Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 66
19. desember 2005 MÁNUDAGUR38
Við Íslendingar fæðumst með
silfurskeið í munni. Við eigum
hreint og fagurt land og gnægð af
orku og jarhita. Við höfum fram
til þessa nýtt okkur orku landsins
til raforkuframleiðslu til þess að
geta rafmagnað stóriðjuver um
landið allt. Við höfum flutt inn
erlent vinnuafl til að geta unnið þá
vinnu sem í boði er þó svo að rökin
séu ætíð sú að við viljum skapa
atvinnu fyrir okkur sjálf. Er ekki
ráð að fara að hugsa lengra fram
fyrir okkur? Leita þess hvar mest-
ur sprotinn er og stöðugleikinn er
tryggður?
Staðreyndin er sú að ferðaþjón-
usta hefur vaxið hér stöðugt frá
lokum seinni heimsstyrjaldar og
hefur þeim að jafnaði fjölgað um
50 prósent á hverjum 12 árum.
Lítið hefur verið lagt til af ríkinu
til að auka við ferðaþjónustuna og
þeir fjármunir sem þó eru lagðir
til auglýsinga fara nánst allir til
sama aðilans. Talsvert hefur verið
skoðað hvað það er sem ferðamenn
sækjast í þegar þeir koma hingað
til lands og hefur það sést að fæst-
ir sem hingað koma eru á svoköll-
uðu hoppi, þ.e. að kaupa sér ódýrt
fargjald með stuttum fyrirvara
(fer þó fjölgandi með tilkomu lág-
gjaldaflugfélaga). Það segir okkur
að hingað kemur fólk að yfirlögðu
ráði, ákveðið með löngum fyrir-
vara, til þess að njóta náttúrunnar
og kynnast þjóðinni, sögunum og
hjátrúnni. Það má gera betur því
fólk vill koma hingað!
En hvað er til ráða, erum við
ekki að sópa frá okkur sérstöð-
unni með skammtímagróðavon
í huga þegar við níðumst á landi
voru og tungu? Með 0,5 prósent
(500 milljónir) af þeim fjármun-
um sem fara í að byggja Kára-
hnjúkavirkjun mætti lyfta grett-
istaki víða í ferðamálum, bæði í
aðbúnaði fyrir ferðafólk, verndum
landsins og viðhalds vega. Með
því gæti skapast betri aðkoma að
stöðum sem leiðir til ánægju við-
skiptavina sem síðan spyrst út.
Þetta virkar allt eins og verslan-
ir, ánægður viðskiptavinur segir
frá hversu frábært viðmót mætti
þeim. Á meðan óánægður við-
skiptavinur segir helmingi fleir-
um frá óánægjunni.
Með mannvirkjagerð eins og
lagningu göngustíga og að reisa
öryggisgrindverk, þar sem við á,
má bæta aðkomu fólks og öryggi
alveg gífurlega. Ekkert er eins
óaðlaðandi og fótum troðin svæði
sem á endanum tapa allri virð-
ingu fólks. Dæmi um þetta má
nefna hverasvæðið við Geysi í
Haukadal. Þar er aðkoman væg-
ast sagt hörmuleg. Þar er hellu-
lagður göngustígur en hellurnar
hafa víða verið teknar upp og not-
aðar í stíflur af einmana börnum.
Þar hafa verið steyptar þrær og
lagðar pípur og jafnvel borað gat
í sjálfan Geysir og rör lagt í gegn
til að fá hann til að gjósa. Þarna
ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í
að hreinsa til leggja timburpalla,
eða steypa göngustíga líkt og er á
hverasvæðinu við Hveravelli. Þar
eru timburpallar sem fólk gengur
á og fólk virðir það, það sést varla
til fólks utan þeirra.
Með smá áhuga mætti efla
ferðaþjónustu hér á landi með
því að huga að sögunni, náttúr-
unni og um leið hjátrúnni. Allt
helst þetta í hendur til að gera
Ísland að því sem það er í hugum
fólks. Við höfum náttúruna, við
höfum sögurnar og þjóðtrúin er
við hvert fótmál. Hvar förum við
þar sem ekki eru álagablettir,
orkuuppsprettur, álfabyggðir eða
helgidómar? Notum það sem við
höfum við skulum ekki alltaf leita
velmegunar í viði og steinsteypu,
förum út, upp á stein og bjóðum
fólki landið eins og það er.
Höfundur er nemi við
Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Ísland, fagra Ísland
UMRÆÐAN
DAVÍÐ ÖRVAR HANSSON
SKRIFAR UM FERÐAMENNSKU
Ekkert er eins óaðlaðandi
og fótum troðin svæði sem á
endanum tapa allri virðingu
fólks. Dæmi um þetta má
nefna hverasvæðið við Geysi
í Haukadal. Þar er aðkoman
vægast sagt hörmuleg.