Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 90
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR62 INNIHELDUR M.A. • BAKVIÐ TJÖLDIN OG GERÐ ÞÁTTANNA • TRYGGÐU ÞÉR EINTAK Í NÆSTU VERSLUN FYNDNUSTU LEIKARAR LANDSINS FARA Á KOSTUM Í SKEMMTILEGUSTU GAMANSERÍU SÍÐARI ÁRA! SERÍA 1 LOKSINS FÁANLEG TRYGGÐU ÞÉR ÞiNN SKAMMT Í NÆSTU VERSLUN Á DVD! HANDBOLTI Rússneska kvennalands- liðið í handbolta varð í gær heims- meistari eftir að hafa lagt lið Rúm- ena að velli með 28 mörkum gegn 23, í úrslitaleik mótsins sem fram fór í St. Pétursborg í Rússlandi. Rússneska liðið hafði góð tök leiknum allan tímann og var sigur þess aldrei í hættu. Sterk- ur varnarleikur og markvissar sóknaraðgerðir lögðu grunninn að góðum sigri. Rúmenska liðið var ekki talið líklegt til afreka fyrir mótið en það kom verulega á óvart með því að komast alla leið í úrslita- leikinn. Danska landsliðið, sem um árabil hefur verið eitt það sterkasta í heimi, þurfti að sætta sig við fjórða sætið á mótinu eftir að hafa tapað fyrir liði Ung- verjalands í leik um þriðja sætið, 27-24. Athygli vakti að Frakkar náðu sér aldrei á strik á mótinu þó þeir mættu til leiks sem heims- meistarar, en liðið endaði aðeins í tólfta sæti. - mh Heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna lauk í gær: Rússar höfðu sigur á heimavelli YANA USKOVA Uskova lék afar vel í vörn og sókn rússneska liðsins í gær, en hún sést hér skjóta að marki Rúmena. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Paolo Di Canio heldur áfram að heilsa að hætti fasista en það gerði hann enn einu sinni í jafn- teflisleik Lazio og Juventus á laug- ardaginn. Di Canio er með húðflúr af einræðisherranum Benito Muss- olini á sér en hann er upphafsmaður fasismans. Ítalski sóknarmaðurinn hefur ítrekað heilsað að þessum siðum fyrir framan stuðningsmenn Lazio og hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir athæfið. „Þetta er fullkomlega eðlileg kveðja, þetta er einkennismerki mitt. Ég trúi á ákveðna hluti og tjái þá sem frjáls maður. Það er ekkert ógeðfellt eða umdeilt við þetta,“ sagði Di Canio í gær. Di Canio heldur því fram að þeir einu sem sjái eitthvað að þessu séu vinstrisinnaðir stjórnmálamenn. „Mér býður við því að sjá stjórn- málamenn skipta sér af fótbolta bara til að fá athygli og reyna síðan að gera mig að ófreskju,“ sagði Di Canio, sem bætti við að hann hygð- ist halda kveðjunum áfram. Di Canio var sektaður um tíu þúsund evrur fyrir athæfið í fyrsta skipti en Lazio um átta þúsund evrur í það næsta. Ítalska knattspyrnu- sambandið hefur ekki enn ákveðið hvort Di Canio verði refsað fyrir kveðjuna í leiknum gegn Juventus. Delio Rosso, þjálfari Lazio, er alls ekki sáttur við Di Canio: „Ég tel aðgerðir hans ekki benda til kyn- þáttahaturs en ég er samt sem áður alls ekki ánægður með þær. Ég vil ekki að klúbburinn né stuðnings- mennirnir séu alítnir öfgakenndir eða kynþáttahatarar.“ - hþh Paolo Di Canio segir ekkert athugavert við fasistakveðjur sínar: Áframhald á fasistakveðjunum PAOLO DI CANIO Di Canio heilsar hér stuðningsmönnum Lazio eftir leiks Juventus og Lazio í fyrrakvöld, en hann endaði með jafntefli, 1-1. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Chelsea vann í gær sinn fyrsta sigur á Highbury síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð, þegar liðið lagði Arsenal að velli með tveimur mörkum gegn engu. Strax á upphafsmínútum leiksins náði Chelsea ágætis tökum á leiknum og átti Arsenal í stökustu vandræð- um með kraftmikinn leik Chelsea. Sérstaklega voru það vængmenn- irnir Arjen Robben og Joe Cole sem ollu Arsenal vandræðum. Jose Mourinho var ánægður í leikslok enda Chelsea nú með tut- tugu stigum meira en Arsenal. „Bilið á milli okkar, Liverpool og Man. Utd. þýddi að jafntefli hefði verið óhagstæð úrslit. Ég var ánægður með alla leikmenn mína. Robben var einstaklega góður í leiknum og hans framlag skipti miklu máli.“ Robben kom Chelsea yfir á 27. mínútu þegar hann lagði boltann fallega framhjá Jens Lehmann, markverði Arsenal, eftir að hafa sloppið inn fyrir vörnina. Arsenal reyndi svo hvað það gat til þess að komast inn í leikinn en þéttur varnarleikur og skynsamur sóknarleikur Chelsea gerði heima- mönnum í Arsenal erfitt fyrir. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Arsenal komst lítt áleiðis gegn góðri vörn Chelsea, sem refs- aði fyrir öll mistök leikmanna Ars- enal með skæðum skyndisóknum. Joe Cole skoraði síðara mark Chelsea á 73. mínútu með fallegu skoti í stöngina og inn eftir klaufa- leg mistök Lauren, hægri bakvarðar Arsenal. Arsenal sótti stíft á lokamínútun- um en varnarmúr Chelsea, og ekki síst markvörðurinn Petr Cech, varð- ist öllu sem að marki liðsins kom. Arsenal hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð en það hefur ekki gerst síðan Franski knatt- spyrnustjórinn Arsene Wenger tók við stjórnartaumunum hjá liðinu, árið 1996. Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Chelsea allan leikinn. magnush@frettabladid.is Meistarataktar hjá Chelsea Chelsea vann í gær Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og tryggði stöðu sína á toppi deildarinnar, en liðið hefur nú níu stiga forskot á Man. Utd. sem er í öðru sæti. ARJEN ROBBEN SKORAR Robben lék vel í gær en hann hefur verið gagnrýndur tölu- vert upp á síðkastið. Á myndinni sést þegar hann skorar mark sitt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.