Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 26
19. desember 2005 MÁNUDAGUR26
Innflutningur á dísilbílum
hefur aukist hér á landi
síðan lögum um olíugjald
var breytt í sumar. Samt er
aukningin minni en vonast
var til og Íslendingar virð-
ast mun tregari en aðrar
Evrópuþjóðir til að dísil-
væðast. Þannig eru einung-
is um tólf prósent íslenska
bílaflotans dísilbílar meðan
hlutfallið víða í Evrópu eru
komið um og yfir fimmtíu
prósent.
Lögum um olíugjald og þunga-
skatt var breytt 1. júlí á þessu ári.
Breytingin gerði það að verkum
að dísilolía, sem fram að því hafði
verið allt að helmingi ódýrari en
bensín, varð álíka dýr, en á móti
var þungaskattur á fólksbíla með
dísilvélum lagður af. Markmiðið
með breytingunum var að hvetja
til aukinnar notkunar og sölu á
dísilbifreiðum, en þær eyða mun
minna eldsneyti en bensínbif-
reiðar og menga þar af leiðandi
minna.
Lítill verðmunur
Um það leyti sem nýju lögin voru
að taka gildi stefndi í að verð á
lítra af dísilolíu yrði allt að fimm
krónum hærra en verð á bens-
ínlítranum. Þótti sýnt að þetta
myndi draga verulega úr áhrifum
laganna og því greip ríkisstjórnin
til þess ráðs að lækka olíulítrann
um fimm krónur. Lækkunin varð
til þess að olían var örlítið ódýrari
en bensínið í fyrstu, en verðsveifl-
ur á eldsneytismarkaði hafa jafn-
að þetta út að mestu og munar nú
sáralitlu eða engu á verði olíu og
bensíns.
Vantar meiri hvata
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiða-
eigenda, segir þetta fyrst og
fremst skýringuna á því að mark-
mið og tilgangur laganna hafi ekki
að ná fram að ganga sem skyldi.
„Hér eru stjórnvöld að taka svip-
að gjald af dísilolíu og bensíni, en
víðast í Evrópu eru álögur á olíuna
lægri, sem gerir hana eftirsóknar-
verðari,“ segir Runólfur.
Hann segir olíugjaldið hér á
landi hærra en menn áttu von á og
stjórnvöld greinilega treg til að
lækka gjaldtökuna af ótta við að
missa spón úr sínum aski. „Til að
fjölga dísilbílum þarf að koma til
einhver hvatning af hálfu stjórn-
valda.“
Dísilbílar dýrari
Rúnólfur tekur fram að fleira spili
þarna inn í, bæði séu innflytjend-
ur tregir til að flytja inn ákveðnar
bifreiðategundir með dísilvélum
og það vanti einfaldlega hefðina
hér fyrir dísilbílum. „Því miður er
það svo að margir hafa þá mynd af
dísilbílum að þetta séu háværar,
titrandi og mengandi bifreiðar,“
segir hann. Eins segir hann að fólk
setji það fyrir sig að dísilbílar séu
að öllu jöfnu dýrari en bensínbílar
og munar þar um 100-150 þúsund
krónum að meðaltali. Verðmunur-
inn skýrist af því að dísilvélar eru
dýrari í framleiðslu en bensínvél-
ar.
Dísilvélar eyða minna
„Það sem fólk athugar hins vegar
ekki í þessum efnum er að það er
tiltölulega fljótt að vinna þennan
verðmun upp í eldsneytissparnaði,“
segir Runólfur. „Dísilvélar eyða
á bilinu 25-35 prósentum minna
eldsneyti en bensínvélar og þetta
er því fljótt að skila sér í lækkandi
útgjöldum til eldsneytiskaupa, sér-
staklega ef mikið er ekið.“
Ef tekið er algengt dæmi um
bíl sem eyðir bensíni fyrir um 200
þúsund krónur á ári er sparnaður-
inn með því að skipta yfir í dísilbíl
á bilinu 50 til 70 þúsund krónur á
ári.
Endast miklu betur
Stærsti ávinningurinn af því að
fjölga dísilbílum hér á landi sem
annars staðar er þó fólginn í minni
mengun. Staðreyndin er sú að dísil-
vélar eru mun umhverfisvænni
en bensínvélarnar og þar ræður
mestu að þjöppunarhlutfall dísil-
vélanna en mun hærra en hinna.
Þær nýta því eldsneytið mun
betur.
Fyrir utan minni eyðslu hafa
dísilvélar tvo stóra kosti fram yfir
bensínvélar: Þær toga betur og
hafa ekki utanáliggjandi kveikju-
kerfi. Þær henta því betur í tor-
færur, kerrudrátt, akstur í ám og
annað erfiði. Þá endast þær betur
en bensínvélarnar og það er ekki
tiltökumál að kaupa dísilbíl sem
ekið hefur verið yfir 200 þúsund
kílómetra, enda nokkuð öruggt að
vélin á eftir að endast annað eins
að minnsta kosti.
Íslendingar frekar tregir að dísilvæðast
RUNÓLFUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Sem dæmi um góða endingu dísil-
véla má nefna tilraun sem Mercedes
Benz verksmiðjurnar gerðu í sumar.
Þremur venjulegum bílum af gerð-
inni E-320 CDI var ekið þindarlaust
eins hratt og þeir komust á sérstakri
akstursbraut og skiptist þrjátíu
manna hópur á að aka bílunum dag
sem nótt. Einungis var stoppað til
að bæta olíu á bílana og skipta um
ökumenn. Meðalhraði bílanna var
um 225 kílómetrar á klukkustund
þannig að nærri má geta að álagið á
vélarnar var gríðarlegt.
Bíllinn sem lengst komst náði 160
þúsund kílómetra akstri, sá næsti
100 þúsund kílómetrum og þriðji
bíllinn náði 80 þúsund kílómetrum.
Allir bílarnir slógu fyrra heimsmet
í þolakstri.
Góð ending dísilvéla:
Heimsmet í þolakstri
MERCEDES BENZ E-CLASS Bíll af svipaðri
gerð og tók þátt í þolakstrinum mikla.
Fyrri hluta ársins í ár var hlutfall
innfluttra nýskráðra bifreiða með
dísilvélar um sextán prósent en
síðari hluta ársins, eftir að lögun-
um var breytt, hækkaði hlutfallið
upp í rúm tuttugu prósent og fer
vaxandi, að sögn Runólfs Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur segir Íslendinga þó
eiga langt í land með að ná öðrum
Evrópuþjóðum í þessum efnum og
nefnir Norðmenn sem dæmi. „Þeir
voru á svipuðu róli og við en þar
hefur orðið algjör dísilsprenging
ef svo má segja á þessu ári. Allt
bendir til þess að þar verði dísil-
bílar 65 af hundraði nýskráninga
á árinu,“ segir Runólfur.
Svipaða sögu er að segja af
öðrum löndum í álfunni en á síð-
asta ári var ríflega helmingur af
öllum nýskráðum fólskbílum í Evr-
ópu dísilbílar. Og gert er ráð fyrir
að þessi tala fari upp undir sjötíu
af hundraði á þessu ári. Hæsta
hlutfall nýskráðra dísilbíla á síð-
asta ári var í Austurríki, Frakk-
landi og Belgíu, sjötíu prósent.
Íslendingar eru langt á eftir í dísilvæðingunni:
Einungis um fimmtungur
nýskráðra bíla er dísilbílar
SPARNEYTINN DÍSILBÍLL Brosmildir menn sem óku hringinn um landið á einum tanki.
Innflutningur bíla til landsins hefur slegið öll met á þessu ári. Stefnir í að um
50 þúsund ný ökutæki verði skráð á árinu sem ku vera Evrópumet, miðað við
höfðatölu að sjálfsögðu.
Þar með fara skráð ökutæki á landinu yfir 250 þúsund, sem er all nokkuð fyrir
tæplega 300 þúsund manna þjóð. Ef frá eru dregnir þeir sem ekki hafa ökuleyfi
og þeir sem hættir eru að aka bíl sökum aldurs, lætur nærri að eitt ökutæki sé á
hvert mannsbarn í landinu. En þá ber þess að geta að orðið ökutæki nær yfir mun
fleira en bifreiðar.
Metár í innflutningi bíla:
Nærri eitt ökutæki á mann
DÍSELJEPPI Íslendingar hafa gegnum tíðina fyrst og fremst tengt hugtakið dísilbíla við jeppa og önnur stærri ökutæki. Dísilknúnir jeppar
verða æ vinsælli og hér gefur að líta nýjan Hyundai Santa Fe jeppa sem kynntur var í Suður-Kóreu í haust.
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
FRÉTTASKÝRING
SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON
ssal@frettabladid.is