Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 22
FORELDRAR ÆFIR EFTIR UPPLJÓSTRANIR SÉRA
FLÓKA Í SUNNUDAGASKÓLA Í BORGARFIRÐI
„GAT EKKI HUGSAÐ
MÉR AÐ
LJÚGA AÐ BÖRNUNU
M“
„Jólasveinninn
er ekki til“
Ég er
víst til!
DV2x15 18.12.2005 19:46 Page 1
19. desember 2005 MÁNUDAGUR22
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Ég sit nú bara hérna heima hjá mér eins og
klessa“, segir Katrín Jakobsdóttir, varafor-
maður Vinstri grænna, en hún er í miðju
barneignarfríi þessa dagana.
Katrín fæddi frumburð sinn, lítinn dreng sem
braggast ágætlega, 3. desember síðastliðinn
og segir því fátt annað komast að þessa
dagana en umönnun hans. „Hann byrjaði
reyndar að koma í heiminn 1. desember
þannig að ég hélt að þetta yrði fullveldisbarn
en hann lét bíða aðeins lengur eftir sér,“ segir
Katrín.
„Helstu tíðindin af honum eru þau að við
fórum í fyrstu gönguferðina okkar áðan,“ segir
móðirin stolt.
Katrín segist aldrei hafa fylgst eins vel með
fréttatímum sjónvarpsstöðvanna og í fæðing-
arorlofinu, hún missi aldrei úr fréttatíma, því
hún segir að brjóstagjöf og sjónvarpsgláp fari
einstaklega vel saman. „Ég er náttúrlega búin
að fylgjast mjög vel með jafnréttisstýrumálinu
og félagsmálaráðherra í fréttunum, það er
kannski það mál sem mér finnst standa hvað
mest upp úr núna,“ segir varaformaðurinn og
auðvelt er að greina tilhlökkun í rödd hennar
að komast aftur á leiksvið stjórnmálana.
Hún kveðst ætla að halda áfram að taka það
rólega þær vikur sem eftir eru af desember
en svo býst hún við að blanda sér í borgar-
málin fljótlega eftir áramót. „Það er mjög erf-
itt að halda sig frá pólitík, þetta er sennilega
einhver veiki. En ég er búin að ákveða að láta
fólk í friði í desember, ég held að þjóðlífið
geti vel lifað án mín í nokkrar vikur, ótrúlegt
en satt,“ segir hin nýbakaða og óþreyjufulla
móðir og hlær.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
Ég ætla að láta fólk vera í desember
Atviksorð í þátíð heitir nýútkom-
in bók með ljóðum Hermanns
Pálssonar fræðimanns. Hermann
bjó bróðurpart starfsævi sinn-
ar í Edinborg og stundaði þar
rannsóknir á íslenskum fræðum.
Hann lést í umferðarslysi í Búlg-
aríu í ágúst 2002 og í kjölfarið
kom í ljós að hann átti fjölmörg
ljóð tilbúin til útgáfu.
Gísli bróðir hans, fyrrum
bóndi á Hofi
í Vatnsdal,
hefur nú
gefið ljóðin út
en Gísli hóf
bókaútgáfu
fyrir sautj-
án árum, þá
68 ára gam-
all. Er hann
vísast elsti
b ó k a ú t g e f -
andi lands-
ins, komin
vel á áttug-
asta og sjötta
ár. „Þetta er
fe r t u g a s t a
og sjöunda
bókin sem
ég gef út,“
segir Gísli,
sem lýsti því
yfir í fyrra, við útgáfu bókar um
Hrútafjarðará, að hann hygðist
hætta bókaútgáfu. Þegar óbirt
ljóð Hermanns bróður hans fund-
ust gat hann ekki annað en dreg-
ið fyrri yfirlýsingar til baka og
gefið þau út.
Það var hins vegar tilviljun
sem réði því að hann hóf bókaút-
gáfu 1988. „Fé var skorið niður
vegna riðu og ég hafði lítið að
gera. Þess vegna fór ég út í þetta,“
segir Gísli, sem meðal annars
hefur gefið út niðjatöl, hestabæk-
ur og eldri verk Hermanns.
Gísli hefur haft gaman af
bókaútgáfunni og ekki spillir
að hún hefur gengið ágætlega í
gegnum árin og afkoman verið
þokkaleg. „Ég hef alltaf sloppið
ágætlega og stundum haft svolít-
ið upp úr þessu.“
Gísli sjálfur hætti búskap
fyrir nokkru en sonur hans og
tengdadóttir halda fjögur hundr-
uð fjár á Hofi og á milli sjötíu og
áttatíu hross.
Hægt er að panta Atviksorð í
þátíð hjá Gísla í síma 452 4477 og
sendir hann bókina burðargjalds-
frítt hvert á land sem er. ■
Gísli Pálsson á Hofi gefur út ljóð eftir bróður sinn, Hermann heitinn Pálsson:
Hóf að gefa út bækur 68 ára
GÍSLI PÁLSSON Á HOFI
Hóf að gefa út bækur
fyrir 17 árum þegar fé
var skorið niður hjá
honum vegna riðu.
ATVIKSORÐ
Í ÞÁTÍÐ
Ljóðabók
Hermanns
Pálssonar.
Freyja Haraldsdóttir er
tvítug stúlka sem á laugar-
dag útskrifaðist úr Fjöl-
brautarskóla Garðabæjar
með hæstu meðaleinkunn
þeirra 38 nemenda sem
brautskráðust. Það sem
gerir námsárangur Freyju
enn merkilegri er að hún
býr við alvarlega fötlun og
er alfarið bundin hjólastól.
Freyja, sem einnig flutti ræðu
fyrir hönd útskriftarhópsins, fékk
ekki að vita að hún hefði dúxað
fyrr en við útskriftina sjálfa og
segist ekki hafa búist við því.
„Þetta kom mér algjörlega í opna
skjöldu. Námið hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt, maður hefur
auðvitað lært heilmikið og eign-
ast góða vini og að sjálfsögðu er
skemmtilegt að enda þetta á þenn-
an hátt.“ Meðaleinkunn hennar
var 8,4.
Freyja segir námið við FG hafa
gengið vel. „Auðvitað getur ýmis-
legt komið upp á en þannig er
það nú hjá flestum,“ segir hún og
bætir við að aðgengi fyrir fatlaða
nemendur sé til algjörrar fyrir-
myndar í skólanum. „Ef það hefur
eitthvað þurft að bæta þá hefur
það verið gert.“
Freyja býr við sjaldgæfa fötl-
un sem á fræðimáli kallast osteo-
genesis imperfecta. Lýsir hún
sér þannig að þeir sem stríða við
fötlunina eru í sífelldri hættu á að
beinbrotna við minnsta hnjask.
Freyja þarf stöðuga aðstoð og
segist almennt hafa verið ánægð
með stuðningsfulltrúa sína. „Ef
stuðningsfulltrúarnir eru góðir
get ég gert þetta alveg eins vel og
aðrir. Það er skilyrði að við getum
verið vinir og berum virðingu
hvor fyrir annarri og þá gengur
þetta eins og í sögu.“
Freyja er mikil félagsvera og
segir hennar helsta áhugamál vera
fólk almennt. Hún fer reglulega í
bíó og á kaffihús með vinum sínum,
sem hafa reynst henni afar vel.
Eftir áramót mun Freyja hefja
störf við sérkennslu á leikskóla.
Hún segist hafa mikinn áhuga á að
vinna með börnum með sérþarfir
og stefnir á frekara nám í náinni
framtíð, þó að valið um námsgrein
gæti orðið erfitt. „Ég hef jafnvel
hugsað mér að leggja stund á fötl-
unarfræði en ég veit ekki hvort
það verður strax næsta haust. Það
ræðst af því hvernig mér líkar
starfið á leikskólanum.“ ■
Kom algjörlega á óvart
Okkur líkt
„Þetta eru störf sem er mjög
erfitt að fá Íslendinga til að
vinna.“
Þórður Bachmann framkvæmdastjóri
Alpan sem flyst til Rúmeníu, meðal
annars vegna þess að á Íslandi fæst
ekki fólk til starfa. Fréttablaðið.
Gott að vita
„Sögnin að versla er ekki
áhrifssögn, þ.e.a.s. hún stýrir
ekki falli eins og sögnin að
kaupa, sem stýrir þolfalli.“
Halldór Þorsteinsson, skólastjóri
Málaskóla Halldórs, í grein um íslenskt
mál í Morgunblaðinu.
SÆT Þessi skjaldbaka er til sölu á tæpar tuttugu þúsund krónur í gæludýraverslun í borginni
Varna í Búlgaríu. Skjaldbakan er af tegundinni Chelydra Serpentina sem er amerísk
vatnaskjaldbaka. Skoltar hennar eru miklir, eins og sjá má, og augnaráðið nokkuð blítt.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FREYJA HARALDSDÓTTIR Útskrifaðist með hæstu einkunn allra nemenda um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN