Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 64

Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 64
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR36 Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Konfekt og sætabrauð Kökur fyrir jólin Þýskt jólabrauð Mikið úrval af tertum Geislaplatan er komin í eftirfarandi verslanir: Topshop, 10-11, Bónus og Hagkaup „Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna. Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til söfnunarátaksins. Vesturlandabúar eru ríkir á heims- mælikvarða. Þeir geta þakkað vel- gengni sína þeirri staðreynd að þeir treysta frekar á einstaklings- framtakið á hinum frjálsa markaði en miðstýrðum aðgerðaáætlunum úr skúffum stjórnmálamanna. Kapítalískt markaðssamfélag hvetur fólk til að gera það sem það gerir best. Frjáls markaður skiptir vinnuaflinu óþvingað upp í sérhæfða hópa sem skapa síbatn- andi varning á sífellt hagstæðara verði. Sérhæfing, tækniþróun og samkeppni leiða svo samanlagt til þess að lífskjör alls almennings batna, líf lengjast og auður verður til í miklum mæli. Samviskubitið Vesturlandabúar eru hins vegar oft á tíðum ekkert rosalega stolt- ir af árangri sínum. Oftar en ekki þjást þeir af samviskubiti yfir því hvað líf þeirra eru löng og veski þeirra þykk. Um allan heim er nefnilega hægt að finna ríkis- stjórnir sem hafa engan áhuga á að leyfa þegnum sínum að starfa á hinum frjálsa markaði. Afríku- ríki eru mörg hver í þessari deild. Þar er sósíalismi víða iðkaður sem aldrei fyrr með tilheyrandi fylgi- kvillum; verslunarhöftum, fátækt, hungursneyðum, óstöðugleika, og skorti á réttaröryggi í duttlunga- fullum heimi skriffinna. Til að gera illt verra vernda ríkir Vestur- landabúar ýmsar atvinnugreinar sínar með tollum, niðurgreiðslum og miklu magni reglugerða. Sam- viskubitinu reyna þeir svo að eyða með ölmusugreiðslum, átaksverk- efnum og niðurfellingu skulda. Vandamálið er stórt en ólíkt mörgum öðrum vandamálum er lausnin tiltölulega einföld ef hún væri bara sett í framkvæmd. Í fyrsta lagi geta Vesturlandabúar einhliða fellt niður tollamúra sína og afnumið styrkjagreiðslur til ræktenda húsdýra. Útreikningar Alþjóðabankans benda til þess að sú aðgerð á sviði landbúnaðar gæti skapað þróunarlöndunum tekjuaukningu upp á um 31 millj- arð Bandaríkjadollara. Í öðru lagi geta þróunarlöndin einhliða fellt sína eigin tolla niður, sem að jafn- aði eru miklu hærri en þeir sem Vesturlandabúar leggja á sinn innflutning. Alþjóðabankanum reiknast til að ef þetta yrði gert fyrir landbúnaðarafurðir gæti það þýtt um 111 milljarða Banda- ríkjadollara tekjuaukningu fyrir vanþróuðustu löndin, og munar um minna. Í þriðja lagi þurfa hinir ríku að halda aftur af sér í setn- ingu nýrra regla og skilyrða fyrir alls kyns framleiðslu. Ofstæki í nafni neytenda- og umhverfis- verndar á Vesturlöndum hefur valdið gríðarlegum skaða í fátæk- um löndum þar sem skriffinnskan er enn bundin við heilbrigða skyn- semi. Ölmusa er neikvæð lausn Hvað sem lausnum líður er oft ótrúlegt að fylgjast með umræð- unni um útrýmingu fátæktar á okkar ágætu plánetu. Evrópubú- ar virðast halda að þeir séu ein- hverjum guðdómlegum eiginleik- um gæddir sem valda því að þeir eru ríkir en margir aðrir fátækir. Hong Kong, Singapore og önnur náttúruauðlindalaus lönd eru ekki ofarlega í huga þeirra sem hugleiða vandamál Afríku. Hong Kong felldi einhliða niður sína tollamúra, opnaði heimamarkað- inn fyrir framleiðslu og erlendum fjárfestingum og uppskar ríku- lega. Nokkur lönd Austur-Evr- ópu hafa fetað svipaðan farveg og íbúar þeirra sjá ekki eftir því. Kapítalismi er að fleygja milljón- um manna hratt upp lífskjarastig- ann án ölmusa og átaksverkefna. Kapítalismi læknar. Ölmusa sýkir. Vesturlandabúar mega að sjálf- sögðu hafa samviskubit yfir því hvernig sósíalísk meðöl þeirra hafa eitrað fyrir fátækustu íbúum jarðar. Þeir mega líka hafa í huga að mörg vandamál þróunarland- anna eru heimatilbúin og sósíalísk og slæm eftir því. Vesturlandabú- ar geta gefið til þróunaraðstoðar og átaksverkefna og vilja e.t.v. friða samvisku sína nú þegar upp- skeruhátíð kapítalismans gengur í hönd. Til lengri tíma litið er samt frekar þörf á þrýstingi á leiðtoga þróunarlandanna sem hvetur þá til að auka efnahagslegt frelsi þegna sinna. Jólin eru hátíð þar sem við gleðjumst í nærveru fjölskyldu og vina, skiptumst á gjöfum og borð- um góðan mat. Besta jólagjöfin til þeirra fátæku er kapítalismi og frelsi. Látum þá hugsun fylgja árlegri samviskufriðun okkar til Rauða krossins í ár. Höfundur er verkfræðingur. Jólagjöfin í ár er kapítalismi UMRÆÐAN MARKAÐS- SAMFÉLAGIÐ GEIR ÁGÚSTSSON SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.