Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 30
narnia-frbl 11.12.2005 17:16 Page 1
C M Y CM MY CY CMY K
30 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
NÁTTÚRUHAMFARIR Áhrifa flóðbylgj-
unnar, sem á annan dag jóla fyrir
tæpu ári olli miklum hörmungum
í mörgum löndum Suðaustur-Asíu,
gætir enn. Ein og hálf milljón
manna býr ennþá í tjöldum, neyð-
arskýlum og öðru bráðabirgða-
húsnæði. Alþjóðleg hjálparsamtök
segja að uppbygging á svæðinu
muni aukast á næsta ári.
Í Indónesíu, Srí Lanka og Ind-
landi, löndunum sem urðu verst úti
í hamförunum, hefur uppbygging
húsnæðis tafist vegna deilna um
landrétt, skorts á byggingarefnum
og seinagangs þarlendra stjórn-
valda. Flóðbylgjan hreif með sér
fjölda fólks og talið er að minnsta
kosti 216.000 manns frá tólf lönd-
um hafi farist eða týnst í náttúru-
hamförunum. Mikill meirihluti
þeirra sem týndi lífi var íbúar í
Aech-héraði á Súmötru.
Vegir og brýr eyðilögðust í flóð-
bylgjunni og sums staðar hurfu
samgönguleiðirnar hreinlega af
yfirborði jarðar. Það hafði í för með
sér að erfitt reyndist að koma neyð-
araðstoð á mörg svæði og að sögn
talsmanna alþjóðlegu hjálparsam-
takanna Oxfam er það helsta ástæð-
an fyrir því að eingöngu tuttugu
prósent þeirra 1,8 milljóna manna
sem misstu heimili sín í flóðbylgj-
unni eru nú komin með húsnæði.
Þrátt fyrir að flestir þeirra
sem misstu heimili sín hafi fengið
athvarf á heimilum indónesískra
fjölskyldna hafast enn tugir þús-
unda við í yfirfullum tjöldum. Vist-
in í tjöldunum þykir slæm og ekki
hefur monsúnrigningartímabilið,
sem nú er í hámarki í Indónesíu,
gert vist tjaldbúanna þægilegri.
Þetta hefur leitt til þess að gremja
og óþolinmæði meðal þeirra sem
hafast við í tjöldunum eykst frá
degi til dags.
Starfsmenn Oxfam-hjálpar-
samtakanna hafa hins vegar bent
á að jafnvel hjá ríkum þjóðum taki
uppbygging eftir náttúruhamfarir
oft langan tíma og því til stuðnings
benda þeir á uppbyggingarstarf-
semi Japana eftir jarðskjálfta sem
þar hafa orðið.
Starfsmenn Oxfam hafa einnig
bent á að aðstæður á flóðasvæðun-
um hafi komið í veg fyrir að upp-
bygging gat hafist nógu snemma.
Til dæmis er landsvæði sem yfir
120.000 manns bjuggu áður á
komið varanlega undir vatn.
„Erum við ánægðir með þró-
unina í Aech-héraði? Nei, alls
ekki,“ segir Andrew Steer, fram-
kvæmdastjóri málefna Indónesíu
hjá Alþjóðabankanum, en bankinn
hefur lagt fram fé til uppbygging-
arinnar í landinu. Að hans sögn lof-
uðu embættismenn og alþjóðasam-
tök ýmsu, sem þau réðu svo ekki
við að framkvæma. „Við hefðum
átt að átta okkur á einfaldri talna-
fræðinni, sem hljóðar þannig að
það var einfaldlega ómögulegt að
byggja fleiri en 30.000 hús á fyrsta
árinu eftir flóðin,“ segir hann.
Hjálparsamtök og ríkisstofnan-
ir í löndunum segja að í lok næsta
árs verði búið að byggja rúmlega
18.000 af þeim 80.000 húsum sem
vantar í Indónesíu og 5.000 af
þeim 78.000 húsum sem vantar í
Srí Lanka. Í héraðinu Tamil Nadu,
sem varð verst úti í flóðbylgjunni,
stefnir ríkisstjórn landsins á að
byggja 130.000 hús handa þeim
sem misstu heimili sín. Enn sem
komið er hafa 1.000 hús verið
byggð.
steinar@frettabladid.is
UPPBYGGING Í INDÓNESÍU Verkamaður við störf í þorpinu Ulhee Lheu í Indónesíu, sem gjöreyðilagðist í flóðbylgjunni. Ein og hálf milljón manna býr enn í tjöldum og öðrum neyðarskýlum tæpu ári eftir að flóðbylgjan reið yfir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tvær milljónir
heimilislausar
Tæpu ári eftir að flóðbylgjan mikla á Indlandshafi
gekk á land í Suðaustur-Asíu er uppbyggingu enn
ólokið. Gremjan eykst með hverjum deginum.