Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 72
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR44 Hæðir Machu Picchu heitir ljóðabók eftir chileska nóbelsverðlaunaskáldið Pablo Neruda sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Tulinius. Sjálf fetaði hún slóðir skáldsins til að fylla í eyðurnar. Pablo Neruda má með sanni kalla risa í suður-amerískum bókmenntum og þótt víðar væri leitað. Hann fæddist laust eftir aldamótin 1900 og lést árið 1973, tveimur árum eftir að nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir féllu honum í skaut. Hæðir Machu Picchu er hluti af stærri ljóðbálki sem nefnist Canto general og fjalla ljóðin um ferð skáldsins til Inkaborgarinnar Machu Picchu. „Borgin týndist fljótlega eftir landvinninga Spánverja og fannst ekki fyrr en um 350 árum seinna,“ segir Guðrún Tulinus sem þýðir bókina. „Þegar Neruda heimsótti borgina og renndi augum yfir rústirnar fannst honum þær svo tilkomumiklar að hann samdi um þær þennan bálk, sem er óumdeilanlega ein af perlum bókmennta á spænska tungu.“ Guðrún segir að í Hæðum Machu Picchu hafi skáldskapur Neruda náð nýjum hæðum. „Þetta eru tólf afskaplega falleg ljóð og myndlíkingarnar, sem hann var svo þekktur fyrir, eru mjög sterkar og áhrifamiklar. Í ljóðunum reynir Neruda að rýna í fortíð borgarinnar með því að fá fólkið í gröfunum til að segja sögu hennar. Um leið segir hann frá miklum harmi sem býr undir, horfnum glæsileika og fléttar inn í það hversdagslífinu og hversu þungt það vegur á okkur. Tilfinningarnar eru miklar.“ Í bókinni birtast ljóðin bæði á frummálinu sem og í íslenskri þýðingu Guðrúnar. „Ég ákvað að fara þá leið því það er erfitt að þýða ljóð og skila þeim til lesenda nákvæmlega eins og skáldið hafði hugsað sér. Mér fannst líka tilvalið að veita fólki tækifæri til að bera textana saman því allir eiga sinn rétt á sinni túlkun og þýðingu.“ Bókin er myndskreytt af Rebekku Rán Samper og Antonio Hervas Amezcua sem sækja innblástur í Inkaborgina. „Antonio hef ég þekkt lengi, hann hefur oft sýnt hér á landi og einnig þekki ég Rebekku. Þau voru bæði boðin og búin til að myndskreyta þegar ég og Gréta Hlöðversdóttir samstarfskona mín leituðum til þeirra og mér finnst þeim hafa tekist vel til. Þá fylgir bókinni DVD- mynddiskur sem Guðrún gerði eftir að hún ferðaðist sjálf til Machu Picchu í fyrra. „Ég ákvað að gera eins og skáldið og feta veginn til borgarinnar. Það var stórkostleg tilfinning að berja hana augum og ég tel það hafa fyllt í margar eyður hvað mig varðar og skáldskap Neruda og ég vona að það skili líka auknum áhrifum til lesenda að sjá sjálfir rústirnar, þótt það sé í gegnum myndavélina mína.“ bergsteinn@frettabladid.is GUÐRÚN TULINIUS Fór sjálf til Machu Picchu til að berja borgina augum. Hún gerði mynd um ferðalagið sem fylgir bókinni á mynddisk. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Í hæstu hæðum Inkaborgarinnar MACHU PICCHU Inkaborgin týndist á tímum landvinninga Spánverja en fannst ekki fyrr en um hálfri fjórðu öld síðar. MYND/GUÐRÚN TULINIUS Kl. 21.00 Söngdagskrá um Edith Piaf verður flutt í Þjóðleikhúsinu í tilefni þess að níutíu ár eru liðin frá fæðingu söngfuglsins. > Ekki missa af ... ... fyrirlestri þeirra Skúla Sigurðssonar og Stefáns Pálssonar á hádegisfundi sagnfræðinga í Þjóðminjasafninu á morgun, þriðjudag. Þeir eru báðir vísindasagnfræðingar og nefna fyrirlestur sinn „Á fótboltavelli framfaranna“. ... tónleikum þeirra Maríu Bragadóttur sópransöngkonu og Kára Þormar organista í Fríkirkjunni á fimmtu- daginn. Þau ætla að flytja klukkustundarlanga Maríudagskrá. ... sýningunni Aðföng Listasafns Reykjavíkur 2002-2005, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Þetta er sýning á úrvali verka sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast undanfarin ár. ! menning@frettabladid.is Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur jólatónleika við kertaljós í Langholtskirkju annað kvöld. Á efnisskránni eru tvö verk fyrir kvennakór og hörpu. Fyrra verkið, „Dancing Day“ eftir John Rutter, var frumflutt i dómkirkjunni í Coventry 26. janúar 1974. Verkið er byggt á sex jólasöngvum við latneska og enska texta, m.a. hið þekkta lag „Coventry carol“. Það hefst með forleik fyrir hörpuna og eftir þrjú fyrstu lögin kemur Interlude eða millispil. Seinna verkið er „Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten. Britten samdi þetta undursamlega jólaverk eftir þriggja ára happasæla dvöl í Bandaríkjunum. Hann tók sér far heim um miðjan mars árið 1942 með sænsku flutningaskipi. Ferðin tók nærri mánuð og lenti hann í allmiklu volki. Í ferðinni hóf hann að semja þetta verk fyrir þríradda kór og hörpu. Það er rammað inní hinn forna gregorska söng „Hodie Christus natus est“. Britten notar síðan níu ensk miðaldaljóð sem lýsa með ýmsum hætti komu jólanna, fæðingu frelsarans, Maríu sem syngur son sinn í svefn og fleiri atburðum tengdum jólunum. Millispil leikið á hörpu brýtur svo verkið upp þannig að kaflarnir eru ellefu. Elísabet Wage leikur á hörpuna og sex kórfélagar, Guðríður Þóra Gísladóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, María Vigdís Kjartansdóttir, Rannveig Björg Þórarinsdóttir og Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngja einsöng. Stjórnandi Graduale Nobili er Jón Stefánsson. Gradualekórinn syngur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.