Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 80
19. desember 2005 MÁNUDAGUR52
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
14.900 kr.
NOKIA 6020
SÍMI
Hvernig varð diskóið til?
„Diskóið varð til í næturklúbbum
Frakklands og á börum samkyn-
hneigðra í New York á öndverðum
áttunda áratugnum. Ég var stadd-
ur þar og fann að eitthvað var að
fæðast. Eitthvað nýtt. Eitthvað
spennandi. Eða bara eitthvað.
Guð var að búa til diskódansinn.
Gáttir himnaríkis opnuðust og
stróbljós bárust um himininn. Ég
var kominn með tilgang í lífinu -
diskódans.
Hann hefur kennt mér að ástin
er sterkari en hatrið. Að fyrir-
gefningin er máttugri en firring-
in. Að frelsið er öflugara en helsið
og að lífið sigrar dauðann. Takt-
urinn dynur að eilífu.“
Hvers vegna byrjaðirðu með diskó-
kvöldin?
„Ég hef einbeitt mér að þróaðri
diskómúsík á meðan aðrir eru að
láta undan markaðnum og spila
svokallaða brennivínsslagara.
Björk er t.d. nýbúin að meika það.
Svo er Brunaliðið alltaf að flytja
lög eftir sjálfan mig, án leyfis.
En ég taldi verulega þörf fyrir
því að rífa poppmúsíkina upp úr
dauðateygjum ládeyðunnar. Diskó-
kvöldin voru liður í því. Svo gerði
ég það einnig með því að semja
bara tónlist sem ég vissi að fengi
spilun í óskalagaþáttum í útvarp-
inu. Ég vil nefnilega skapa og
framleiða músík sem ég get kallað
list. Tónlist.“
Hvernig fara kvöldin fram?
„Á þessum kvöldum er leikin
rytmísk diskómúsík að erlendri
fyrirmynd. Einkennin eru þungt
bassatrommuhögg á hverju slagi,
tónaflúr spilað á fiðlur og háhatt-
ur sem opnast og lokast í sífellu.
Þetta minnir mjög á stóra mask-
ínu í fullum gangi, til dæmis
prentvél á mesta hraða. Reyk-
urinn úr reykvél felur skuggana
sem skapast í tíbrá ljósabúnaðar-
ins. Léttklædd ungmenni dansa
taktfast við magnaðar strengja-
útsetningar, bassatrommuhögg
og handaklöpp. Dansgólfið ólgar
af ástríðu. Rakar skyrtuermar
klístrast við ískalt hörund dans-
aranna þegar þeir vefja hand-
leggjum um líkama sinn. Þeir
baða sig í þeirri huggun sem
sterkur líkami dansfélagans veit-
ir þeim og reyna að hugsa ekki
um neistana sem skjótast á milli
taugaendanna hér og þar í líkama
þeirra. Nóttin er ung og tónlistin
er há. Diskókúla brotnar.“
Hvernig fólk mætir á diskókvöld-
ið?
„Diskódansarinn er sérstök
manngerð. Diskódansari er
snyrtimenni, hún er í góðu líkam-
legu formi - með langar skapleg-
ar lappir og mjaðmir til að drepa
fyrir. Hún er taktföst. Diskódans-
arinn hrífst af myndarlegum
dökkhærðum diskótekurum, með
tilbreytingu í huga. Þó er allt opið.
Diskódansari elskar diskótón-
list og diskótónlistin elskar hana á
móti. Ekkert er ómögulegt í speg-
illjósi diskókúlunar. Nóttin heldur
áfram.“
Þú hefur staðið í alls konar sprelli
í tengslum við þetta kvöld. Gefið
út dagatal, plötu og annað...
„Já, og gagnrýnendur tættu plöt-
una í sig. En á röngum forsendum,
þeir héldu að um skallapopp væri
að ræða. Á milli mín og gagnrýn-
enda er einstakt samband. Stund-
um skiljum við hverjir aðra. En
skilningur hefur aukist síðan þá.
Mér finnst heimurinn loksins
orðinn tilbúinn að taka við diskói
aftur. Mörg teikn eru á lofti;
Madonna er til dæmis búin að
gefa út diskóplötu. Því finn ég að
starfi mínu sé að ljúka.
Þetta er síðasta diskókvöldið
og nú höldum við upp á árang-
urinn. Annars leiðist mér að þú
skulir kalla þetta „sprell“. Ég er
náttúrlega að dreifa út boðskap.
Gaf út dagatalið til að halda
Íslendingum við efnið og til að
gefa þeim von. Til þess að það
gleymist ekki í amstri dagsins að
öll kvöld eru laugardagskvöld. Á
hverju augnabliki hvers dags er
einhver, einhvers staðar að dansa
diskódans.“
Ertu ekki að spila eitthvað úti af
og til?
„Jú, ég ferðast á milli landa eins
og fólk fer í og úr vinnu með
almenningssamgöngum. Fyrir
mér er það eðlilegasti hlutur í
heimi að hoppa upp í farþegaþotu
og skjótast t.d. til Nýja-Sjálands á
meðan pöpullinn bíður eftir leið
11 á leið sinni upp í Breiðholt. En
ég hef enga fordóma gagnvart
þessu fólki. Það kemur iðulega og
hlustar á mig spila og þá tek ég
ávallt vel á móti því. Það eiga allir
diskódans skilinn.“
Þú virðist vaða í seðlum þarna
ytra. Svo heimsækir þú Ísland
reglulega með stórfengleg hljóm-
borðstæki í farangrinum.
„Ég hef einstakt lag á því að ná
tilfinningu út úr hljóðgervlinum;
spila það sem kallað er heitur
hljómborðsleikur. Nett raddsvið
bæti ég svo upp með stuði og góðri
rokktilfinningu - án þess þó að
byrja að pönka. Pönkið er náttúr-
lega bara eitthvað sem er sprott-
ið upp af þjóðfélagslegri spennu
hjá lágstéttalýð í London sem
notar bara léleg rafmagnshljóð-
færi til að túlka skoðanir sínar.
Rimlarokk, svokallað. Þeir kunna
náttúrulega ekki á hljóðgervla, þú
skilur?“
Hvar hafa kvöldin verið haldin?
„Ég reyni alltaf að velja staðinn
af mikilli kostgæfni og það þarf
að huga að ýmsu áður en ákveðið
er hvar kvöldið er haldið hverju
sinni. Skemmtistaðir þurfa að
ganga í gegnum ýmiss konar próf
áður en þeir koma til álita. Við
mælum meðal annars styrkleika
dansgólfs, liðugleika og úthald
starfsfólks og einnig könnum við
viðmót, hlýju og táp dyravarða.
Í ár fer gleðin fram á diskótek-
inu Óðali, vöggu diskódansins á
Íslandi.“
Persónan sem þú ert búinn að
skapa? hvernig datt þér hún í
hug?
„Ha, hvaða persóna? Ég kem til
dyranna eins og ég er klæddur. Ef
ég er í fötum.“
Tíunda og síðasta
diskókvöld Margeirs
DJ MARGEIR Tíunda og síðasta diskókvöldið verður haldið á Óðali á annan í jólum.
Tíunda og síðasta diskókvöld plötusnúðarins Dj Margeirs
verður haldið á Óðali á annan í jólum. Fréttablaðið lagði
nokkrar spurningar fyrir Margeir í tilefni tímamótanna.
Jólin og áramótin eru rétti tíminn
til að dressa sig upp og láta
glamúrinn ráða ríkjum.
Þá er jólakjóllinn tekinn
fram, jólaskórnir
pússaðir vandlega
og svo skreytum
við okkur með
d á s a m l e g u m
skartgripum. Það
má þó alls ekki
gleyma hárinu. Um
þessar mundir
eru spangir
g í f u r l e g a
vinsælar svo
ekki sé talað u m
skreyttar hárspangir.
Þær eru hið fullkomna
tæki til að hrista upp í
hárstílnum. Það þarf enga flotta
greiðslu heldur einungis þetta
flotta hárskraut og glæsileikinn
er mættur. Hárspöngin fæst í Pjúru en einnig er hægt að finna
dásamlegar hárspangir í Kronkron á Laugavegi. Ekki amalegt að
skarta íslenskri hönnun yfir hátíðarnar. Skál! ■
HÁRSPÖNG Glæsileg spöng sem er tilvalin í
áramótapartýið, fæst í Pjúru.
Glamúrhárspangir
Á jólunum eru fjölmörg jólaboð,
jólaböll, skemmtanir og fleira sem
við flykkjumst í og um að gera að
vera smart í klæðaburði. Það er þó
kalt úti og því er nauðsynlegt að
eiga fallegar og hlýjar flíkur. Vett-
lingar eiga það til að vera örlítið
lummulegir og passa kannski ekki
nógu vel við fínu kápuna þína.
Þá koma þessar úlnliðshlífar, eða
þessir fingralausu vettlingar sem
fást í Pjúru, til góðra nota. Þeir
eru dásamlega glæsilegir og lífga
upp á fallega kápu. ■
Upplífgandi
úlnliðshlífar
ÚLNLIÐSHLÍFAR Halda höndunum hlýjum
og skreyta fallega ullarkápu.