Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 25

Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 25
MÁNUDAGUR 19. desember 2005 FRÉTTASKÝRING JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is Hegningarhúsið verði starfrækt þangað til.“ Guðmundur hefur greinilega sterkar skoðanir á nauðsyn Hegn- ingarhússins meðan ekki eru önnur úrræði fyrir hendi. „Langflestir fangar koma hér inn áður en þeir fara austur á Litla - Hraun eða í önnur fangelsi. Hér er þá hægt að klára ýmis atriði, eins og læknisskoðun, sem allir fangar sem hingað koma þurfa að undir- gangast, meðal annars með tilliti til hugsanlegra smitsjúkdóma og fíkniefnasögu. Það þarf ekki að eyða tíma og fjármunum í ferðalög vegna rann- sókna og viðtala við þá sem vistað- ir eru hér. Þá hafa menn tíma til að útvega sér það sem þá vantar áður en þeir fara í það fangelsi þar sem þeir eiga að afplána, hvort sem það er Litla-Hraun, Kvíabryggja eða annars staðar. Vegna nálægðar við alla þjónustu og annað sem um ræðir getur þetta gengið fljótt og vel fyrir sig.“ Mikil nálægð „Hingað koma stundum fangar sem eru hræddir, vilja ekki umgangast aðra fanga og hafa tilhneigingu til að einangra sig,“ heldur Guðmund- ur áfram. „Hér eru starfsmenn í mikilli nálægð við fangana og góðar aðstæður til að venja menn við, áður en þeir fara annað, því það fylgir jú fangavistinni að þurfa að umgangast aðra fanga.“ Hegningarhúsið er flokkað sem móttökufangelsi. Stór hluti fang- anna sem þangað kemur stoppar stutt. En það er segin saga, að sögn Guðmundar, að margir sem eru búnir að dvelja í vikutíma í fang- elsinu vilja helst ekki fara í önnur fangelsi. „Hér er hlýlegt að vera,“ segir Guðmundur. „Það er góð sál í þessu gamla húsi. Starfsfólkið, fjórtán manns, leggur sitt af mörkum til að föngum geti liðið hér vel. Ég sé engan ávinning í því að loka Hegn- ingarhúsinu áður en nýtt fangelsi er risið. Enda var síðasti undanþágu- frestur miðaður við að fangelsið á Hólmsheiði yrði komið í notkun og við hljótum að geta lagfært, í sam- ráði við Umhverfisstofu, þá van- kanta sem tilgreindir hafa verið.“ FANGAVÖRÐUR Myndavélar gera starfsmönnum kleift að fylgjast með því sem fram fer á fangelsisganginum og utan húss. Vísindamenn hafa fram til þessa talið að þegar smokkfiskar lykju hrygningu yfirgæfu þeir afkvæmi sín á hafsbotni. Rannsóknir fræðimanna við hafrannsóknastofnunina við Monterey-flóa í Kaliforníu, sem sagt er frá í nýjasta hefti tímaritsins Nature, benda hins vegar til að smokkfiskamæður af tegundinni Gonatus onyx skilji ungviðið aldrei við sig heldur haldi þær á hrognabelgnum í gripörmum sínum í allt að níu mánuði og drösli honum með sér um allt. - shg Undur náttúrunnar: Smokkfiskar elska ungviðið MÓÐURÁST Smokkfiskar virðast betri foreldrar en áður var talið, að minnsta kosti mæðurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S O G V 30 63 7 1 2/ 20 05 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.