Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 40

Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 40
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR6 Fyrir ekki svo löngu síðan kíkti Vala í heimsókn til Egils Eðvarðssonar dagskrárgerðarmanns. Í stofunni heima hjá sér hafði hann látið búa til herbergi með glerveggjum sem var í senn svefnherbergi og vinnustofa. Glerveggirnir tóku lítið pláss og hleyptu þar að auki mikilli birtu inni í herbergið. Frumleg og falleg lausn á algengu vandamáli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Vala kíkir alltaf reglulega til hennar Gullu í Má Mí Mó. Á þessari mynd má sjá hvernig Gulla hefur málað mynd af fallegu kirsu- berjatré á vegginn hjá sér. Tréð gerði hún með mörgum mismunandi skapalónum. Fjölbreytt skapalón gera það að verkum að hægt er að gera mörg mismunandi tré og þannig tryggt að engin tvö tré verða eins. Þessi hugmynd er bæði einföld og skemmtileg og getur hún gefið þreyttum veggjum nýtt líf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veggfóður heimsótti Ingunni Hafstað fyrr í haust. Í svefnherberginu sínu hafði hún gjörnýtt pláss undið súð. Hún sérsmíðaði skáp undir súðina og einnig hannaði hún höfuðgafl með innbyggðu náttborði, eins og sést á myndinni. Borðinu mátti síðan ýta aftur inn í gaflinn og þannig var sparað mikið pláss. Í gaflinum sjálfum var einnig hólf fyrir rúmföt og annað slíkt. Góð hugmynd sem nýta má á hagnýtan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í haust hélt þátturinn sérstaka veggfóðurs- keppni. Þættinum barst fjöldinn allur af hugmyndum. Þessi hugmynd Kristínar Evu Ólafsdóttur hönnunarnema varð hlutskörp- ust. Hugmyndina fékk Kristín þegar hún var að gera verk út frá haustljóði. Myndin var einfaldega þrykkt á venjulega flekagard- ínu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hér fengum við að sjá þegar Vala leit í heimsókn til Sesselju Thorberg, sem einnig hefur unnið mikið í þættinum í vetur. Hafði hún tekið litla geymslu og gefið henni tvö- faldan tilgang. Með því að setja upp hillur gat hún sett allt draslið sitt þangað og komið bæði skáp og tölvuhorni í staðinn. Þarna nýtti Sesselja pláss sem áður fór í óþarfa drasl. Snjöll hugmynd sem kostar ekki neitt en gefur bæði pláss og kemur reglu á hlutina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síðasti Veggfóðursþátturinn fyrir jól verður sýndur í kvöld. Af því tilefni verður farið yfir brot af því besta sem af er þessu hausti. Í þáttunum hefur verið áberandi hversu fjöl- breyttar hugmyndir hafa litið dagsins ljós. Vala Matt þátta- stjórnandi segir að hún reyni að hafa það að leiðarljósi að sýna reglulega hugmyndir sem eru bæði sniðugar og ódýrar í framkvæmd. Á komandi ári segir Vala að áhorfendur megi eiga von á enn fleiri frumlegum og skemmtilegum hugmyndum. Brot af því besta í Veggfóðri VEGGFÓÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.