Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 74
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR46 Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500- GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������������������������������������������� ��������� ���������������� ������������������������ ����� ���������������� ������� ��������������������������������������������� ������� �������������������������� ������������ �������������� �� ����������� Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands verða útibú norrænu Cerv- antes-stofnunarinnar hér á landi. Menningarmálastofnun Spán- ar opnaði á árinu 2005 miðstöð starfsemi sinnar á Norðurlöndun- um. Aðsetur hennar er í miðborg Stokkhólms og er henni ætlað að efla menningarsamskipti Spán- verja og íbúa Norðurlandanna allra. Fyrir stuttu komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands í heimsókn. Í kjölfarið voru Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum og Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands valin til að verða framtíðarútibú og aðset- ur starfseminnar hér á landi. Útibú Cervantesar [BÆKUR] UMFJÖLLUN Pétur B. Ásgeirsson er ungur alþingismaður og á framtíðina fyrir sér að því er virðist. Hann er myndarlegur og vinsæll, býr í flottri íbúð í Þingholtunum, er trúlofaður fallegri stelpu af góðum (les. réttum) ættum og er vinsælt viðfangsefni í glanstíma- ritum landsins, enda annálaður fyrir góðan smekk og svo ekki sé minnst á réttlætiskennd og samúð með lítilmagnanum. Lífið virðist sannarlega leika við Pétur, en hann á sér myrkt leyndarmál. Pétur er barnaníðingur, eða barnavinur eins og hann kemst sjálfur að orði, og vitjar reglulega dagvistunarheimilis fyrir börn og hefur mök við litlar stúlkur. En dag einn hittir Pétur Sóley á leikskólanum og verður ástfanginn í fyrsta sinn á ævinnni. Barnagælur er fyrsta skáldsaga Óttars Martins Norðfjörð og það er óhætt að segja að hann taki nokkra áhættu að fjalla um jafn eldfimt efni og barnamisnotkun er. Óttar fer ekki í felur með það að hann er undir sterkum áhrifum frá Bret Easton Ellis og bók hans American Psycho, sem deildi sterkt á hið bandaríska uppasamfélag sem reið húsum á níunda áratugnum. Óttar heimfærir American Psycho yfir á íslenskt samfélag í dag. Rétt eins og ofuruppinn Patrick Bateman er Pétur ofurupptekinn af veraldlegum gæðum og útliti og gerir allt hvað hann getur til að lágmarka líkamleg einkenni mennskunnar, til dæmis með „Anal fresh power“ töflum svo hann þarf ekki að hafa hægðir nema einu sinni í viku. Og eins og Bateman er Pétur hinn mesti svíðingur, svo ekki sé fastar að orði kveðið; lætur sig engu skipta þótt móðir hans falli frá og byrlar syrgjandi föður sínum ólyfjan til að komast á djammið og áður en yfir lýkur hefur honum líka tekist að myrða vin sinn og matreiða hann. Á köflum er Barnagælur viðbjóðsleg og allt að því óbærileg lesning. Rétt eins og Ellis dregur Óttar ekkert undan og grafískar lýsingar á „samlífi“ hans og Sóleyjar og fleiri stúlkubarna eru með því hroðalegasta sem ég hef lesið. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að henda bókinni frá sér í miðjum lestri og afskrifa hana sem rusl. En eitthvað er Óttar að fara og greinilegt að valdníðsla er honum hugleikin um þessar mundir. Pétur B. er fulltrúi valdsins, bæði sem þingmaður og innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum og þegar hann ráðskast með börn. Óttar hefur afskaplega góð tök á textanum og getur til dæmis gert hrottalegustu atburði meinfyndna eins og þegar Pétur flettir í kokkabókum Jóa Fel og Ágústu Johnson til að komast að hvernig best sé að elda Guðjón vin sinn, þannig að hann verði í senn bragðgóður og hollur. Bókin er hins vegar sjaldnast fyndin - þvert á móti. Grafískar „ástarsenur“ í anda Rauðu seríunnar gera kynferðisofbeldið enn viðbjóðslegra en ella. Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, sem er nokkuð djarft, en Óttar skapar sér líka ákveðna fjarlægð frá Pétri og stillir sjálfum sér í raun upp sem andstæðu hans; Pétur kaupir nefnilega ljóðabók Óttars, Grillveður í október, og hefur gaman ef en skilur augljóslega ekki boðskapinn. Hið sama má segja um þann sem þetta skrifar og Barnagælur. Ég stend eiginlega á gati gagnvart henni. Því er ekki að neita að hún leitar á mann að loknum lestri, en ég geri mér litla grein fyrir hvað hangir á spýtunni. Þá gerir staðfæringin á American Psycho það að verkum að Barnagælur verða lítið annað en bergmál af henni og Óttar skapar sér ekki nógu skýra rödd. BARNAGÆLUR HÖF. ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ Útg: Mál og menning Niðurstaða: Óttar Martin Norðfjörð sýnir tilfinningalífi lesenda litla tillitssemi í hrottalegri frásögn af valdi og valdníðslu. Hins vegar er erfitt að gera sér grein fyrir hvað hangir á spýtunni. Patrick Bateman fer á þing CERVANTES Menningarmála- stofnun Spánar er nefnd í höfuðið á helsta rithöfundi Spánverja. ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ Höfundur Barnagælna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.