Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 36
[ ]
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
El
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Evíta • Starmýri 2, 108 Rvík • s: 553-1900 www.evita.is
Evíta
hárgreiðsla og gjafavörur
„eins og litlu sætu búðirnar í Danmörku“
Mikið úrval af burstasettum
og neistahlífa, ásamt ýmis
konar aukahlutum.
Opið laugardaga kl. 10-16 og
sunnudaga kl. 12-16 til jóla.
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið)
Sími 567 2133 · www.arinn.is
Jólakransar eru mjög fallegt skraut á útidyrahurðir. Það er hægt að
föndra kransana heima og það getur verið skemmtilegt að hafa spjald með
nöfnum heimilismanna á kransinum.
OPIÐ TIL KL. 22
Sölustaðir
Penninn
Mál og Menning
Bókabúðin Hlemmi
Skífan
Iða
305
verslanir
Næg
bílastæði
MIÐBORGIN
JÓLALEGA
Grétar Ólason er mikill jóla-
karl. Hann býr á Týsvöllum
1 í Reykjanesbæ og umhverfi
hans er ævintýralegt á þessum
árstíma.
„Ég hef alltaf skreytt gríðar-
lega mikið. Held ég hafi það frá
mömmu,“ segir Grétar og verður
ekki rengdur þegar hann kveðst
hafa virkilega gaman af að útbúa
skreytingarnar. „Ég byrja kring-
um byrjun nóvember að taka
upp úr kössum, fara yfir dótið og
ákveða hvað ég ætla að nota í ár
því ég er aldrei með það sama.
Bæði kaupi ég alltaf eitthvað
nýtt um hver jól og svo hef ég
áraskipti á skrautinu. Á tuttugu
feta gám með dóti og svo er ég
með tvö háaloft.“ Ekki vill Grétar
meina að hann sjálfur hafi smit-
ast af Kananum en segir nábýlið
við hann þó eflaust hafa haft sín
áhrif. „Þegar Kaninn leigði hér
í Keflavík skreytti hann miklu
meira en við Íslendingar.“ Grét-
ar hefur þann hátt á að kveikja á
öllum sínum ljósum fyrsta sunnu-
dag í aðvetnu. Húsið hans hefur
oftar en einu sinni verið í fyrsta
sæti í samkeppni um ljósahúsið í
Reykjanesbæ en þvertekur fyrir
að hann skreyti vegna verðlauna.
„Ég hef verið með tillögu um að
þeir sem vinni eitt árið séu sett-
ir í dómnefnd næst og megi ekki
velja eigin hús til að þetta dreifist
sem víðast. Það verkar hvetjandi.“
Húsið hans Grétars laðar marga
að á jólaföstunni og oft sér hann
flassblossa frá ljósmyndurum úti
fyrir á kvöldin. ■
Aldrei með sama
skrautið ár eftir ár
Það kemur alltaf eitthvað nýtt á hverju ári.
Þennan kofa smíðaði Grétar í haust til að
láta hann hýsa jólafjölskylduna sem fyrri ár
hefur ekki haft þak yfir höfuðið.
Grétar kveikir á ljósaskreytingunum fyrsta sunnudag í aðventu.
Öllu er listilega fyrirkomið hjá Grétari, hvort sem það er stórt eða smátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nú fer í hönd sá árstími þar sem notk-
un kertaskreytinga eykst í verslunum
og heimahúsum. Á þessum árstíma
eru hillur búða drekkhlaðnar vörum
og mikið fellur til af umbúðum. Því
er mikið um eldmat og oftar en ekki
margt um manninn í verslunum.
Slökkviliðið vill beina þeim tilmælum
til verslunareigenda að brunaviðvör-
unarkerfi séu í lagi og yfirfarin, að
útgöngu- og neyðarljós séu í lagi, að
slökkvitæki séu yfirfarin, að eldvarna-
teppi séu þar sem þau eiga að vera,
að flóttaleiðir séu ekki tepptar, að rusl
safnist ekki upp í eða við verslanir og
að allar flóttaleiðir séu greiðar.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
býður einnig upp á ókeypis brunaút-
tekt á fjölbýlishúsum sé þess óskað.
Hægt er sækja þessa þjónustu á
www.shs.is.
brunavarnir }
Eldhætta um jólin
SLÖKKVILIÐIÐ KANNAR REGLULEGA
ELDVARNIR STÆRRI VERSLANA UM
JÓLIN TIL AÐ MINNKA LÍKUR Á ELDS-
VOÐUM OG TJÓNI.