonar. - jóa Jólatónleikar í Hallgrímskirkju: Sungið fyrir Evrópu JÓLATÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU Hátíðastemning var í Hallgrímskirkju í gær þegar Mótettukór Hallgrímskirkju flutti ásamt öðrum lög í anda jóla og aðventu. Tónleikunum var útvarpað til fjölmargra landa í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGAFLUG Colin Powell, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gaf í skyn í viðtali við BBC um helgina að evrópskir ráðamenn sem ekkert þættust hafa vitað um leynilega flutninga á föngum grunuðum um aðild að hryðjuverkum sýndu með því hræsni. Powell sagði að þær upplýsing- ar sem nýlega komust í hámæli um flutninga bandarísku leyni- þjónustunnar CIA á slíkum föng- um milli staða utan bandarískr- ar lögsögu væru hvorki nýjar né ókunnar Evrópumönnum. Ráðamenn marga Evrópulanda sem umræddar fangaflutninga- vélar hafa flogið um - þar á meðal Íslands - hafa sagst koma af fjöll- um. Nýliðin Evrópuferð eftirmanns Powells í embætti, Condoleezzu Rice, fór svo að segja öll í að útskýra þetta fangaflug og þá stefnu sem það er hluti af. Hún viðurkenndi að grunaðir hryðju- verkamenn væru fluttir á laun til staða utan Bandaríkjanna þar sem þeir væru yfirheyrðir. Hún sagði þetta lögmætar aðferðir í hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum. Hún neitaði því að fangarnir væru pyntaðir. Powell tók undir þetta í BBC-viðtalinu og sagði æsinginn í Evrópu minna sig á skinheilagleika. - aa Colin Powell tjáir sig um fangaflug CIA í BBC-viðtali: Sakar Evrópubúa um hræsni COLIN POWELL Segir æsinginn í Evrópu út af fangafluginu minna sig á skinheilagleika. MYND/NORDICPHOTOS/AFP Ekkert fær stöðvað Chelsea Chelsea vann í gær góðan sigur á liði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsti sigur Chelsea á Highbury, heimavelli Arsenal, síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Arsenal hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. ÍÞRÓTTIR 62 HLÝNAR NOKKUÐ MEÐ kvöldinu en víða frost nú í morgunsárið. Vaxandi vindur á landinu eftir því sem líður á dag- inn og kvöldið. Skúrir eða él víða um land í kvöld með hlýnandi veðri. VEÐUR 4 Dúxaði í FG Freyja Haraldsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar á laugardag. TILVERAN 22 ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Geir H. Haarde utanríkisráðherra fagnar því að samkomulag hafi náðst á ráð- herrafundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar um yfirlýsingu þess efnis að fella niður tolla og kvóta á mikilvægustu útflutn- ingsvörum allra fátækustu ríkja heims. „Ég er mjög ánægður með að það hafi náðst samstaða um ráð- herrayfirlýsingu á þessum fundi þrátt fyrir að ekki hafi litið vel út með það í byrjun. Í henni er margt jákvætt ef litið er til hags- muna heimsbyggðarinnar. Mál- inu er ekki lokið en mikilvægt skref hefur verið stigið í átt að því að klára verkefnið.“ Einnig var samþykkt að afnema útflutningsbætur á búvörur fyrir árið 2013. Aðspurður segir Geir það ekki munu hafa nein bein áhrif á Íslendinga, sem afnámu útflutningsbætur árið 1990. Geir segir ýmislegt í sam- komulaginu þó koma til með að hafa jákvæð áhrif fyrir Ísland. „Við flytjum út fiskafurðir sem sums staðar eru tollskyldar og iðnaðarvörur sem hugsanlega munu fá betri fyrirgreiðslu í mörgum löndum.“ Hann leggur þó áherslu á að ávinningur þróunarlandanna sé mikilvægasta afleiðing sam- komulagsins. „Við skrifum með glöðu geði undir það,“ segir Geir. Björgólfur Jóhannsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir tolla enn við lýði á ákveðnum vörum í mörg- um löndum og jákvætt sé fyrir fiskútflytjendur ef tollarnir lækki eða verði felldir niður. „Þetta getur ábyggilega haft góð áhrif,“ segir hann. Drífu Hjartardóttur, for- manni landbúnaðarnefndar Alþingis, líst sömuleiðis vel á samkomulagið. „Ég tel að það skipti miklu máli að náðst hafi árangur á þessum fundi,“ segir Drífa. Hún bendir á að Íslend- ingar flytji inn megnið af þeim landbúnaðarvörum sem hér eru notaðar, til dæmis ávexti, korn og sykur. „Þessar vörur ættu að lækka í verði í kjölfar samkomu- lagsins,“ segir Drífa. -sh/-bþs/ sjá síðu 2 Fátæku ríkin hagnast mest Utanríkisráðherra er ánægður með niðurstöðu Hong Kong-fundarins. Tollar á fiski munu lækka. Innfluttar landbúnaðarafurðir gætu lækkað í verði. Kona bara skilur þetta ekki Guðmundur Andri Thorsson veltir upp þeirri spurningu í umræðu dagsins hvers vegna Framsóknarflokkurinn hefur ekki treyst sér til að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála. Í DAG 32 RÓM, AP Gleði en ekki dýrar og tímafrekar gjafir er hin sanna jólagjöf sagði Benedikt XVI páfi í óformlegri heimsókn í kirkju í úthverfi Rómar í gær. „Í veröld nútímans er guð horfinn. Fólk þarf deyfingu til að lifa. Það lifir í dimm- um heimi,“ sagði páfinn. „Með brosi, góðverki, örlítilli hjálp og fyrirgefningu geturðu breitt út gleði, og sú gleði mun snúa aftur til þín.“ Með heimsókninni heldur Benedikt XVI í hefð Jóhannes- ar Páls II forvera síns sem sótti sóknir Rómaborgar iðulega heim og flutti stuttar hugvekjur. ■ Benedikt XVI páfi í hugvekju um jólahátíðina: Gleði er jólagjöfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.