Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 30
narnia-frbl 11.12.2005 17:16 Page 1 C M Y CM MY CY CMY K 30 19. desember 2005 MÁNUDAGUR NÁTTÚRUHAMFARIR Áhrifa flóðbylgj- unnar, sem á annan dag jóla fyrir tæpu ári olli miklum hörmungum í mörgum löndum Suðaustur-Asíu, gætir enn. Ein og hálf milljón manna býr ennþá í tjöldum, neyð- arskýlum og öðru bráðabirgða- húsnæði. Alþjóðleg hjálparsamtök segja að uppbygging á svæðinu muni aukast á næsta ári. Í Indónesíu, Srí Lanka og Ind- landi, löndunum sem urðu verst úti í hamförunum, hefur uppbygging húsnæðis tafist vegna deilna um landrétt, skorts á byggingarefnum og seinagangs þarlendra stjórn- valda. Flóðbylgjan hreif með sér fjölda fólks og talið er að minnsta kosti 216.000 manns frá tólf lönd- um hafi farist eða týnst í náttúru- hamförunum. Mikill meirihluti þeirra sem týndi lífi var íbúar í Aech-héraði á Súmötru. Vegir og brýr eyðilögðust í flóð- bylgjunni og sums staðar hurfu samgönguleiðirnar hreinlega af yfirborði jarðar. Það hafði í för með sér að erfitt reyndist að koma neyð- araðstoð á mörg svæði og að sögn talsmanna alþjóðlegu hjálparsam- takanna Oxfam er það helsta ástæð- an fyrir því að eingöngu tuttugu prósent þeirra 1,8 milljóna manna sem misstu heimili sín í flóðbylgj- unni eru nú komin með húsnæði. Þrátt fyrir að flestir þeirra sem misstu heimili sín hafi fengið athvarf á heimilum indónesískra fjölskyldna hafast enn tugir þús- unda við í yfirfullum tjöldum. Vist- in í tjöldunum þykir slæm og ekki hefur monsúnrigningartímabilið, sem nú er í hámarki í Indónesíu, gert vist tjaldbúanna þægilegri. Þetta hefur leitt til þess að gremja og óþolinmæði meðal þeirra sem hafast við í tjöldunum eykst frá degi til dags. Starfsmenn Oxfam-hjálpar- samtakanna hafa hins vegar bent á að jafnvel hjá ríkum þjóðum taki uppbygging eftir náttúruhamfarir oft langan tíma og því til stuðnings benda þeir á uppbyggingarstarf- semi Japana eftir jarðskjálfta sem þar hafa orðið. Starfsmenn Oxfam hafa einnig bent á að aðstæður á flóðasvæðun- um hafi komið í veg fyrir að upp- bygging gat hafist nógu snemma. Til dæmis er landsvæði sem yfir 120.000 manns bjuggu áður á komið varanlega undir vatn. „Erum við ánægðir með þró- unina í Aech-héraði? Nei, alls ekki,“ segir Andrew Steer, fram- kvæmdastjóri málefna Indónesíu hjá Alþjóðabankanum, en bankinn hefur lagt fram fé til uppbygging- arinnar í landinu. Að hans sögn lof- uðu embættismenn og alþjóðasam- tök ýmsu, sem þau réðu svo ekki við að framkvæma. „Við hefðum átt að átta okkur á einfaldri talna- fræðinni, sem hljóðar þannig að það var einfaldlega ómögulegt að byggja fleiri en 30.000 hús á fyrsta árinu eftir flóðin,“ segir hann. Hjálparsamtök og ríkisstofnan- ir í löndunum segja að í lok næsta árs verði búið að byggja rúmlega 18.000 af þeim 80.000 húsum sem vantar í Indónesíu og 5.000 af þeim 78.000 húsum sem vantar í Srí Lanka. Í héraðinu Tamil Nadu, sem varð verst úti í flóðbylgjunni, stefnir ríkisstjórn landsins á að byggja 130.000 hús handa þeim sem misstu heimili sín. Enn sem komið er hafa 1.000 hús verið byggð. steinar@frettabladid.is UPPBYGGING Í INDÓNESÍU Verkamaður við störf í þorpinu Ulhee Lheu í Indónesíu, sem gjöreyðilagðist í flóðbylgjunni. Ein og hálf milljón manna býr enn í tjöldum og öðrum neyðarskýlum tæpu ári eftir að flóðbylgjan reið yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tvær milljónir heimilislausar Tæpu ári eftir að flóðbylgjan mikla á Indlandshafi gekk á land í Suðaustur-Asíu er uppbyggingu enn ólokið. Gremjan eykst með hverjum deginum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.