Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 24
RV2045_2dx150 Pillivuyt 29.6.2005 9:01 Page 1 Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús FRANCEP U IL VLI YT Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 45 19. desember 2005 MÁNUDAGUR24 fréttir og fróðleikur 1. 32 3 1. 25 5 1. 12 1 í t on nu m 1. 44 6 > Þær hafnir þar sem flestum tonnum af þorski var landað í nóvember Svona erum við Mikill skortur er á innlendu nauta- kjöti og er svo komið að stærstu kjötiðnaðarfyrir- tæki á Suður- landi; Sláturfélag Suðurlands og Ferskar kjötvörur, eiga ekki nautakjöt í hakk og hamborg- ara. Að sögn Leifs Þórssonar, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara, hefur ástandið aldrei verið eins slæmt og nú. Hvað þarf að gera til að bæta úr þessu? Það þarf meiri stjórnun á framleiðslunni, að magnið sé stöðugt og aukningin um það bil fimm prósent á ári, ekki að á þriggja ára fresti sé allt of mikið til og svo eftir önnur þrjú ár allt of lítið. Hvað er nautakjötsmarkaðurinn hér á landi stór? Markaðurinn er 3.500- 4.000 tonn á ári. Er lausnin á þessu sú að gefa innflutning á nautakjöti frjálsan? Það væri gott fyrir alla að einhver inn- flutningur væri leyfður. Jafnframt þurfa stjórnvöld að sýna þessu meiri skilning svo að þau geti gripið inn í og heim- ilað aukinn innflutning þegar ástand markaðarins er með þessum hætti en ekki bíða í marga mánuði þangað til allt er komið í óefni. Það þarf að hlusta á þá sem vinna við þetta. SPURT & SVARAÐ NAUTAKJÖTSSKORTUR Þörf fyrir innflutning LEIFUR ÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Óloft í nokkrum fangaklef- um, ófullnægjandi eldhús, ófullnægjandi aðstaða fyrir fanga til að hella upp á kaffi, léleg gólfefni. Þetta eru meginatriðin sem Um- hverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkurborgar hefur krafist úrbóta á í Hegning- arhúsinu við Skólavörðu- stíg. Undanþága sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er nú rekið á rennur út hinn 10. febrúar 2006. Fangelsið hefur á undanförnum árum verið rekið á undanþágum til tveggja eða þriggja ára í senn. Nú er komið að einni undanþág- unni enn því hvergi er pláss fyrir þá fanga sem þar eru vistaðir, að því er fram kom nýverið í viðtali Fréttablaðsins við Valtý Sigurðs- son, forstjóra Fangelsismálastofn- unar. Hegningarhúsið á sér langa sögu. Það var byggt árið 1874 en það er eina húsið á Íslandi sem reist var á sínum tíma sem fang- elsi og hefur það þjónað því hlut- verki æ síðan. Í umræðunni um fangelsismál hefur komið fram að það sé orðið óhæft til vistunar fanga sé litið til nútímakrafna í þeim efnum. Fangar vinna að viðhaldi Það var málningarlykt í lofti þegar Fréttablaðið heimsótti Hegningar- húsið í síðustu viku. Stöðugar end- urbætur og viðhald standa yfir, að sögn Guðmundar Gíslasonar, for- stöðumanns fangelsa á höfuðborg- arsvæðinu. „Hér hefur verið skipt um hluta gólfefna og nú er verið að mála þar sem þess er þörf,“ segir Guðmund- ur. Hann bætir við að laghentir fangar fái að njóta þeirra hæfileika sinna, því þeir fái að taka að sér viðgerðir og málningarvinnu inn- anhúss ef þeir vilji og fái þá greitt fyrir það. Og það er einmitt einn þeirra sem nú er að mála klefa og hurðarkarma í fangelsinu. Þegar talið berst að þeim kröfum sem Umhverfis- og heil- brigðisstofa geri til úrbóta á fangelsinu að þessu sinni kveðst Guðmundur ekki vera sammála þeim öllum þótt sumar séu eðli- legar. „Það hafa til dæmis verið gerðar athugasemdir vegna eld- hússaðstöðu,“ segir hann. „Hér er hins vegar aldrei eldað. Maturinn kemur allur úr Múlakaffi í þar til gerðum lokuðum plastbökkum. Hins vegar erum við í vandræðum með loftræstikerfið. Það fer ekki nógu mikið ferskt loft í gegnum klefana. Dyrnar á þeim eru þröng- ar og algjörlega þéttar. Í nokkrum klefum eru gluggar sem erfitt er að opna. Þetta má rekja til ársins 1994 þegar nefnd um málefni fanga á vegum Evrópuráðsins var hér á ferðinni. Hún setti út á að ekki bærist nógu mikil birta í gegnum gluggana inn í klefana. Nokkrum var þá breytt til að bæta úr því en þá minnkaði loftinntakið. Það myndast því talsvert óloft í þess- um tilteknu klefum að næturlagi. Samkvæmt tóbaksvarnarlögum mega fangarnir hvergi reykja nema inni í klefunum. Um níutíu prósent þeirra reykja og margir mjög mikið. Það segir sína sögu. En úr þessum loftræstivanda má leysa með breytingum ef vilji er fyrir hendi. Hér er margt hægt að laga innan eðlilegra marka, þ.e. án þess að rífa innviðina úr húsinu, ef fjárveitingar fást til að gera þessar breytingar.“ Vilja ekki í önnur fangelsi Ekki má þó gera neinar bylting- arkenndar breytingar á Hegning- arhúsinu. Efri hæðin, sem hýsti Hæstarétt á sínum tíma og síðan íbúð yfirfangavarðar, er að stór- um hluta friðuð. Þá er ytra byrði hússins allt friðað. „Umhverfis- og heilbrigðis- stofnun telur húsið svo gamalt og lúið að það samræmist ekki þeim rekstri sem í því er,“ segir Guð- mundur. „Því er ég ekki sammála. Hér fer vel um fanga og þeir vilja vera hér. Nú hefur verið samþykkt áætlun þess efnis að nýtt fang- elsi verði risið á Hólmsheiði árið 2009. Ég tel mjög mikilvægt að Heilbrigðisyfirvöld vilja loka Hegningarhúsinu vegna ólofts FORSTÖÐUMAÐURINN Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu, er andvígur því að Hegningarhúsinu verði lokað áður en fangelsið á Hólsheiði verður komið í notun. Gert er ráð fyrir að það verði árið 2009. FRÉTTBLAÐIÐ/GVA LOFTRÆSTING Loftræstikerfið er ekki sem skyldi í Hegningarhúsinu. Loftræstingin er því bágborin í sumum klefanna. Nægja myndi að bora göt í gegnum þröskulda þeirra til að breyta því. FANGELSISGARÐURINN Útivistarsvæði Hegningarhússins er ekki stórt en þar hafa fangar möguleika á því að iðka fótbolta eða hreyfa sig með öðrum hætti. Leikfimiaðstaða inni er engin. FANGAKLEFI Klefarnir eru ekki stórir. Fangarnir virðast þó ekki setja það fyrir sig, því þarna vilja þeir dvelja. Enginn matsalur er í Hegningarhúsinu svo vistmennirnir verða að borða inni í klefum sínum. Málefni heimilislausra hafa nokkuð verið til umfjöllunar í Fréttablaðinu að undanförnu. Þjónusta við þann hóp hefur aukist á undanförnum árum en þó eru aðstæður margra mjög erfiðar. Kaffistofa Samhjálpar við Hverfisgötu heldur úti þjónustu sem er mörgum bágstöddum mikilvæg. Hvað er gert á kaffistofunni? Kaffistofan er opnuð klukkan tíu virka daga og er þá alltaf heitt á könnunni og bakkelsi sem fólk sem þangað leitar getur gætt sér á. Klukkan þrjú er svo heitur matur á boðstólum. Alltaf er boðið upp á heita súpu en einnig annan heitan mat ef efni standa til. Svo er lokað klukkan fjögur. Margir dunda við að lesa dagblöð á kaffistofuni og mikið er þar skrafað. Föt sem gefin hafa verið Samhjálp er þar að finna og geta utangarðsmenn og aðrir aðstöðulausir fengið þar flík. Um helgar er kaffistofan opin frá ellefu til fjögur. Hvað koma margir á kaffistofuna? Daglega koma á bilinu 70 til 90 einstaklingar á kaffistofuna. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir að kaffistofan fái um 25.000 heimsóknir á ári. Hvaðan kemur maturinn? Fjölmörg fyrirtæki gefa kaffistofunni matvörur. Má þar nefna Eyjakleinur, Gunnar Kvaran hf., Bakaríið Austurveri, Björnsbakarí við Skúlagötu og Arnarsbakarí á Keflavíkurflugvelli. Þjónustumiðstöð Reykjavíkur styður einnig starfsemina. FBL GREINING: KAFFISTOFA SAMHJÁLPAR Bjóða bæði flatkökur og fatnað Á KAFFISTOFU SAMHJÁLPAR Heimild: Hagstofa Íslands 1. 07 3 ESKIFJÖRÐUR AKUREYRI DJÚPIVOGUR GRINDAVÍK ÓLAFSFJÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.