Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 62
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR28 SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 11/11- 17/11 180 14/10- 20/10 158 21/10- 27/10 194 28/10- 3/11 168 4/11- 10/11 166 Tryggvi Magnússon, forstóri Kötlu, stendur fyrir drauma- húsakeppni á hverju ári þegar fjöldi manna, kvenna og barna baka föngulegustu piparkökuhús fyrir jólin fyrir keppnina sem fyrirtækið stendur fyrir. En hvernig skyldi draumahúsið hans vera? „Draumahúsið stendur á Ægisíðunni með útsýni yfir sjó- inn og þaralyktina í nefið á sumrin. Þetta er 300 fm einbýl- ishús á svona tveimur hæðum með garði og heitum potti. Í garðinum þarf að vera slatti af trjám svo þeir sem labba framhjá sjái ekki allt sem fram fer í garðinum en samt ekki svo mikið að það byrgi fyrir allt útsýni. Á neðri hæðinni í húsinu eru stórar stofur en uppi eru svefnherbergin sem eru bara þrjú. Hjónaherbergið er með tveimur fataherbergj- um og það stærra er ætlað húsbóndanum, einhverra hluta vegna. Í desember er piparkökuilmurinn og bökunarlyktin allsráðandi í húsinu en á öðrum árstímum er öllu hverfinu boðið í vöfflur.“ Tryggvi er mjög ánægður með piparkökuhúsin í ár. „Á sýn- ingunni er meira af krakkahúsum en það hefur yfirlett verið og það finnst okkur gaman. Það að fá krakkana til að taka þátt er markmiðið með keppninni og gaman að sjá fingraför- in eftir litlu puttana á þökum og veggjum piparkökuhúsanna. Mér finnast þau fallegust og þau mættu líka alveg vera á veggjunum á Ægisíðunni.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT TRYGGVI MAGNÚSSON Á SÉR DRAUMAHÚS Á ÆGISÍÐUNNI Bökunarlykt alla daga á aðventunni Undirritaður hefur verið samning- ur um hönnun og byggingu Háskóla- torgs og munu framkvæmdir hefj- ast í apríl næstkomandi. Samkeppni verktaka og hönn- uða var haldin um Háskólatorgið síðastliðið sumar. Þar urðu Íslensk- ir Aðalverktakar ásamt arkitekta- stofunum Hornsteinum og teikni- stofu Ingimundar Sveinssonar hlutskörpust. Háskólatorg mun samanstanda af tveimur byggingum sem með tengibyggingum verða um 8.500 fermetrar. Önnur byggingin verð- ur á þremur hæðum og rís á milli Aðalbyggingar og íþróttahúss Háskólans. Hin verður tveggja hæða há, á bílastæðinu milli Odda, Lögbergs og Nýja garðs. Háskólatorg verður vinnustað- ur tæplega þrjú hundruð starfs- manna deilda og þjónustustofnana og er áætlað að um 1.500 stúdentar verði þar á hverjum tíma við nám og störf. Háskólatorgið verður vígt 1. desember árið 2007. Háskólatorg mun rísa Íslenskir aðalverktakar, Horn- steinar og teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar munu sjá um hönnun og framkvæmdir á nýju Háskólatorgi. Tryggvi Magnússon, forstjóri Kötlu, er ánægður með þátt- töku í piparkökuhúsakeppninni þó draumahúsið hans sé ekki piparkökuhús. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, undirrita samning um Háskólatorg. Alla þriðjudaga til laugardaga 2/12- 8/12 141 VEGGFÓÐUR MÁNUDAGA KL 21.00 FYLGSTU MEÐ! VALA OG HÁLFDÁN KYNNA FYRIR OKKUR ÞAÐ FERSKASTA Í HÖNNUN OG LÍFSSTÍL AF ALKUNNRI SMEKKVÍSI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.