Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 75
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR 47 NÝJAR BÆKUR Salka hefur sent frá sér ljóðabókina Tímasetningar eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Stundum geta tímasetn- ingar skipt sköpum. Hvenær ætlum við að skilja að blóðugar styrjaldir bæta ekki heiminn? Mögnuð ljóðabók sem á erindi til allra sem elska lífið og vilja gera það betra. Eftir Símon Jón Jóhannsson er komin út ljóðabókin Kaffið í aldingarð- inum. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar, sem hefur tekið saman ýmis rit um þjóðfræði og fleira. Atviksorð í þátíð eru ljóðmæli Her-manns Pálssonar íslenskufræðings, sem lengi vel var prófessor í Edinborg. Hermann lést af slysförum í Búlgaríu árið 2002. Eftirmála ritar Baldur Hafstað. Bókaútgáfan Hofi gefur út. Sunnlenska bókaútgáfan hefur gefið út ljóðabókina Einnar báru vatn eftir Sigríði Jónsdóttur, bónda í Arnarholti í Bisk- upstungum. Þetta er fyrsta bók höfundar en ljóðin ganga nærri lesanda vegna þess hvað þau eru persónuleg, hlý og opinská. Bókaútgáfan Grámann hefur gefið út skáldsöguna Sebastíanshús eftir færeyska rithöfundinn Oddvör Johansen. Bókin vann til fyrstu verðlauna í skáldsagna- samkeppni Listahá- tíðarinnar í Færeyjum 2004. Stuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar ���������� Metsölubókin Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardótur kemur út í Danmörku og Svíþjóð. Allar skáldsögur Steinunnar hafa verið þýddar á sænsku og á næsta ári er fyrirhuguð útgáfa ljóðabókarinnar Hugástir í þýð- ingu Johns Swedemark hjá útgef- anda hennar í Svíþjóð, Wahlström og Widstrand. Útgefendur Steinunnar í Dan- mörku er stærsta og virtasta for- lag landsins, Gyldendal. Gylden- dal gaf út Jöklaleikhúsið fyrr á árinu og fékk bókin frábærar við- tökur ritdómara þar í landi. Steinunn á sigurbraut STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Bók hennar, Sólskinshestur, er á leiðinni á erlendan markað. Í dag hefði Edith Piaf, ein frægasta söngkona heims, orðið níutíu ára gömul. Af því tilefni verður flutt í Þjóðleikhúsinu söngdagskrá um Edith Piaf úr samnefndri sýningu leikhússins. Það er Brynhildur Guðjónsdóttir sem er í hlutverki Edith Piaf. Bryn- hildur hefur heillað landann með túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri ógleymanlegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhild- ur Íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í yfir níutíu skipti og virðist ekkert lát á vin- sældum hennar. Söngdagskráin, sem flutt verður í kvöld, hefur verið flutt áður á Egilsstöðum og Akur- eyri og hlotið frábærar viðtökur. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborg- ar en með rödd sinni og einstakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynn- umst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum. Flytjendur auk Brynhildar verða leikarinn Baldur Trausti Hreins- son og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa, Hjörleif- ur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og klarinett og Tatu Kantomaa á harmónikku. ■ BRYNHILDUR Í HLUTVERKI PIAF Söngatriði úr leiksýningu Þjóðleikhússins verða flutt í kvöld í tilefni af því að níutíu ár eru liðin frá því Edith Piaf fæddist. Edith Piaf væri orðin níræð ATVIKSORÐ Í ÞÁTÍÐ, LJÓÐMÆLI HERMANNS PÁLSSONAR. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.