Fréttablaðið - 19.12.2005, Side 39
MÁNUDAGUR 19. desember 2005
Rafmagn er einn stórvirkasti brennu-
vargur nútímans. Á hverju ári verða
margir eldsvoðar sem eiga upptök
sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í
vegna bilunar en oftast er um að
ræða að gáleysi í umgengni við raf-
magn valdi slysum eða íkveikju.
Jólin eru hátíð ljóssins og er þá
kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin
loga lengur en aðra daga ársins.
Hluti af undirbúningi jólanna á að
vera að ganga úr skugga um að
þau ljós sem nota á séu í góðu lagi.
Óvandaður, skemmdur og rangt
notaður ljósabúnaður getur valdið
bruna og slysum.
Atriði sem vert er að hafa í huga:
Látum aldrei loga á ljósunum á
jólatrénu yfir nótt eða þegar við
erum að heiman.
Hendum gömlum jólaljósum sem
eru úr sér gengin.
Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð,
stærð og styrkleika.
Gætum þess að eldfim efni séu ekki
nálægt jólaljósum.
Óvarinn rafbúnaður getur valdið
raflosti.
Vörum okkur á óvönduðum jóla-
ljósum.
Inniljós má aldrei nota utandyra.
Förum eftir leiðbeiningum um upp-
setningu og notkun.
Látum logandi kerti aldrei standa
ofan á raftæki.
Góður siður er að skipta um rafhlöð-
ur í reykskynjurum fyrir hver jól.
(Af neytendastofa.is)
Jólaljós krefjast
varúðar
LÁTUM EKKI RAFMAGNIÐ SETJA
BRENNIMARK SITT Á HEIMILIÐ UM
JÓLIN.
Fyrir jólin ár hvert vinnur
Orkuveita Reykjavíkur hörðum
höndum að því að setja upp
jólaskraut á höfuðborgarsvæð-
inu. Öll sagan er þó ekki sögð
því fylgjast þarf vel með öllu
skrautinu og passa að það líti
vel út.
Helgi Pétursson, verkefnisstjóri
hjá Orkuveitunni, segir að um
áttatíu þúsund ljósaperur logi á
jólaskreytingum Orkuveitunnar
um jól og áramót ár hvert.
Allt í allt eru 69 jólatré skreytt
á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykja-
vík eru skreytt 42 grenitré, átta í
Kópavogi, fimm í Garðabæ, fimm
á Seltjarnarnesi, fimm í Mosfells-
bæ og loks fjögur við Reykjavík-
urhöfn. Auk þess eru settar upp
um 150 skreytingareiningar sem
eru þverbönd af ýmsu tagi, topp-
skraut á stólpum, halastjörnur
og jólabjöllur. Þessar skreyting-
areiningar eru flestar í miðbæ
Reykjavíkur, við Ingólfstorg,
Vonarstræti, á Laugavegi, Kirkju-
torgi, Fríkirkjuvegi, Sóleyjargötu
og á Austurvelli. Jólaljósin þar
eru látin loga vel fram í janúar.
Nokkuð er um það að framin
séu skemmdarverk á upplýstum
jólatrjám um helgar á meðan
aðrar fá „eðlilegan dauðdaga“.
Aðspurður segir Helgi að það sé
ómögulegt að segja hversu marg-
ar perur brotni eða verði fyrir
skemmdum yfir hátíðirnar. ,,En á
hverjum morgni fram til jóla fer
körfubíll um og kannað er ástand
allra skreytinga,“ segir Helgi og
bætir að lokum við lögð sé áhersla
á að öll ljós logi á öllum skreyting-
um um jól og áramót.
steinthor@frettabladid.is
Körfubíll fer um höfuðborgarsvæðið á
hverjum morgni og athugar ástand jóla-
skreytinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
80 þúsund jólaljósaperur
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
jólaljós }