Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 18
18 19. desember 2005 MÁNUDAGUR PÓLLAND, AP Vangaveltur um að meint leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafi verið að finna í Póllandi hafa undið mjög upp á sig þar í landi að und- anförnu. Opinberlega hafa pólskir ráðamenn ítrekað vísað því á bug að slík starfsemi í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“ hafi fund- ið sér skjól í landinu, þótt þeir viðurkenni að flugvélar á vegum CIA hafi millilent þar og að pólska leyniþjónustan eigi gott samstarf við þá bandarísku. Þessar yfirlýsingar ráðamanna hafa ekki megnað að kveða niður orðróm um að ýmislegt kunni að vera til í því sem fram hefur komið í frásögnum fjölmiðla vestan hafs og austan um meint leynifangelsi CIA í Austur-Evrópu. Samkvæmt þeim frásögnum, fyrst í banda- ríska blaðinu Washington Post í síðasta mánuði, hefur CIA haldið mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum föngnum í leynifangelsum þar eystra og yfirheyrt með leynd. Sá staður í Póllandi sem sterkasti grunurinn beinist að um að hafa hýst slíkt leynifang- elsi er þjálfunarmiðstöð pólsku leyniþjónustunnar í grennd við flugvöllinn Sczytno-Sczymany í hinu dreifbýla héraði Masúr- íu í norðausturhluta landsins, en það var syðsti hluti þýska héraðsins Austur-Prússlands til ársins 1945. Miðstöðvarinnar er vel gætt bak við gaddavír og skógarþykkni. Bannað er að sigla báti á vatninu sem liggur á milli þess og þorpsins Stare Kiejkuty. Filmur ljósmyndara pólska dag- blaðsins Rzeczpospolita, sem þar var á ferð í liðinni viku, voru gerðar upptækar. Vopnaðir verð- ir sáu til þess að útsendarar AP- fréttastofunnar kæmust ekki of nálægt. Zbigniew Siemiatkowski, fyrr- verandi yfirmaður pólsku leyni- þjónustunnar, segir það ekkert launungarmál að þarna sé rekinn leyniþjónustuskóli. Það sé heldur ekkert leyndarmál að samstarfið við CIA sé náið. En að hans sögn hefur skólinn „ekkert með leyni- fangelsi að gera“. audunn@frettabladid.is Leynifangelsi rædd í Póllandi Yfirlýsingar pólskra ráðamanna um að ekkert CIA- leynifangelsi hafi verið í landinu hafa ekki megnað að kveða niður orðróm um hið gagnstæða. LEYNIÞJÓNUSTUSKÓLI Þessa mynd tók ljósmyndari AP af vaktturni utan við þjálfunarmið- stöð pólsku leyniþjónustunnar við Stare Kiejkuty í NA-Póllandi. Hún er í tuttugu kílómetra fjarlægð frá Sczytno-Sczymany-flugvelli. Sczytno hét áður Ortelsburg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA, AP Stjórnvöld í Kína hafa hneppt í gæsluvarðhald rafvirkja sem þau segja að beri ábyrgð á bruna á sjúkrahúsi í borginni Liaoyuan á fimmtudag þar sem 39 manns létu lífið. Þau hafa ekki tilgreint hvað hann hafi gert rangt eða hvort hann verði kærður fyrir glæpsamlegt athæfi. Talsmaður kommúnistaflokksins í borginni hefur opinberlega beðist afsökunar á slysinu en slíkt var óhugsandi fyrir talsmenn flokksins þar til fyrir stuttu. Allir þeir sem létust í eldinum voru sjúklingar en 89 manns stukku út um glugga til að flýja eldinn og 24 eru alvarlega slasaðir.  Sjúkrahúsbruni í Kína: Rafvirki í gæsluvarðhaldi HARMLEIKUR Tæplega fjörutíu fórust í eldsvoðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANNFERGI Í JAPAN Íbúi borgarinnar Motosu í Mið-Japan mokar snjó af þaki húss síns í gær. Snjó kyngdi niður yfir stóran hluta Japans um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLUN Stjórnendur Kaupfé- lags Eyfirðinga hafa að undan- förnu átt í viðræðum við Hjörleif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra og eins eiganda útgáfufélagsins Nýs dags, um hugsanleg kaup KEA á héraðsfréttablaðinu Viku- degi á Akureyri. Hvorki Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, né Hjörleifur vilja að öðru leyti tjá sig um málið en staðfesta báðir að hugsanleg kaup hafi verið rædd. „Ég er tilbúinn að selja blaðið fyrir rétt verð,“ segir Hjör- leifur. Vikudagur kemur út viku- lega en blaðið hóf göngu sína 5. desember 1997. Efnistökin miðast einkum við Akureyri en einnig Eyjafjarðarsvæðið í heild sem og Þingeyjarsýslur. Félagssvæði KEA er Eyjafjörð- ur og báðar Þingeyjarsýslur og að mati Halldórs er svæðið nægilega fjölmennt til að bera veglegt hér- aðsfréttablað og öfluga netútgáfu. „Við erum alætur á verkefni í þeim skilningi að við skoðum allt en fjárfestum aðeins í þeim verk- efnum sem falla að okkar fjárfest- ingastefnu. Vissulega horfum við til byggðasjónarmiða varðandi val á verkefnum en gerum einnig þá kröfu að verkefnin séu arðbær,“ segir Halldór. - kk KEA í viðræðum um kaup á héraðsfréttblaðinu Vikudegi: Blaðið falt fyrir rétt verð HJÖRLEIFUR HALLGRÍMSSON Vikudagur er til sölu - fyrir rétt verð, segir Hjörleifur en hann er nú bæði framkvæmdastjóri Nýs dags og ritstjóri Vikudags. FRÉTTABLAÐIÐ/KK STJÓRNMÁL „Staðan sem upp er komin er snúin, en það var niður- staða stjórnarinnar að þessi leið væri skást,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í stjórn Orkuveitu Reykja- víkur. Stjórnin hefur ákveðið að óska eftir tilboðum frá fjárfestum í þrettán prósenta hlut fyrirtækisins í Jarðborunum. „Þetta er engin óskastaða, en ég vonast til þess að gott tilboð fáist í hlutinn. Í kjölfarið verði þá grynn- kað á skuldum eða fjárfest í verk- efnum á hefðbundnu sviði Orku- veitunnar,“ segir Guðlaugur. ■ Guðlaugur Þór Þórðarson: Orkuveitan í snúinni stöðu SAMSKIPTI Pósturinn hefur á haust- mánuðum boðið viðskiptavinum sínum upp á beint samband við þjónustufulltrúa fyrirtækisins með netsamtali. Þjónusta þessi hefur nýst heyrnarlausum sér- staklega vel þar sem þeir geta nú fengið aðgang að þjónustufulltrú- um Póstsins til jafns við aðra. Þjónustufulltrúar í þjónustu- veri og fyrirtækjaþjónustu Póst- sins veita upplýsingar og góð ráð bæði til einstaklinga og fyrir- tækja gegnum netið og hafa við- tökurnar verið góðar. Forsvarsmenn Póstsins segja það ánægjulegt að geta komið til móts við þarfir heyrnarlausra, sem áður var ógerlegt að veita þjónustu gegnum síma. Viðskipta- vinir Íslandspósts hafa í auknum mæli nýtt sér netsamtal frá því að það stóð þeim til boða. - jóa Netsamtal nýtist heyrnarlausum: Pósturinn bætir þjónustu sína INDLAND, AP Fjöldi fólks tróðst undir við neyðaraðstoðarmiðstöð á flóðasvæði á Suður-Indlandi í gær. Að minnsta kosti 42 manns dóu og 37 slösuðust í troðningnum. Harmleikur- inn átti sér stað við skólabygg- ingu í Madras, þar sem neyðar- aðstoðarmiðstöð hafði verið komið upp vegna flóða sem rústað hafa húsum margra íbúa á svæðinu. Um 3.000 manns höfðu beðið yfir nótt í biðröð eftir skömmtunarmiðunum. Troðning- urinn hófst er hliðið var opnað til að hleypa bíl í gegn, að sögn R. Nat- araj lögreglustjóra. ■ Harmleikur á Indlandi: Tugir manna tróðust undir SORG Mæðgur syrgja aðstandanda sem fórst í troðningnum. MYND/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.