Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 46
12 19. desember 2005 MÁNUDAGUR Vesturgatan sem upphaflega hét Hlíðarhúsastígur var fyrsta gatan sem skipulögð var í Vesturbænum og tvær hliðargötur út frá henni niður að sjónum, Ægisgata og Bakkastígur. Það var árið 1866. Áður höfðu samt verið reist all- mörg íbúðarhús meðfram sjávar- síðunni út frá miðbænum til vest- urs, ýmist úr torfi eða timbri. Á Grímsstaðaholti, þar sem Þrastar- gata og Fálkagata eru nú, og Bráð- ræðisholti, sem Lágholtsvegur og Grandavegur liggja um, mynd- uðust líka snemma þyrpingar lágreistra húsa. Upp úr 1910 reis byggð við götur sem sækja nöfn sín til sjávarins; Bárugötu, Öldu- götu, Marargötu og Ránargötu, en Sólvellir voru skipulagðir sem íbúðahverfi 1927. Gamli Vesturbærinn býr yfir einhverjum minnstu íveruhúsum borgarinnar, við Nýlendugötu og Vesturgötu, en líka hálfgerðum herragörðum, svo sem við Tún- götu og Sólvallagötu. Samstæðar húsaraðir finnast líka í funkisstíl. Ein er við Ásvallagötu, teiknuð af Þóri Baldvinssyni. Við Hringbraut- ina standa verkamannabústaðirnir sem voru teknir í notkun á árunum 1932-1937 og þóttu svo fullkomnir að þeir mörkuðu byltingu í bygg- ingarsögu Reykjavíkur. Í kirkju- garðinum við Suðurgötu stóðu Reykvíkingar áratugum saman yfir moldum sínum eins og meist- ari Þórbergur hefði orðað það. Melarnir byggðust milli 1930 og 1940. Skipulag þeirra var fyrsta verkefni Einars Sveins- sonar, húsameistara Reykjavíkur. Skjólin og Hagarnir komu í fram- haldinu. Nýjasta íbúðarbyggðin er á Granda. Hagatorgið er stærsta torg borgarinnar og við það standa merkar stofnanir svo sem Hótel Saga, Melaskóli, Háskólabíó, Hagaskóli og Neskirkja. Á Melun- um er líka æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, ásamt Þjóðarbókhlöðunni. Eitt aðal athafnasvæði Reykja- víkurhafnar tilheyrir Vesturbæn- um. Þaðan róa reykvískir sjómenn á miðin en fá sér hressingu í Kaffi- vagninum á Granda þegar ekki gefur á sjó og í löndunarpásum. Vesturbærinn er eitt virtasta og vinsælasta íbúðahverfi borgar- innar. Þar vorsól fögur skín, segir skáldið. gun@frettabladid.is Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður, er í göngufæri við flest. „Já, þú vilt fá viðtal við einhvern svona forngrip í hverfinu. Ég er það því ég er búin að búa með fremur litlum frávikum í Vest- urbænum alla ævi. Er alin upp á Ásvallagötu 13. Afi minn átti allt húsið og nú eigum við mamma það saman. Ég tek eftir því að gamlir vinir verða æ ánægðari með að hafa mig hér. Þó allt annað breyt- ist í veröldinni þá vita þeir að ég er á sama stað! Ég starfa í Garðastrætinu svo ég get gengið í vinnuna og get lifað dálítið bílfríu lífi, sem mér finnst mikill kostur. Það er stutt niður í bæ og ef maður vill getur maður sleppt stór- markaðsferðunum. Í nútímanum hefur maður svo lítinn frítíma og þá vill maður að það sem maður gerir utan vinnutímans sé dálít- ið ánægjulegt. Með því að búa hérna finnst mér ég fá meiri svoleiðis tíma. Bræðurnir í Kjöt- borg halda í manni lífinu og svo rölti ég oft á veitingahús niðri í bæ. Mér finnst alger lúxus að búa í Vesturbænum.“ Lúxus að vera í Vesturbænum Halla starfar í Garðastrætinu og býr stein- snar frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagatorgið er stærsta torg borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Horft vestur eftir gamla Vesturbænum. Marargatan er á miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Húsið á mótum Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu var byggt sem verkamanna- bústaðir og þarna á horninu var verslun KRON um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Björnsbakarí er búið að vera á horni Hring- brautar og Birkimels í rúm sextíu ár. Útilegumaðurinn, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara stendur við suðurenda Hólavallagarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Húsið við Sólvallagötu 23 heitir Ás og var meðal fyrstu húsa á sínu svæði. Ás er byggt árið 1906 af séra Sigurbirni Á. Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Lárusdóttur, rithöfundi og bæjarfulltrúa. Sr. Sigurbjörn beitti sér fyrir ýmsum góðgerðarmálum í þágu fátækra og aldraðra. Sumarið 1921 var haldin skemmtun fyrir eldri borgara á túninu við Ás sem 180 manns sóttu. Enn fleiri komu árið eftir. Þetta framtak leiddi til stofnun- ar elliheimilisins Grundar, fyrst í einbýlishúsi við Kaplaskjólsveg og árið 1930 í nýju og glæsilegu húsi við Hringbraut. Þar gerðist séra Sigurbjörn heimilisprestur árið 1942. Lára dóttir hans og Ásgeir L. Jónsson dýralæknir bjuggu í Ási með sinn barna- hóp. Lára var um tíma formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún lést fyrr á þessu ári. Heimildir: Saga Reykjavíkur II Morgunblaðið 22.8.2005 Ás við Sólvallagötu Séra Sigurbjörn nefndi húsið eftir æsku- heimili sínu Neðra-Ási í Hjaltadal. H ve rf ið m it t Þjónusta SKÓLAR, HEILSUGÆSLA OG MATVÖRUMARKAÐIR Leikskólar: DRAFNARBORG Drafnarstíg 4 DVERGASTEINN Seljavegi 12 GRANDABORG Boðagranda 9 GULLBORG Rekagranda 14 HAGABORG Fornhaga 8 LEIKGARÐUR Eggertsgötu 12-14 SÆBORG Starhaga 11 VESTURBORG Hagamel 55 ÆGISBORG Ægisíðu 104 ÖLDUKOT Öldugötu 19 Grunnskólar: GRANDASKÓLI Keilugranda HAGASKÓLI við Hagatorg LANDAKOTSSKÓLI Túngötu 15 MELASKÓLI við Hagatorg VESTURBÆJARSKÓLI Sólvallagötu 67 Háskóli HÁSKÓLI ÍSLANDS við Suðurgötu Heilsugæsla HEILSUGÆSLAN MIÐBÆ Vesturgötu 2 Matvörumarkaðir 10/11 Héðinshúsinu, Seljavegi 10/11 Hjarðarhaga KRÓNAN Lágholtsvegi MELABÚÐIN við Hagamel NÓATÚN Hringbraut 121 Bráðræðisholtið byggðist snemma Vesturbærinn er eitt af rótgrónustu hverfum borgarinnar Í Vesturbænum eru margir leynistígar. Þessi er samsíða Hringbraut og Ásvallagötu. LEYNISTAÐUR Heimildir: Saga Reykjavíkur I og II Höfundur Guðjón Friðriksson Útgefandi Iðunn 1991 og 1994 Reykjavík Sögustaður við Sund Höfundur Einar S. Arnalds Útgefandi Örn og Örlygur 1989
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.