Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 84
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
26.900 kr.
NOKIA 6230i
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
FÓTBOLTI „Það er í skoðun, ég get ekki
sagt neitt meira um málið á þessu
stigi,“ sagði Eggert Magnússon, for-
seti KSÍ, í gær en svo gæti farið að
íslenska landsliðið færi til Brasilíu í
vetur og mætti heimsmeisturunum.
„Við höfum alltaf áhuga á leikjum
sem vekja athygli og skapa jafnvel
peninga enda þurfum við á fjármun-
um að halda. Það kemur þó alls ekki
til greina að spila hérna heima yrði
leikurinn í vetur auk þess sem þeir
eru alveg ruglaðir í því sem þeir
vilja fá fyrir að spila á útivelli. Nike
ræður því að hluta til hvar þeir spila
enda ógnarstór samningur í gildi
um það og Brassarnir spila oft þar
sem það kemur Nike vel. Ef Brasil-
íumenn vilja verða heimsmeistarar
verða þeir að spila við Ísland, svo
einfalt er það,“ sagði Eggert léttur
í bragði.
Ísland hefur tvisvar mætt
Brasilíu í vináttuleik fyrir heims-
meistaramót og í bæði skiptin
unnu Brasilíumenn og urðu svo
heimsmeistarar. Í maí 1994 vann
Brasilía 3-0 og í marsmánuði 2002
urðu lokatölur 6-1 fyrir Brasilíu
þar sem Grétar Rafn Steinsson
skoraði eina mark leiksins.
Eggert bætti síðan við að nán-
ast öruggt væri að Spánverjar
kæmutil Íslands í byrjun júní en
mótið hefst 11. júní. „Já, ég hef
ekki trú á neinu öðru en að loforð-
ið sem kollegi minn hjá spænska
knattspyrnusambandinu gaf mér
muni standa og að þeir komi til
Íslands. Það er ekki enn búið að
staðfesta leikdag en það verður
líklega í byrjun júní.“
„Mér litist alveg stórvel á það,
þeir vilja auðvitað fá okkur þar
sem það er algjör nauðsyn fyrir þá
að spila við Ísland ef þeir ætla sér
að verða heimsmeistarar aftur.
Það væri mikill fengur fyrir þá
að spila við okkur en þetta hefur
ekki verið staðfest ennþá,“ sagði
Eyjólfur Sverrisson landsliðs-
þjálfari um hugsanlegan leik gegn
Brasilíu, sem yrði sá fyrsti undir
hans stjórn. „Það væri ekki ama-
leg byrjun og mjög gaman bæði
fyrir mig og strákana enda valinn
maður í hverju rúmi hjá Brössun-
um og rúmlega það.“
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
landsliðsmaður var einnig spennt-
ur fyrir því að mæta Brasilíu-
mönnum: „Það væri alveg svaka-
lega skemmtilegt. Það væri ekkert
leiðinlegt að fá að taka aðeins á
þessum köllum í mekka fótbolt-
ans.“ hjalti@frettabladid.is
Ísland gæti mætt Brasilíu
Ísland gæti farið til Brasilíu og mætt þar heimsmeisturunum í vináttulandsleik
í vetur. Mikill áhugi er hjá forráðamönnum KSÍ fyrir leiknum.
EYJÓLFUR SVERRISSON OG EGGERT
MAGNÚSSON Eyjólfur er spenntur
fyrir því að mæta heimsmeisturum
Brasilíu, en Brasilía hefur tvisvar
orðið heimsmeistari í knattspyrnu
eftir að hafa leikið gegn Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Sigur í fyrsta leik hjá Teiti
Lið KR lagði Fjölni að velli, 5-1, í æfinga-
leik um helgina en þetta var fyrsti leikur
KR undir stjórn Teits Þórðarsonar. Grétar
Hjartarson skoraði eitt marka KR, Dali-
bor Pauletic eitt, Garðar Jóhannsson tvö
og eitt markanna var sjálfsmark. Teitur
hefur látið leikmenn
sína æfa mikið á
haustmánuðum
og er greinilegt
að KR ætlar
sér stór hluti á
næsta sumri.
„Þetta er gífurlega erfið-
ur útivöllur og þær eru
erfiðar heim að sækja
en við eigum alveg
jafna möguleika
gegn þeim,“ sagði
Stefán Arnarson,
þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins
í handknattleik,
um dráttinn fyrir
Evrópumótið í Svíþjóð
í desember á næsta
ári en Ísland dróst gegn
Makedóníu. Fyrri leikur
liðanna fer fram
hér á landi í
lok maí og
sá síðari ytra viku síðar.
„Það er kannski ekki
óskadráttur að fara á svona
erfiðan útivöll en það voru
bæðir plúsar og mínusar
við öll liðin og því er þetta
alveg jafn gott og hvað
annað. Við eigum fína
möguleika og erum alls
ekki með lakara lið en þær
makedónsku. Þær töpuðu
til að mynda fyrir Hollandi
og Rúmeníu sem eru tvær
sterkar þjóðir sem við höfum
borið sigurorð af en þetta
verða æsispennandi leikir.
Þær eru líkamlega
sterkar og
hávaxnar og byggja mikið á reynslumikl-
um leikmönnum sem komnar eru á efri
aldurinn. Þær eru þó með gott lið og
hafa unnið okkur stórt þegar við höfum
spilað við þær en á móti kemur að við
höfum verið að bæta okkur mikið auk
þess sem þær hafa verið að tapa fyrir
liðum sem við höfum verið að vinna.
Við förum á mót í apríl þegar Íslands-
mótið er búið sem verður sterkt mót í
Tékklandi. Síðan munu við reyna að fá
eina þjóð í leiki hér heima til undirbún-
ings fyrir leikina gegn Makedóníu. Við
munum æfa vel þegar Íslandsmótinu
líkur og stefnum á að koma með vel
undirbúið lið í leikina og við ætlum
okkur svo sannarlega að komast Evr-
ópumótið.“
STEFÁN ARNARSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: ERFIÐIR LEIKIR FRAM UNDAN Í EM
Ísland mætir sterku liði Makedóníu
FÓTBOLTI „Góðir íslenskir leikmenn
eru of fáir og dýrir að auki, og þess
vegna leita félögin út fyrir land-
steinana eftir leikmönnum,“ segir
Ólafur Kristjánsson knattspyrnu-
þjálfari, en hann er þessa dagana
að aðstoða knattspyrnufélög hér
á landi við fá til sín leikmenn frá
Danmörku.
Mörg félög hafa sett sig í sam-
band við Ólaf með það í huga að fá
leikmenn frá Danmörku. „Það hafa
mörg félög haft samband við mig
en ég gef ekkert upp um það hvaða
félög það eru. Fyrir tíu árum voru
félög að reyna að fá til sín leikmenn
frá Júgóslavíu en nú virðist henta
félögunum betur að fá danska leik-
menn. Ég hugsa að sambærilegt
samfélagsumhverfi hjálpi þar til.
Leikmenn frá Norðurlöndunum
eiga auðvelt með aðlagast samfé-
laginu hér á landi.“ - mh
Félög leita út fyrir landsteinana eftir leikmönnum:
Danskir knattspyrnu-
menn eftirsóttir
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Ólafur aðstoðar nú
félög við að fá til sín danska leikmenn.
KARLINN Í TJALDINU
Byrjar nýtt líf með
eiginkonunni
Borgaði strippurum
með gúmmítékkum
DV2x10 18.12.2005 19:47 Page 1
56 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Magdeburg lagði
Gummersbach
Eftir að hafa leikið
fjórtán leiki í röð án
þess að tapa þurfti
Gummersbach að
sætta sig við tap
gegn lærisveinum
Alfreðs Gíslasonar í
Magdeburg í þýska
handboltanum. Guð-
jón Valur Sigurðsson
var að venju marka-
hæstur leikmanna Gummersbach með
sjö mörk. Sigfús Sigurðsson lék vel í liði
Magdeburg og skoraði fjögur mörk.