Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 78
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR50 Umboðsmaður Kiefer var eitthvað stressaður. Hún hafði sent nokkra tölvu- pósta fyrr um daginn til að athuga hvort símanúmerin væru örugg- lega ekki rétt. Stúlkan vildi full- vissa sig um að einhver yrði við símann klukkan sex. Hringdi síðan á undan og sagði leikarann verða við síman eftir nokkrar sekúndur. Hún vildi athuga hvort allt væri ekki örugglega í lagi. Tónlistin kallar fram minningar Kiefer Sutherland var allur hinn rólegasti enda vanur maður þegar kemur að fjölmiðlum. „Ég vaknaði í morgun og áttaði mig á því að það eru bara nokkrir dagar eftir í tökum á 24. Fékk heimsókn frá fólkinu sem kemur með mér til Íslands og áttaði mig á því hvað það væri stutt í að ég kæmi hingað. Mér leið eins og litlum krakka á jólum,“ var það fyrsta sem leikarinn sagði með sinni djúpu karl- mannlegu rödd. Hún þykir svo góð að þrátt fyrir að leikarinn sjálfur hafi komið fyrir í tæpar þrjár sekúndur í kvikmyndinni Phone Booth er hann titlaður sem einn af aðalleikurunum. Hann gerir þó ekki neitt annað en að tala í síma við Colin Farell, sem er staddur í símaklefa, og drepa fólk með rifli. Leikarinn kemur ekki hingað í þeim erindagjörðum að liggja í leyni og skjóta á fólk. Hann er hér á vegum útgáfufyrirtækis- ins Ironworks sem hann á með besta vini sínum Jude Cole, þekkt- um lagasmið í Bandaríkjunum. „Okkur hefur langað að stofna plötufyrirtæki síðastliðin tuttugu ár,“ segir leikarinn. „Það skorti alltaf tíma eða vantaði peninga en fyrir nokkru gafst okkur tæki- færið og við gripum það,“ heldur hann áfram. Ironworks er ekki stórt í sniðum heldur einbeitir sér aðallega að því gefa tónlistar- mönnum tækifæri sem að öðrum kosti fengju þau ekki. Tónlistin er ástríða hjá Kiefer og hann er mjög ánægður að geta sinnt henni á þennan hátt. „Tónlist- in tengir mig við minningarbrot,“ útskýrir Kiefer og segist meðal annars alltaf verða hugsað til eldri bróður síns þegar hann heyri Bítlalag. „Þegar lag með Led Zepp- elin hljómar verður mér hugsað til fyrsta kossins.“ Leikarinn segist þó ekki hafa neina hæfileika á tón- listarsviðinu sjálfur. „Ef þú mynd- ir heyra í mér tækir þú undir það,“ segir hann og skellir upp úr. Að nota frægðina til einhvers góðs Kiefer og tónlistarmaðurinn Rocco komu hingað fyrir tæpu ári. Heim- sóknin vakti mikla athygli og Kief- er veit vel að frægð hans nýtist listamönnum sem eru ekki jafn þekktir. „Ég hef aldrei viljað nota frægð mína til að fá betri borð á fínum veitingastöðum,“ segir hann af einlægni. „Með því að nýta hana með því að koma öðrum á fram- færi líður mér eins og hún komi að einhverju gagni.“ Rocco hefur nokkra sérstöðu innan Ironworks-útgáfunnar því hann er fyrsti tónlistarmaðurinn sem fyrirtækið gefur út án hjálpar stórs dreifingarfyrirtækis. Kiefer fer heldur ekkert leynt með aðdáun sinni á honum. „Þegar fólk á Íslandi frétti fyrst af honum var það mjög efins og ég skil það vel. Ég trúi því hins vegar að þegar áheyrendur heyri í honum og hljómsveitinni gleymi þeir að ég kom þarna ein- hvers staðar nærri,“ segir Kiefer af miklum sannfæringarkrafti og finnst það vera ábyrgðarhlutverk að vera í þessari stöðu. „Þegar þú ert með svona mikla hæfileika í höndunum er eins gott að þú klúðr- ir ekki neinu.“ Leikarinn leggur mikið á sig til að kynna Rocco um alla Evrópu. Hann gerir heimildarmynd um ferðalag þeirra um álfuna en með þeim í för er fimm manna tökulið sem festir rúntinn á filmu. Kiefer segir að þeir hafi þegar selt réttinn á myndinni til Sky One og þeir von- ist til að sjónvarpsstöðvar á Íslandi, Þýskalandi og víðar taki vel í hana. „Við viljum hjálpa honum að finna réttu áheyrendurna og teljum að við getum orðið honum að liði með heimildarmynd.“ Á 24 margt að þakka Framhaldsþættirnir 24 héldu upp á upptöku hundraðasta þáttarins fyrir ekki margt löngu. Vinsældir þeirra hafa verið með eindæmum en Kiefer segir það hafa komið sér á óvart hversu hratt tíminn hafi liðið og hann hafi ekki búist við velgengni þáttaraðarinnar. „Hóp- urinn sem starfar að 24 hefur alltaf einbeitt sér að hverjum þætti fyrir sig og þetta afmæli kom eiginlega í bakið á okkur,“ segir Kiefer og hlær. „Við erum 125 sem vinnum daglega við gerð þáttarins og það verða allir að leggjast á eitt til að þetta gangi upp,“ útskýrir leikar- inn og segist vita það af eigin raun að velgengni komi ekki af sjálfu sér. „Það þarf allt að smella.“ Það er stundum álitið að það sé ekki einungis Kiefer sem sé 24 heldur eigi Sutherland sjálf- ur þáttaröðinni margt að þakka. Hann viðurkennir það líka að einhverju leyti. „Ég hef alltaf verið heppinn að geta unnið en á tímabili tók ég þátt í verkefn- um sem kannski tíu manneskj- ur sáu,“ segir hann en margir höfðu afskrifað leikarann eftir nokkra skelli. „Ég er mjög með- vitaður um þau tækifæri sem 24 hefur veitt mér og reyni að endurgjalda þann greiða,“ bætir hann við. Jack Bauer er ekki eilífur Fyrir nokkur var leikarinn til- nefndur til Golden Globe-verð- launanna fyrir leik sinn sem Jack Bauer. Svo skemmtilega vill til að faðir hans, Donald Sutherland, er einnig tilnefndur fyrir leik sinn í þáttaröðunum Commander in Chief. „Hann hefur mjög gaman af þessu,“ segir Kiefer og skell- ir upp úr. „Hann var fyrst mjög smeykur við viðtökurnar,“ bætir hann við en eins og góðum syni sæmdi róaði Kiefer pabba sinn niður og trúði honum fyrir því að hann hefði verið jafn smeykur á sínum tíma fyrir 24. „Hann nýtur þess núna,“ segir Kiefer. Leikarinn telur þó að þessar tilnefningar hafi fyrst og fremst jákvætt kynningargildi fyrir þátt- inn í heild sinni. „Þegar gullknött- urinn birtist áhorfanda sem aldrei hefur séð þættina þá veit hann að þetta er ákveðinn gæðastimp- ill,“ segir Kiefer. „Ég er auðvitað mjög stoltur af þessari tilnefningu og vona að þetta verði notalegt kvöld.“ Það gæti farið að draga til tíð- inda í næstu 24 seríu og útilokar Kiefer ekki dauða Jack Bauer þó að auðvitað geti hann ekkert sagt til um það. Í upphafi fimmtu seríunnar er Jack kominn í allt annað umhverfi. Hann er hættur hjá CTU og hefur hafið nýtt líf. „Síðan verða atburðir í einkalífi hans sem verða til þess að hann fer á kreik að nýju en ekki undir fána einhverrar opinberrar stofn- unar,“ segir hann. Kiefer segir að það séu ekki persónur þáttanna sem séu stjörn- urnar heldur hugmyndin á bak við þættina, þetta tíma „format“. „Áhorfendur verða að gera sér grein fyrir því að Jack Bauer er eins og hver önnur persóna þátt- anna og þær geta allar dáið,“ segir hann og andvarpar. „Auðvitað vona ég að svo verði ekki,“ bætir hann við og það birtir aðeins til í röddinni. Kannski að Bauer lifi þáttaröðina af? ■ VELGENGNI ER ALDREI SJÁLFGEFIN Kiefer Sutherland er væntanlegur hingað í þess- ari viku ásamt hljómsveitinni Rocco and the Burden og fimm manna tökuliði sem gerir heim- ildarmynd um veru þeirra hér á landi. Freyr Gígja Gunnarsson fékk símtal frá gullröddinni og var sem betur fer ekki staddur í símaklefa. Í upphafi tíunda áratugarins var varla til heitari leikari en Kiefer Sutherland. Hann var ungur, myndarlegur og villtur. Við tökur á myndinni Flatlin- ers árið 1990 komst hann í kynni við unga og efnilega leikkonu sem spáð var miklum frama í kvikmyndaborg- inni, Juliu Roberts. Kiefer og Julia áttu að verða næsta gullparið í Hollywood og sambandið fékk mikla athygli frá fjölmiðlum. Það voru flestir sammála um að þarna væru vonarstjörnur Hollywood. Þau virtust njóta allrar athyglinnar. Ástin þykir enda góð markaðsvara í Holly- wood. Svo kom stóra fréttin. Þau ætl- uðu að gifta sig. „Brúðkaup ársins,“ sögðu slúðurblöðin. Hljóðveri nr. 14 hjá 20th Century Fox myndverinu var breytt í rósa- garð. Stærsta kakan pöntuð, veislu- gestir yrðu hátt í þúsund, það hefði ekki sést glæsilegri kjóll og athöfnin myndi seint eða aldrei gleymast. Hinn 14. júní árið 1991 yrði brúð- kaup ársins haldið. Paparazzi-ljós- myndarar voru mættir í tugatali. Það ætluðu allir að hafa hamingjusama stjörnuparið, nýgift, á forsíðunni sinni. Daginn eftir voru þau svo sannar- lega á forsíðum allra slúðurtímarita og reyndar allra blaða. Hvorki Kiefer né Julia voru þó yfirmáta ánægð né heldur með hringana. „Julia flýr af hólmi.“ var prentað í stríðsfréttafyr- irsögnum. Leikkonan hætti við allt saman. Kakan, sem átti bara eftir að fara inn í ofninn, var látinn eyðileggj- ast. Brúðarmeyjarnar urðu að láta af hendi skóna sem þær höfðu fengið að láni. Kiefer flutti út úr íbúð Juliu. Hún sást á brúðkaupsdaginn með Jason Patrick, besta vini Kiefer, á veit- ingastað í Los Angeles. Þau létu sig síðan hverfa til Írlands þar sem talið er að þau hafi gist í íbúð bassaleikara U2, Adam Clayton. Jason og Julia voru nýja parið. Kiefer skilin eftir í sárum. Þessi flótti Juliu Roberts er ein- hver sá frægasti í manna minnum meðal stjarnanna í Hollywood og öðru hvoru er hann rifjaður upp. Kannski vegna þess að Roberts tók að sér hlutverk í kvikmyndinni Runa- way Bride þar sem hún lék brúði sem lætur sig alltaf vanta upp við altarið. Frægasti flótti Hollywood KIEFER OG JULIA Á sínum tíma voru þau heitasta parið í Hollywood en sambandið fékk óvæntan endi þegar Julia boðaði forföll í eigið brúðkaup á síðustu stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Kiefer Sutherland hefur verið í sviðs- ljósinu nánast frá fæðingu. Faðir hans, Donald Sutherland, er hálfgerð goðsagnapersóna og meðal fræg- ustu leikara samtímans. Hann ákvað snemma að feta í fótspor föður síns og fyrsta hlutverkið fékk hann sautján ára gamall í kvikmyndinni Max Dugan þar sem hann lék á móti pabba sínum. Stjarna Kiefer fór þó fyrst að rísa þegar hann lék Ace Merrill í kvikmyndinni Stand By Me eftir Rob Reiner. Í kjölfarið fylgdi vampírumyndin Lost Boys í leikstjórn Joel Schumacher en hún gerði Kiefer að stórstjörnu í Hollywood og í henni kynntist leik- arinn einum af sínum bestu vinum, Jason Patrick, en þeirra vinskapur átti eftir að fá óvæntan endi. Þeir félagar skemmtu sér þó konunglega sem nýstirnin í Holly- wood og Kiefer lék í myndum á borð við Young Guns og Flatliners sem báðar urðu mjög vinsælar. Síðan fór að halla undir fæti hjá Sutherland og honum tókst ekki að viðhalda velgengninni. Hann lék sífellt minni hlutverk í stórum myndum og var talað um deyjandi stjörnu. Það má því segja að með 24 hafi Kiefer gengið í endurnýjun lífdaga en leikarinn hefur verið til- efndur til Golden Globe verðlaun- anna fjórum sinnum fyrir leik sinn sem Jack Bauer og þættirnir eru margverðlaunaðir. Kiefer hefur látið fara minna fyrir sér á síðum slúðurblaðanna en þar var hann daglegur gestur þegar best lét í upphafi tíunda áratugarins. Leik- arinn hefur reynt fyrir sér sem knapi í kúrekaíþróttum en nú einbeitir hann sér að dótturinni Söruh Jude ásamt því að kynna þættina. Hefur alltaf verið í sviðsljósinu SUTHERLAND-FEÐGARNIR Þeir feðgar eru báðir tilnefndir til Golden Globe- verðlaunanna í ár, Kiefer sem Jack Bauer í 24 og Donald fyrir leik sinn í Commander in Chief. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES 1) LOST BOYS: Það er fátt jafn skemmtilegt og að vera vampíra í kvikmynd eftir Joel Schumacher. 2) STAND BY ME: Skemmtileg endurminningarmynd eftir Rob Reiner. River Phoenix í einum af sínum fyrstu hlutverkum. 3) YOUNG GUNS: Kúrekamynd fyrir bæði kynin. Sætir strákar á hestbaki og alveg ótrúlega svalir. 4) FLATLINERS: Kiefer storkar dauðanum með Juliu Roberts. Allir heitustu leikarar tíunda áratugarins samankomnir í spennumynd eftir Schumacher. 5) A TIME TO KILL/A FEW GOOD MEN: Þegar leið á tíunda áratuginn fór Sutherland að feta enn frekar í fótspor föður síns og tók að sér vel skrifaðar aukapersónur. BESTU MYNDIR SUTHERLAND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.