Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 4
4 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
Einn slasast í bílveltu Einn
maður slasaðist lítillega um sexleytið
í gærmorgun þegar bifreið sem hann
var farþegi í ók út af vegi og lenti ofan í
Fjarðará í Seyðisfirði. Fernt var í bílnum
og var hinn slasaði samkvæmt lögreglu
eini farþeginn í bílnum sem ekki notaði
bílbelti. Talið er að ökumaðurinn hafi
dottað við stýrið.
Fjórir bílar í árekstri Fjögurra bíla
árekstur varð um kvöldmatarleytið
í gærkvöldi í umdæmi lögreglunnar
í Selfossi. Engin slys urðu á fólki
en áreksturinn varð þegar hlutur,
sem lögreglan telur vera stykki úr
vinnslufæribandi, fauk á hlið bílsins sem
ók fremstur. Veður var slæmt á slysstað,
hvassviðri og rigning.
Mikið að gera hjá slökkviliðinu
Erilsamt var hjá slökkviliðinu í Reykjavík
í nótt vegna sjúkraflutninga.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍRAK, AP Adnan al-Dulaimi, einn
helsti stjórnmálaleiðtogi súnnía í
Írak, segir sig og flokk sinn tilbúinn
í stjórnarsamstarf með sjíum og
Kúrdum. Hann þakkaði jafnframt
uppreisnarhópum í landinu fyrir
að hafa leyft kosningunum að fara
friðsamlega fram.
„Þetta er mikilvægt mál og við
munum gera þetta til að mynda
sterka samsteypustjórn á þinginu
sem er fær um að standa vörð um
réttindi allra Íraka,“ sagði al-Dul-
ami um væntanlegar stjórnarmynd-
unarviðræður. Enn er ekki útséð um
hvort sjíar geti náð hreinum þing-
meirihluta, en um sextíu prósent
íbúa Íraks eru af þeim trúflokki.
Súnníar réðu lögum og lofum í land-
inu í stjórnartíð Saddams Husseins.
Þeir sniðgengu flestir kosningarnar
þann 30. janúar en mættu fjölmarg-
ir á kjörstað nú, þegar þing var
kosið til næstu fjögurra ára.
Forsvarsmenn bandarískra yfir-
valda í Írak óskuðu landsmönnum til
hamingju með vel heppnaðar kosn-
ingar og sögðu samstöðu mikilvæga
við myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Enn fremur sögðu þeir góða þátt-
töku í kosningunum og takmarkað-
ar fregnir af ofbeldi tengdum þeim
merki um vilja írösku þjóðarinnar
til að verða virkur þátttakandi í
uppbyggingu landsins.
Uppreisnarmenn voru þó ósátt-
ir. Frá Íslamska hernum í Írak,
einum helsta uppreisnarhóp lands-
ins, barst svohljóðandi yfirlýsing:
„Við vissum að súnníar myndu taka
þátt í þessum leik [því] flestir voru
neyddir til þess gegnum kúgun,
pyntingar, skemmdarverk og þján-
ingar af völdum þræla krossins og
sjía“. - dac
Góð kjörsókn súnnía í þingkosningunum í Írak:
Tilbúnir í samsteypustjórn
ÞJÓÐSTJÓRN?
Þessi kona dró ekki dul á stuðning sinn við
flokk súnní-araba. Ólíkt kosningunum 30.
janúar mættu súnníar ekki síður en önnur
þjóðarbrot til kosninga nú.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 16.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,16 62,46
Sterlingspund 110,07 110,61
Evra 74,57 74,99
Dönsk króna 10,007 10,065
Norsk króna 9,346 9,402
Sænsk króna 7,855 7,9018
Japanskt jen 0,5344 0,5376
SDR 89,65 90,19
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
104,7986
ÍRAK, AP Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, kom í óvænta heim-
sókn til Íraks í gær. Tilefnið sagði
hann nýafstaðnar þingkosningar,
sem hann sagði vera mikilvægan
áfanga að því að gera Bandaríkj-
unum kleift að draga úr herstyrk
sínum í landinu.
Eftir fund með yfirmönnum
bandaríska setuliðsins í Bagdad bar
Cheney lof á framkvæmd kosning-
anna og fagnaði því hve þátttaka í
þeim hefði verið góð um allt landið.
Heimsóknin hafði verið skipulögð
með svo mikilli leynd að ráðherrar í
írösku ríkisstjórninni voru stein-
hissa þegar bandaríski varaforset-
inn birtist til að eiga við þá orð. ■
Dick Cheney heimsækir Írak:
Þing áfangi að
brottför herliðs
INTERNETIÐ Nýverið hefur orðið
vinsælt hjá fólki að senda sjálfu
sér tölvupóst, sem berst þó ekki
fyrr en nokkrum árum eftir
sendingu.
Ýmsar vefsíður bjóða upp á
þess konar áminningarþjónustu,
nú síðast Forbes.com sem ætlar
í samstarf við Yahoo.com og
Codefix með verkefnið. Síðunni
bárust yfir 140.000 bréf á sex
vikum. Algengast er að fólk sé
nokkuð hvasst í skilaboðum til
framtíðarsjálfa sinna, minni á
allt sem eigi að vera klappað og
klárt og það sé eins gott að svo sé.
Flestir tímasetja bréfin innan við
þrjú ár fram í tímann, en sumir
allt að þrjátíu ár. ■
Vinsælt að minna sjálfan sig á:
Póstur sendur
fram í tímann
ÓVÆNT HEIMSÓKN Cheney heilsar upp á
hermenn í herstöð í Írak í gær. MYND/AP
FERÐAÞJÓNUSTA Aðilar í ferðaþjón-
ustu í Mývatnssveit taka þátt
í evrópska samstarfsverkefnu
Snow Magic sem er til þriggja ára.
Tilgangurinn með verkefninu er
að auka aðsókn ferðamanna yfir
vetrartímann. Þátttakendur, auk
Mývatnssveitar, eru bæjarfélögin
Sorsele í Svíþjóð og Rovaniemi í
Finnlandi. Verkefnisstjóri þess á
Íslandi er Gunnar Jóhannesson hjá
Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Gunnar segir að þótt Mývatn
hafi boðið upp á ferðaþjónustu
allt árið um kring í tuttugu ár
hafi straumur ferðamanna þang-
að verið nær eingöngu bundinn
við sumartímann. Því sé markmið
þessa þróunarverkefnis, í sam-
starfi við bæjafélögin tvö, að auka
straum ferðamanna á norðurslóðir
yfir vetrartímann og efla um leið
atvinnulíf svæðisins. Bæjarfélög-
in deila reynslu sinni hvert með
öðru og vinna sameiginlega að því
að markaðssetja snjó og kulda sem
spennandi valkost fyrir ferða-
menn. Nýjasta útspil Mývetninga
nú á aðventunni er auglýsingar
þar sem heimkynni jólasveinsins
eru sögð vera í Dimmuborgum.
Yngvi Ragnar Kristjánsson
rekur Selhótel á Mývatni. Hann
segir möguleikana á svæðinu
yfir vetrartímann óendanlega.
Í sumar voru ráðnir tíu manns í
hugmyndavinnu fyrir ferðaþjón-
ustuna á Mývatni og það hefur
skilað árangri. Auk hefðbundinn-
ar dægrastyttingar sem, í boði er
bæði á sumrin og veturna, eins og
gönguferðir, jeppa- og snjósleð-
aferðir og hestaferðir, gefst ferða-
mönnum nú tækifæri til að stunda
dorgveiði, golf, keilu og jafnvel
gó-kart úti á ísilögðu vatninu svo
eitthvað sé nefnt, að ógleymdum
nýju jarðböðunum sem hægt er
að baða sig í allt árið hvernig sem
viðrar.
Mývetningar hafa sent full-
trúa á fjölmargar ferðaráðstefnur
erlendis til kynningarstarfsemi.
Aðilar ferðaþjónustunnar taka
verkefnið alvarlega og gera sér
grein fyrir mikilvægi verkefnis-
ins fyrir atvinnulífið á svæðinu og
að þetta sé ferli sem taki drjúgan
tíma áður en það skili árangri.
„Þetta er langhlaup, það er ekki
verið að leggja af stað í þetta til
að tjalda til einnar nætur“, segir
Yngvi Ragnar hótelstjóri.
Verkefnið, sem áætlað er að
kosti um fjórtán milljónir króna,
hefur verið fjármagnað að nokkru
leyti úr sjóðum norðurslóðaá-
ætlunar Evrópusambandsins,
Northern Periphery, en það sem
upp á hefur vantað hafa aðilar í
ferðaþjónustunni safnað sjálfir.
Þar að auki hefur fólk í bæjarfé-
laginu unnið hundruðir stunda í
sjálfboðavinnu að markmiðinu.
aegir@frettabladid.is
Markaðssetja snjó,
kulda og jólasvein
Aðilar í ferðaþjónustu Mývatnssveitar taka þátt í evrópsku samstarfsverkefni til
að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Nú auglýsa Mývetningar að jóla-
sveinninn búi í Dimmuborgum. Samstarfsaðilarnir eru í Svíþjóð og Finnlandi.
GÓ-KART Á ÍSNUM Ein af þeim nýjungum sem Mývetningar bjóða upp á og vonast til að muni draga ferðmenn á staðinn, þó vetur sé.
VIÐSKIPTI Dana Hosseini, fram-
kvæmdarstjóri Urðar Verðandi
Skuldar, telur að styrkur Evrópu-
sambandins sem fyrirtækið fékk
á dögunum komi til með að gera
fyrirtækið enn fýsilegra í augum
tilvonandi kaupenda.
Dana segir að viðræður á milli
fyrirtækisins og Íslenskrar erfða-
greiningar hafi átt sér stað síðstu
ár með hugsanleg kaup í huga. Það
muni því ekki koma honum á óvart
ef þær viðræður verði teknar upp
að nýju í kjölfar styrkjarins sem
hljóðar upp á 3,6 milljónir evra á
þremur árum. - æþe
Urður Verðandi Skuld:
Reiknað með
söluviðræðum
Átök í Kólumbíu Um 500 uppreisnar-
menn úr þremur skæruliðahópum
lögðu saman krafta sína í árás á þorp
í vestanverðri Kólombíu fyrir dögun
í fyrrinótt. Að minnsta kosti fimm
lögreglumenn féllu í árásinni. 37
lögreglumanna er saknað og er talið að
þeir kunni að hafa verið numdir á brott
sem gíslar.
SUÐUR-AMERÍKA