Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 2
„Ég hélt nú á Silju yfir þröskuldinn!“
Sími 525 7000 www.eimskip.is
Það kostar aðeins 500 krónur að senda jólapakkann innanlands
ef þú getur borið hann inn í afgreiðsluna hjá okkur.
Upplýsingar um næsta afgreiðslustað Flytjanda færðu
á eimskip.is eða í síma 525 7000.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
BANDARÍKIN, AP Tímaritið Time
hefur valið hjónin Bill og Melindu
Gates og U2-
s ö n g v a r a n n
Bono fólk árs-
ins. Telur ritið
þau hafa unnið
til titilsins
með baráttu
sinni fyrir
bættri heilsu á
alþjóðavísu og
gegn fátækt í
heiminum.
T í ma r it ið
segir árið 2005
hafa verið ár ótrúlegrar gjafmildi
þar sem fólk gaf metupphæðir
til þeirra sem lentu í skæðum
náttúruhamförum á árinu. Time
segir þó að Bill, Melinda og Bono
hafi gengið skrefi lengra með
markvissri baráttu gegn fátækt
óháð náttúruhamförum. Bill og
Melinda Gates standa að baki
stærsta góðgerðarsjóði heims
með yfir 29 milljarða dollara til
úthlutunar á meðan Bono „þving-
aði og blóðmjólkaði“ leiðtoga iðn-
ríkjanna til að gefa eftir fjörutíu
milljarða dollara af skuldum
þriðja heimsins. ■
Bill, Melinda og Bono:
Time velur fólk
ársins 2005
BILL, BONO OG
MELINDA Á FORSÍÐU
TIME
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
2 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
HONG KONG, AP Sex daga löngum
ráðherrafundi Heimsviðskipta-
stofnunarinnar, WTO, lauk í
Hong Kong í gær með samkomu-
lagi sem fagnað var sem áfanga
að nýjum allsherjarsamningi
um frelsi í alþjóðaviðskiptum.
Það helsta sem samkomulagið
kveður á um er að öllum aðild-
arríkjum stofnunarinnar, sem
eru nú 149 talsins, ber að afnema
útflutningsbætur á búvörur
fyrir árið 2013. Ekki tókst hins
vegar að semja um nema smá-
vægilegar breytingar á öðrum
viðskiptahindrunum og lausn
margra veigamikilla mála slegið
á frest.
Samkomulagið uppfyllir ekki
þær væntingar sem erindrekar
WTO gerðu sér fyrir þessa við-
ræðulotu, en þær hljóðuðu upp á
ítarlega áætlun um lækkun tolla
og niðurgreiðslna á búvörur og
iðnvarning.
Undir lok samningafundar-
ins í Hong Kong var nýr frestur
ákveðinn til að semja um þessa
áætlun, 30. apríl 2006. Má það
ekki seinna vera ef áform eiga
að ganga eftir um að ganga frá
nýjum allsherjarsamningi WTO
um alþjóðaviðskipti fyrir lok
næsta árs.
Til þess að einhver áþreif-
anlegur árangur lægi þó eftir
fundinn í Hong Kong komu
samninganefndirnar sér saman
um afnám útflutningsbóta í
landbúnaði. Samkomulagið felur
í sér að ríku iðnríkin skuldbindi
sig til að hætta niðurgreiðslum
til stuðnings útflutningi á vörum
eins og bómull og sykri. Tals-
menn þróunarlanda segja slíkar
niðurgreiðslur grafa undan sam-
keppnishæfni búvöruframleiðslu
fátækustu þjóðanna.
Það var sérstakur sigur fyrir
Vestur-Afríkuríki, sem fram-
leiða mikið af bómull, að samið
skyldi um að ríku löndin afnæmu
allar útflutningsbætur á bómull
strax árið 2006. Í þessu sam-
komulagi felst tilslökun af hálfu
Bandaríkjanna, sem flytja mikið
út af bómull.
Ennfremur er í samkomulag-
inu ætlast til þess af ríku þjóðun-
um að þær veiti fyrir árið 2008
toll- og innflutningskvótafrjáls-
an aðgang að mörkuðum sínum
fyrir að minnsta kosti 97 prósent
af vörum sem fluttar eru út frá
svonefndum minnst þróuðu lönd-
um heims, en það eru lönd þar
sem þjóðartekjur á mann nema
innan við 750 Bandaríkjadölum
á ári. audunn@frettabladid.is
Útflutningsbætur
afnumdar fyrir 2013
Mörgum helstu ágreiningsefnunum var slegið á frest er ráðherrafundi Heims-
viðskiptastofnunarinnar, WTO, var slitið í Hong Kong í gær. Samkomulag tókst
þó um að afnema bæri útflutningsbætur á búvörur fyrir árið 2013.
GEGN HNATTVÆÐINGU Andstæðingar frjálsari alþjóðaviðskipta hamast með spjótum
sínum á „WTO-skepnunni“ í Hong Kong í gær. MYND/AP
BANDARÍKIN, AP Harry Reid, leið-
togi demókrata í öldungadeild
Bandaríkjaþings, kallaði í gær
eftir því að þingið efndi til form-
legrar rannsóknar á símahlerun-
um sem George W. Bush forseti
hefur viðurkennt að hafa heimilað
í nafni baráttunnar gegn hryðju-
verkum.
„Þetta þing
hefur mjög lítið
aðhafst til að
fá yfirsýn (yfir
þetta mál),“ sagði
Reid í viðtali á
Fox-sjónvarps-
stöðinni. „Það
ætti að fara fram
rannsókn og
vitnaleiðslur.“
Bush staðfesti á laugardag að
hann hefði frá því í október 2001
heimilað Þjóðaröryggisstofnun-
inni (NSA) að hlera útlandasímtöl
og tölvupóst fólks sem búsett sé
löglega í Bandaríkjunum. Til að
slíkar njósnir séu löglegar þarf að
öllu jöfnu dómsúrskurð. ■
Hlerunarheimildir Bush:
Þingrannsókn
fari fram
HARRY REID
Sharon á sjúkrahús Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í
skyndi á sjúkrahús í gærkvöld. Að sögn
aðstoðarmanna hans var verið að
rannsaka hvort hann hefði fengið minni
háttar heilablóðfall. Talsmaður Hadassah
Ein Kerem-sjúkrahússins í Jerúsalem
sagði Sharon við fulla meðvitund og
læknar væru að kanna ástand hans.
ÍSRAEL
NEYTENDUR Rannsóknarsetur
verslunarinnar spáir því að hver
Íslendingur muni að jafnaði eyða
um 20 þúsund krónum aukalega í
ár vegna jólanna. Því er spáð að
jólaverslun verði 10,8 prósentum
meiri en í fyrra.
Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslun-
ar og þjónustu, segir að metár
hafi verið í jólaverslun í fyrra.
„Í ár virðist sala aukast og tala
einstakir kaupmenn um mikla
aukningu,“ segir Sigurður og því
ljóst að stefnir í nýtt neyslumet
hjá Íslendingum. „Við erum býsna
bjartsýnir á að þetta verði betra
ár en í fyrra.“
Fram kemur á heimasíðu
Samtaka verslunar og þjónustu
að mesta aukningin sé í erlendri
netverslun, sem er hagstæð
vegna stöðu krónunnar gagnvart
erlendum gjaldmiðlum. Þeirrar
aukningar er einnig vart í Evr-
ópu en talið er að um fjórðungur
hefðbundinna jólainnkaupa í Evr-
ópu séu gerð á netinu. Sé velta
greiðslukorta borin saman milli
jólanna 2003 og 2004 var aukning-
in 17,5 prósent.
Enn eru fimm dagar til jóla og
því nægur tími til að reyna að slá
metið frá síðustu jólum.
- jóa
Nýju meti spáð í innkaupum fyrir þessi jól:
Kaupmenn mjög bjartsýnir
NEYSLUMET Samtök verslunar og þjónustu spá metári í jólaverslun í ár.
SPURNING DAGSINS
Er Mjólka með einhverja
leyniuppskrift að mjólk?
„Já, við erum með leyniuppskrift að
mjólk og Bændasamtökin mega alls
ekki komast í hana“.
Ólafur M. Magnússon er ósáttur við að
Mjólku sé skylt að láta af hendi trúnaðar-
upplýsingar til Bændasamtakanna þar sem
sitji meðal annars aðilar frá helstu keppi-
nautum fyrirtækisins.
BÓLIVÍA, AP Forsetakosningar fóru
fram í Bólivíu í gær. Niðurstaðna
er að vænta í dag, en talið var að
mjótt yrði á munum milli tveggja
helstu frambjóðendanna.
Annar frambjóðandinn er
íhaldsmaðurinn Jorge Quiroga,
fyrrverandi forseti landsins, sem
styður frjálst markaðsumhverfi
og stríðið gegn kókarækt. Hinn
frambjóðandinn er hins vegar
vinstrisinnaði kókabóndinn Evo
Morales. Morales hefur naumt
forskot í skoðanakönnunum, en
verði hann fyrir valinu og nái yfir
helmingi greiddra atkvæða verð-
ur það í fyrsta skipti sem indjáni
er kosinn forseti.
Ef Morales vinnur er talið að
það verði mikið áfall fyrir Banda-
ríkjastjórn og fíkniefnastríðið
sem hún háir í Suður-Ameríku,
þar sem Morales hefur lýst því
yfir að verði hann forseti muni
ræktun kókarunna verða gerð
lögleg, en kókaín er unnið úr lauf-
blöðum kókarunnans. Jafnframt
hefur hann sagt að hann muni sjá
til þess að útflutningsverð á olíu
hækki. ■
Niðurstöður í forsetakjöri í Bólivíu gætu orðið áfall fyrir Bandaríkjastjórn:
Kókaræktandi með forskot
EVO MORALES Yrði
fyrsti indjáninn til að ná
forsetakjöri í Bólivíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þriggja bíla árekstur Þrír bílar á
austurleið skullu hver aftan á öðrum
um sexleytið í gærdag í Hveradölum.
Alls voru átta farþegar í bílunum þremur
og urðu þrír þeirra fyrir smávægilegum
meiðslum og var farið með þá á næstu
heilsugæslustöð. Mikil hálka er á
svæðinu og minnir lögreglan á Selfossi
ökumenn á að aka eftir aðstæðum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BANDARÍKIN, AP Peter Feddo, ungur
demókrati í Virginíu, hefur sett á
laggirnar stuðningsnefnd á lands-
vísu fyrir forsetaframboði öld-
ungadeildarþingmannsins Hillary
Clinton. Hann vill svo sjá ríkisstjóra
Virginíu, Mark Warner, sem vara-
forsetaefni.
Hillary hefur ekkert sagt um það
hvort hún stefni í framboð til forseta
árið 2008, en hún nýtur gríðarlegra
vinsælda meðal flokksmanna sinna.
Feddo segist þess fullviss að hún fari
í framboð en framtak hans hefur
engin tengsl við Clinton, sem ekkert
hefur sagt um málið. Feddo segir að
ósigur John Kerry árið 2004 hafi ýtt
undir stofnun nefndarinnar. ■
Stuðningsnefnd stofnuð:
Hillary gefur
ekkert upp