Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 94
19. desember 2005 MÁNUDAGUR66
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Einar Bárðarson hefur verið á far-
aldsfæti þetta árið enda í nógu að
snúast. Hann varð umboðsmaður
Kiri Te Kanawa á þessu ári og svo
hefur Nylon-stúlknaflokkurinn
verið að færa út kvíarnar. Einar
var einmitt á leiðinni til London
þegar Fréttablaðið náði í skottið
á honum, var rétt búinn að tékka
sig inn og var kominn í ysinn á
Leifsstöð. „Þetta er allt að fá á sig
einhverja mynd,“ sagði Einar og í
bakgrunni mátti heyra iðinn í far-
þegum á leið út úr og inn í landið.
„Við vorum að fá sendar bókanir
á þennan túr og stelpurnar fengu
létt áfall,“ bætir hann við en segir
jafnskjótt að þær hafi fljótlega
jafnað sig.
Um er að ræða tónleikaferð
til tuttugu borga á Bretlandseyj-
um, frá Glasgow og svo niður,
Liverpool, Newcastle og auðvitað
London. „Þetta er fyrst og fremst
kynningarferð fyrir stelpurn-
ar,“ segir Einar og það má heyra
á honum að þau eru með báðar
fæturnar á jörðinni. „Það verður
fjölmiðlaherferð í öllum staðar-
blöðunum og þetta fyrst og fremst
mikil vinna,“ útskýrir hann en
Nylon heldur af landi brott 22.
janúar. „Það verður bara koma í
ljós hvort heilladísirnar séu með
okkur í liði.“
Hinn 29. desember stendur
Einar ásamt góðvinum sínum úr
tónlistarheiminum, Bylgjunni, EB
hljóðkerfum og Háskólabíói, fyrir
styrktartónleikum til stuðnings
Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna. Þetta er í sjöunda skipti
sem þessi atburður er haldinn en
meðal þeirra sem koma fram eru
Bubbi Morthens, Nylon, Hildur
Vala og Sálin hans Jóns míns en
það hefur aldrei orðið messufall
hjá þeirri síðastnefndu. Markið
er sett hátt í ár og stefnt að því að
safna fimmtán miljónum. „Þess-
ir tónleikar hafa gengið mjög vel
nema í fyrra kom smá slagsíða,“
segir Einar og telur það mega
rekja til slæms umtals um styrkt-
artónleika. „Í ár, eins og öll önnur
ár, gefa allir sína vinnu,“ útskýrir
hann og segir jafnframt að þessir
tónleikar gefi öllum sem að þeim
standi ótrúlega mikið. „Við erum
mjög þakklát fyrir að vera í þeirri
stöðu að geta gert svona,“ segir
Einar en þegar hann var náms-
maður í Bandaríkjunum greindist
lítill frændi hans með krabbamein
og þurfti að ganga í gegnum mjög
erfiða meðferð. „Ég ákvað þá að
samtökin hefðu eignast þar traust-
an bandamann og er ánægður með
að geta sýnt það í verki.“
EINAR BÁRÐARSON Stúlknaflokkurinn hans Nylon er á leiðinni til Bretlands í víking þar
sem þær leggja land undir fót en mikil vinna er framundan hjá hljómsveitinni.
EINAR BÁRÐARSON: ÞAKKLÁTUR FYRIR SÍNA AÐSTÖÐU
Sjöundu styrktartónleik-
arnir til stuðnings SKB
Stysti dagur ársins er á miðvikudag þegar sólin stendur
kyrr, frá jörðinni séð, og hvorki hækkar né lækkar, en
frá og með vetrarsólstöðum byrjar daginn að lengja á
ný, um hænufet á dag. Vetrarsólstöður marka tímamót
hjá flestum menningarsamfélögum og eru tilefni
hátíðahalda, meðal annars hjá ásatrúarmönnum og
nornum sem fagna hækkandi sól.
„Nornahátíðir um vetrarsólstöður eru um margt líkar
áramótum,“ segir nornin Eva Hauksdóttir, annar eigandi
Nornabúðarinnar. „Nornir telja öll fyrirbæri náttúrunnar
vera tákn og að maðurinn endurspegli það sem gerist í
náttúrunni. Til eru margar stefnur í nornaskap, en hug-
myndin um táknræna samsvörun er það sem allur gald-
ur byggist á,“ segir Eva og bendir á að vetrarsólstöður
séu ábending náttúrunnar um að sólin muni endurfæð-
ast og tími sé loks kominn til að hefja nýtt líf.
„Þetta er því rétti tíminn til heitstrenginga og þegar
sólin stendur í stað rennur upp rétta andartakið til að
hugleiða hvað menn ætla sér að gera svo framtíðin megi
rísa með sólinni,“ segir Eva og áréttar að hátíðahöldum
nornasveima sé misjafnlega háttað hérlendis, enda til
margar tegundir norna og ekki allar í svartagaldri.
„Yfirleitt eru frá fimm til tuttugu nornir í lokuðum
hópum og sem ekki auglýsa starfsemi sína. Engin lög
kveða á um hvernig fagna beri vetrarsólstöðum en
þetta er tími til að taka upp nýjar venjur og ný mark-
mið; fremja markmiðagaldra og oftast er kveikt bál, því
eldur táknar lífskraft og sköpun. Þá treysta þátttakendur
samstöðu með táknrænum athöfnum; drekka skál og
mynda hring í handabandi, og svo er þetta nótt spá-
dóma og galdra; heitstrenginga og galdra þeim til stað-
festingar,“ segir Eva og bætir við að meðfram ritúali geri
nornir sér glaðan dag í mat og drykk og spádómum hver
fyrir aðra.
„Það hefur loðað við sólstöðuhátíðir að þær byggi
á kynsvalli, en sú trú er á misskilningi byggð. Sólstöðu-
hátíð er leikræn tjáning sem ekki felur í sér neitt kyn-
ferðislegt heldur liggja þátttakendur fyrst naktir á grúfu
en standa svo upp
og opna faðminn
mót nýrri sól. Slíkt er
táknræn athöfn og
merkir að nornin ætli
sér að vera opin fyrir
öllu, horfast í augu
við sólina og heim-
inn sjálfan, og ekki
skýla sér fyrir neinu.
Nornir líta á kynorku
sem mikilvægan drif-
kraft, en rétt eins og
aðrar ástríður. Galdur
felst í því að magna upp allar ástríður og beina orku að
ósk sinni og markmiði, en þá er það gert með táknum,
hreyfingum, hljóðum og hvers kynst athöfnum, öðrum
en að sulla í líkamsvessum og koma saman til að verða
sódómísk og haga sér eins og svín kynferðislega.“
SÉRFRÆÐINGURINN EVA HAUKSDÓTTIR SÆKIR NORNAHÁTÍÐ Á VETRARSÓLSTÖÐUM
Nótt spádóma og galdra
LÁRÉTT
2 báru að 6 skammstöfun 8 fley 9
útsæði 11 tveir eins 12 kál 14 glæpa-
félag 16 í röð 17 utan 18 drulla 20
klaki 21 könnun.
LÓÐRÉTT
1 goggs 3 ógrynni 4 drykkur 5 dýra-
hljóð 7 framfótur 10 gubb 13 ái 15
svara 16 þunnur vökvi 19 holskrúfa.
LAUSN
Þorláksmessutónleikar Bubba
Morthens eru aftur komnir á dag-
skrá Rásar tvö eftir nokkurra ára
hlé. „Ég var settur út í kuldann
eftir ummæli mín um Hannes
Hólmstein en nú hafa orðið manna-
breytingar á stöðinni og þess
vegna sný ég aftur,“ svarar Bubbi
þegar hann er inntur eftir þessum
breytingum en tónleikunum hefur
að undanförnu verið útvarpað á
Bylgjunni. „Það er kominn maður
sem veit hvað hann er að gera,“
bætir Bubbi við.
Aðsóknin hefur verið mikil á
þessa tónleika Bubba og mörgum
finnst Bubbi spila jólin inn. Hún
var ekkert síðri þetta árið því það
seldist upp á tveimur tímum. „Við
höfum því ákveðið að bæta við
öðrum tónleikum á annan í jólum,“
segir hann en Bubbi var staddur
í Kringlunni að kaupa jólagjaf-
ir þegar Fréttablaðið náði tali af
honum. Valið á þeim vafðist ekki
mikið fyrir honum. „Þetta er ekk-
ert mál,“ sagði hann kokhraustur
og ætlaði eflaust ekki að lenda í
Þorláksmessuógöngunum eins og
svo margir.
Fyrir helgi kom út ansi veg-
legur pakki með plötunum Ást
og 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
ásamt mynddisk sem inniheldur
heimildarmynd um gerð þeirra
en samstarf þeirra Bubba og
Barða Jóhannessonar hefur feng-
ið gríðarlega góða dóma. Bubbi
var sjálfur mjög ánægður með
þennan grip, sem hann sagði vera
veglegan og á góðu verði. „Ég
er mjög stoltur af þessum hlut,“
bætti hann við.
Jólin eru ákaflega mikilvægur
tími fyrir tónlistarmenn og Bubbi
Morthens er á þönum þegar stytt-
ist í hátíð ljóss og friðar. Hann
segist þó ekki þreytast á því að
vera alltaf með tónleikahald þegar
aðrir reyna að slappa sem mest
af. Merkilegastir eru þó sennilega
tónleikarnir sem hann heldur á
Litla-Hrauni á aðfangadag en í ár
verða þeir 23. í röðinni. „Þeir gefa
mér alltaf jafn mikið,“ segir hann.
„Jólin hjá mér byrja þegar hliðið
að fangelsinu lokast að baki mér.“
- fgg
Bubbi kominn aftur á Rás 2
BUBBI MORTHENS Verður með Þorláksmessutónleikana á Rás 2 eftir nokkurra ára hlé. Það
er uppselt á þá og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við á annan í jólum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
LÁRÉTT: 2 komu, 6 eh, 8 far, 9 fræ, 11
rr, 12 salat, 14 mafía, 16 lm, 17 inn, 18
aur, 20 ís, 21 próf.
LÓÐRÉTT: 1 nefs, 3 of, 4 martíní, 5 urr,
7 hrammur, 10 æla, 13 afi, 15 ansa, 16
lap, 19 ró.
HRÓSIÐ
...fá stjórnendur og framleiðend-
ur þáttarins Popppunkts fyrir
að hafa fært landanum fjórar
þáttaraðir af stórgóðum spurn-
ingaþætti en síðasti þátturinn
var sýndur í gær.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Miðborgin laðaði að ógrynni af fólki um helgina, sér í lagi að næturlagi.
Svo smekkfullt var á skemmtistöðum
borgarinnar að færri komust að en vildu.
Það gerði það að verkum að óvenju
margir voru á vergangi og þegar best lét
leit Laugavegurinn út eins
og kjötkveðjuhátíðin
í Ríó sem endaði
með rúðubrotum
og slagsmálum sem
getur ekki talist
mjög hátíðlegt. Það
var þó engum skríl
hleypt inn á 101
hótel, bara
virðulegum
gestum eins
og Loga Bergmanni Eiðssyni, Sól-
veigu Bergmann, Árna Jóni Sigfússyni
arkitekt, Evu Dögg Sig- urgeirs-
dóttur tískupæju
í markaðsdeild
Smáralindar,
Katrínu Júlíus-
dóttur og Þóru
Sigurðardóttur
sem hlógu heil
ósköp og virtust
skemmta sér
vel. Á Óliver
var líka
troðfullt
og mikill
kraftur í
loftinu.
Þar voru meðal annars Hrafn Jökulsson,
Muri í Apple, Snæfríð-
ur Ingadóttir ritstjóri
og rithöfundur sem
sýndi dansfimi sína,
Ásgeir Kolbeinsson,
Magnús Geir Þórðarson
leikhússtjóri og Sigríður
Hjálmars blaðamaður á
Séð og Heyrt. Á b5
var dj Margeir
í stuði en líka
Elvar Aðalsteins-
son, Sveinn
Eyland, Anna
Karen Sverris-
dóttir, Áshildur
Haraldsdóttir
og menning-
armaðurinn
Sigtryggur
Magnason.
Það dansaði
þó enginn uppi
á borðum.
Ofurtala
5 8. 21 24 29
2 9 17 21 24 27
39 46 21
6 8 7 5 8
9 1 3 2 0
17.12.2005
14.12.2005
15