Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 12

Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 12
12 19. desember 2005 MÁNUDAGUR IÐNAÐUR Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík, segir að trollkúlufram- leiðsla fyrirtækisins verði að öllum líkindum flutt til sam- starfsaðila Sæplasts í Danmörku. Þar með tapist tvö til þrjú árs- verk í verksmiðu Sæplasts á Dal- vík en hann segir að rekja megi ákvörðunina til óhagstæðra ytri skilyrða. „Hátt gengi íslensku krónunnar veldur því að afkoma félagsins í ár verður óásættan- leg. Útlit er fyrir að reksturinn verði í járnum og er það versta afkoma félagsins í mörg ár. Við erum nú að skoða hvernig við getum brugðist við vandanum en til viðbótar við óhagstætt gengi er verð á hráefni fyrir plastiðn- að í sögulegu hámarki í ár,“ segir Daði. Starfsmenn Sæplasts á Dal- vík eru nú 43 talsins en Daði segir að ekki sé ætlunin að segja fólki upp þrátt fyrir að trollkúlu- framleiðslan verði flutt úr landi. „Þess í stað munum við ekki ráða í framleiðslustörf sem losna. Við horfum því fram á að störfum muni fækka á komandi mánuðum en við teljum ekki hjá því komist við þær aðstæður sem okkur og öðrum íslenskum iðnfyrirtækj- um eru búnar um þessar mund- ir,“ segir Daði. - kk Hátt gengi leiðir til fækkunar starfa hjá Sæplasti á Dalvík: Framleiðsla flutt úr landi DAÐI VALDIMARSSON Framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík segir hátt gengi neyða félagið til að flytja trollkúluframleiðslu fyrirtækisins til Danmerkur en við það tapast tvö til þrjú ársverk á Dalvík. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SKÓLAMÁL Sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar lýsir yfir fullum stuðningi við Háskólann á Akureyri í ályktun sem hún sendi frá sér og telur mikil- vægt að undir- stöður hans séu traustar, bæði faglega og fjárhags- lega. Í ályktun- inni, sem sam- þykkt var sam- hljóða, skorar sveitarstjórn- in á Alþingi og ríkisstjórn að standa dyggan vörð um Háskólann og hvetur jafnframt til þess að auknu fjármagni verði veitt til innra starfs hans svo að efla megi rannsókna- og námsþætti og standa straum af kostnaði við nauð- synlegar byggingaframkvæmdir. - sh Ályktun samþykkt samhljóða: Sveitarstjórnin styður skólann SKRAUTLEG MÓTMÆLI Mótmæli hnatt- væðingarandstæðinga í Hong Kong í tilefni af ráðherrafundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, tók á sig ýmsar myndir. Á borðanum stendur: Sömu laun fyrir farandverkamenn. MYND/AP SVEITARSTJÓRNARMÁL Þrátt fyrir að all flestar kosningar um sam- einingu sveitarfélag sem fram fóru víðs vegar á landinu í haust hafi verið felldar hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að ræða samruna sín á milli. Eru nú kosn- ingar um slíka sameiningu áætl- aðar á þremur stöðum á landinu á komandi ári. Þann 21. janúar munu íbúar Húsavíkurhrepps, Keldunes- hrepps, Öxarfjarðar og Raufar- hafnarhrepps greiða atkvæði um sameiningu. 28. janúar verður kosið um sameiningu Siglufjarð- arkaupstaðar og Ólafsfjarðar- bæjar og 11. febrúar verður kosið um sameiningu Hraungerð- ishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla er hafin á öllum stöð- um. ■ Sameiningarkosningar: Kosið á þremur stöðum BAGDAD, AP Í kjölfar þriggja til- tölulega friðsamlegra daga sam- hliða kosningum í landinu tóku sprengingar og skotárásir við á ný aðfaranótt sunnudags í Írak. Um tuttugu manns létust í röð spreng- inga og skotárása, þar á meðal tveir sjálfsmorðsárásarmenn, fjölmargir lögregluþjónar, ættingjar kúrdísks stjórnmálamanns of fleiri. Í sprengingu á götu í Bagdad létust þrír lögreglumenn og tveir særðust, síðar samdægurs féll annar lögreglumaður og tveir særð- ust í skotbardaga. Í vesturhluta borgarinnar voru lögreglumaður og starfsmaður innanríkisráðuneytis- ins skotnir í bílum sínum á leið til vinnu á meðan fjórir lögreglumenn slösuðust alvarlega þegar kúlum rigndi yfir lögreglubifreið þeirra. Tesali var myrtur í nágreninu. Í suðurhluta Baghdad voru varð- stjóri og undirmaður hans skotnir til bana. Sjálfsmorðsárásarmaður í sendiferðabíl sprengdi sig og drap einn lögreglumann við vegartálma á meðan ein kona lést og í það minnsta ellefu særðust í spreng- ing á götu í norðurhluta Baghdad. Árásirnar hófust skömmu eftir að bann á farartækjum var afnumið og slakað var á hertum öryggisráð- stöfunum sem gripið var til kring- um kosningarnar. - dac Óöld blossar upp í Írak á ný að loknum kosningum: Rúmlega tuttugu látast í röð árása BÍLSPRENGING Einn lögregluþjónn lést og tveir særðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig og bíl sinn við vegartálma í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÁSKÓLINN Á AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.