Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 1

Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 19. desember 2005 — 343. tölublað — 5. árgangur 5 DAGAR TIL JÓLA S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD VEÐRIÐ Í DAG Huggulegi diskóboltinn Plötusnúðurinn Margeir verður með sitt síðasta diskókvöld annan í jól- um. Hann velur diskó fram yfir brenni- vínsslagara. FÓLK 52 EINAR BÁRÐARSON Fer með Nylon til Bretlands 22. janúar Verða þær næstu Spice Girls? FÓLK 66 GRÉTAR JÚLÍUSSON Með nýja seríu á hverju ári fasteignir hús Í MIÐJU BLAÐSINS TÓNLEIKAR Hátíðartónleikum í Hall- grímskirkju var útvarpað víða um Evrópu í gær. Yfir daginn var útvarpað frá jólatónleikum sjö annarra evr- ópskra útvarpsstöðva, frá klukkan tvö og fram til miðnættis, meðal annars frá Slóveníu, Finnlandi, Eistlandi, Danmörku, Svíþjóð og Póllandi. Útsendingin hófst á tón- leikunum í Hallgrímskirkju sem var útvarpað samtímis til fjöl- margra landa Evrópu. Á efnisskránni voru lög eftir innlend og erlend tónskáld í flutn- ingi Mótettukórs Hallgrímskirkju, Ísaks Ríkharðssonar drengja- sóprans, Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Björns Steinars Sólbergssonar orgelleikara, undir stjórn Harðar Áskelssonar. - jóa Jólatónleikar í Hallgrímskirkju: Sungið fyrir Evrópu JÓLATÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU Hátíðastemning var í Hallgrímskirkju í gær þegar Mótettukór Hallgrímskirkju flutti ásamt öðrum lög í anda jóla og aðventu. Tónleikunum var útvarpað til fjölmargra landa í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGAFLUG Colin Powell, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gaf í skyn í viðtali við BBC um helgina að evrópskir ráðamenn sem ekkert þættust hafa vitað um leynilega flutninga á föngum grunuðum um aðild að hryðjuverkum sýndu með því hræsni. Powell sagði að þær upplýsing- ar sem nýlega komust í hámæli um flutninga bandarísku leyni- þjónustunnar CIA á slíkum föng- um milli staða utan bandarískr- ar lögsögu væru hvorki nýjar né ókunnar Evrópumönnum. Ráðamenn marga Evrópulanda sem umræddar fangaflutninga- vélar hafa flogið um - þar á meðal Íslands - hafa sagst koma af fjöll- um. Nýliðin Evrópuferð eftirmanns Powells í embætti, Condoleezzu Rice, fór svo að segja öll í að útskýra þetta fangaflug og þá stefnu sem það er hluti af. Hún viðurkenndi að grunaðir hryðju- verkamenn væru fluttir á laun til staða utan Bandaríkjanna þar sem þeir væru yfirheyrðir. Hún sagði þetta lögmætar aðferðir í hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum. Hún neitaði því að fangarnir væru pyntaðir. Powell tók undir þetta í BBC-viðtalinu og sagði æsinginn í Evrópu minna sig á skinheilagleika. - aa Colin Powell tjáir sig um fangaflug CIA í BBC-viðtali: Sakar Evrópubúa um hræsni COLIN POWELL Segir æsinginn í Evrópu út af fangafluginu minna sig á skinheilagleika. MYND/NORDICPHOTOS/AFP Ekkert fær stöðvað Chelsea Chelsea vann í gær góðan sigur á liði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsti sigur Chelsea á Highbury, heimavelli Arsenal, síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Arsenal hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. ÍÞRÓTTIR 62 HLÝNAR NOKKUÐ MEÐ kvöldinu en víða frost nú í morgunsárið. Vaxandi vindur á landinu eftir því sem líður á dag- inn og kvöldið. Skúrir eða él víða um land í kvöld með hlýnandi veðri. VEÐUR 4 Dúxaði í FG Freyja Haraldsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar á laugardag. TILVERAN 22 ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Geir H. Haarde utanríkisráðherra fagnar því að samkomulag hafi náðst á ráð- herrafundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar um yfirlýsingu þess efnis að fella niður tolla og kvóta á mikilvægustu útflutn- ingsvörum allra fátækustu ríkja heims. „Ég er mjög ánægður með að það hafi náðst samstaða um ráð- herrayfirlýsingu á þessum fundi þrátt fyrir að ekki hafi litið vel út með það í byrjun. Í henni er margt jákvætt ef litið er til hags- muna heimsbyggðarinnar. Mál- inu er ekki lokið en mikilvægt skref hefur verið stigið í átt að því að klára verkefnið.“ Einnig var samþykkt að afnema útflutningsbætur á búvörur fyrir árið 2013. Aðspurður segir Geir það ekki munu hafa nein bein áhrif á Íslendinga, sem afnámu útflutningsbætur árið 1990. Geir segir ýmislegt í sam- komulaginu þó koma til með að hafa jákvæð áhrif fyrir Ísland. „Við flytjum út fiskafurðir sem sums staðar eru tollskyldar og iðnaðarvörur sem hugsanlega munu fá betri fyrirgreiðslu í mörgum löndum.“ Hann leggur þó áherslu á að ávinningur þróunarlandanna sé mikilvægasta afleiðing sam- komulagsins. „Við skrifum með glöðu geði undir það,“ segir Geir. Björgólfur Jóhannsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir tolla enn við lýði á ákveðnum vörum í mörg- um löndum og jákvætt sé fyrir fiskútflytjendur ef tollarnir lækki eða verði felldir niður. „Þetta getur ábyggilega haft góð áhrif,“ segir hann. Drífu Hjartardóttur, for- manni landbúnaðarnefndar Alþingis, líst sömuleiðis vel á samkomulagið. „Ég tel að það skipti miklu máli að náðst hafi árangur á þessum fundi,“ segir Drífa. Hún bendir á að Íslend- ingar flytji inn megnið af þeim landbúnaðarvörum sem hér eru notaðar, til dæmis ávexti, korn og sykur. „Þessar vörur ættu að lækka í verði í kjölfar samkomu- lagsins,“ segir Drífa. -sh/-bþs/ sjá síðu 2 Fátæku ríkin hagnast mest Utanríkisráðherra er ánægður með niðurstöðu Hong Kong-fundarins. Tollar á fiski munu lækka. Innfluttar landbúnaðarafurðir gætu lækkað í verði. Kona bara skilur þetta ekki Guðmundur Andri Thorsson veltir upp þeirri spurningu í umræðu dagsins hvers vegna Framsóknarflokkurinn hefur ekki treyst sér til að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála. Í DAG 32 RÓM, AP Gleði en ekki dýrar og tímafrekar gjafir er hin sanna jólagjöf sagði Benedikt XVI páfi í óformlegri heimsókn í kirkju í úthverfi Rómar í gær. „Í veröld nútímans er guð horfinn. Fólk þarf deyfingu til að lifa. Það lifir í dimm- um heimi,“ sagði páfinn. „Með brosi, góðverki, örlítilli hjálp og fyrirgefningu geturðu breitt út gleði, og sú gleði mun snúa aftur til þín.“ Með heimsókninni heldur Benedikt XVI í hefð Jóhannes- ar Páls II forvera síns sem sótti sóknir Rómaborgar iðulega heim og flutti stuttar hugvekjur. ■ Benedikt XVI páfi í hugvekju um jólahátíðina: Gleði er jólagjöfin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.