Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 46
12 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
Vesturgatan sem upphaflega hét
Hlíðarhúsastígur var fyrsta gatan
sem skipulögð var í Vesturbænum
og tvær hliðargötur út frá henni
niður að sjónum, Ægisgata og
Bakkastígur. Það var árið 1866.
Áður höfðu samt verið reist all-
mörg íbúðarhús meðfram sjávar-
síðunni út frá miðbænum til vest-
urs, ýmist úr torfi eða timbri. Á
Grímsstaðaholti, þar sem Þrastar-
gata og Fálkagata eru nú, og Bráð-
ræðisholti, sem Lágholtsvegur og
Grandavegur liggja um, mynd-
uðust líka snemma þyrpingar
lágreistra húsa. Upp úr 1910 reis
byggð við götur sem sækja nöfn
sín til sjávarins; Bárugötu, Öldu-
götu, Marargötu og Ránargötu,
en Sólvellir voru skipulagðir sem
íbúðahverfi 1927.
Gamli Vesturbærinn býr yfir
einhverjum minnstu íveruhúsum
borgarinnar, við Nýlendugötu og
Vesturgötu, en líka hálfgerðum
herragörðum, svo sem við Tún-
götu og Sólvallagötu. Samstæðar
húsaraðir finnast líka í funkisstíl.
Ein er við Ásvallagötu, teiknuð af
Þóri Baldvinssyni. Við Hringbraut-
ina standa verkamannabústaðirnir
sem voru teknir í notkun á árunum
1932-1937 og þóttu svo fullkomnir
að þeir mörkuðu byltingu í bygg-
ingarsögu Reykjavíkur. Í kirkju-
garðinum við Suðurgötu stóðu
Reykvíkingar áratugum saman
yfir moldum sínum eins og meist-
ari Þórbergur hefði orðað það.
Melarnir byggðust milli 1930
og 1940. Skipulag þeirra var
fyrsta verkefni Einars Sveins-
sonar, húsameistara Reykjavíkur.
Skjólin og Hagarnir komu í fram-
haldinu. Nýjasta íbúðarbyggðin er
á Granda. Hagatorgið er stærsta
torg borgarinnar og við það standa
merkar stofnanir svo sem Hótel
Saga, Melaskóli, Háskólabíó,
Hagaskóli og Neskirkja. Á Melun-
um er líka æðsta menntastofnun
landsins, Háskóli Íslands, ásamt
Þjóðarbókhlöðunni.
Eitt aðal athafnasvæði Reykja-
víkurhafnar tilheyrir Vesturbæn-
um. Þaðan róa reykvískir sjómenn
á miðin en fá sér hressingu í Kaffi-
vagninum á Granda þegar ekki
gefur á sjó og í löndunarpásum.
Vesturbærinn er eitt virtasta
og vinsælasta íbúðahverfi borgar-
innar. Þar vorsól fögur skín, segir
skáldið. gun@frettabladid.is
Halla Helgadóttir, grafískur
hönnuður, er í göngufæri við
flest.
„Já, þú vilt fá viðtal við einhvern
svona forngrip í hverfinu. Ég er
það því ég er búin að búa með
fremur litlum frávikum í Vest-
urbænum alla ævi. Er alin upp á
Ásvallagötu 13. Afi minn átti allt
húsið og nú eigum við mamma
það saman.
Ég tek eftir því að gamlir
vinir verða æ ánægðari með að
hafa mig hér. Þó allt annað breyt-
ist í veröldinni þá vita þeir að ég
er á sama stað!
Ég starfa í Garðastrætinu
svo ég get gengið í vinnuna og
get lifað dálítið bílfríu lífi, sem
mér finnst mikill kostur. Það
er stutt niður í bæ og ef maður
vill getur maður sleppt stór-
markaðsferðunum. Í nútímanum
hefur maður svo lítinn frítíma og
þá vill maður að það sem maður
gerir utan vinnutímans sé dálít-
ið ánægjulegt. Með því að búa
hérna finnst mér ég fá meiri
svoleiðis tíma. Bræðurnir í Kjöt-
borg halda í manni lífinu og svo
rölti ég oft á veitingahús niðri
í bæ. Mér finnst alger lúxus að
búa í Vesturbænum.“
Lúxus að vera í
Vesturbænum
Halla starfar í Garðastrætinu og býr stein-
snar frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hagatorgið er stærsta torg borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Horft vestur eftir gamla Vesturbænum. Marargatan er á miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Húsið á mótum Bræðraborgarstígs og
Ásvallagötu var byggt sem verkamanna-
bústaðir og þarna á horninu var verslun
KRON um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Björnsbakarí er búið að vera á horni Hring-
brautar og Birkimels í rúm sextíu ár.
Útilegumaðurinn, stytta Einars Jónssonar
myndhöggvara stendur við suðurenda
Hólavallagarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Húsið við Sólvallagötu 23
heitir Ás og var meðal fyrstu
húsa á sínu svæði.
Ás er byggt árið 1906 af séra
Sigurbirni Á. Gíslasyni og konu
hans Guðrúnu Lárusdóttur,
rithöfundi og bæjarfulltrúa.
Sr. Sigurbjörn beitti sér fyrir
ýmsum góðgerðarmálum í þágu
fátækra og aldraðra.
Sumarið 1921 var haldin
skemmtun fyrir eldri borgara
á túninu við Ás sem 180 manns
sóttu. Enn fleiri komu árið eftir.
Þetta framtak leiddi til stofnun-
ar elliheimilisins Grundar, fyrst
í einbýlishúsi við Kaplaskjólsveg
og árið 1930 í nýju og glæsilegu
húsi við Hringbraut. Þar gerðist
séra Sigurbjörn heimilisprestur
árið 1942. Lára dóttir hans og
Ásgeir L. Jónsson dýralæknir
bjuggu í Ási með sinn barna-
hóp. Lára var um tíma formaður
Kvenréttindafélags Íslands. Hún
lést fyrr á þessu ári.
Heimildir: Saga Reykjavíkur II
Morgunblaðið 22.8.2005
Ás við Sólvallagötu
Séra Sigurbjörn nefndi húsið eftir æsku-
heimili sínu Neðra-Ási í Hjaltadal.
H
ve
rf
ið
m
it
t
Þjónusta
SKÓLAR, HEILSUGÆSLA OG
MATVÖRUMARKAÐIR
Leikskólar:
DRAFNARBORG Drafnarstíg 4
DVERGASTEINN Seljavegi 12
GRANDABORG Boðagranda 9
GULLBORG Rekagranda 14
HAGABORG Fornhaga 8
LEIKGARÐUR Eggertsgötu 12-14
SÆBORG Starhaga 11
VESTURBORG Hagamel 55
ÆGISBORG Ægisíðu 104
ÖLDUKOT Öldugötu 19
Grunnskólar:
GRANDASKÓLI Keilugranda
HAGASKÓLI við Hagatorg
LANDAKOTSSKÓLI Túngötu 15
MELASKÓLI við Hagatorg
VESTURBÆJARSKÓLI Sólvallagötu 67
Háskóli
HÁSKÓLI ÍSLANDS við Suðurgötu
Heilsugæsla
HEILSUGÆSLAN MIÐBÆ Vesturgötu 2
Matvörumarkaðir
10/11 Héðinshúsinu, Seljavegi
10/11 Hjarðarhaga
KRÓNAN Lágholtsvegi
MELABÚÐIN við Hagamel
NÓATÚN Hringbraut 121
Bráðræðisholtið byggðist snemma
Vesturbærinn er eitt af rótgrónustu hverfum borgarinnar
Í Vesturbænum eru margir
leynistígar. Þessi er samsíða
Hringbraut og Ásvallagötu.
LEYNISTAÐUR
Heimildir:
Saga Reykjavíkur I og II
Höfundur Guðjón Friðriksson
Útgefandi Iðunn 1991 og 1994
Reykjavík Sögustaður við Sund
Höfundur Einar S. Arnalds
Útgefandi Örn og Örlygur 1989