Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 90
19. desember 2005 MÁNUDAGUR62
INNIHELDUR M.A.
• BAKVIÐ TJÖLDIN OG GERÐ ÞÁTTANNA
• TRYGGÐU ÞÉR EINTAK Í NÆSTU VERSLUN
FYNDNUSTU LEIKARAR LANDSINS FARA Á KOSTUM
Í SKEMMTILEGUSTU GAMANSERÍU SÍÐARI ÁRA!
SERÍA 1 LOKSINS FÁANLEG
TRYGGÐU ÞÉR
ÞiNN SKAMMT
Í NÆSTU VERSLUN
Á DVD!
HANDBOLTI Rússneska kvennalands-
liðið í handbolta varð í gær heims-
meistari eftir að hafa lagt lið Rúm-
ena að velli með 28 mörkum gegn
23, í úrslitaleik mótsins sem fram
fór í St. Pétursborg í Rússlandi.
Rússneska liðið hafði góð tök
leiknum allan tímann og var
sigur þess aldrei í hættu. Sterk-
ur varnarleikur og markvissar
sóknaraðgerðir lögðu grunninn
að góðum sigri.
Rúmenska liðið var ekki talið
líklegt til afreka fyrir mótið en
það kom verulega á óvart með
því að komast alla leið í úrslita-
leikinn.
Danska landsliðið, sem um
árabil hefur verið eitt það
sterkasta í heimi, þurfti að sætta
sig við fjórða sætið á mótinu
eftir að hafa tapað fyrir liði Ung-
verjalands í leik um þriðja sætið,
27-24.
Athygli vakti að Frakkar náðu
sér aldrei á strik á mótinu þó
þeir mættu til leiks sem heims-
meistarar, en liðið endaði aðeins
í tólfta sæti.
- mh
Heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna lauk í gær:
Rússar höfðu sigur á heimavelli
YANA USKOVA Uskova lék afar vel í vörn og sókn rússneska liðsins í gær, en hún sést hér
skjóta að marki Rúmena. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÓTBOLTI Paolo Di Canio heldur
áfram að heilsa að hætti fasista en
það gerði hann enn einu sinni í jafn-
teflisleik Lazio og Juventus á laug-
ardaginn. Di Canio er með húðflúr
af einræðisherranum Benito Muss-
olini á sér en hann er upphafsmaður
fasismans. Ítalski sóknarmaðurinn
hefur ítrekað heilsað að þessum
siðum fyrir framan stuðningsmenn
Lazio og hefur verið harðlega gagn-
rýndur fyrir athæfið.
„Þetta er fullkomlega eðlileg
kveðja, þetta er einkennismerki
mitt. Ég trúi á ákveðna hluti og tjái
þá sem frjáls maður. Það er ekkert
ógeðfellt eða umdeilt við þetta,“
sagði Di Canio í gær.
Di Canio heldur því fram að þeir
einu sem sjái eitthvað að þessu séu
vinstrisinnaðir stjórnmálamenn.
„Mér býður við því að sjá stjórn-
málamenn skipta sér af fótbolta
bara til að fá athygli og reyna síðan
að gera mig að ófreskju,“ sagði Di
Canio, sem bætti við að hann hygð-
ist halda kveðjunum áfram. Di
Canio var sektaður um tíu þúsund
evrur fyrir athæfið í fyrsta skipti
en Lazio um átta þúsund evrur í
það næsta. Ítalska knattspyrnu-
sambandið hefur ekki enn ákveðið
hvort Di Canio verði refsað fyrir
kveðjuna í leiknum gegn Juventus.
Delio Rosso, þjálfari Lazio, er
alls ekki sáttur við Di Canio: „Ég tel
aðgerðir hans ekki benda til kyn-
þáttahaturs en ég er samt sem áður
alls ekki ánægður með þær. Ég vil
ekki að klúbburinn né stuðnings-
mennirnir séu alítnir öfgakenndir
eða kynþáttahatarar.“
- hþh
Paolo Di Canio segir ekkert athugavert við fasistakveðjur sínar:
Áframhald á fasistakveðjunum
PAOLO DI CANIO Di Canio heilsar hér stuðningsmönnum Lazio eftir leiks Juventus og Lazio
í fyrrakvöld, en hann endaði með jafntefli, 1-1. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÓTBOLTI Chelsea vann í gær sinn
fyrsta sigur á Highbury síðan enska
úrvalsdeildin var stofnuð, þegar liðið
lagði Arsenal að velli með tveimur
mörkum gegn engu.
Strax á upphafsmínútum leiksins
náði Chelsea ágætis tökum á leiknum
og átti Arsenal í stökustu vandræð-
um með kraftmikinn leik Chelsea.
Sérstaklega voru það vængmenn-
irnir Arjen Robben og Joe Cole sem
ollu Arsenal vandræðum.
Jose Mourinho var ánægður í
leikslok enda Chelsea nú með tut-
tugu stigum meira en Arsenal. „Bilið
á milli okkar, Liverpool og Man.
Utd. þýddi að jafntefli hefði verið
óhagstæð úrslit. Ég var ánægður
með alla leikmenn mína. Robben
var einstaklega góður í leiknum og
hans framlag skipti miklu máli.“
Robben kom Chelsea yfir á 27.
mínútu þegar hann lagði boltann
fallega framhjá Jens Lehmann,
markverði Arsenal, eftir að hafa
sloppið inn fyrir vörnina.
Arsenal reyndi svo hvað það gat
til þess að komast inn í leikinn en
þéttur varnarleikur og skynsamur
sóknarleikur Chelsea gerði heima-
mönnum í Arsenal erfitt fyrir.
Seinni hálfleikur var svipaður og
sá fyrri. Arsenal komst lítt áleiðis
gegn góðri vörn Chelsea, sem refs-
aði fyrir öll mistök leikmanna Ars-
enal með skæðum skyndisóknum.
Joe Cole skoraði síðara mark
Chelsea á 73. mínútu með fallegu
skoti í stöngina og inn eftir klaufa-
leg mistök Lauren, hægri bakvarðar
Arsenal.
Arsenal sótti stíft á lokamínútun-
um en varnarmúr Chelsea, og ekki
síst markvörðurinn Petr Cech, varð-
ist öllu sem að marki liðsins kom.
Arsenal hefur nú tapað þremur
deildarleikjum í röð en það hefur
ekki gerst síðan Franski knatt-
spyrnustjórinn Arsene Wenger tók
við stjórnartaumunum hjá liðinu,
árið 1996. Eiður Smári Guðjohnsen
sat á varamannabekk Chelsea allan
leikinn.
magnush@frettabladid.is
Meistarataktar hjá Chelsea
Chelsea vann í gær Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og tryggði stöðu sína á toppi
deildarinnar, en liðið hefur nú níu stiga forskot á Man. Utd. sem er í öðru sæti.
ARJEN ROBBEN SKORAR Robben lék vel í
gær en hann hefur verið gagnrýndur tölu-
vert upp á síðkastið. Á myndinni sést þegar
hann skorar mark sitt í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY