Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 32
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Gagn af samskiptum Halldór Guðmundsson, bókmennta- fræðingur og rithöfundur, bloggar öðru hverju milli þess að hann situr við að skrifa bók um skáldin Gunnar Gunnars- son og Þórberg Þórðarson. Í nýj- asta pistlinum gerir hann sendiráð Íslands í Kaup- mannahöfn að umtals- efni. „Mér þykir mikið til koma til Dana og danskrar menningar. Ég held líka að Íslendingar hafi geysilega mikið gagn af samskiptum við Dani, hvort heldur er á menningarsviðinu, í íþróttum, viðskipt- um eða bara á ferðalögum. En stundum spyr maður sig, á þessum gerbreyttu tímum: Þurfum við sendiráð í Dan- mörku? Gengur þetta ekki allt saman mjög vel fyrir sig án aðstoðar þess?“ Dæmisaga Og Halldór svarar með þessum orðum: „Nú á maður auðvitað ekki að miða allt við sjálfan sig, en samt finnst mér það svolítil dæmisaga í þessu tilfelli: Ég var fimm ár við nám í Danmörku, hafði sem bókaútgefandi mikil samskipti við danska kollega, lét prenta nokkrar millj- ónir bóka í Danmörku, seldi íslenskar skáldsögur þangað, hef átt þátt í að flytja marga danska höfunda til Íslands. Aldrei í þessari 25 ára samskiptasögu hef ég þurft á íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn að halda, svo ég muni, og svo er örugglega um fleiri.“ Endurskipuleggja „Þetta er ekki hugsað sem einhver sérstök sparnaðartillaga,“ segir Halldór, „en mætti ekki endurskipuleggja þessa fornlegu utanríkisþjónustu okkar miðað við raunverulegar þarfir fólk og sam- skiptahætti nútímans? Íslenska ríkið er á sannkölluðu fermetrafylleríi í Danmörku. Við eigum stóran sendiherrabústað í dönsku úthverfi, Alþingi á Jónshús á besta stað í Kaupmannahöfn sem er fáránlega vannýtt og stendur autt flesta daga, og svo erum við komin með sendiráð á Norðurbryggju þar sem örfáir hetjulegir starfsmenn hringla á mörg hundruð fermetrum. Er þetta skynsam- leg og góð nýting á fólki og fé?“ gm@frettabladid.is Framsóknarflokkurinn hefur enn ekki treyst sér til þess að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála. Á sínum tíma var Alexander Stef- ánsson yfir þessum málaflokki; síðan þótti Framsóknarmönnum fara best á því að Páll Pétursson væri andlit og ásjóna jafnréttis- mála á landinu og loks var það Árni Magnússon ¿ títtnefndur. Ekki man ég eftir því að Alex- ander Stefánsson léti mjög til sín taka í jafnréttismálum en framlag Páls Péturssonar til málaflokks- ins var eins og við munum að flytja jafnréttisstofu til Akureyr- ar. Árni hófst til valda sem ráð- herra jafnréttismála með því að Siv Friðleifsdóttir var látin víkja sem ráðherra, þrátt fyrir dygga þjónustu við það mikla baráttumál flokksins og einkum þó formanns- ins, Halldórs Ásgrímssonar, að koma á fót Kárahnúkavirkjun. Þótt hann væri tæpur uppbóta- þingmaður með enga reynslu af þingstörfum bolaði Árni þannig burt úr ráðherrasæti efsta manni Framsóknar í Reykjanesi ¿ konu sem náð hafði mun skárri árangri en formaðurinn í kosningum - og var tekinn fram yfir Jónínu Bjart- mars, þingmann Reykvíkinga; hann gerði í félagi við bróður sinn tilraun til hallarbyltingar í Freyju félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi; hann rak Valgerði Bjarnadóttur úr starfi sem stýru jafnréttisstofu – og hann hélt karlaráðstefnu. Það er ekki bara að hann hafi brotið lög með framferði sínu gagnvart Valgerði: gjörvallur ferill þessa jafnréttisráðherra Framsóknarflokksins stríðir gegn hugmyndum okkar um jafnrétti kynjanna. Hjálmar Árnason þurfti að ganga í það mál að reyna að standa í vörnum fyrir ráðherrann og hafði sýnilega fengið rangar upplýsingar um samráð við ríkislögmann í upp- sögninni. Hitt hljómaði einstaklega skringilega úr munni Hjálmars að Valgerður Bjarnadóttir hefði að mati þeirra Árna ekki verið nægi- lega trúverðug til að stýra jafnrétt- isstofu. Það gerðist í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála hafði sett oní við leikhúsráð Akureyrar fyrir að ráða karlmann í stað konu sem virtist að mati kærunefndar- innar hæfari til starfans. Ekki skal dregið í efa að Val- gerður var þarna í dálitlum vand- ræðum sem formaður leikhús- ráðsins; og hefði mátt fá einhverja áminningu ráðherrans. Val ráðsins á leikhússtjóra virðist hafa verið rangt – kannski fékk ráðið glýju í augun gagnvart drengnum að sunnan en treysti ekki stúlkunni sem alin var upp í bænum og aflað hafði sér menntunar. Þarna réðu eflaust einhver sér-akureyrsk vandamál sem ég hef ekki vit á. En að Valgerður hafi ekki verið trúverðugt andlit jafnréttismála í landinu er samt æði hraustlega mælt hjá Hjálmari Árnasyni, auk þess sem töffaraleg aðferðin við uppsögnina hjá Árna ber vitni um reynsluleysi hans og ungæðishátt í ráðherrastarfi. Var þetta ekki á þeim tíma þegar ungir menn í áhrifastöðum voru alltaf að reka fólk til hægri og vinstri til að sanna sig? Var þetta á þeim tíma þegar menn voru alltaf að taka vitlausar ákvarðanir og standa á þeim eins og hundar á roði bara til að sanna að þeir „gætu tekið erfið- ar ákvarðanir“. Valgerður Bjarnadóttir - ótrú- verðug jafnréttisstýra? Að mati Framsóknarmanna? Sem enn hafa ekki treyst sér til að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála? Hver sá sem hefur minnsta veður haft af femínisma og jafnréttismálum ætti að kannast við nafnið þó ekki væri nema frá þeim árum þegar við Hjámar lásum báðir Þjóðvilj- ann og hún var að skrifa býsna ljóðrænar femínískar greinar um nornamenningu og gott ef ekki einhvers konar kvennaheiðni: Val- gerður hefur svo sannarlega verið um árabil í fararbroddi meðal rót- tækustu femínista landsins. Ekki man ég betur en að hún hafi líka verið frumkvöðull í því að benda á það hversu karlmiðað tungumál- ið væri með því að hætta að nota orðið „maður“ sem tilvísunarfor- nafn – hætti að segja „maður bara skilur þetta ekki“ og „ja maður segir nú bara si-svona“ en tamdi sér þess í stað að segja: „kona bara skilur þetta ekki“ og „ja kona segir nú bara si-svona“– Það hefur áreiðanlega hlakkað í mörgum karlinum yfir óförum Valgerðar. Um hitt, hvort Árni Magnús- son eigi að segja af sér eður ei, veit ég ekki. Sjálfur talar hann um dóm kjósenda – sjálfsagt í þeirri vissu að engu skiptir hversu mjög kjósendur strita við að kjósa ekki Framsóknarflokkinn: hann er allt- af í stjórn. Af hverju? Tja, kona bara skilur það ekki. Kona bara skilur þetta ekkiU ndanfarna daga hafa staðið í yfir hvor í sínum heims- hlutanum tveir alþjóðlegir fundir sem geta haft tölu- verð áhrif á daglegt líf manna víða um heim, og erum við Íslendingar þar ekki undanskildir. Þarna er annars vegar um að ræða fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong um viðskipti í heiminum og hins vegar leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel þar sem tekist var á um fjár- hagsáætlun sambandsins fyrir árin 2007-2013. Annar fund- urinn, sá í Asíu, snerti okkur beint, en hinn getur líka haft mikið að segja fyrir daglegt líf okkar hér á landi, þótt við séum ekki í ESB, en með mikilvæga viðskiptasamninga við sambandið. Þessir fundir sýna að við erum hluti af alþjóð- legu kerfi og getum ekki hagað okkur að vild hér á eyju norð- ur í Atlantshafi, þótt stundum vilji brenna við í almennri umræðu að við séum hér einangraðir og engum háðir. Það er af og frá í nútímanum. Við eigum aðild að ýmsum alþjóða- samtökum og verðum að taka mið af ákvörðunum þeirra, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Tíðindin sem Geir H. Haarde flutti okkur frá Hong Kong í síðustu viku, um að stjórnvöld hér væru reiðubúin að lækka tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan land- búnað, eru í samræmi við þátttöku okkar í starfi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Þessi mál eru lengi búin að vera á döfinni og bara spurning um tíma hvenær við þurfum að laga okkur að þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi stofnunarinnar. Það hittist þannig á að yfirlýsing fjármála- ráðherrans á fundinum í Hong Kong kemur í sömu viku og kynnt var enn ein skýrslan um verð á matvælum hér á landi, en einn af þáttunum sem valda háu verði á matvörum hér er einmitt verð á innlendum landbúnaðarvörum. Forráðamenn stærstu matvörukeðjanna hér á landi hafa fagnað yfirlýsingum fjármálaráðherra okkar og boða lægra matvöruverð í kjölfarið, en formaður Bændasamtakanna sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ekki vilja fullyrða að verðlækkanir fylgdu í kjölfarið á ákvörðunum þeim sem teknar hafa verið á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það á eftir að kanna þessi mál til hlítar, en íslenskir bændur fá þó ákveðinn tíma til aðlögunar að nýjum reglum. Í þessum efnum þurfa menn líka að horfa til fundarins í Brussel, en þar voru teknar ákvarðanir um að minnka niðurgreiðslur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Þessi mál eru bæði flókin og torskilin og eiga eftir að fara í gegnum mikla umræðu áður en endanleg niðurstaða fæst og ljóst verður hver hin raunverulegu áhrif beggja þessara alþjóðlegu funda verða á kjör manna bæði hér og annars staðar. Það virðist ljóst að stórveldin þrjú í Evrópu, Bretar, Þjóð- verjar og Frakkar, hafa samið um það sín á milli hvernig hægt væri að leysa ágreininginni varðandi fjárlög ESB, hin ríkin virðst hafa beðið í hliðarsölum eftir útspili stóru ríkj- anna, sérstaklega nýju ríkin, sem eiga mikið undir því að hinir stóru og valdamiklu innan Evrópusambandsins séu örlátir gagnvart þeim sem minna mega sín. Á yfirborðinu verða svo allir að vera sammála, þótt hinir stóru ráði í raun ferðinni. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Tveir alþjóðafundir sem skipta miklu máli: Við lifum í alþjóð- legu umhverfi Í DAG RÁÐHERRA JAFN- RÉTTISMÁLA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Árni hófst til valda sem ráð- herra jafnréttismála með því að Siv Friðleifsdóttir var látin víkja sem ráðherra; hann var tekinn fram yfir Jónínu Bjartmars; hann gerði í félagi við bróður sinn tilraun til hallarbyltingar í Freyju félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi; hann rak Valgerði Bjarnadótt- ur úr starfi sem stýru jafnrétt- isstofu - og hann hélt karlaráð- stefnu. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.