Fréttablaðið - 19.12.2005, Page 17
MÁNUDAGUR 19. desember 2005 17
10% ÚTBORGUN: 176.500 kr.
Opel Meriva DVD
A‹EINS 23.999 kr. Á MÁNU‹I*
VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.795.000 kr.
Opel Astra Caravan
A‹EINS 23.680 kr. Á MÁNU‹I*
VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.760.000 kr.
DVD spilari fylgir!
10% ÚTBORGUN 179.500 kr.
Opel Astra Hatchback
A‹EINS 22.810 kr. Á MÁNU‹I*
VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.695.000 kr.
10% ÚTBORGUN 169.500 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
*Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 10% útb. og eftirstö›var í 84 mánu›i.
Við hvetjum alla ökumenn til að aka varlega um hátíðarnar.
Á Opel Meriva kynnist þú áður óþekktu
frelsi því sveigjanleiki og öryggi þessarar
verðlaunabifreiðar skilar sér ótvírætt við
íslenskar aðstæður. Prófaðu þennan fallega
bíl sem er í fremsta flokki hvað snertir
sparneytni og það verður ekki aftur snúið.
Fallegur og frábærlega smíðaður. Hann er
líka vel búinn með ABS hemlavörn, skynvirku
fjöðrunarkerfi, aksturstölvu og fullt af fleiri
skemmtilegum kostum. Hann er aflmikill en
líka sparneytinn, lipur og rúmgóður.
Fimm stjörnur í árekstrarprófi Euro NCAP.
Opel Astra Caravan hefur verið endur-
hannaður frá grunni. Hann er frábærlega
búinn, sterkur, rúmgóður og með pláss fyrir
alla fjölskylduna – ekki bara þá sem sitja
frammí. Innréttingin er falleg og vönduð
og minnir á mun dýrari bíla. Hann er lipur,
skemmtilegur í akstri og er með allra
öruggustu bílum í sínum stærðarflokki.
Við erum í sérstöku hátíðarskapi og því býðst þér Opel á frábæru jólatilboði
út allan desember með einungis 10% útborgun! En það er ekki allt: Hverjum
Opel fylgir 100.000 kr. gjöf frá Bræðrunum Ormsson handa þeim sem þér
þykir vænt um.
JÓLIN NÁLGAST!
NÁÐU FORSKOTI Á NÝJUM OPEL.
Opel. fi‡ski gæ›ingurinn.
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er fordæm-
anlegt athæfi hjá Norðmönnum
og lýsir ekki ábyrgri afstöðu til
fiskveiðistjórnunar af þeirra
hálfu,“ segir Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra vegna
frétta þess efnis að Norðmenn og
Evrópusambandið hafi komist að
samkomulagi um veiðar í norsku
landhelginni á norsk-íslensku
síldinni.
Samkomulagið þýðir að veiðar
úr stofninum fara langt umfram
ráðleggingar Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins og auk þess er ekk-
ert samráð haft við aðrar strand-
þjóðir sem hafa hagsmuna að
gæta eins og Ísland og Rússland.
Einar segir þessar fréttir
slæmar fyrir Íslendinga en lítið
sé við þessu að gera. „Það er ljóst
að gengið verður afar nærri stofn-
inum með þessum veiðum og mér
sýnist að með þessari ákvörðun
séu Norðmenn að auka hlut sinn
um 35 prósent á einu bretti með
einhliða hætti og þetta eru ákaf-
lega vond vinnubrögð af þeirra
hálfu. Þeir skrifa undir samning-
inn án þess að spyrja kóng eða
prest og þetta er með öllu óþolandi
en okkar hendur eru bundnar og
við getum ekki komið í veg fyrir
þetta.“ - aöe
Norðmenn og Evrópusambandið gera samning um veiðar á norsk-íslensku síldinni:
Forkastanleg vinnubrögð
SÍLDVEIÐAR Norðmenn munu veiða 570 þúsund tonn af norsk-íslensku síldinni á næsta
ári og hafa gefið Evrópusambandinu 62 þúsund tonna kvóta. Veiðiráðgjöf vísindamanna
gerir ráð fyrir 732 þúsund tonna veiði og því ljóst að meira verður veitt úr stofninum en
gott þykir.
UMFERÐARÖRYGGI Foreldrafélag
Hallormsstaðarskóla, Landsvirkj-
un og Vegagerðin hafa blásið til
átaks fyrir bættri umferðarmenn-
ingu í Hallormsstaðarskógi, að
frumkvæði foreldra skólabarna.
Vegna virkjanaframkvæmda
við Kárahnjúka hefur umferð á
svæðinu stóraukist nýlega og slys
hafa orðið á fólki í kjölfarið. Sam-
starfshópurinn að baki átakinu
sendi forsvarsmönnum þeirra fyr-
irtækja sem hlut eiga að máli bréf
þar sem beðið er um að brýnt sé
fyrir ökumönnum hverjar hætt-
urnar séu og skorað á þá að gæta
öryggis í akstri. ■
Umferð vegna Kárahnjúka:
Átak fyrir
auknu öryggi
HÁTÍÐAHÖLD Boðað var til hátíða-
halda í Grafarvogi í gær. Tilefnið
var fyrirhuguð bygging þjónustu-
og menningarmiðstöðvar í Spöng-
inni. Miðgarður, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness, Graf-
arvogskirkja, lögreglan í Reykja-
vík, Hverfisráð Grafarvogs og
Borgarbókasafn Reykjavíkur
standa að starfseminni.
Stefán Jón Hafstein, formaður
hverfisráðs Grafarvogs, ávarpaði
samkomuna. Undirritaðar voru
viljayfirlýsingar þeirra aðila sem
að byggingu þjónustu- og menn-
ingarmiðstöðvarinnar standa
ásamt því að þeir mörkuðu sér
land með kyndlum að sið land-
námsmanna. Unglingakór Graf-
arvogskirkju söng jólalög og nem-
endur í tónskóla Hörpunnar léku
ljúfa jólatóna í tilefni dagsins. - jóa
Hátíðahöld í Spönginni:
Landnám í
Grafarvogi
NÝ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Í GRAFARVOG
Grafarvogsbúar héldu upp á fyrirhugaða
byggingu þjónustu- og menningarmið-
stöðvar sem mun rísa í Spönginni.
STOFNANIR Kristján Skarphéðins-
son hefur verið ráðinn ráðuneytis-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu frá og
með fyrsta janúar næstkomandi.
Kristján hefur verið skrifstofu-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu frá
1999 og settur ráðuneytisstjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu
frá 2003. Þar áður starfaði hann
sem fiskimálafulltrúi Íslands í
Brussel og í sjávarútvegsráðu-
neytinu þar áður. ■
Iðnaðarráðuneytið:
Nýr ráðuneyt-
isstjóri ráðinn
GEGN ÖFGUM Þátttakandi í mótmæla-
göngu gegn öfgum og kynþáttahatri í
miðborg Moskvu í gær gengur með klút yfir
vitunum sem á stendur: „Við sitjum ekki
þegjandi hjá.“ Að göngunni stóðu mann-
réttindasamtök, frjálslyndir stjórnmálaflokk-
ar og fleiri félagasamtök. MYND/AP