Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 76
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR48 Það er löngu hætt að þykja sjálfsagður hlutur að hanga heima um jólin. Margir leggja land undir fót og ferðast til sólarlanda eða til kaldari landa og skella sér á skíði. Enn aðrir heimsækja ættingja erlendis á meðan sumir láta sér nægja að kúra í sumar- bústaðnum. Flestir hafa það þó huggulegt heima hjá sér og klæðast sínu fínasta pússi. Jól í ferðatösku Jól á ströndinni Sjáið fyrir ykkur jól á strönd- inni þar sem þið sitjið á strönd- inni á aðfangadag, laus við allar áhyggjur um það hvort ham- borgarhryggurinn sé tilbúinn í ofninn eða hvort allar jólagjaf- irnar séu komnar í hendur við- takenda. Þið eruð löngu búin að redda öllu til þess að eiga róleg- heita hátíðastund á ströndinni. Það eina sem ykkur vantar er hinn fullkomni svaladrykkur og eruð guðslifandi fegin að þið ferðuðust með hann í handfar- angri alla leið frá Íslandi. Egils malt og appelsín var það heillin því það er einfaldlega hinn full- komni svaladrykkur um jólin. Smá bragð af íslenskum jólum á strönd í Miðjarðarhafinu. Annað sem nauðsynlegt er að hafa með í ferðina er öll jólakortin sem þið gripuð með ykkur og getið dundað ykkur við að lesa á ströndinni. Varla þarf svo að minnast á nauð- syn þess að taka með sundföt, sólarvörn og köfunargræjur, allt hlutir sem sjaldnast eru á listanum yfir það allra nauð- synlegasta á jólunum. Jól í skíðaferðinni Í fyrsta lagi skal taka fram að afar óhentugt er að fara í skíða- ferð án skíðanna, skíðaskónna og skíðastafanna. Auk þess fær MP3-spilarinn að fljóta með í ferðina því það getur tekið lang- an tíma að skíða niður fjöllin og hvað er þá betra en að vera með sæt íslensk jólalög í eyrunum? Hungrið sækir svo oftar á þegar íþróttir eru stundaðar í kuldanum og því skal vera eitthvað snakk í bakpokanum. Það skal ekki vera neitt annað en laufabrauð og heitt jólaglögg í brúsa. Hressir, bætir og kætir. Að lokum skal svo taka með hlýjar jólasveinahúfur á alla fjölskyldumeðlimi með og myndavél til að festa herlegheit- in á filmu. Það verður svo engin spurning hvaða mynd fer í jóla- kortin á næsta ári. Jól í sumarbústaðnum Hvað er rómantískara en að hygge sig fyrir framan kam- ínuna með elskunni sinni á jól- unum í kyrrðinni uppi í sveit? Gott er að taka teppi með til að kúra undir. Stífu og óþægilegu sparifötin voru skilin eftir heima og klæðnaðurinn ein- kennist af hlýrri peysu, jogg- ingbuxum og ullarsokkum. Útifatnaður samanstendur af regnfötum og stígvélum þar sem við horfum víst fram á rauð jól og frekar má búast við rigningu en snjókomu í göngu- túrunum sem eru ómissandi í sumarbústaðaferðum. Gott er að hafa með sér föndurdót, skemmtilegt spil eða jafnvel smákökudeig svo hægt sé að dunda sér við að baka og fylla bústaðinn af dásamlegri lykt á jóladagsmorgni. Jól í borginni Það er engin afsökun fyrir því að dressa sig ekki upp í fínt púss í borginni og því má glamúrinn ráða ríkjum þar. Fínir skartgripir, fallegur farði og flottur kjóll á konurnar og glæsi- leg jakkaföt og nýpússaðir skór á karlmennina. Sopið er á góðu víni á meðan maturinn er eldað- ur og stillt er á jólaguðspjallið á gufunni. Þegar matarveislunni og pakkabrjálæðinu er lokið fær fína pússið oft að víkja fyrir nýjum náttfötum eða þægilegum heimafötum. Heimagerði ísinn er sóttur í frystinn og fjölskyldan hefur það nota- legt, les nýjar jólabækur eða hlustar á jólatónlist. Það er ekkert verra að vera bara heima á jólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.