Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 16
16 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
KOSIÐ Í KONGÓ Kjósandi í Kinshasa í Kongó
greiðir atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá
landsins í gær. Atkvæðagreiðslan er álitin
áfangi á leið til stöðugleika, lýðræðis og
friðar í þessu borgarastríðshrjáða Afríkulandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FINNLAND Svörtu Nokia-gúmmí-
stígvélin heyra brátt sögunni til.
Verksmiðjan Suomen Kumitehdas í
héraðinu Nokia í Finnlandi hættir
að framleiða gúmmístígvél næsta
sumar. Framkvæmdastjóri verk-
smiðjunnar segir að framleiðslan
sé alltof lítil til að það borgi sig að
halda framleiðslunni áfram.
„Þetta er sorglegt. Stígvéla-
verksmiðjan hefur verið mikilvæg-
ur hluti í héraðinu Nokia í rúmlega
hundrað ár. Stígvélin eru eigin-
lega ættmóðir Nokia-farsímanna,“
sagði framkvæmdastjórinn við
finnlandssænska blaðið Hufvuds-
tadsbladet.
Stígvélaframleiðslan er aðeins
fimmtán prósent af framleiðslu
verksmiðjunnar. Ef framleiðslunni
hefði verið haldið áfram er búist
við að framleiðslan á stígvélunum
hefði lækkað í tíu prósent. Verk-
smiðjan framleiðir líka reiðhjóla-
dekk og fleiri vörur úr gúmmíi.
„Við myndum gjarnan vilja
framleiða fleiri gúmmístígvél.
Fyrir þremur árum framleiddum
við 500 þúsund stígvél á ári. Nú er
framleiðslan aðeins fimmtungur af
því. Áhugi Finna á gúmmístígvél-
um hefur ekki minnkað en stöðugt
færri stígvél á markaðnum eru
framleidd í Finnlandi,“ sagði hann.
Fyrirtækið er í samningavið-
ræðum við þá 75 starfsmenn sem
hafa unnið við framleiðslu stígvél-
anna. - ghs
„Ættmóðir Nokia-farsímanna“ heyrir brátt sögunni til:
Síðasta stígvélið á markað
NOKIA-GÚMMMÍSTÍGVÉL
Svörtu Nokia-gúmmístígvélin hafa
fengist hér á landi en hverfa brátt af
markaði því að framleiðslunni verður
hætt í Finnlandi næsta sumar.
SJÚKDÓMAR Einhver hræðilegasti
sjúkdómur sem hrjáir fátækustu
börn veraldar kallast noma en
þau börn sem sýkjast afmyndast
hræðilega í andliti á stuttum tíma
og dánartíðnin er allt að níutíu
prósent. Áhrif sjúkdómsins eru
hræðileg en tiltölulega auðvelt er
að koma í veg fyrir hann.
Yfir hálf milljón barna í heim-
inum þjáist af noma og áætlað er
að yfir hundrað þúsund börn sýk-
ist árlega en sökum þess að hann
er bundinn við allra fátækustu
börnin í allra fátækustu lönd-
unum er hann ekki ýkja kunnur
mörgum.
Sjúkdómurinn hefur í för með
sér að drep kemst í harða og
mjúka vefi í munni barna, yfirleitt
á aldrinum tveggja til sex ára, og
hefur án meðferðar í för með sér
slæma hrörnun og afmyndun í
andliti sem leiðir í yfirgnæfandi
fjölda tilfelli til dauða. Jafnvel þó
meðferð sé til staðar og hægt sé
að bjarga lífi viðkomandi verða
börnin mörg hver svo afmynduð
að þau munu aldrei geta talað eða
matast að nýju og líf þeirra verð-
ur aldrei samt aftur.
Alþjóða heilbrigðisstofnun-
in hefur um áratugaskeið reynt
að vekja athygli á sjúkdómnum
án mikils árangurs. Talið er víst
að hann stafi af vannæringu og
slæmri tannheilsu og því tiltölu-
lega auðvelt að koma í veg fyrir
þjáningu hundraða þúsunda á
hverju ári miðað við marga aðra
sjúkdóma sem hrjá fyrst og
fremst fátækt fólk í vanþróuðum
löndum. - aöe
Sjúkdómurinn noma leggst eingöngu á vannærð og fátæk börn:
Allt að 90 prósenta dánartíðni
LÁN Í ÓLÁNI
Þessi unga stúlka var heppin því hún
komst undir læknishendur og lifði.
Önnur hundrað þúsund börn eiga
í engin slík hús að venda og deyja
kvalafullum dauðdaga.
NORDICPHOTOS/AFP
ATVINNUMÁL Verksamningur um
gerð og framkvæmd könnunar
á aðstæðum og aðbúnaði vakta-
vinnustarfsmanna var undirritað-
ur á miðvikudag. Að samningnum
koma Rannsóknarstofa í vinnu-
vernd og sérstakur starfshópur
um málefni vaktavinnustarfs-
manna sem skipaður er fulltrúum
frá BSRB og BHM annars vegar
og frá ríki, Reykjavíkurborg og
Launanefnd sveitarfélaga hins
vegar.
Rannsóknarstofan tekur að sér
að kanna, fyrir hönd starfshóps-
ins, aðbúnað vaktavinnustarfs-
manna ríkis og sveitarfélaga,
almenn og sértæk atriði sem geta
haft áhrif á aðbúnað og möguleg-
ar afleiðingar vaktavinnunnar.
Niðurstöður verkefnisins verða
kynntar í byrjun febrúar 2006.
- sh
Könnun á vaktavinnu:
Samningur
undirritaður
VINNUMARKAÐUR Starfsmenn
Vinnumálastofnunar eru þessa
dagana að búa sig undir að lög um
starfsmannaleigur taki gildi en
samkvæmt þeim verður að skrá
starfsmannaleigur, breytingar á
starfsliði og umboðsmenn þeirra
hjá stofnuninni áður en þær taka
til starfa hér á landi.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að
verið sé að móta verklagsregl-
ur stofnunarinnar og unnið sé
að rafrænu skráningarformi
á heimasíðu stofnunarinnar.
Skráning hefjist þegar lögin,
sem nú liggja fyrir Alþingi, hafi
verið birt í Stjórnartíðindum.
Stofnunin spáir óvenjulitlu
atvinnuleysi í janúar og telur
að áfram verði eftirspurn eftir
fólki langt fram á næsta ár.
- ghs
Vinnumálastofnun:
Skráningin á
netinu