Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 19. desember 2005 7 Lifandi ljósaseríur sem vekja athygli Í Dugguvogi er að finna fyrir- tækið Dengsi ehf. sem meðal annars framleiðir svokallaðar ljósleiðaraseríur. Þessar seríur vekja mikla athygli hvar sem þær eru til sýnis fyrir fínlegt ljós sem stöðugt skiptir litum. En fegurðin er ekki ódýr. Þekktasta dæmið um ljósleiðara- seríu er sú sem Orkuveitan festi kaup á fyrir fimm árum. Serían skiptir stöðugt um lit í bylgju- hreyfingum og vekur óskipta athugli vegfarenda. Enn sem komið er eru ljósleiðaraseríur svo dýrar að einungis fjársterk- ir aðilar og fyrirtæki hafa efni á þessum jólamunaði. „Það hriktir í mönnum er þeir heyra verð- ið,“ segir Jóhannes Tryggvason, forstjóri Dengsa og annálað jóla- barn. „Hver sería er sérsmíðuð og kostar ljósgjafinn um fjörutíu þúsund krónur. Heildarkostnað- ur við seríu á tveggja metra hátt jólatré er á bilinu sextíu til sjötíu þúsund krónur, en fyrir svo lítið tré er ekki notaður allur kraftur ljósgjafans.“ Verðið er vissulega hátt en kost- ir ljósleiðarasería eru fjölmargir. „Það slekkur ekkert á þessu því það er ekkert rafmagn í leiðar- anum, bara ljós,“ segir Jóhannes. „Þetta er traust dæmi, serían end- ist í það minnsta átta til tíu ár, það þarf ekkert viðhald og fyrir fyrir- tæki þarf enga menn til að halda þessu úti.“ Kostir seríunnar eru fleiri. „Hún verður fallegri eftir því sem hún eldist því leiðararnir slitna og verða mattir og við það eykst ljósbrotið og fegurðin. Það er ekki hægt að ná jafn dökkbláum lit á aðrar hefðbundnar seríur og svo er þetta íslensk framleiðsla,“ segir Jóhannes. Dengsi hefur um nokkurt skeið flutt út seríur til Evrópulanda eins og Svíþjóðar og Ítalíu. „Það er náttúrlega mikið minna um skreytingar í Evrópu en hér og Bandaríkin eru öll í ódýra drasl- inu, en við höfum aðeins verið að flytja þetta út,“ segir Jóhannes. Ljósleiðaraseríur eru ekki til á lager en hægt er að fá Jóhannes og hjálparsveina hans í Dengsa til að búa til eina slíka eftir óskum hvers og eins. Jóhannes er sjálf- ur mikill seríumaður og leggja ófáir leið sína að húsi hans á horni Grensásvegar og Bústaðavegar þar sem þúsundir ljósapera lýsa upp skammdegið og án efa nýtist garðurinn jólaveininum sem ljós- viti á ferð hans yfir Atlantshafið. tryggvi@frettabladid.is ������������������ ������������������ ������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������� ����������������������������������� ����������������������������������������� �������������������������� ��������������������������������� ����� ��������������������������� ����������������������� ����������������� �������������������� ����������������������� ������������������������������� ������������������������ ������������������������������������������ �������������������������������������������������� ��������������������������������������������� ����������������������������� Jólatréð við Orkuveituhúsið skartar ljósleið- araseríu frá Dengsa ehf. FRETTABLAÐIÐ/E.ÓL. MIKIL BRUNAHÆTTA GETUR STAFAÐ AF ÓGÆTILEGRI MEÐFERÐ RAFMAGNSTÆKJA OG ÞVÍ GOTT AÐ HAFA EFTIRFARANDI ATRIÐI Í HUGA. Oft eru gamlar raflagnir víða undir meira álagi en þær þola og margar eru úr sér gengnar. Þegar farið er að heiman skal ganga tryggilega frá öllum rafmagnstækj- um. Léleg tæki og trosn- aðar framlengingar- snúrur skapa slysahættu og geta verið hættulegar börnum. Lausar snúrur geta enn fremur orðið fyrir hnjaski. Við bilun í lögn eða í tæki getur lekastraumrofinn leyst út. Reyndu að finna bilunina með því að rjúfa allar greinar og taka öll tæki úr sambandi. Setjið síðan rofann inn, þá greinarn- ar og að lokum tækin. Látið fagmenn alltaf sjá um viðgerðir er lúta að raflögnum og rafmagni innan heimilisins. Ekki skilja eftir hluti sem börn og óvitar geta stungið í innstungur. Best er að kaupa öryggislæsingar á innstungurnar. Ekki byrgja ljós með gluggatjöldum eða öðru slíku þar sem ofhitnun getur valdi eldi. Ekki setja stærri perur í lampa en þeir eru gerðir fyrir. Takið alltaf ljósaseríur úr sambandi meðan skipt er um perur og takið allar ljósaskreytingar úr sambandi meðan heimilisfólkið sefur eða er að heiman. Nánair upplýsingar um meðhöndlun rafmagnstækja og rafmagns má finna á heimasíðu Orkuveitunnar, www.or.is rafmagnstæki } Drögum úr brunahættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.